Morgunblaðið - 25.10.1977, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1977
Bókmerintir — LLstir — Bókmenntir — Listir — Bókmenntir — Listir — Bókmenntir— Listir —
Nákvæm
ævisaga
Gunnar Bcncdiktsson:
I FLAÚMI LlFSINS
FLJÓTA. 174 bls.
ÖrnofíÖrl. Rvík 1977.
Gunnar Benediktsson er ord-
inn hálfníræður. Hann var einn
þeirra sem skrifuðu í Rauða
penna. Nú eru fáir þeirra eftir
lífs. Gunnar var skáldsagnahof-
undur og ritgerðarsmiður.
Fyrir skáldsögur sinar hlaut
hann ekki lof nema í meðallagi
en þótti þeim mun hressilegri í
ritgerðasmíðinni, sérstaklega
ef pölitisk kappræðumál voru á
dagskrá. Af því má draga þá
ályktun að honum sé hentara
að hugleiða, velta fyrir sél', rök-
ræða en sefíja frá. Virðist mér
það enn ásannast í þessum
hernsku- or æskuminninfíum.
Gunnar Benediktsson
Ævisaga er frásögn — eins og
skáldsaga. Um bók þessa vil ég
segja að mér þykir höfundinum
oft hafa tekist betur upp.
Meginókosturinn er hve hún er
langdregin. Gunnar er ná-
kvæmur rithöfundur — og elju-
samur. Hálfkák er honum vafa-
laust fjarri skapi. Við lestur
bókarinnar kom mér stundum í
hug að hann væri fremur að
stafla endurminningum sínum
í eins konar fróðleikshlöðu en
að skrifa bók til lestrar. órð-
heppni Gunnars, sem minnast
má frá ótal ritgerðum, nýtur sin
naumast hér. Þetta er fyrst og
fremst þurrar lýsingar og frá-
sagnir. Sjálfsaal eru þær góðra
gjalda verðar frá þjóðfræðilegu
sjónarmiði séð en sakir þess
hve höfundur fer grannt ofan i
saumana á efni sínu verður
þétta allt hálftyrfið til lestrar.
A kápu stendur að þetta sé:
»Bernsku- og æskuár byltinga-
mannsins«. Þessi undirtitill
vekitr forvitni. Maður ál.vktar
sen svoaðí bókinni skýrist hvers
vegna Gunnar varð síðar rót-
tækur rithöfundur. En það
kemur hvergi fram, að minnsta
kostí ekki beint. Af öðrum ævi-
sögum jafnaldra Gunnars að
dæma virðist hann hafa lifað
lífinu eins og hver annar sveita-
drengur um aidamót nenia
hvað hann hefur kannski haft
ögn meira að borða og notíð
betra atlætis en sumir aðrir.
Nógur matur var í búi foreldra
Bókmenntlr
eftir ERLEND
JÓNSSON
hans, skortur hefur því naum-
ast knúið hann til uppreisnar,
ekki heldur bág kjör annarra
þvi fólk sýnist hafa haft það
nokkuð sæmilegt þarna í
Hornafirðinum um aldamót.
Faðir Gunnars hefur tamið sér
það stranga húsbóndavald sem
aðrir urðu að lúta á heimilinu
en slíkt var ekki einsdæmi á
fyrri tíð heldur nánast regla.
Til móður sinnar gátu börnin
leitað með öll sin mál, bæði stór
og smá og hafa því tæpast
steðjað aö Gunnarí það sem nú
á dögum er kallað »félagsleg
vandamál«. Trúrækni virðist
hafa verið i meðallagi eða vel
það á heimili hans, húslestrar
lesnir svo dæmi sé tekið. Svo
lengi bjó Gunnar að kristni-
haldinu að þegar hann kom í
skóla bakaði hann sér spé
tveggja skólabræðra, sem hann
nafngreinir með því að stinga
upp á að lesinn skyldi húslestur
í skólanum. Gunnar naut lang-
skólanáms eins og kunnugt er
og várð — prestur.
Nei, ég kem ekki auga á að
þetta sé ævisaga byltingar-
manns heldur sýnist mér vera
hér á ferð ósköp venjuleg ís-
lensk ævisaga — kannski að
ýmsu leyti nákvæmari en al-
mennt gerist en að öðru leyti
lítt frábrugðin öðrum sams kon-
ar bókmenntum sem koma hér
á markað ár hvert. Ég giska á
að ástæðnanna til þess, að
Gunnar varð byltingamaður
eins og hajin kýs að láta standa
á bókarkápunni, sé að leita til
einhvers annars en áhrifa frá
uppvextinum.
í lokakafla bókarinnar,
»Skyggnzt til framtíðar«, kveð-
ur hann svo að orði að »fram
yfir fermingu fannst mér það
alit að því fjarstæða, að nokk-
urn tima gæti til þess komið, að
ég fyndi mig heima annars stað-
ar en innan fjalla- og jöklahálf-
hrings Hornafjarðar. . . það
man ég, að þá var ég hjartan-
lega sannfærður um, að hvergi
væri hægt að njóta alsælu ann-
ars staðar en á þessum slóðum.«
Gunnar er nú orðinn aldur-
hniginn. En eigi er að sjá að elli
hann saki, að hár aldur hafi
dregið úr þreki hans til þessara
ritstarfa. Endurtekningar
koma að sönnu lyrir. En hvorki
er slíkt óalgengt i bókum af
þessu tagi né auðvelt að fyrir-
byggja þvílíkt nema með ær-
inni yfirlegu og helst aðstoð
annarra.
Ég tek fram að ég er alls
ókunnugur í átthögum Gunnars
en gerí mér í hugarlund að
þessi bók hans kunni að hafa
meira gildi þar en annars
staðar. Þarna kemur við sögu
fjöldi karla og kvenna sem mið-
aldra fólk og eldra þar eystra
hlýtur að vita deili á. Þannig er
þvi einmítt háttað um megnið
af íslenskum ævisögum — þær
eru héraðsbókmenntir fyrst og
fremst en skírskota lítt út fyrir
þann sjónhring sem blasir við
af bæjarburst sögumanns.
Erlendur Jónsson
Ernest Hemingway
Hemingways hafa verið nefndar
harðsoðnar vegna skorts á tilfinn-
ingasemí og vegna þess hve hraði
frásagnarinnar er mikill Satt er það
að yfirleitt er lítið um málalengingar
hjá Hemingway Þótt lýsingar hans
séu nákvæmar, stundum æði smá-
smugulegar samanborið við aðra
höfunda, er litil hætta á að veggur
myndist milli höfundar og lesanda
Andblær sögunnar helst frá upphafi
til enda Spennan, þvi að vissulega
er saga eins og Vopnin kvödd
spennandi. er hvergi rofin þrátt fyrir
hvíldir á stöku stað Harmsögulegur
skilningur höfundar á tilverunni þar
sem dauðinn hrósar oft sigri, gleði
og sorg eru í eðlilegu jafnvægi, er
þess eðlis að hin einfalda frásögn
dýpkar og vex i vitund lesandans
Þeir eru áreiðanlega fáir sem ekki
vöknar um augu þegar Ijós eru örlög
Halldór Laxness
Gömul opinberun
i skáldskap
Ernest Hamingway:
VOPNIN KVÖDD.
Halldór Laxness islenskaði og rit-
aði eftirmála
Önnur útgáfa.
IS/lál og menning 1 977.
Vopnin kvödd í islenskri þýðingu
Halldórs Laxness eru mér gömul
opinberun í skáldskap Ég mun hafa
verið fjórtán ára þegar ég las bókina
og eftir að hafa lesið fyrstu síðurnar
settist ég mður og skrifaði samsögu
i anda Hemingways, eða það ímynd-
aði ég mér að minnsta kosti Eins og
Halldór lét hafa eftir sér i blaðavið-
tali nýlega i tilefni annarrar útgáfu
bókarinnar tóku margir höfundar
Hemingway til fyrirmyndar Sumir
áttu i slíkum vanda með að losna
undan áhrifavaldi hans að það tafði
þroska þeirra Við höfum íslensk
dæmi um þetta
Stil Hemingways er auðvelt að
benda á „hvar sem örlar á honum i
verki annars manns” eins og Halldór
kemst að orði i Aðfararorðum fyrstu
útgáfu Vopnanna (1941) Halldór
brýnir fyrir mönnum að öruggara sé
„að kunna að varast hann rétt, þó
maður þekki hann vel" Þetta gildir
að sjálfsögðu um stil yfirleitt En
enginn verður góður rithöfundur af
því einu saman að herma eftir öðr-
um Still Hemingways eins og við
þekkjum hann hjá Halldóri Laxness
og Stefáni Bjarman, en þýðing hins
síðarnefnda á Klukkan kallar kom út
1951, hefur að minu viti frjóvgað
islenska skáldsagnagerð Bókmennt-
irnar hér heima hafa notið þessara
þýðinga
Það er erfitt að lýsa stil Heming-
ways Besta ráðið er að lesa bækur
hans, helst á frummálinu, annars
tvær fyrrnefndar skáldsögur i is-
lenskri þýðingu. Meðal þess sem
Halldór telur Hemingway til tekna er
„hnitmiðað og hlutstætt mat raun-
sæismannsms á staðreyndum, þótt
allt sé í uppnámi kringum hann,
samfara takmarkalausri fyrirlitningu
á málæði oq tilfinningaeðju" Sögur
þeirra Hinriks og Katrínar í Vopnun-
um
í stíl Hemingways eru margir
eiginleikar Ijóðsms Auk hrynjandi
málsins og meitlaðra og litrikra um-
hverfislýsinga einkennist þessi stíll
af því að gefa fremur i skyn en segja
berum orðum. Areynsluleysi stils-
ins, það hve hann likist mæltu máli,
er galdur sem leiðir hugann að
mörgu því sem endmgarbest hefur
orðið i skáldskap. Ef skáld eru end-
urnýjendur máls að því leyti að gera
Bðkmennllr
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
það sem látlausast, líkast daglegu
tali og hafna þar með öllu því sem er
uppskrúfað, er Hemingway framar-
lega i flokki slíkra skálda
Vopnin kvödd byggir á reynslu
Hemingways i fyrra striði, en þar var
hann sjúkraliði á vegum ítala Hinrik
i Vopnunum er Hemmgway sjálfur,
að minnsta kosti er margt skylt með
þeim Katrín á sér fyrirmynd i Agnes
von Kurowsky, hjúkrunarkonu sem
Hemingway kynntist á Ítalíu, ekki
með ósvipuðum hætti og segir frá
fundum þeirra Hinriks og Katrínar i
Vopnunum Þessu geta áhugamenn
flett upp í hinum mörgu bókum sem
ritaðar hafa verið um Hemingway að
honum látnum, meðal þeirra Ernest
Hemingway: A Life Story by Carlos
Baker
Það sem Hemingway sannar okk-
ur m a. með Vopnunum er það hve
aflmikil raunsæileg frásögn getur
verið Hann lýsir stríðinu og því sem
er i kringum stríðið, einkum daglegu
lifi hermannanna, án allrar skrum-
skælingar Leitast er við að sýna inn
i hugskot þessara manna með því að
herma það sem þeir segja. Samræð-
ur eru fyrirferðarmiklar í Vopnunum,
stundum nokkuð langar, en oft fá-
orðar og beinskeyttar Atburðir sög-
unnar eru tíðum undirbúnir með
samtölum, kæruleysislegum orða-
skiptum sem viða leyna á sér
Það er lítið um hetjulegar bar-
dagasenur hjá Hemingway Þaer eru
aftur á móti líkar veruleikanum.
Hetjur verða menn vegna þess að
þeir haga sér eins og menn en ekki
tæki Þeir sem játa að þeir séu
hræddir segja satt Það er ekkert
hetjulegt eða rómantíkst við það að
láta sprengja sig í loft upp af ósýni-
legum andstæðingi En þannig er
stríð og þannig kynntist Hemingway
þvi á ítaliu.
Eitt af því sem gerir Vopnin kvödd
trúverðug er staðsetning atburð-
anna Halldóri hefur misjafnlega tek-
ist að þýða itölsk staðarnöfn, en vel
má við una. Þótt fyrir bregði stirð-
leika i frásögninni er Ijóst að þýðing-
in var afrek á sinum tima „Þessi
þýðing bendir aðems í áttina til
þess, hvernig Hemingway skrifar,
en ekki meir", sagði Halldór i fyrr-
nefndum aðfaraorðum Hann gat
þess einnig að sá kostur hefði verið
upp tekinn „að þrengja dálitið að
íslenskunm heldur en misgera að
ráði við stíl frumtextans, þar sem
ónákvæmni í útlegginu í staðinn
fyrir of harðsnúna íslensku hefðu
verið vafasöm kaup" Ýmsum þótti
vist Halldór þrengja um of að is-
lenskunni, en það fyrirgafst honum
fljótlega eins og svo margt annað
sem hann hefur gert til að stuðla að
þróun islenskrar skáldsagnagerðar
Aðsjá
R. Broby Johansen:
HEIMSLIST HEIMALIST
Yfirlit evrópskrar listasögu.
Umsjón og þýðing:
BjörnTh. Björnsson.
Mál og menning 1977.
í Heimslist-Heimalist skrifar Björn
Th Björnsson eftirmála sem hann
nefnir Um höfundinn og verk hans
Björn kemst m a. þannig að orði um
R Broby-Johansen „Hann lítur ekki
á listina ofan frá, sem einangrað
munaðarfyrirbæri á hverjum tíma,
heldur úr sjónarhorni lifandi og
stríðandi samfélags, sem leiðir list-
formin af eðli sinu, en ekki af upp-
finningum ofurmenna í augum
hans eru hversdagslegustu nytja-
hlutir, kaffikanna, götuskilti eða
póstkassi, jafn mikilvæg birting stíls
og tíma sem listaverk snillinga"
I kaflanum Stíll okkar tíma má
kynnast þeim skoðunum sem
Heimslist-Heimalist grundvallast á
R Broby-Johansen lýsir því að á
endurreisnaröld hafi listamaðurmn
tekið að slitna úr tengslum við aðrar
vinnustéttir þjóðfélagsins „Æ síðan
hafa listamenn verið i meiri eða
minni andstöðu við þá samfélags-
þróun sem leitazt hefur við að upp-
ræta hið mannlega, hin andlegu
gildi, úr vitund þpgnanna" R
Broby-Johansen talar um þá „for-
sendu borgarlegrar hugsunar, að
maðurinn sé einangrað fyrirbæri i
eðli sínu" og segir að listin hafi teflt
fram samhyggjunni gegn henni „I
slíkri þjóðfélagslegri einangrun og
andstöðu listarinnar felst skýringin á
því, að hún hefur hvað eftir annað
eflt nýjar uppreisnarstefnur, sem
kölluðu fyrst fram hneykslun og að-
kast, en sigruðust siðan jafnvel á
þeim skoðunum sem harðast stóðu
á móti Eftir að sigurinn er unninn
og þær eru orðnar fastar í sessi,
sölnar hugkvæmni þeirra og kraftur
smám saman, og næsta holskefla
rís Þannig er listin hið sikvika
hreyfiafl"
R Broby-Johansen leggur áherslu
á að hver ný stefna í listum spretti
„af nýjum aðstæðum og þar með
nýrri heimsmynd" Enginn skyldi lá
honum það Aftur á móti verður þvi
ekki neitað að sósialisk lifsskoðun
Fratnhald á bls. 32.
R. Broby Johansen. Hluti teikn-
ingar eftir Kamma Svensson
frá árunum 1942—43.
Bókmenntir
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON