Morgunblaðið - 19.11.1977, Page 18

Morgunblaðið - 19.11.1977, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÖVEMBER 1977 Geir Hallgrímsson á fundi Kaupmannasamtaka: KAUPMANNASAMTÖK tslands efndu til fundar í fyrradag um verðlagsmál og var Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, frummælandi á fundinum. í upphafi fundarins sagði Gunnar Snorrason, formaður Kaup- mannasamtakanna nokkur orð og lét þess getið, að álagning verzlunarinnar hefði ekki verið hreyfð síðan i apríl 1975, en á þessu ári mundu laun ein hækka um 60% og annar kostnaður hefði einnig stórhækkað. Formaður Kaupmannasamtakanna vitnaði síðan i ályktun síðasta aðalfundar samtakanna um fyrirheit í stjórnarsáttmál- anum um verðlagsmál og sagði, að spurning dagsins væri sú, hvort nýtt frumvarp um verðlagsmál yrði lagt fram á þessu þingi og afgreitt. Geir Hallgrlmsson, forsætisráð- herra, sagði i ræðu sinni, að það væri hverju orði sannara, að litið sem ekkert hefði gerzt i verðlags- málum frá vori 1975 og þar til nú í vikunní, að verðlagsnefnd hefði samþykkt nokkrar leiðréttingar, sem forsætisráðherra kvaðst ekki gera of míkið úr. Ríkisstjórnin féllst á þessa samþykkt verðlags- nefndar, ságði Geir Hallgrimsson, og gerði nokkra grein fyrir i hverju sú samþykkt er fólgin. Þar er fyrst og fremst um að ræða 10% hækkun á alla álagningar- liði. Það er rétt, sem fram kemur í bókun minnihluta verðlagsnefnd- ar, sagði Geir Hallgrímsson, að mismunandi þörf er fyrir hækkun á hinum ýmsu þáttum, en með því viðurkenna launþegafulltrúar i verðlagsnefnd, að þörf var á hækkun á mörgum liðum og meðalhækkun áreiðanlega ekki orðið minni. Eitt dagblaðanna segir í morgun, að með þessari leiðréttingu hafi verzluninni ver- ið réttar yfir borðið þrjú þúsund milljónir króna, en ég býst ekki við því, að ég verði hylltur á þess- um fundi fyrir það, sagði forsætis- ráðherra. Við í núverandi ríkis- stjórn erum ekki eins rausnarleg- ir við verzlunina eins og Lúðvík Jósepsson var i viðskiptaráð- herratíð sinni, þvi að álagningin er ekki enn orðin jafn há og hún var, þegar ákvörðun var tekin um álagningarhækkun í ráðherratið Lúðvíks Jósepssonar í marz 1974. Er það út af fyrir sig ekkert til að státa af í ykkar hópi, enda er ég sannfærður um, að álagningar- höft á að afnema, ekki vegna ykk- ar, ekki vegna kaupmanna, held- ur vegna neytandans, þannig að hann endurheimti húsbóndavaid sitt að þessu leyti í vöruvali og vöruverði. Ég veit, að þið eruð sammála mér í þessu efni. I þvi liggur styrkur ykkar sem atvinnu- rekenda og þjónustuaðila við fólk- ið í landinu. Hvernig getum við gert verð- myndunina frjálsa — hvernig get- um við afnumið álagningar- ákvæði eitt af öðru, þannig að reynslan af frelsinu sé í raun ákvörðunarástæða um frekara afnám verðlagshafta? Spor i þá átt er væntanlegt frumvarp um verðlagsmál. Það hefur lengi ver- ið í undirbúningi og var á síðasla vetri sent til umsagnar hags- munaaðila innan verzlunarinnar. Rikisstjórnin hefur þessar um- sagnir nú til meðferðar og mun verða haft fullt samráð við Kaup- mannasamtökin, og aðra umsagn- araðila um frekari framvindu málsins. En það er rétt, að við gerum okkur grein fyrir því, að þetta frumvarp verður ekki að öllu leyti samið eins og víð flestir gjarnan Aldum að það yrði 1 því hlýtur að felast nokkur málamiðl- un. Við höfum búið við verðlags- höft áratugum saman og þau hafa verið trúaratriði hjá hagsmuna- samtökum og stjórnmálaflokkum. Fyrir tíu árum var gerð tilraun til að flytja slíkt frumvarp, en það féll, þótt það væri flutt sem stjórnarfrumvarp. Og það var einn þáverandi stjórnarþing- manna viðreisnarstjórnar, sem snerist á móti því. Undanfari frumvarps í þvi formi, sem við mundum kjósa, þarf að vera hugarfarsbreyting meðal þjóðar- innar og samtaka launþega. Ég tel, að sú hugarfarsbreyting sé að verða. Eg held, að launþegar og samtök þeirra geri sér grein fyrir því, að frjáls samkeppni tryggir lægsta vöruverð. Við heyrum stundum sagt, að verzlun sé sníkjudýr á þjóðfélag- inu, en hvað er verzlun annað en að gera sem mest úr framleiðsl- unni, flytja hana þangað, sem þörf er fyrir hana og aúka verð- mætí hennar. Hver spöruð króna i innkaupum er jafn mikils virði og sú króna, sem aflað er úr sjó eða með iðnaðarframleiðslu. Fjölgun starfsfólks í verzlun er nefnd sem dæmi um, að við séum á villigöt- um. En i öllum þjóðfélögum á framfarabraut þar sem velmegun eykst fylgir aukin verzlun og auk- in þjónusta. Við heyrum lika stundum sagt, að kaupmenn og heildsalar eyði gjaldeyri þjóðar- innar. Hvílík öfugmæli. Það er kaupandinn sem það gerir, allur almenningur og það er einmitt almenningur sem aflað hefur gjaldeyrisins. Á árinu 1960 áttu sér stað tíma- mót i islenzkum viðskiptaháttum. Það var komið á frjálsum vöru- innflutníngi. I meginatriðum hef- ur tekizt að varðveita þetta frelsi í vöruinnflutningi. En nú skortir á frjálsræði í gjaldeyrisverzlun, á peninga- og lánamarkaði og allra mest í verðmyndun. Spurningin er þessi: Er unnt að afnema höft á þessum þremur sviðum? Sumir segja, að það sé ekki hægt, þar Frá fundi Kaupmannasamtakanna. Geir Hallgrlmsson, forsætisráð- herra, flytur ræðu slna á fundi Kaupmannasamtakanna í fyrra- dag sem jafnvægi ríki ekki í efnahags- málum. Það er rétt, að það skortir á jafnvægi í efnahagsmálum. Við þurfum að hafa rétta gengis- skráningu. Það er engum vafa bundið, að við þurfum að koma á jafnvægi á lánamarkaðnum. Við, sem hér erum viljum frjálsa verzlun og verðmyndun, en þá þurfum við einnig að hafa jafn- vægi f peningamálum. Sparifjár- eigendur þurfa að fá nægilega háa vexti. Þá er spurt, hvort verzlunin þoli það. Sparifjáreig- endur verða að fá réttmætt endurgjald fyrir það lánsfé sem þeir leggja fram, enda er ljóst, að það er betra að hafa fjármagn, þótt dýrt sé, en ekkert fjármagn. Það er talað um misskiptingu lánsfjár. Visasti vegurinn til þess að koma i veg fyrir hana og láns- fjárhöft er frjálsræði á peninga- markaðinum. Ef jafnvægi ríkir standa allir jafnt að vigi. Það eru hagsmunir frjálsrar verzlunar að slíkt jafnvægi komist á. Sumir segja, að útilokað sé að gefa álagnirigu frjálsa vegna þess að laun séu bundin. Skýringin á því, að litið hefur gerzt í verðlags- málum á undanförnum misserum er sú, að við höfum orðið að þola áföll, sem haia leitt til rýrnunar kaupmáttar bæði á árinu 1975 og 1976. Við urðum að draga úr þjóðarútgjöldum. Undir slíkum kringumstæðum treysti ég mér ekki til þess að leggja til frelsi i verðlagsmálum. Við slikar að- stæður er einfaldlega ekki jarð- vegur fyrir því. En við skulum muna eftir því, hvernig laun eru ákveðin. Þau eru lágmarkslaun. Hverjum sem er, er heímilt að borga hærri laun. En álagningar- ákvæði verzlunarinnar eru hámarksákvæði. Aðalatriðið er að launþegar fái sem bezt vöruúrval við sem lægstu verði. Eg dreg ekki úr þeim vanda. sem við okkur blasir i efnahags- máluin. Við höfum búið við yfir 50% verðbólgu og þurfum enn að sætta okkur við 30% verðbólgu nú i bili. I ákveðnum vöruflokk- um eru álagningarákvæði ekki nýtt til fulls og samkeppnin nýtur sin. Við eigum að draga lærdóm af þeirri reynslu og færa frelsið í verðlagsmálum út til fleiri þátta. Verðlagsyfirvöld hafa haft álagningu lága á þeim vörum, sem mest áhrif hafa á visitöluna og láta álagningu á öðrum vörum bera verzlunina uppi. Slíkt leiðir til óeðlilegra verzlunarhátta, sum- ir sjá sér hag i því að verzla einungis með þær vörur, sem há álagning er leyfð á. Ef frelsi ríkir verður heildar vöruverðið til neytenda lægra en álagning kann að verða hærri. Vel má vera, að verzlunin auki hagnað sinn með þeim hætti, en það er ekki tekið af neytendum heldur með hag- stæðari innkaupum. Á þá strengí verðum við að slá, sem viljum auka frelsi i viðskiptum. Það er þýðingarlaust að sannfæra al- menning um, að hækkun álagn- ingar sé réttlætismál. Það eina, sem við getum sannfært fólk um er, að það fái í raun árangur af erfiði verzlunarstéttarinnar í betra vöruúrvali og lægra vöru- verði. Eg er ekki að lofa gulli og græn- um skógum og ég vara við of mikilli bjartsýni í sambandi við það frumvarp, sem lagt verður fyrir Alþingi um nýja verðlags- löggjöf. Það á vafalaust eftir að valda einhverjum ykkar von- brigðum, en það verður spor i rétta átt. Við skulum hafa það markmið fyrir augum, að koma á frjálsræði í verðmyndun, á lána- markaðnum og í gjaldeyrisverzl- un, ekki vegna einnar stéttar heldur vegna heildarinnar. Þvi mikilvæga hlutverki, sem verzlunin gegnir getur verzlunin því aðeins sinnt, að hún hafi til þess viðunandi skilyrði. Spurningar og svör Að lokinni frumræðu forsætis- ráðherra beindu fundarmenn til hans nokkrum spurningum. Jónas Gunnarsson. formaður Félags matvörukaupmanna, bar fram spurningu i fimm liðum. 1) Er útlit fyrir, að ný verðlags- löggjöf verði sett á þessu kjör- timabili? Svar forsætisráðherra: Ég hef þegar svarað þessari fyrirspurn i frumræðu minni. 2) Verður gerð breyting á skip- an verðlagsnefndar og 6-manna nefndar? Svar forsætisráðherra: Sam- kvæmt drögum að frumvarpi um nýja verðlagslöggjöf er gert ráð fyrir, að verðlagsnefnd verði skip- uð tveimur fulltrúum frá verzlun- inni, tveimur frá neytendum og tveimur hlutlausum fulltrúum, sem Hæstiréttur skipar, en odda- maður verði skipaður af við- skiptaráðherra. Ég tel þetta veru- lega bót frá því skipulegi sem nú er. Varðandi sex-mannanefnd er ekki gert ráð fyrir breytingum á skipan hennar í þessari löggjöf. Verðlag landbúnaðarafurða fell- ur ekki undir það svið, sem þetta væntanlega frumvarp fjallar um. En ég tel, að það komi til greina, að þvi er varðar dreifingarkostn- að og vinnslukostnað, að fella þá þætti inn í þessa löggjöf, þótt sex- manna nefnd mundi áfram fjalla um verðlagningu búvöru til bænda, en endurskoðun fram- leiðsluráðslaga er f gangi, en fer hægt. 3) Hvers vegna átti Sjálfstæðis- flokkurinn engan fulltrúa I þeirri nefnd, sem undirbjó frumvarpið? Svar forsætisráðherra: Viðskiptaráðherra taldi rétt, að í upphafi yrði um embættismanna- nefnd að ræða. Fallizt var á það í trausti þess, að hagsmunaaðilar og aðrir, er áhuga hafa, gætu haft áhrif á endanlegar niðurstöður og svo mun verða. Ég kann ekki full skil á stjórnmálaskoðunum allra þeirra, sem undirbúið hafa frum- varpið, og meðan svo er tel ég ástæðulaust að ganga út frá and- stæðum pólitiskum skoðunum. 4) Er rétt að kaupmenn fái þóknun fyrir innheimtu sölu- skatts? Frjálsræði í verðmynd- un, gjaldeyrisverzlun og á peningamarkaði — ekki vegna einnar stéttar, hehlur vegna heildarinnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.