Morgunblaðið - 19.11.1977, Side 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK
248: tbl. 64. árg.
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
—•-------------------------------------------------------------------------------
„Fyrsti Arabaleiðtoginn sem
fer með friði til ísraels”
ísraelskir emb-
ættismenn fagna
egypzkum starfs-
bræðrum sínum
við komuna til
Ben Gurion-
flugvallar í gær.
Söguleg ferð Sadats hefst í kvöld
Kaíro, Jerúsalem og Washington
18. nóvember AP — Reuter.
SADAT Egyptalandsforseti, sem
síðdegis f dag kemur f fyrstu
opinberu heimsókn Arabaleið-
toga til tsraels frá þvf 1949, baðst
fyrir í mosku í Kafró f gærkvöldi
um svipað leyti og um 60 egypzkir
embættismenn komu til Jerúsal-
em til að undirbúa heimsókn
hans. „Salaam aleikum" (friður
sé með yður) voru fyrstu orðin,
sem fsraelskir embættismenn
sögðu við egypzka starfsbræður
sína, en þeir stigu út úr einka-
þotu egypzku stjórnarinnar á Ben
Gurion-flugvelli. Egyptarnir óku
í tveimur langferðabifreiðum inn
Studnings-
menn Indiru
fresta
adgerdum
Nýju-Delhí 18. nóvember
Reuter.
STUÐNINGSMENN Indiru
Gandhis fyrrum forsætisráð-
herra Indlands hafa fallið í bili
frá ráðagerðum um að gera
hana aftur að formanni Kon-
gressflokksins, af ótta við að
slíkt geti valdið djúpstæðum
ágreiningi innan hans. Gandhi
var formaður flokksins í 11 ár
áður en hún féll I kosningun-
um í marz sl. Stuðningsmenn
hennar hafa undanfarnar vik-
ur haldið uppi harðri baráttu
til að koma henni aftur I for-
mannssætið og ætluðu I dag að
leggja fram fullgilda áskorun
til formanns flokksins um að
kallað yrði saman aukaþing til
að kjósa nýjan formann.
Það var Gandhi sjálf, sem
tilkynnti stuðningsmönnum
sinum, að hún vildi ekki að
þetta yrði gert I bráð, með heill
flokksins í huga.
í borgina og var fagnað af borgur-
unum, sem kölluðu „Salaam
aleikum.**
Utvarpið I Kairó sagði i dag, að
Sadat færi til Israels með það I
huga að reyna að ná fullkomnu
samkomulagi um frið i Miðaustur-
löndun. Sagði útvarpið að þetta
væri söguleg ferð, þvi að Sadat
yrði fyrsti Arabaleiðtoginn, sem
færi með friði til Jerúsalem. Sad-
at var ákaft fagnað er hann kom
frá bænastund sinni og hrópaði
fólkið: ,,Við styðjum þig af ein-
lægni þvi að friður er höfuðmark-
mið ferðar þinnar."
Stjórnmálafréttaritarar í Kaíró
segja að Sadat hafi sætt gífurleg-
um þrýstingi úr öllum áttum til að
fá hann til að hætta við förina, en
segja að hann hafi þegar hann tók
ákvörðunina, gert sér grein fyrir
áhættunni og ákveðið að ekkert
fengi haggað henni. Kom þetta
berlega í Ijós, er Fahmi utanríkis-
ráðherra sagði af sér og síðan
Muhammed Riad, sem var skipað-
ur í hans stað. Tök Sadat afsögn-
um beggja samstundis og ræddi
þær ekki við þá.
Forseti egypzka þingsins hefur
kallað leiðtoga þriggja stjórn-
málaflokka landsins til fundar í
dag, rétt fyrir brottför Sadats, en
ieiðtogar frjálslyndra og sósíal-
ista hafa lýst stuðningi við ferð-
ina en vinstrisinnuðu Framfara-
samtökin andstöðu. Tveir fyrr-
nefndu flokkarnir senda fulltrúa
með Sadat til ísraels.
Fahmi fyrrum utanríkisráð-
herra Egyptalands sagði í viðtali í
dag, að ferð Sadats myndi hafa
alvarlegar afleiðingar í Araba-
rikjunum og á alþjóðavettvangi.
Hann sagðist hafa orðið að segja
af sér, því hann gæti ekki stutt
svo óskynsamlegar ákvarðanir.
Hann hafði verið utanríkisráð-
herra I 4 ár og löngum talinn
hægri hönd Sadats. Leiðtogar fjöl-
margra helztu samtaka í Egypta-
landi hafa sent Sadat stuðnings-
Framhald á bls. 28.
Algert uppnám i
Arabaríkiunum
Beirút, London og New York.
18. nóvember. Reuter —AP.
HIN sögulega ákvörðun Sadats
forseta að fara til tsraels í friðar-
leit hefur valdið algeru uppnámi
í Arabalöndunum. Sprengjur
hafa verið sprengdar f ýmsum
þeirra, mótmælagöngur farnar og
Sadat verið opinberlega gagn-
rýndur harðlega. Arabaleiðtogar,
sem fyrir viku kölluðu Sadat
bróður, kalla hann nú svikara. t
Beirút var öflug sprengja
sprengd fyrir framan sendiráð
Egyptalands og 30 Palestínu-
menn réðust inn f sendiráð
Egypta f Aþenu, felldu grískan
lögreglumann og ollu miklum
skemmdum.
Ákvörðun Sadats olli Assad
Sýrlandsforseta miklum von-
brigðum, en hann reyndi að telja
Sadat hughvarf á mafgra klukku-
stunda fundi í gær. I yfirlýsingu
Sýrlandsstjórnar i dag sagði, að
ferðin ylli klofningi meðal Araba-
ríkjanna.
Jamahiriyah, stjórnarflokkur-
inn í Líbýu, tilkynnti að hann
myndi gangast fyrir algeru við-
skiptabanni á Egyptaland og
krefjast þess að Egyptar yrðu
reknir úr Arababandalaginu.
Stjórnarflokkurinn í írak skoraði
á alla Arabaleiðtoga að fordæma
Sadat og dagblöð i Jórdaníu sögðu
að ísraelsmenn einir myndu
hagnast á ferð Sadats.
Frelsisfylking Palestinuaraba,
PLO, fordæmdi ferðina og sagði
hana ófyrirgefanleg svik við blóð
Framhald á bls. 28.
Sadat biðst fyrir ásamt Hosny Mubarahr-varaforseta í
gær.
Stjórn Soares-
ar á bláþræði
Lissabon 18. nóv. Rcuter — AP.
MARIO Soares forsætis-
ráðherra Portúgals sagði í
gærkvöldi, að hann færi
fram á traustsyfirlýsingu
við minnihlutastjórn sína
30. nóvember, ef stjórnar-
andstaðan á þingi hefði
ekki samþykkt fyrir þann
tíma að styðja tillögur
jafnaðarmannaflokks-
stjórnarinnar í efnahags-
málum. Stjórnmálafrétta-
ritarar í Portúgal segja, að
líf stjórnar Soaresar hangi
nú á bláþræði. Mikil
spenna ríkir nú i stjórn-
málum landsins og óttast
menn mjög að til átaka
kunni að koma milli hægri-
og vinstrimanna í borginni
Oporto í n-hluta Portúgals,
þar sem kommúnistar ætl-
uðu í kvöld að fara í mót-
mælagöngu gegn efnahags-.
áætlunum stjórnarinnar,
en hægrimenn í göngu til
að lýsa stuðningi við Pires
Vleos, fráfarandi hershöfð-
ingja N-Portúgals.
Soares hefur aðeins 102 af 263
Framhald á bls. 28.
Stöðvum
kornsölu
ef Shcaran-
sky verður
ákærður
segja tveir öldunga-
deildarþingmenn
New York 18. nóv.
Reuter — aP.
BANDARlSKU öldungadéild-
arþingmennirnir Jacob Javits
og Daniel Patrick Moynihan
vöruðu í dag Sovétstjórnina
við og sögðu að Bandarikja-
menn gætu stöðvað hveitisölu
til Sovétríkjanna, ef ráðainenn
í Kreml ákærðu sovézka and-
ófsmanninn Anatoly Shcahr-
ansky fyrir landráð. Þing-
mennirnir sögðu þetta á fundi
með fréttamönnum í New
York í gær, þar sem þeir
skýrðu frá stofnun nefndar
þar í borg til að berjast fyrir,
að Shcharansk.v yrði sleppt.
Javits sagði, að handtaka
Shcharanskys og aðdróttanir
Sovétstjórnafinnar uni að
hann hefði verið á laununi hjá
bandarísku leyniþjónustunni
CIA væru árás á Bandaríkin
Siðan sagði hann: ..Þeir geta
sjálfir fætt þjóðina næsta vet-
Framhald á bls. 28.