Morgunblaðið - 19.11.1977, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÖVEMBER 1977
+ Eiginmaður minn, faðir okkar og sonur, SIGURÐUR SIGMUNDSSON fulltrúi, Miðbraut 1, Seltjarnarnesi. andaðist fimmtudaginn 1 7 þessa mánaðar Rakel Sigriður Gisladóttir, Sigmundur Sigmundsson, Sigurður Sigurðsson, Eygló Egilsdóttir, Jón Sigurðsson. Sigurðína Þorgrimsdóttir, Magnea S. Sigurðardóttir, Ólafur Eiríksson.
+ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma SIGRIÐUR GUÐMUNDÍNA INGVADÓTTIR, Hverfisgötu 121 frá Snæfoksstöðum, Grímsnesi, andaðist í Landspítalanum 1 7 þ m F.h. dætra, tengdasona og barnabarna Ingibjörg og Þórdís Gestsdætur.
+ Eiginkona mín SVEINSfNA PÁLÍNA BERGSVEINSDÓTTIR, Laugarnesveg 94, andaðist 18 þ.m. Þorkell Guðjónsson.
Faðir okkar HANNESJÓNSSON fyrrverandi alþingismaður Þórormstungu, Vatnsdal andaðist í Reykjavik 1 7. nóvember. Jarðarförin auglýst siðar Ásta Hannesdóttir, Jón Hannesson, Þorbjörg Hannesdóttir, Auður Hannesdóttir, Benný Hannesdóttir. Haukur Hannesson.
+ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, _ RAGNARD THORARENSEN verður jarðsunginn frá Dómkrikjunni mánudaginn 21. nóvember kl Ingibjörg Thorarensen, Ebba Thorarensen, Pétur H. Thorarensen, Sigrún Thorarensen, Bjarni P. Thorarensen. Anna Ragnheiður Thorarensen. tengdabörn, barnabörn og systur hins látna.
Móðir okkar. HELGA SIGURJÓNSDÓTTIR, Lyngholti 1, Akureyri, verður jarðsungin frá Kapellu Akureyrarkirkju, mánudaginn 21 nóv kl. 1 30 e h Ólöf Sveinsdóttir Sigurbjörn Sveinsson, Hanna Sveinsdóttir, Kristín Sveinsdóttir, Birgitta Reinaldsdóttir.
+ Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför JÓNÍNU JÓNSDÓTTUR Smyrlahrauni 2, Hafnarfirði Hanna Valdimarsdóttir. Guðrún Andrásdóttir.
+ Innilegar þakkir fyrir hlýhug og auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, JÓHANNS BJARNASONAR, Skeiðarvogi 79. Þórunn Guðjónsdóttir, Einar Jóhannsson, Erla Sigurðardóttir, Jóna Sigurðardóttir, Kristinn Auðunsson og barnaborn
+
Alúðarþakkir til allra er auðsýndu okkur vináttu og samúð við andlát
bróður okkar,
GEORGS JÚLÍUSSONAR
frá Keflavík
Sérstakar þakkir faerum við leeknum og hjúkrunarfólki á Kleppsspítalan-
um fyrir hjúkrun og umönnun við Georg um langt árabil.
Ástríður S. Júiíusdóttir
Sverrir Júliusson
Maria D. Júliusdóttir
Lára S. Júliusdóttir og
Einar Júliusson.
Fanney Jóhannes-
dóttir fyrrum bœjar-
stjórafrú — Minning
Þann 4. nóv. sl. andaðist hér á
Borgarspítalanum frú Fanney Jó-
hannesdóttir, kona Jóns heitins
Sveinssonar, bæjarstjóra og hér-
aðsdómslögmanns á Akureyri.
Hún missti mann sinn sumarið
1957, en bjó áfram í húsi þeirra
hjóna, Aðalstræti 82 á Akureyri,
nema rétt síðustu árin, sem hún
dvaldi með systir sinni frú Soffíu.
Hús þeirra systra standa svo til
hlið við hlið á einum fegursta stað
í Fjörunni, svo umskiptin voru
ekki mikil. Þegar leiðarlokin
nálguðust flutti frú Fanney til
dóttur sinnar, Sigríðar og manns
hennar Jóns G. Halldórssonar, að
þeirra ágæta heimili hér i Reykja-
vik og naut þar ástríkrar umönn-
unar.
Sigríður Fanney Jóhannesdótt-
ir var fædd á ísafirði 19. nóv. árið
1890, dóttir hjónanna Jóhannesar
verzlunarmanns Guðmundssonar
og Sigríðar Bjarnadóttur. Faðir
hennar var kominn af merkum
bændaættum úr Djúpi, sonur
Guðmundar Guðmundssonar,
hreppsstjóra á Eyri í Mjóafirði,
sem um skeið var og settur sýslu-
maður í ísafjarðarsýslu. Merkur
athafnamaður. Sigríður móðir
hennar, dóttir Bjarna Jónssonar
timburmeistara á Akureyri og
Soffíu Jónsdóttur, var annáluð
dugnaðar- og merkiskona. Má því
segja, að Fanney hafi ekki átt
langt að sækja mannkostina, sem
einkenndu hana og prýddu allt
hennar lif — og aðrir nutu i svo
ríkum mæli.
Fimmtán ára að aldri fór Fann-
ey til Akureyrar og var þar í
Gagnfræðaskólanum, en hvarf
síðan aftur til heimastöðvanna og
hélt þar áfram námi, eftir því sem
föng voru á. Hún las allt, sem hún
komst yfir, og hélt því áfram,
þrátt fyrir mikið annríki við
heimilisstörf. Síðan vann hún á
Vestfjörðum á vegum Landssím-
ans, var um skeið símstjóri í Bol-
ungarvik. Þaðan lá svo leiðin til
heimkynna móðurættarinnar,
höfuðstaðar Norðurlands, og þar
starfaði hún einnig hjá Landssím-
anum. Árið 1920 giftist hún Jóni
Sveinssyni, lögfræðingi og bæjar-
stjóra á Akureyri. Þau hjónin
eignuðust þrjú börn, Sigríði, sem
áður er getið, Svavar, sem lést 37
ára gamall í móðurgarði, og Bryn-
hildi, sem starfað hefir í utanrík-
isráðuneytinu.
Systkini Fanneyjar voru: Jó-
hannes, stundaði sjómennsku,
Soffía, kunn athafnakona í við-
skiptalífinu á ísafirði og í Reykja-
vík, Svava, sem starfaði við verzl-
un systur sinnar á ísafirði, Agúst,
verzlunarm. og Brynhildur, sím-
ritari. Þær systur áttu samleið og
voru öðrum í einu og öllu til fyrir-
myndar í lífsbaráttunni. Bjarni,
bróðir minn, var þeirra heimilis-
læknir á Akureyri, og taldi hann
þær eina af sínum beztu vinum.
Stundirnar á heimilum þeirra
systra í Aðalstræti gleymast þeim
ekki, er þeirra nutu. í ýmsu voru
þær ólíkar, er að var gætt, en
sama reisnin, trygglyndið og alúð-
in einkenndi þær allar.
Um það leyti, er Fanney Jó-
hannesdóttir kom frá Vestfjörð-
um til Akureyrar, voru augljós
tímamót í bæjarlífinu. Utgerðin
hafði stórum fært út kvíarnar og
iðnaðurinn var þar óðum að festa
rætur. Akureyri var þá ekki leng-
ur „höndlunarstaður“ fyrir sveit-
ir og sjávarpláss Eyjafjarðar. Þar
var nú smám saman komið fast og
öruggt aðsetur fyrir framleiðslu-
greinar, t.d. ullariðnaður, síldar-
verkun, og margvísleg þjónustu
og öflugt skólahald. í menningar-
málum voru örar framfarir.
Kaupstaðarbúar og sveitafólkið
naut nærveru og leiðsagnar
mætra kunnáttumanna á ýmsum
sviðum. Má t.d. nefna þjóðskáldið,
séra Matthías og Stefán, skóla-
meistara. 1 öllum þessum umsvif-
um gerðist frú Fanney virkur
þátttakandi við hlið eiginmanns
síns, Jóns Sveinssonar, sem var
fyrsti bæjarstjóri staðarins, sem
nú var í svo miklum vexti. Jón
gegndi því margþætta starfi óslit-
ið í ein 15 ár. Á þeim árum varð
bæjarstjórinn sjálfur að sinna
flestum ef ekki öllum málum, auk
þess aö hafa forustu í nefndum
bæjarfélagsins. Á þessu tímabili,
og jafnan síðar, var frú Fanney
manni sínum góði förunauturinn,
sem allir dáðu og treystu.
Frú Fanney var prýðilega
greind kona og vel að sér um
flesta hluti. Hún var með afbrigð-
um góð húsmóðir og gestrisin eins
og bezt gerist. Hún hafði óvenju
fágaða framkomu, var hlédræg að
eðlisfari, en hispurslaus og ákveð-
in vel, er hún taldi máli skipta. í
veislusölum átti hún heima og ut-
an þeirra var hún ekki síðri. Að
öllum verkum gekk hún með hátt-
prýði og festu. Hún unni bók-
menntum og listum og rithönd
hennar var ein sú fegursta, sem
ég hefi séð.
Ég minnist nú frú Fanneyjar
fyrst og fremst sem ungur dreng-
ur, er hún bjó með fjölskyldu
sinni í næsta húsi við foreldra
mína í Brekkugötunni á Akur-
eyri. Okkur krökkunum þótti
innilega vænt um hana, og einnig
um sjálfan bæjarstjórann, sem ég
síðar meir fékk rækilega staðfest-
ingu á að væri i röðum hinna
„barngóðu“ þ.e.a.s. þeirra, sem
skilja vilja og gleðj’a ungviði. Þeg-
ar ég lít aftur í tímann kemst ég
ekki hjá því að ætla, að Brekku-
gatan á árunum upp úr 1920 hafi
verið eins konar „Útopia“. Þar
áttu heima fjölskyldur, sem
tengdust svo nánum vináttubönd-
um, að ættartengsl hefðu ekki
verið sterkari. Frú Fanney, Ingi-
björg, móðir mín, og frú Hólm-
friður Jónsdóttir frá Nautabúi,
kona Axels Kristjánssonar, voru
vinkonur — og auðvitað fylgdum
við börnin með. Súkkulaðidrykkj-
ur með tilheyrandi fjallháum
rjómatertum, fylgdu öllum stór-
hátíðum og afmælum, án nokk-
urra undantekninga. Það var þvi
oft glatt á hjalla í Brekkugötu.
Vegna ýmissa atvika var þar ekki
dvalið til frambúðar. Frú Hólm-
friður andaðist á bezta aldri, öll-
um harmdauði, eftir að misst sinn
góða mann, sem lést í flugslysi, og
foreldrar mínir fluttu í Kristnes.
Ég var einn af vinum Jóns
Sveinssonar og hefi oft minnst
þess, bæði í gamni og alvöru, er
hann kallaði „Fanney mín“, er á
einhverju stóð, eins og t.d. skó-
hlifum, staf eða hatti. Nefnum
ekki ósköpin, er meira var i húfi,
eins og að veita gestum súrsaða
bringukolla, svið og hangikjöt, að
sjálfsögðu með öllu tilheyrandi,
en slíkt góðmeti var ætið til reiðu
á heimili þeirra hjóna.
Frú Fanney var alvörukona, en
gat oft verið glettin. Síðasta skipt-
ið, sem ég sá hana sitja hjá föður
rhínurn öldruðum mælti hún bros-
andi með sínum hlýja rómi: „Þá
erum við nú víst orðin tvö ein
eftir af gamla aristókratíinu á Ak-
ureyri, Jónas minn“ og strauk
honum blíðlega um vangann.
Fanney Jóhannesdóttir var góð
kona, sem saknað er af öllum, er
henni kynntust. Hún reyndist öll-
um vel. Minningarnar um hana
eru því bjartar og hreinar. Gömlu
viriirnir þakka henni samfylgd-
ina.
Ég og öll mín fjölskylda vottum
dætrum hennar og öllu venzla-
fólki innilegustu samúð.
Jónas G. Rafnar.
Eitthvert vorið, þegar rósfingr-
aður morgunninn hefir stundum
saman farið höndum um glugga
og þil, stendur Jón Sveinsson allt
I einu snöggklæddur við höfðalag
unglingsins og flytur af munni
fram Bjarkamál hin fornu. Síðan
reyni ég jafnan í svefnrofunum
að seiða fram ferskleika þessarar
stundar, sem stendur feti framar
öðrum morgnum til þessa. Ekki
löngu seinna berast um húsið þau
tvö orð, sem eru stef allra morgna
í munni þessa ógleymanlega
manns: Fanney mín.
En tíminn þumlungar sig
áfram. Utför hennar fer fram á
Akureyri í dag, á 87. afmælisdegi
hennar.
Hún fæddist á ísafirði 1890,
dóttir hjónanna Jóhannesar Guö-
mundssonar verkstjóra og verzl-
unarmanns og Sigríðar Bjarna-
dóttur eyfirzkrar ættar. Börn
þeirra hjóna voru 6, og er Soffía
nú ein á lífi þeirra systkina, á
tíræðisaldri.
Árið 1918 fluttist Fanney til
Akureyrar og gjörðist einn af
hornsteinum farsæls mannlífs í
höfuðstaó Norðurlands. Hún gift-
ist Jóni Sveinssyni bæjarstjóra og
síðar rannsóknardómara í skatta-
málum 25. nóv. 1920. Mann sinn
missti hún 18. júlí 1957. Þeim
hjónum farð auðið 3 barna. Svav-
ar sonur þeirra lézt 1960 og var
jarðsunginn þennan dag fyrir 17
árum. Dætur þeirra Sigríður og
Brynhildur búa í Reykjavík.
Jón Sveinsson var bæjarstjóri á
Akureyri í hálfa annan áratug,
1919—1934. Hann var þeirrar
gerðar, að um hann hlaut jafnan
að standa nokkur gustur, enda
kunni hann því ekki illa, að gjálp-
aði í sjóinn. En þess háttar mönn-
um er ekki síður en öðrum nauð-
syn öruggs athvarfs, og Fanney
bjó manni sinum það heimili, sem
var gróðurvin í lífi hans.
Fanney var mikil húsmóðir, sí-
starfandi og hyggin, og heimili
hennar angaði af hógværð og
festu, óskeikulli reglusemi og um-
hyggju. Og þessar næmu og við-
kvæmu húsmóðurhendur, sem
kunnu góð skil á svo sundurleit-
um hlutum sem ræstingu, mat-
reiðslu, hannyrðum og hljóðfæra-
leik, undu sér líka sumarlangan
dag í moldinni, við að hlúa að
gróðri og uppræta illgresi.
Kannski var sú voryrkja hennar
lika táknræn um lífsviðhorf henn-
ar og gildismat.
Meðan maður hennar gegndi
störfum bæjarstjóra, hvíldu á
henni margvislegar skyldur, sem
sú staða hafði i för með sér. Það
var áður en mönnum lærðist hér á
landi að afgreiða góða gesti riieð
hanastjeli. Fyrirmannlegt fas
hennar, mildi hennar og hjarta-
hlýja vakti undir eins virðingu
þeirra, sem henni kynntust.
Frá þessum árum minnast
rosknir Akureyringar góðra
gesta, sem fengu þær viðtökur, að
bærinn hafði sóma af. Eðlilega
+
Irmilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
jarðarför,
HANSÍNU SCHEVING HALLGRÍMSDÓTTUR.
Jóhanna Scheving Guðmundur Steindórsson
Sigurrós Scheving
Hallgrímur Scheving