Morgunblaðið - 19.11.1977, Page 14

Morgunblaðið - 19.11.1977, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÖVEMBER 1977 Þegar ég las grein Halldórs Laxness í Vísi á dögunum flaug mér Rakarafrumvarpið strax í hug. Sérstaklega vel máli farni maðurinn, sem var dálítið æstur og spýtti allt í kring um ræðustólinn: „Hann sagðist ekki vilja lifa lengur hér í bænum ef hann væri ekki frjáls að því að fara hvort heldur væri á nótt eða degi til handiðnaðarmanna og biðja þá að vinna fyrir sig gegn gjaldi þau verk sem hann vildi af þeim kaupa. Hann sagði að það mætti eins banna læknum að hafa opið hjá sér á nóttunni og skeggrökurum. Hann sagði að það væri eins og hver önnur lygi að Gunnar á Hlíðarenda hefði safnað skeggi, og skoraði á síðasta ræðumann að sanna þá fullyrðingu sína með nótaríalvottorði. Enginn viti- borinn né heilbrigður maður hefði nokkurntíma safnað skeggi. Sú vinna væri ekki til að skeggið flæktist ekki fyrir. Skeggi söfnuðu ekki aðrir en skeggsárir menn, og við þeim kvilla væri ekki önnur læking en sú að taka i skeggið á þeim og draga þá afturábak og áfram á skegginu um allan bæinn.“ (Brekkukotsannáll, bls 225). Ég hafði mikla ánægu af lestri greinarinnar eins og öllu því sem Halldór Laxness setur saman. Skiftir ekki máli í því sambandi þó að ég sé honum ósammála. Þótt ég meti hann meira en aðra núlifandi rit- höfunda held ég í það hálmstrá að höfundi Gerska ævintýrisins kunni að skjátlast, jafnvel í örlagarikari málum en starfsetningu íslenzkrar tungu. Ég læt mér í léttu rúmi liggja þótt einhverjar óvandaðar föru- konur hafi tint þau ósannindi i nóbelsskáldið að lögfesta eigi einhverja aðför að íslenzkri tungu á Alþingi. Einnegin mis- skilning um Iöng ræðuhöld mín í þingi um stafsetningu. Ég flutti að vísu einhverju sinni langa ræðu á Alþingi, en hún var að mestu um pólitík og hversdagsleg mál i anda Ljós- víkingsins og einnegin svolítið um grunnskólafrumvarpið. Það hrófatildur lizt mér ekki á, enda munu lögin vera samin eftir tvítugum pésum sænskum sem hétu „Gott at veta om grunnskola" og „Bra at veta om grunnskola", en þessi nöfn væru upplagt efni orðsifjafræð- inga og sérfræðinga um norræn mál og styrkleika þeirra. Þessa pésa er vonandi búið að banna og brenna í Svíþjóð, enda eru Svíar í óða önn að leggja af skólakerfi sem hér er verið að tildra upp með ærnum tilkostn- aði. Það eina sem lagt er til að lögfest verði nú er frumvarp menntamálaráðherra, en lögin, ef samþykkt verða, eiga að koma i veg fyrir að mennta- málaráðherra fremji í framtíð- inni afgiöp á borð við þau sem framin voru 1973 með tilskip- un ráðuneytisins um breyttar stafsetningarreglur. Þau lög koma ritreglunum sjálfum ekkert við. Engum hefir dottið i hug að rithöfundur megi ekki skrifa nákvæmlega þá starfi sem hann vill, eins og virðist hafa flökrað að nóbelsskáldinu. IAndinn frá 1941 ræður engu um gerðir AÍþingis nú. Deilan er ekki um hvaða stafsetningu fullorðnir menn velja sér. Að því eru þeir sjálfráðir. Flestir eru hins vegar sammála um nauðsyn þess að kenna í skólum eina og sömu réttritun sam- ræmda og opinber plögg verði saman sett með einhverri reglu, en stafsetning fari ekki eftir Idúttlungum embættismanna ríkisins. Þeim er holt að hafa aðhald í opinberum störfum, þótt þeir fari að sjálfsögðu eig- in leiðir í skáldskap sínum, eins og rithöfundum sæmir. Þá er ekkert sjálfsagðara en þeir riti t.a.m. socialismi með c-i og kýr verði q í þolfalli eintölu. Öldlm saman var tekizt á um fslenzkar ritreglur. Hörð átök stóðu uppstyttulítið frá útkomu II árg. Fjölnis 1836 til ársins 1929 aðfriður var saminn fyrir meðalgöngu hæfra manna, Sigurðar Nordals, Alexanders Jóhannessonar, Einars Jóns- sonar, Jakobs Smára o.fl. Sá friður var rofinn með tilskipun menntamálaráðuneytisins 1973. Til rökstuðnings máli mínu ætla ég aó leiða fram fyrir skáldið í Gljúfrasteini nokkur autores, þótt rök þeirra verði kannski ekki eins harðsnúin og illmúruð og rök þau sem Magnúsi Stephensen, konferensráði, tókst að draga fram eftir tannagnjóstinn Abrakadabra í gegn helvíti. (Sjá Brekkukotsannál bls. 76—77). Rökum frá eigin brjósti þorir alþingismaður ekki alfarið að tefla fram þegar hann svarar grein í guðspjalli heilags anda, dagblaðinu Vísi. Fyrir nokkrum dögum las ég í grein eftir þarlendan ungan fjölmiðl- ara að alþingismenn væru upp til hópa illa gefnir undirmáls- menn, hneigðir til glæpa og drastískra myrkraverka. í aug- um slíkra manna er vist lítill munur á rökum og ragnarök- um. En um hvað er deilt? Gefum Magnúsi Finnbogasyni orðið. Upphaf fyrirlesturs hans í út- varp 1941, sem síðar var sér- prentaður, hljóðar svo: „Sjónarmið þau, sem farið er almennt eftir við stafsetningu, eru tvö: Annað er það að miða stafsetningu við framburð, hitt er að miða hana við uppruna. En i framkvæmdinni er hvor- ugt þessara sjónarmiða einhlítt. Fyrra sjónarmiðið er ekki einhlítt vegna þess, að bæði er Enn framburður mismunandi í ýms- um landshlutum — og jafnvel hjá einstaklingum í sama héraði —, og auk þess eru hljóðtáknin, bókstafirnir, ekki nærri nógu mörg til að tákna öll hljóð málsins. Siðara sjónarmiðið er ekki einhlítt vegna þess, að málið hefur smám saman tekið marg- víslegum breytingum, og gæti þvi orðið torvelt að skera úr, hvað telja bæri samkvæmt upp- runa, enda værum vér þá komnir inn í myrkviði, sem fárra væri að rata gegnum. Eina færa leiðin hefur því reynzt sú að fara bil beggja þessara sjónarmiða, enda hefur hún jafnan verið farin, siðan tekið var að sinna stafsetningu íslenzkrar tungu. Aðeins hefur menn greint á um það, hvernig miðla skyldi málum milli þessara sjónarmiða." Þetta er mergur málsins. Hvernig miðla skal málinu milli þessara sjónarmiða. Eins og fyrr er að vikið upp- hófst mikil rimma um ritreglur við útkomu II árg. Fjölnis 1836. Konráð Gíslason gerir þar til- raun til að færa stafsetningu sem næst framburði og er það nákvæmlega sama og nýja- brumsmenn stefna nú að. Það er ætlan manna, að þessi bylt- ing á rithætti hafi átt sinn þátt i að gera Fjölni óvinsælan meðal íslendinga. 1 Sunnanpóstinum 1836 kom fram hörð gagnrýni á staf- setningu Konráðs Gíslasonar. Greinin var nafnlaus, en talið er að höfundur hafi verið enginn annar en Sveinbjörn Egilsson, rektor, en e.t.v. hafi útgefandi Sunnanpóstsins, Árni Helgason, stiftprófastur í Görðum, einnig átt þar hlut að máli. Höfundur ræðir um það, að menn skynji oft framburð ýmissa hljóða misjafnlega og þá geti komið upp alls konar hrærigrautur, ef hver fari að skrifa eftir eigin hljóðskynjun. Síðan segir hann: „Þessi umtalada „einka- regla“ er því, ad minni einföldu meiníngu, fyrsti grundvöllur til Babels byggíngar hér í landi, og fullkomin tilraun ad myrda mál þad, sem leíngi med sóma og heildri lifad hefir og lifir enn, í munni og ritum flestra íslend- ínga, sem ekki þykir sér sóma, ad taka inn í bókmálid hvert latmæli og bögumæli, sem múgurinn brúkar í daglegu tali.“ Höfundur viðurkennir, að bæði stafsetning sín og annarra geti þurft leiðréttingar við, en Sverrir Hermannsson hann vill þá, að sú leiðrétting fari eftir „reglum sem leiddar séu af málsins eigin edli og byggíngu, ordanna ætterni, sambandi og adgreiníngu, þó með allri mögulegri, enn skyn- samlegri hlífd vid ritvenjuna, en byggist ekki á ólíku túngu- taki margra þúsunda af öldum og óbornum." (181. bls.). Konráð Gíslason snéri frá villu síns vegar með sjöundu útgáfu Fjölnis 1844. Rétt fyrir 1850 samdi hann ritreglur og miðaði þá við uppruna að mestu leyti. Þær ritreglur náðu mikilli fótfestu, þar sem Halldór Kr, Friðriksson, yfir- kennari og íslenzkukennari Latínuskólans um langan ald- ur, tók þær upp. Um z sagði Halldór Kr. Friðriksson á einum stað, að hann vonaðist til að hún lifi „langan aldur hjá öllum þeim, sem vilja halda tungu vorri óbjagaðri og óskældri, svo lengi sem auðið er.“ Árið 1860 skrifaði Guðbrand- ur Vigfússon ritdóm um ritregl- ur Halldórs Kr. Friðrikssonar. Finnst honum bók höfundar ekki nógu skipulega samin og auk þess tínt upp óþarflega mikið af dæmum. Guðbrandur Vigfússon ræðir svo um stafsetningu almennt, en um það efni hafði hann áður ritað í Ný félagsrit 1857. Skoðun hans í stafsetningar- málum kemur skýrt fram í þessum orðum hans í Þjóðólfi (77. bls.): „Það er fernt sem öll staf- setníng er bygð á: 1. uppruni, 2. framburðr, 3. ritvenja, 4 fegrð. Þessa verðr alls að gæta; enginn skrifar né getr skrifað eptir uppruna.einum; ef menn rita eptir upprunanum einum, verðr ritið of forneskjulegt, stirt og staurslegt, riti menn eptir framburðinum einum, verðr ritið húsgangslegt, og á reiki eins og kúgildi á jörðu, því eins og hver sýngr með sýnu nefi, svo talar og hver með sinni túngu, verða og málin eins mörg og túngurnar eru, það verðr eitt mál fyrir hvern munn og hver ritar að munns ráði sjálfssíns. Hin skaðlegasta ritaðferð verðr án efa sú, að gjöra framburðinn að ritgoði sínu, það mundi leysa sundr öll þjóðbönd og félag það sem eitt ritmál bindr.“ Endar Guðbrandur Vigfús- son ritdóm sinn með þvi að lýsa yfir fullum stuðningi við staf- setningu Rasks og Sveinbjarn- ar Egilssonar, en er andvigur framburðarstafsetningu. Um hana segir hann (97. bls.): „En ef menn sveigja á bak- borða með Fjölni, þá horfir beint úti hafsauga, útí enda- lausar stafsetningar hafvillur, því þar kemr einn ritkækr og nýjúng á aðra ofan, þangað til ekki er heil brú eðr urmull orðinn eptir af málinu, þvi hver sem vill miða rit sitt við fram- burð einan, honum fer líkt og hafrinum sem miðaði við skýin, og fann ekki mat sinn, og við verðum þángað til að, að enginn veit sitt rjúkandi ráð hvernig hann á að stafa eðr rita.“ Laust fyrir aldamót bundust blaðamenn samtökum um að koma á „einingu í íslenzkri staf- setningu“. Var það ætlun þeirra í fyrstu að fara af hljóði með undirbúning málsins en Einar skáld Benediktsson rauf þögnina um málið f blaði sínu Dagskrá 1898 og birti reglur Blaðamannafélagsins. Einar Benediktsson lýsir sig fylgjandi stafsetningu Konráðs Gíslasonar og Halldórs Kr. Friðrikssonar og segir m.a. (429—440. bls.): „Kenning Konráðs Gíslason- ar (eftir að Konráð breytti til, aths. mín): að láta framburð orðsins ráða nema þar sem hann kemur í bága við upprun- ann, er svo skýr og svo gagn- viturleg, hefur svo hárjafnt fyr- ir augum efling og staðfesting hins lifandi máls, um leið og hún heldur föstum tökum á þeim grundvelli sem byggja skal á, fornmálinu, að það sýn- ist óviti næst af þeim mönnum er gengist hafa fyrir samtökum, að ætla sjer að fara að bæta nokkuð þar um eða breyta." Páll E. Ólason segir í riti sínu Jón Sigurðson, I 192—193, um þá stefnu að vilja miða staf- setningu sem mest við fram- burð: „Þá tekur skólanám að verða kynlegt, ef farið er að mæla börn undan því að læra móðurmál sitt með þeim hætti, sem skerpt getur skilning þeirra og athyglisgáfu um upp- tök og uppruna orða. Ef fylgt væri sömu reglu út í æsar, mættu menn ekkert læra nema eins og páfagaukar". Mikil ringulreið var í staf- setningarmálum fyrstu þrjá áratugi 20. aldarinnar. Verður sú saga ekki rifjuð upp hér, en 1929 náðusí sættir sem fyrr er sagt og settar ritreglur, að beztu manna yfirsýn. Nú sem ég hefi vitnað í mörg gengin stórmenni máli mínu til stuðnings er ekki úi vegi að leiða fram nýjan vitnsiburð. Ás- gerður Jónsdóttir, kennari, ritar grein um málið í Mbl. fyrir skemmstu. Þar segir svo m.a.: „Ég hef ekki enn og mun seint fá skilið þá menn, sem af einhverri uppljóðari hugsjón um betri heim z-u lausan, knúðu fram ákvæðin um brott- nám hennar úr íslenzku máli. Ég hef heldur ekki komið auga á nein frambærileg rök fyrir ágæti þessarar hugsjónar. Mig minnir þó að þau hnigju öll í þá veru, að með þessu ætti að auðvelda nám móðurmálsins. Hvílík kenning! Eins og nokkur skepna þrífist betur á geril- sneyddu glundri, en sæmilegu kraftfóðri." Og enn segir þar: „Fyrir nokkrum árum spurðu nemendur mínir mig: Hvers vegna þurfum við að læra staf- setningu? Hvers vegna mega ekki allir rita eins og þeir tala? Ég lét þau lesa stuttan kafla hvert um sig og benti þeim svo á, að því færi fjarri að þau læsu og töluðu öll eins Framburðar- munur þeirra væri svo mikill, að óvíst væri að þau gætu lesið ritgerðir hvers annars, ef þau rituðu eigið talmál. Ef þau og aðrir iðkuðu þess konar staf- setningu framvegis kæmi um síðir að því, að menn yrðu lítt læsir á annað en sitt eigið rit- mál og þar með ólæsir á allt, sem ritað hefur verið á íslenzku til þessa. Eg sagði þeim frá bók, sem nýlega hafði borizt mér í hendur, eftir kunna norska skáldkonu. Þetta var nýjasta skáldsaga hennar þá og er rituð á talmáli (og e.t.v. ritmáli) fólks í Vestur-Noregi, sennilega á Mæri. Hún er nálega ólæsileg fyrir fólk, sem annars les norsku jafn greiðlega og íslenzku svo og þeim Norðmönnum, sem ekki þekkja þetta málfar. Ég gerði því skóna, að við gætum stefnt að slikum óskapnaði ef við létum okkur ekki annt um staf- setninguna og héldum vel á hennar málum Á hinn bóginn væri góð eða léleg stafsetning einstaklinga ekkert dómsorð um mannkosti þeirra eða væntanlega farsæld I lífinu. Börnin skildu allt þetta mæta vel og hreyfðu ekki framar við gagnrýni á samræmda staf- setningu. Er til mikils mælst að fullorðnir skilji það sama og börnin? Við þá, er sýnist sífelld tilslökun vera vænlegasta leiðin til þess að komast á kjöl réttrar stafsetningar, vil ég segja þetta: Það er og verður engin leið til þess að allir skrifi ,,rétt“ fyrr en allar staf- setningarreglur eru á bak og burt og hver og einn skrifar sitt mál fyrir sig og les þá trúlega lítið annað heldur. Aðalrithöfundur þjóðarinnar og eftirlætisskáld mitt, Halldór Laxness, hefur löngum verið iðinn við að lagða okkur barna- kennara fyrir ómerkilega og smásmugulega stafsetningar- kennslu, og gott ef ekki beina spilingu á eðlilegu máli nemenda. Það læt ég mér í léttu rúmi liggja. Hitt þætti mér sýnu verra og raunar óbætanlegt tjón, ef stafsetning þjóðarinnar ætti eftir að þróast 1 þá átt, að menn yrðu um sfðir ólæsir á bækur Halldórs Laxness og annað það, sem bezt hefur verið ritað á íslenzka tungu.“ (Ibr. mín). Ásgerður segir að sér hafi skilizt, að helzta röksemd gegn z sé sú að erfitt sé að kenna hana. Hvað segir Halldór Laxness um erfiði? Á einum góðum stað lýsir hann kapp- hlaupi hrísbrúinga við sauðkindina: „Aldrei töluðu þeir um að þetta væri erfitt, hugtakið erfiði var ekki til. Mætti bæta því við að vitrir höfundar telja þá hjátrú sprottna af getuleysi að til séu erfið verk, þau ein verk séu erfið sem unnin eru með rángri aðferð." (Innansveitarkronika bls. 36j. Ég hefi áður haldið því fram að það ætti að varða við lög að leyfa sér að nefna erfiði þegar í hlut á nám eða kennsla móður- málsins. Halldór Laxness spyr, hvurn Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.