Morgunblaðið - 19.11.1977, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1977
Atli Heimir Sveinsson;
Um Sinfóníu-
hljómsveit
íslands
Það var löngu kominn tími til
að Alþingi fjallaði um málefni
Sinfóníuhljómsveitar íslands
og setti henni lög líkt og gert er
um aðrar menningarstofnanir
t.d. Háskóla íslands, Þjóðleik-
húsið, Ríkisútvarpið o.s.frv.
Staða Sinfóníuhljómsveitarinn-
ar hefur verið lík og drauga á
íslandi — þeir ganga ljósum
logum en finnast hvergi á
manntalsskyrslum, Sinfónfu-
hljómsveitin starfar af fullum
krafti og hefur gert það á þriðja
áratug, en um tilveru hennar er
hvergi nokkurn lagabókstaf að
finna. Þess vegna er gott, að
frumvarp er komið fram um
slarfsemi hennar og tilveru.
Það er viðurkenning á því að
hljómsveitin sé til, og að hún
verði ekki lögð niður.
Frumvarpinu virðist einkum
ætlað að tryggja fjárhagslegan
bakgrunn hljómsveitarinnar.
Það útaf fyrir sig er gott og
nauðsynlegt. Að öðru leyti er
það gallað — einkum er að
starfseminni sjálfri, uppbygg-
ingu sveitarinnar, og stjórnun
samþykkt, sem ég vona, verður
mjög fljótlega annað frumvarp
betra og ýtarlegra að sigla í
kjölfarið, þar sem hlutverk og
starfsemi hljómsveitarinnar,
innan íslensks tónlistarlífs, er
nánar skilgreint og ákveðið. Þó
þyrfti að sníða ýmsa agngúa af
þessu frumvarpi.
Það hlýtur að vera neyðarráð-
stöfun, að Sinfóniuhljómsveitin
sé „eign“ Ríkissjóðs, Ríkisút-
varpsins, Þjóðleikhússins,
Borgarsjóðs Reykjavíkur,
bæjarsjóðs Kópavogs, Hafnar-
fjarðar, Garðabæjar og Sel-
tjarnarness.
Hljómsveitin á að vera eign
ríkisins eingöngu, líkt og Há-
skólinn, Þjóðleikhúsið, Ríkisút-
varpið o.fl. Sú tilhögun, sem
frumvarpið gerir ráð fyrir,
kann að vera nauðsynleg í svip,
en einhvers staðar þarf að taka
fram, að stefnt sé að því, að
ríkið reki hljómsveitina á al-
gjörlega sambærilegum grund-
velli og fyrrnefndar menn-
ingarstofnanir. Staða Sinfóníu-
hljómsveitarinnar er, og hlýtur
Frá æfingu á f jölskyIdutónleikum.
gjarnt, en hins vegar eiga þeir
ekki að ráða ferðinni að öllu
leyti. Það er engin trygging fyr-
ir þvi að þeir tilnefni menn i
stjórnina með tónlistarmennt-
un né — áhuga.
í frumvarpi til laga um Þjóð-
leikhús, sem lagt var fyrir Al-
þingi árið 1976 var gert ráð
fyrir því, að þingflokkarnir
skipi fulltrúa sína í Þjóðleik-
húsráð. Það er jafnmikið út í
hött og sú skipan, sem frum-
varpið um Sinfóníuhljómsveit-
ina gerir ráð fyrir, en tilhenig-
ingin er auðsæ: pólitíkusar og
þeirra fylgilið vilja garfa í
menningarmálum. Mennta-
málaráð, útvarpsráð, úthlut-
unarnefnd listamannalauna
eru kosin pólitískri kosningu.
Þetta er vandamálið. Unnt er
að leysa það með því, að krefj-
ast tónlistarmenntunar af þeim
er í stjórn Sinfóniuhljóm-
sveitarinnar skulu sitja — eða
alla vega meirihluta þeirra. Sið-
an getur riki, sveitafélög, ríkis-
útvarp, þjóðleikhús eða jafnvel
þingflokkur sett „sina“ menn í
stjórnina. Nú er fjarri því að ég
vilju útiloka stjórnmálamenn
og þeirra lið.
Það er pólitísk ákvörðun
stjórnmálamanna, að setja lög
og reglugerðir, þ.e.a.s. ramma
um starfsemi menningarstofn-
ana. Það er iíka pólitísk ákvörð-
un að sjá þeim fyrir fé. En
síðan eiga stjórnmálamenn að
láta kunnáttu menn um að reka
þessar stofnanir. Bæði fulltrú-
vitnað sé enn í frumvarpið um
Þjóðleikhús, er þar gert ráð fyr-
ir þvi, að stofnunin hafi svo
marga starfsmenn, að hún að
staðaldri geti leyst þau verk-
efni, sem henni ber að rækja
samkvæmt lögum. Ekki er að
finna bein ákvæði um, hvað
Sinfóníuhljómsveitinni er ætl-
að að gera. Það vantar skil-
greiningu á stöðu hennar og
hlutverki i íslensku tónlistar-
lífi. Fremur mætti taka fram, í
bili, að starfsmenn Sinfóníu-
hljómsveitarinnar skulu ekki
vera færri en 65. Að visu er
gert ráð fyrir þvi, að heimilt sé
að nota lausráðið fólk í einstök
verkefni, og er það til bóta.
Þá er og gert ráð fyrir, sam-
kvæmt frumvarpinu, þriggja
t’fJrÆSSu iéam'
Wm
Sinfónfuhljómsveitin og Söngsveitin Fflharmonfa
hennar lýtur. Og það er ekki
nema von. Af frumvarpinu og
greinargerð þess má ráða, að
enginn tónlistarmaður hefur
verið hafður með í ráðum um
samningu þess, ef undanskyldir
eru þrír óperusöngvarar. Ekki
virðist hafa verið leitað ráða
hjá starfsmönnum hljóm-
sveitarinnar, samtökum hljóm-
iistarmanna né tónskálda, og er
það næsta furðanlegt.
Nú má segja, að það sé ærið
verk að tryggja fjáihag og til-
veru Sinfóniuhljómsveitarinn-
ar — allt annað, er starfsemi
hennar varðar, megj bíða betri
tíma. En þvi má ekki gleyma að
fjármál, listræn starfsemi og
árangur stofnana, sem
Sinfóníuhljómsveitarinnar,
verða ekki glöggt aðskilin —
þetta eru tvær hliðar á sömu
krónunni. Og þegar Alþingi fer
loksins að ræða mál menningar-
stofnana. sem Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar, — og tekur sér
smáfrí frá efnahagsmálum,
Kröflu og setu, — þá er það
sjálfsagt og rétt að allar hliðar
málsins séu ræddar. Og vissu-
lega eiga þeir aðilar, sem eiga
að reiða frani fé til starfsem-
innar, rétt á því að vita hvernig
á að nota fjármunina.
Löng ferð hefst með stuttu
skrefi — og þetta frumvarp er
einmitt slíkt skref. Verði það
að verða, sambærileg við stöðu
Háskólans í skólakerfinu og
stöðu Þjóðleikhússins í leik-
listarlífinu. Eins konar toppur
á píramídanum. Hins vegar veit
ég of lítið um þær reglur, sem
gilda unt verkskiptingu ríkis og
sveitarfélaga, til þess að ég geti
lagt þar orð i belg.
Um stjórn Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar segir frumvarpið,
að hún skuli vera skipuð fimm
mönnum: einum tilnefndum að
þeim sveitarfélögum sem eiga
hana, einum tilnefndum af
þjóðleikhúsrádi, einum til-
nefndum af fjármálaráðuneyt-
inu og útvarpsstjóri á einnig
sætí í stjórninni samkvæmt
stöðu sinní og er jafnframt for-
maður hennar. Þá er gert ráð
fyrir einum fulltrúa frá starfs-
mannafélagi hljómsveitarinn-
ar. Með þessu fyrirkomulagi er
möguleiki — og raunar mikil
hætta — að rnenn, sem enga
tónlistarmenntun hafa né
áhuga, ráðskist með málefni
hljómsveitarinnar. Svo hefur
oft verið hingað til, og hljóm-
sveitin lifað það af. En hún
væri eflaust betur á vegi stödd
hefðu tónlistarmenn sjálfir
fengið meiru að ráða um mál-
efni hennar.
Hér eru eignaraðilar að fylgj-
ast með fjárframlögum sínum,
og það er ekki nema sann-
Hvergi er tryggt að þeir, sem
vit hafa á málúnum, fjalli um
þau. Nú eru stjórnmálamenn
ekkert verf gerðir en aðrir
menn, en það er bjarnargreiði,
að ætlast til þess af mönnam, að
fjalla um mál sem þeir hafa
ekki menntun né þekkingu til.
Það þarf tónlistarmenntun til
að fjalla um tóniist, leiklistar-
menntun til að fjalla um leik-
list, verkfræðimenntun til að
fjalla um verkfræði o.s.frv.
Fyrri hluti
Atli Heimir Sveinsson
ar hins pólitíska valds og fjár-
veitingavaldsins eiga síðan að-
eins að fylgjast með þeim. Mér
hefur oft virtst, að stjórnmála-
liðið gerði sér ekki grein fyrir
þessari skiptingu.
Gert er ráð fyrir þvi i frum-
varpinu að stjórn Sinfóníu-
hljómsveitarinnar ráði sér
framkvæmdastjóra. Ekki er
einu sinni gert ráð fyrir því að
hann skuli hafa tónlistarmennt-
un. Hann skal, samkvæmt
frumvarpinu, vera ráöinn til 4
ára og er endurráöning heimil.
Eðlilegast væri að hið' sama
gilti um framkvæmdastjóra
Sinfóníuhljómsveitarinnar og
um þjóðleikhússtjóra sam-.
kvæmt frumvarpinu um Þjóð-
leikhús frá 1976: hann skal
hafa staðgóða menntun og
þekkingu á faginu, vera ráðinn
til 4 ára og endurráðning heim-
il einu sinni.
Þá er gert ráð fyrir því, að
hámarksstærð hljómsveitarinn-
ar skuli vera 65 hljómlistar-
menn. Ég álít það mistök, og
held að það sé einsdæmi, að
ákveða starfsmannafjölda
menningarstofnana með lögum.
Og telji Sigurður Björnsson,
óperusöngvari og framkvæmda-
stjóri Sinfóníuhljómsveitarinn-
ar þá stærð hæfilega, væri fróð-
legt að fá að vita hvernig hann
kemst að þeirri niðurstöðu. Svo
manna verkefnavalsnefnd, sem
starfi stjórn hljómsveitarinnar
til aðstoðar. Gert er ráð fyrir að
í henni eigi sæti: framkvæmda-
stjóri, hljómsveitarstjóri og
tónlistarstjóri rikisútvarpsins.
En hér vantar fleiri inn: full-
trúa starfsmanna hljómsveitar-
innar, fulltrúa frá samtökum
hljómlistarmanna og tónskálda.
Ennfremur gerir frumvarpið
ráð fyrir að Sinfóníuhljóm-
sveitin og Þjóðleikhúsið hafi
samvinnu um flutning söng-
leikja. Það vantar inn ákvæði
um listdans. Hér hafa verið
flutt í Þjóðleikhúsinu, einn eða
tveir söngleikir árlega —
ópera, óperetta eða mjúsíkal.
En nú eigum við einnig ballett-
flokk, sem er í mikilli framför
og starfar af miklum krafti.
Mér finnst t.d. dálítið ömurlegt
að hugsa til þess, að sjá á jólum
Hnotubrjótinn með gramma-
fónundirieik. Hingað til hefur
hljómsveitin unnið að flutningi
söngleikja, en í framtíðinni, —
og raunar núna strax, — hlýtur
listdans að koma einnig inní
myndina.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að
■starfsmenn Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar fullnægi hluta af
starfsskyldu sinni með vinnu á
vegum Þjóðleikhússins. Slíkt
fyrirkomulag var áður fyrr við
Framhald á bls. 45