Morgunblaðið - 19.11.1977, Page 5

Morgunblaðið - 19.11.1977, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1977 5 Fri vinstri: R gnheiður O. Bjömsson. sem itti hugmyndina að stofnun Nonnasafns, Edda Eiriksdóttir. varaformaður Zontaklúbbs Akureyrar, Stefania Ármannsdóttir. safnvörSur, og Þórhildur Steingrimsdóttir. formaSur Nonnasafnsnefndar Zontaklúbbs Akureyrar. Akureyri: Nonnasafn 20 ára Minnzt með hátíðarsamsæti Akureyri, 16. nóvember ZONTA-systur á Akureyri minntust þess i dag með hátíðlegu samsæti i Nonnahúsi, sem svo er nefnt, en hét fyrrum Páishús, að 20 ár eru liðin frá þvi, að Nonnasafnið var fyrst opnað i þessu húsi. Það var á 100. afmælis- degi Jóns Sveinssonar S.J., 16. nóvember 1957. Hugmyndina að stofnun minningar- safns um hinn víðfræga og ástsæla rithöfund og barnavin átti Ragnheiður 0 Björnsson. en Zontaklúbbur Akur- eyrar tók málið strax að sér og tók að vinna ötullega að því Hjónin Sigríður Davíðsdóttir og Zóphonías Árnason gáfu Zontaklúbbnum húsið árið 1 952 í þessu skyni, og var strax hafist handa um lagfæringar á þvi í því efni nutu Zontasystur ráðlegginga og atbeina Stefáns Jónssonar arkitekts, en húsið er lítt breytt frá dögum Nonna nema suðurstofurnar Foreldrar Jóns Sveinssonar, Sigríður Jónsdóttir og Sveinn Þórarinsson, keyptu húsið árið 1865, þegar þau fluttust til Akureyrar frá Möðruvöllum í Hörgárdal. og þar átti Nonni heima i 5 ár Faðir hans andaðist árið 1869, og árið eftir fór Nonni alfarinn af landi burt Haraldur Hannesson hagfræðingur hefir gefið safninu marga góða muni, einkum bækur og myndir, en annars eru safninu að berast munir víða að allt til þessa dags, jafnvel frá fjarlægum löndum. Aðsókn hefir alltaf verið mjög mikil og farið vaxandi, bæði íslenskra og erlendra gesta. Sumir koma gagn- gert í nokkurs konar pílagrímsgöngu á þær slóðir, sem sögur Nonna gerðust á og þar sem Nonni átti bernskudaga sína. Þá hefir safnið gengist fyrir skipu- legri fræðslu 1 1 ára barna um Nonna. og hefir útgefandi Nonna bókanna á íslensku, ísafoldarprentsmiðja, gefið verðlaunabækur fyrir bestu ritgerðir barnanna um höfundinn og bækur hans. Fyrsti safnvörður Nonnasafns var Kolbeinn Kristinsson fræðimaður, en síðustu 15 árin hefir ein Zonta-systra, Stefanía Ármannsdóttir annast safn- vörslu Formaður Nonnasafnsnefndar Zontaklúbbsins er nú Þórhildur Stein- grimsdóttir, en formaður Zontaklúbbs Akureyrar er Guðriður Eiriksdóttir, sem nú er stödd erlendis. Á meðan gegnir varaformaðurinn, Edda Eiríksdóttir, formennskunni Sverrir Pálsson. Mjög góð rækjuveiði í Húnaflóa Hvammstanga, 17. nóv. HÉR HEFUR rækjuveiði gengið mjög vel þann hálfa mánuð, sem þær hafa verið stundaðar, afli óvenjulega mikill, allt upp í 4 tonn á bát af góðri rækju. Rækjan heldur sig mjög innarlega í flóanum, svo að það er mjög stutt að sækja. Það leiðinda veður, sem hefur farið yfir undanfarna daga er al- veg gengið niður, en hér er þæf- ings snjór og einhver ófærð. Búfénaður er að mestu kominn í hÚS. Fréttaritari. Einn sótti um Seyðisfjörð FYRIR nokkru rann út umsókn- arfrestur um Seyðisfjarðarpresta- kall. Ein umsókn barst frá sr. Herði Þ. Ásbjörnssyni, Reykjavík, sem áður var sóknarprestur í' Bíldudal. Sr. Svavar Stefánsson. Prestkosning á Norðfirði PRESTKOSNING fer fram í Norðfjarðarprestakalli á morgun, sunnudaginn 20. nóvember. Einn umsækjandi er í kjöri, sr. Svavar Stefánsson, settur sóknarprestur. t prestakallinu eru tvær sóknir, Norf jarðar- og Brekkusókn. Svavar Stefánsson er 28 ára gamall. Hann varð stúdent árið 1969 og guðfræðiprófi lauk hann frá Háskóla Islands í mai 1975. Svavar var um tíma settur prest- ur í Hjarðarholtsprestakalli og frá júni 1976 hefur hann verið settur prestur í Norðfjarðar- prestakalli. IViðminnumá að Elín Pálmadóttir tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í dag. Við viljum Elínu á þing: — Vegna beinna kynna hennar af borgarbúum og málefnum þeirra sem borgarfulltrúi i Reykjavík í 8 ár og sem blaðamaður í 1 9 ár. — Vegna þess að hún hefur hugkvæmni, kjark og dugnað til að nýta sina reynslu og þekkingu og koma málum fram. -— Vegna þess að i henni er fólginn möguleikí á að rétta aftur hlut kvenna i þingliði Sjálfstæðisflokksins og fá tvær konur kjörnar á þing i Reykjavík. Stuðningsmenn Farið á Elínu Vantar þig blómaskreytingu i&f?*', . Látið okkar frábæra v-þýzka •* skreytingarmann Burkhard pC" £ ' Maedge sjá um skreytinguna Nú um helgina skreytir Burkhard Maedge á staðnum allskonar blómaskreytingar s.s. Brúðarskreytingar Afmælisskreytingar Gj afaskr ey tingar og þær skreytingar sem þú óskar. Komið í Blómaval um helgina Þú sérð ekki eftir því blómoocil iniiiHíHiaiii

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.