Morgunblaðið - 19.11.1977, Page 3

Morgunblaðið - 19.11.1977, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÖVEMBER 1977 Landsfundur Alþýðubandalagsins: Samþykkt að hafa skoðanakönnun um næstu flokksforystu með 70:62 VANDI sé, sem landsfundarfulltrú- ar Alþýðubandalagsins standa frammi fyrir, þ.e. að velja flokks- forystuna næstu árin, kom upp á yfirborðið þegar á fyrsta fundi landsfundarins í fyrrakvöld, er Er- lingur Sigurðsson og Gunnlaugur Ástgeirsson báru fram tillögu um skoðanakönnun á fundinum, sem verða skyldi kjörnefnd miðstjómar að leiðarljósi, er hún tilnefndi menn til forystu. í gærmorgun urðu miklar umræður um tillög- una, þar sem flokksforystan mælti öll gegn samþykki hennar. Þrátt fyrir það var tillagan samþykkt með 70 atkvæðum gegn 62. Fór skoðanakönnunin síðan fram i kjölfar skýrslu formanns um þær aðgerðir, sem forystan hefði haft i frammi við að velja sér eftirmenn. Á meðan var fundur lokaður. Eins og skýrt var frá i Morgun- blaðinu í gær, lögðu þeir tvímenn- ingar til. að hver landsfundarfulltrúi skyldi tilnefna 3 menn á blað og tilgreina, hvaða embætti þeir ósk- uðu eftir að viðkomandi gegndu. Álfheiður Ingadóttir bar fram breyt- ingartillögu og lagði til að nöfnin yrðu fjögur. Féll Álfheiður síðan frá tillögu sinni Tillögunni var í fyrrakvöld vísað til kjörnefndar miðstjórnar og fjallaði hún þegar um hana Á árdegisfundi í gær skýrði Benedikt Daviðsson síðan frá niðurstöðum nefndarinnar, sem voru, að nefndin vildi ekki leggjast gegn því, að tillagan fengi afgreiðslu fundarins; en með sam- þykki flutningsmanna fékk nefndin þá til þess að fella niður kröfuna um að tilgreint yrði í hvaða embætti viðkomandi frambjóðandi ætti að fara Benedikt kvað miklar umræður hafa orðið í nefndinni um tillöguna. Er Benedikt hafði lýst afgreiðslu kjörnefndar miðstjórnar á tillögunni kvaddi sér hljóðs Hjörleifur Gutt- ormsson Hann bað menn aðeins velta fyrir sér, hvaða ávinningur yrði af slíkri tillögu og hvort hún væri skref í þá átt að leysa þann vanda, sem flokkurinn væri í. Hann kvaðst vera einn þeirra, sem væri óánægð- ur með þann undirbúning, sem fram hefði farið vegna þessara forystu- breytinga, flokksráðsfundur hefði ekki tekið á málinu eins og hann hefði átt að gera Hann kvað skoð- anakönnun sem þessa ekki fullnægj- andi og ekki í anda lýðræðis. Hann kvað menn geta ímyndað sér að einn maður fengi þorra tilnefninga, annar helming, þriðji fjórðung og fjórði maður aðeins 10% Siðan kæmi i Ijós að engir vildu gefa kost á sér i efstu sætin. „í hvaða stöðu setjum við þá, sem þurfa að taka við stöðunni við litinn stuðning fundar- ins?" spurði Hjörleifur. Hann kvað formann flokksins jafnframt þurfa að gefa skýrslu um gerðir stjórnarinnar í að velja sér eftirmenn Næstur tók til máls Lúðvík Jósepsson Hann sagði að mikill væri hann orðinn sá borgaralegi grinþáttur, að fólk í Alþýðubanda- laginu væri farið að falla fyrir^ion- um. Þessi grinþáttur gengi nú yfir þjóðfélagið eins og alda, hvort sem það héti skoðanakönnun, prófkjör eða forval Hann kvað skoðanakönn- unina i tillögunni blátt áfram hlægi- lega, en tók fram að hann væri þó ekki andvigur eðlilegum skoðana- könnunum Lúðvik sagði að hann myndi greiða atkvæði gegn tillögunni og þótt hann yrði einn til þess, þá yrði að hafa það Enginn skyldi geta sagt um hann að hann hefði samþykk tillöguna. sem hann kvað vera út í bláinn Tillagan er gervilýðræði og væru menn með henni að gera sér upp lýðræðisást með yfirborðslýð- ræði Með tillögunni nálgumst við ekkert mark — sagði Lúðvik Jósepsson Ragnar Arnalds formaður Al- þýðubandalagsins, tók til máls og sagði að i málflutningi Hjörleifs Guttormssonar hefði komið fram ásökun á forystu flokksins um að hún hefði ekki sinnt sem skyldi að finna sér eftirmenn Ragnar kvaðst hafa vakið á framkvæmdastjórnar fundi máls á þessum vanda, en tillaga frá sér þar hefði ekki fengið neinn hljómgrunn Hins vegar kvað hann þetta mál hafa verið hugleitt mikið siðustu mánuði og rætt i flokknum, kannað hafi hverjir vildu i raun gefa kost á sér og hverjir ekki Hann kvaðst ekki vilja rekja málin nákvæmlega — slíkt gæti þá verið túlkað sem áróður á kjörstað, ef svo færi að tillagan yrði sarnþykkt Hann kvaðst óttast að tillagan leysti engan Framhald á bls. 28. Flokksforystan mælti gegn samþykki tillögunnar Hjörleifur Guttormsson Svava Jakobsdóttir Kjartan ( iafsson Vaxtahækkun á mánudag: Víxilvextir verða 20,5% og 29% á vaxtaaukareikningum BANKASTJÖRN Seðlabankans hefur f samráði við bankaráðið ákveðið vaxtahækkun sem kemur til framkvæmda á mánudaginn, 21. nóvember. Heildarvextir af al- mennum sparisjóðsbókum hækka úr 13,16%, vextir vaxtaauka- reikninga hækka úr 26 f 29%, forvextir af víxlum verða 20,5% á ári, og af vaxtaaukalánum greið- ast nú 30% ársvextir. Einnig hækka grunnvextir endurseljan- legra birgða- og rekstrarlána úr 3 f 4% á ári og grunnvextir útgerð- arlána hækka úr 6 f 7%. 1. ágúst sl. var ákveðið að skipta innláns- og útlánsvöxtum í tvo þætti: „grunnvexti og verðbóta- þátt vaxta“. Undanskildir eru vextir af innstæðum á tékkareikn- ingum. Þegar þessi háttur var tek- inn upp, var frá þvi skýrt að Seðlabankinn mundi fyrst um sinn endurskoða verðbótaþáttinn ekki sjaldnar en á þriggja mánaða fresti að jafnaði og yrði í upphafi miðað við það að verðbótaþáttur- inn hækkaði um nálægt 60% af þvi, sem verðbólgan kynni að verða umfram 26% á ári. Sú 3% vaxtahækkun, sem nú kemur á sparisjóðsbækur og vaxtaauka- reikninga felst i hækkun á verð- bólguþætti vaxtanna, en einnig verða grunnvaxtir víxla hækkaðir um ‘á%, þannig að samtals hækka forvextir víxla um 3,25%; úr 17,25 %i 20,5% áári. Kjör á yfirdráttarlánum breyt- ast hins vegar þannig, að grunn- vextir lækka úr 6% í 4% á ári, en viðskiptagjald, sem reiknað er af upphæð lánsheimildarinnar, háekkar úr 5 í 7% á ári. 1 frétt frá Seðlabankanum um vaxtabreytingarnar nú segir, að slíkar aðgerðir dugi ekki nema til að leysa hluta þess verðbólgu- vanda, sem við er að etja. Megin- markmiðið verði að vera það að snúa verðlagsþróuninni aftur til betri vegar en til þess þurfi um- fangsmiklar aðgerðir í' peninga- málum, ríkisfjármálum og á öðr- um sviðum efnahagsmála. For- senda slíkra aðgerða sé almennur skilningur á hættunni af áfram- haldandi verðbólgu, eins og að undanfönru, og víðtækt samstarf stjórnvalda og hagsmunasamtaka um aðgerðir til úrbóta. Teikning- ar, sög- ur og ljóð BARNA- og fjölskyldusíða Morgunblaðsins vill beina þeim tilmælum til barna og forráðamanna þeirra að senda blaðinu teikningar, sögur, Ijóð, skrýtlur og annað efni, sem unnt væri að birta á Barna- og fjölskyldusíðu blaðsins. Nú líður óðum að jólum og væri því æskilegt að teikning- ar og annað efni væri í sam- ræmi við hátíðarnar. Efnið, sem sent verður, birtist í sunnudagsblöðum Morgunblaðsins, eftir því sem rúm leyfir hverju sinni. Prófkjör Sjálfstæðisflokks- ins í Vesturlandskjördæmi PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins i Vesturlandskjördæmi fer fram dag- ana 26.—27. nóvember n.k. Þátt- taka í prófkjörinu er heimil meðlim- um sjálfstæðisfélaga 16 ára og eldri, sem búsettir eru í kjördæminu. svo og þeim sem hyggjast styðja Sjálf- stæðisflokkinn í næstu alþingiskosn- ingum og hafa kosningarétt í kjör- dæminu. Frambjóðendur i prófkjörinu verða Anton Ottesen. Ytri-Hólmi Borgarfjarð- arsýslu, Árni Emilsson Grundarfirði, Friðjón Þórðarson Stykkishólmi, Inga J Þórðardóttir Akranesi. Ingiberg J Hannesson, Hvoli, Dalasýslu, Jón Sig- urðsson Reykjavík, Jósef H Þorgeirs- son Akranesi, ÓðffTh Sigþórsson Ein- arsnesi, Mýrarsýslu, Ófeigur Gestsson Sigtúni, Borgarfjarðarsýslu og Valdi- mar Indriðason Akranesi Kjörstaðir verða á Akranesi í Sjálf- stæðishúsinu. i Borgarfjarðarsýslu i Heiðarskóla og Kleppjárnreykjaskóla, í Mýrasýslu, skrifstofu Sjálfstæðisflokks- ins i Borgarnesi, i Dalasýslu, i félags- heimilinu Tjarnarlundi og félagsheimil- inu Dalabúð í Búðardal. í Snæfells- og Hnappadalssýslu verða þeir i Lionshús- inu í Stykkishólmi, skrifstofu Guð- mundar Runólfssonar h f i Grundar- firði, Grundarbraut 10 Ólafsvik. Skrif- stofu Harðfrystihúss Hellissands, fé- lagsheimilinu Lýsuhóli og að lokum í samkomuhúsinu Dalsmynni Kjörstaðir verða opnir frá klukkan 13.00—22 00 báða dagana Utan- kjörstaðaatkvæðagreiðsla fer fram i Sjálfstæðishúsinu í Reykjavík á sama tima báða dagana PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA í REYKJAVÍK Við hvetjum alla þá sem kosningarétt hafa í prófkjörinu að nota atkvæði sitt til fram- gangs hæfileikamönnum á listanum um leið og við viljum benda á eftirfarandi atriði: HVERJIR HAFA KOSNINGARÉTT? Allir stuðningsmenn D-listans við alþingiskosn- ingarnar, sem náð hafa 20 ára aldri, fyrir 25. júni 1 978, og allt flokksbundið sjálfstæðisfólk í Reykjavík sem náð hefur 18 ára aldri fyrir 25 júni 1978. ____FÆST 8 FLEST 12 _ Kjósa skal fæst 8 og flest 1 2 frambjóðendur, með því, að setja kross fyrir framan nöfn þeirra, sem óskað er að verði endanlega á framboðs- listanum. HVAR OG HVENÆR?_ Kosning fer fram í dag, sunnudaginn 20. nóv kl. 14 00—19.00, i 7 kjörhvefum víða um borgina, og gefum við upplýsingar um þá staði i sima 28155. Einnig verður kosið mánudaginn 21. nóv. og verður kjörstaður aðeins opinn i Valhöll, Háaleitisbraut 1. AKSTUR - ÞJÓNUSTA Við stuðningsmenn Guðlaugs Bergmann, sjá- um um akstur á kjörstað og höfum opna skrifstofu, að Laugavegi 66, simi 28155, alla kosningadagana Stuðningsmenn Guðlaugs Bergmanns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.