Morgunblaðið - 19.11.1977, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1977
27
Ragnhildur Helgadóttir,
forseti neðri deildar Alþingis:
Prófkjörið
og S jálfstæðis-
flokkurinn
í dag klukkan tvö hefst
prófkjör Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík. Þá ákveða Reyk-
vikingar hverjir verði á fram-
boðslista flokksins við Al-
þingiskosningarnar í vor. í
dag veljum við fólk en ekki
flokk. Tökum þátt í þvi.
Hugmyndin um þessa að-
ferð við skipan framboðslista
á sér langan aðdraganda í
flokki okkar. Þessi aðferð
flytur valdið úr hendi fárra í
hendur fjöldans, — fólksins,
sem lætur sér annt um flokk
okkar og gerir sér Ijóst hlut-
verk þessa stóra flokks í
stjórn landsins.
Prófkjör var lengi baráttu-
mál ungra sjálfstæðismanna.
í yngstu hópunum hafa löng-
um verið eindregnustu ósk-
irnar um að gera lýðræðið
virkara. Þetta megum við
muna.
Ekki voru allir sjálfstæðis-
menn á einu máli um að
kosningaréttur í prófkjöri yrði
heimill öðrum en félags-
bundnum sjálfstæðismönn-
um. Sú varð þó raunin, þar
sem Ijóst var, að fjöldi manna
kýs Sjálfstæðisflokkinn, án
þess að kæra sig um að vera i
félögunum.
Fyrsta opna prófkjörið fór
fram í Siálfstæðisflokknum
árið 1 970 fyrir Alþingiskosn-
ingar. Annað fyrir borgar-
stjórnarkosningar 1974 og
þetta er hið þriðja í röðinni.
Fyrir þingkosningar 1 974 fór
ekki fram prófkjör. Aðferðir
við undirbúning og fram-
kvæmd prófkjörs eru í raun-
inni enn í mótun.
í prófkjöri er valið milli
manna, hjá því verður ekki
komizt. Kosningabarátta ein-
staklinga er því hluti af undir-
búningi prófkjörs. Það er
eðlilegt og skiljanlegt, en líka
viðkvæmt og vandasamt.
Mikið liggur við, að sá þáttur
undirbúnings og framkvæmd
prófkjörs sé með þeim hætti,
að allir hafi sóma af Öll erum
við samherjar. í hita barátt-
unnar þurfa menn á öllum
sínum drengskap að halda.
Kosningaundirbúningur
reynir á þolrif bæði frambjóð-
enda og kjósenda. Við öðru
er varla að búast, ef skipta á
átta þingsætum milli fjörutíu
og þriggja manna. Bækling-
ar, fundir og viðtöl eru fastir
liðir i kosningaundirbúningi.
Allt er þetta merki um líf,
áhuga, hreyfingu og frelsi í
skoðunum og tjáningu. Sum-
ir þreytast á slíku. Verra væri
þó að vera án þess, eins og
vera myndi í þjóðfélagi, þar
sem óþarft þykir að leita til
almennings um álit á hlutun-
um.
Sumir eru hræddir við, að
prófkjör sundri hópi okkar
Svo þarf alls ekki að vera og
má ekki vera. Þvert á móti
getur prófkjörsstarfið orðið til
eflingar og sameiningar, ef
vel er á haldið. Undirbúning-
ur og framkvæmd prófkjörs
getur vel farið fram með já-
kvæðum og prúðmannlegum
hætti.
Sjálfstæðismenn hafa
mikilvægu hlutverki að
gegna. Við verðum að sjá til
þess, að undirbúningur og
framkvæmd prófkjörsins,
valið milli manna, geti farið
fram með þeim sóma, í vin-
semd og góðum félagsanda,
að flokkur okkar verði ekki,
þrátt fyrir prófkjör, heldur
vegna þess, rammefldur og
sameinaður til hinna stóru
átaka, sem við stöndum
frammi fyrir i vetur og vor.
Að lokum: Sjálfstæðis-
menn, veitum stjórnarforyst-
unni sterkan stuðning. Það
verður stefnumálum Sjálf-
stæðisflokksins mest til fram-
dráttar.
Tökum þátt í prófkjörinu.
Gerum það með þeim hætti,
að við sönnum kosti lýð-
ræðisins.
Akureyri, 17. nóvember
AMTSBOKASAFNIÐ á Akur-
eyri er 150 ára um þessar
mundir, og er afmælisins
minnst með ýmsu móti. A
laugardaginn verður afmælis-
hátfð f safninu og hefst kl.
14.00. Þar flytur Lárus
Zophonfasson, amtsbðka-
vörður, erindi um sögu safns-
ins, en Gfsli Jónsson, forniaður
bókasafnsnefndar, stýrir
athöfninni. Þá verður haldin
þriggja daga ráðstefna um sögu
Akureyrar að tilhlutan sögu-
nefndar bæjarins, sem kosin
var í síðasta mánuði.
Hana skipa Gísli Jónsson,
fulltrúi bókasafnsnefndar,
Haraldur Sigurgeirsson,
fulltrúi Menningarsjóðs Akur-
eyrar, og Valgarður Baldvins-
son, kosinn af bæjarráði. Lárus
Amtbókasafnið á
Akureyri 150 ára
Zóphoniasson hefir verið
nefndinni til ráðuneytis.
Nefndin er skipuð í samræmi
við samþykkt bæjarstjórnar á
2500. fundi hennar fyrr á þessu
ári, en þá var ákveðið að veita
2,5 millj. króna til ritunar sögu
Akureyrar.
Ráðstefna
um sögu
Akureyrar
í tilefni
afmælisins
Ráðstefnan hefst annað
kvöld, föstudag, með ávarpi
Helga M. Bergs, bæjarstjóra, en
einnig flytja erindi Tryggvi
Gíslason, skólameistari, og
Haraldur Sigurðsson, banka-
fulltrúi. A laugardag verður
afmælis Amtsbókasafnssins
sérstaklega minnst, eins og fyrr
var getið, en á sunnudaginn
flytja Steindór Steindórsson og
Gísli Jónsson erindi, og hring-
borðsumræður verða um ritun
sögu Akureyrar. Ráðstefnan er
öllum opin, og þessa daga og
hina næstu verða til sýnis í
safninu gamlar ljósmyndir frá
Akureyri, gamalt Akureyr-
arprent og nokkur málverk i
eigu bæjarins. Á laugardag
verða i Borgarbiói fjórar
sýningar á Akureyrarkvik-
mynd Vilhjálms Knudsens, sem
Menningarsjóður Akureyrar-
bæjar lét gera.
Amtsbókasafnið er langelzta
stofnun, sem nú starfar í Akur-
eyrarbæ. Heimildir um stofnun
þess skortir alveg, en vist er, að
það mun hafa verið á Möðru-
völlum í Hörgárdal fyrstu árin.
Stefán amtmaður Þórarinsson
getur þess i Lærdómslista-
félagsritum 1792, að ári áður
hafi hann stofnað „Hið norð-
lenzka bóklestrarfélag, og hvet-
ur til, að fleiri slík félög verði
stofnuð. Félagsmenn losuðp 20,
en annars er fátt um þetta félag
kunnugt. Hugsanlegt er, að ein-
hver tengsl hafi verið milli þess
og bókasafnsins, en það er
ósannað mál.
Eftirmaður Stefáns (d. 1823)
í amtmannsembætti var
Grimur Jónsson, sem raunar
gegndi því tvisvar. Árið 1826
skrifaði hann vini sínum Finni
Magnússyni til Kaupmanna-
hafnar og segir i því bréfi, að
hann hafi „ladet mig forföre til
at stifte et læseselskab" og
biður Finn að kaupa handa því
bækur. Tveimur árum síðar, í
mai 1828 fékk amtmaður bréf
frá stjórn Stiftsbókasafnsins í
Reykjavík. Þar er frá því skýrt,
að Carl Chr. Rafn (stofnandi
Stiftsbókasafnsins, sem nú
heitir Landsbókasafn,) hafi
mælt svo fyrir, að það skuli
gefa Bókasafni Norðuramtsins
bækur, sem til séu í tvítökum,
og fylgir skrá yfir þær. Þetta er
í fyrsta sinn, sem nafrt safnsins
kemur fyrir, og má vera, að
nafnið sé frá Rafni komið, þótt
enginn viti það nú. En þetta
bréf sannar, að stofnunin er að
minnsta kosti 140 ára gömul, og
vera kann að hún sé eldri.
Það er næst um sfnið
kunnugt, að 16/5 1846 skrifaði
Grímur amtmaður innanríkis-
ráðuneytinu bréf og segist hafai
neyðzt til að láta bækur safns-
ins í kassa og koma þeim fyrir
„i kjöbmand Gudmanns lokaie“
á Akureyri. Er hér sennilega
um flutning safnsins til Akur-
eyrar að ræða. 1850 lagði ráð-
herra fyrir amtmann að láta
koma bókum safnsins fyrir í
hillum, svo að þær yrðu
aðgengilegar almenningi, og
láta gera skrá yfir bækurnar.
Ekki er vitað hver tók saman
skrána, en Vilhjálmur Finsen
sá um prentunina í Kaup-
mannahöfn 1851. Skv. henni
voru 816 númer í safninu (801
bókartitill og 15 töflur og kort),
mest rit á dönsku (nra. 19 bindi
af Goethes udvalgte Skrifter),
en fremur fátt íslenzkra bóka.
Áríð 1863 er skipuð nefnd til
að kynna sér ástand safnsins og
gera tillögur um framtið þess. 1
h^nni áttu sæti Jón Thoraren-
sen lyfsali, B.A. Steincke,
verzlunarstjóri, og Jóhannes
Halldórsson, kennari. Fyrsti
bókavörður mun hafa verið
Andreas D. Mohr
(1850—1852), en síðan þeir Ari
Sæmundsen og Bernhard A.
Steincke, þar til Frióbjörn
Steinsson tekur við vörzlunni
Framhald á bls. 30.