Morgunblaðið - 19.11.1977, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÖVEMBER 1977
(/ tVpiÖ *>
M0RödN-..v.^
kaff/nu s
- n ‘'i,
-n
GRANI göslari
'SSI 1133 á?/:
Eg er með kveðju til þín
úr salnum.
Eg bað þig llka 1 gær um að gera ekki tilraunir hér á harnum.
Einkaritarinn minn, sem er
fyrrverandi fatafella, er komin
upp f 50 orð á mfnútu, það
þykir mér vel af sér vikið.
Hver kann að nota
vinstri akreinina?
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
I spilinu hér að neðan spilar
vestur út tíguldrottningu gegn
fjórum spöðum suðurs. Lítum á
hendur norðurs og austurs en all-
ir eru á hættu og suður gaf.
Norður
S. 64
H. AK7
T. 842
L. AD1094
Austur
S. 32
H. G63
T. AK5
L. G8765
Sagnirnar gengu þannig, að
suður opnaði á einum spaða, norð-
ur sagði tvö lauf en suður stökk
þá í fjóra spaða.
Hvaða fjóra slagi býst þú við að
fá, lesandi góður, og hvernig ætl-
ar þú að haga vörninni?
I fyrstu virðist einkennilegt, að
norður skyldi ekki reyna við
slemmu. En hvaða spil getur suð-
ur átt, sem réttlæta stökksögn
hans? Og þar er kominn lykillinn
að lausninni. Hann hlýtur að eiga
góðan stuðning við lauf fyrst spil-
in hans hafa batnað svona mikið.
Og ef hann á K-G-3 á vestur ekk-
ert.
Allt spilið verður að vera — og
er því — þessu líkt.
Norður
S. 64
H. AK7
T. 842
L. AD1094
©PIB
Svona á skallanum hef ég aldrei séð hann bróður
minn — að ætla sér að sjarmera mömmu forstjór-
ans.
Ennþá einu sinni eru umferðar-
mál á dagskrá og nú er það urn
notkun vinstri akreinar og kemur
bréfritari með nokkrar skýringar
á því hvers vegna bílstjórar nota
hana eins og þeir gera í dag í stað
þess að nota hana aðallega til
framúraksturs:
„Dæmalaust finnst mér leiði-
gjarnt að heyra stöðugt klifað á
því, að reykvfskir bílstjórar kunni
ekki að nota vinstri akrein til
framúraksturs. Ég ek Hringbraut
og Miklubraut margoft hvern ein-
asta dag og tel, að það sé alls ekki
fákunnátta, sem veldur því, að
báðar akreinar eru notaðar á svip-
aðan hátt, heldur miklu fremur
eftirfarandi atriði:
1) Vegna þess öryggis, sem það
veitir, kýs mikill meirihluti öku-
manna að vera á innri akrein á
torgum með hringakstri (á þeirri
akrein eiga þeir réttinn og þurfa
þess vegna aðeins að huga að um-
feró hægra megin við sig). Til
þess að komast á innri akrein
hringsins verða bifreiðar að vera
á vinstri akrein. þegar að torgun-
um kemur.
Þetta gildir um þá, sem ætla að
fara framhjá a.m.k. einum gatna-
mótum á hringnum.
Þeir, sem hins vegar ætla að
•beygja út af hringtorgum á fyrstu
gatnamótum, halda sig á ytri ak-
rein hringsins og þá á hægri ak-
rein götunnar, hvort sem þeir eru
„hraðaksturssinnar“ eða ekki.
2) Þeir, sem ætla að beygja til
vinstri af tveggja akreina götu,
koma sér á vinstri akrein i tæka
tíð.
Ástæðurnar fyrir framan-
greindum atriðum eru að mínu
áliti þessar:
1) Mjög fáir bílstjórar sýna þá
sjálfsögðu kurteisi að hægja á sér
til að hleypa öðrum bilum milli
akreina. Þeim, sem ætla að beygja
til vinstri eða kjósa að vera á
innri akrein á hringtorgum, er
þvi nauðugur einn kostur að aka á
vinstri akrein miklu lengur en
annars væri nauðsynlegt.
2) Svo stutt er á milli gatnamóta
og/eða hringtorga á þeim fáu göt-
um, sem bjóða upp á tvær akrein-
ar hvora leið, að það tekur því
varla að færa bílinn á hægri ak-
rein fyrirnokkur hundruð metra
akstur, einkum þegar tekið er til-
lit til fyrrnefndrar tregðu öku-
manna að hleypa öðrum bílum
milli akreina.
3) Marga klukkutima á degi
hverjum er umferð svo mikil, að
báðar akreinar eru nýttar að fullu
og hraðakstur útilokaður.
Vestur
S. 875
H. 98542
T. DG1063
L. —
Austur
S. 32
H. G63
T. AK5
LG8765
Suður
S. AKDG109
H. D10
T. 97
L. KG3
Við tökum því tíguldrottning-
una með kóngnum og spilum lágu
laufi. Vestur trompar og-við fáum
næsta slag á tígulás. Og þegar
vestur trompar aftur lauf höfum
við náð fjórum slögum.
HÚS MALVERKANNA
1
Carl Hendherg
forstjóri sem orðið hefur
fyrir margvfslegri reynslu,
en ann fjölskyldu sinni, tif-
andi sem látinni. hugástum.
Dorrit Hendberg
f jórða eiginkona hans.
Emma Dahlgren
prófessor f sagnfræði. Hefur
verið utan lands um hrið.
Susie Albertsen
Systir Dorrít Hendberg,
haldin skefjalausum áhuga
á fallegum fötum, eiturlyfj-
um og peningum.
Björn Jacobsen
ungur maður sem málar
mannamyndir.
Morten Fris Christensen
ungur maður sem leikur á
pfanó.
Birgitte Lassen
ung stúlka sem skrifar
glæpasögur og hefur auga
fyrir smámunum.
1. kafli
Nei, nei nei...
Hún þrýsti fingrunum á
gagnaugun eins og hún ætlaði
sér með þvi að loka hugsanirn-
ar úti, sem á hana leituðu.
. Allar þessar hugsanir hlutu
að enda á einn veg ... að hún
gerði eitthvað ...
Hvers vegna var það endilega
ég ... hvers vegna var ég að
koma hingað ... hvers vegna
var ég ekki kyrr heima?
Hvers vegna — hvers vegna
— hvers vegna?
Hún hailaði sér að dyrastafn-
um og horfði út að gluggunum.
Rigningin lamdi rúðurnar mis-
kunnarlaust og trén virtust
geta rifnað upp með rótum á
hverri stundu, f stormin-
um ... „Og þó kemur þaö ekki
málinu við ... og samt — ef tré
brýtur niður húsið ... ferst ég f
nótt... og ef og ef ... og
ef ... þá geta tvær manneskjur
haldið áfram að Iifa.“
„Þú skalt ekki mann deyða.“
Hún heyrði fyrir sér kennslu-
konuna fyrir mörgum árum.
Bekkjarstofan sem hafði lyktað
af skítugum gólfklúti á morgn-
ana og af lifrakæfu og eggjum
eftir löngu frfmínúturnar. Það
voru biblfusögur hjá kennslu-
konunni sem las f laumi djörf
vikubföð f kennarapúftsskúf-
unni.
„Þú skalt ekki mann deyða.“
Hún heyrði kráku reka upp
öskur f skóginum. Hún tók vis-
in blöð upp af gólfinu og horfði
á þau um hrfð án þess að hafa
hugann við það sem hún horfði
á.
„Þá geta tvær manneskjur
haldið áfram að lifa ... haldið
áfram að lifa...eins og þeim
hefur verið ætlað að gera, ef ég
hefðu ekki komið hingað ... og
hleypt öllum þessum hryliingi
af stað... þessum ömurlega
leik sem byrjaði á glöðum degi
inni á skrifstofu útgáfufélags-
ins og þar sem boðið var upp á
sjerrf og hugurinn látinn reika
að nýrri bók.
Byrjun á nýrri bók, sem var
nú orðin að þeírri martröð sem
gerði það að verkum að hún var
sannfærð um að hún myndi
aldrei framar skrifa glæpareyf-
Framhaldssaga eftir
ELSE FISCHER
Jóhanna Kristjónsdóttir
þýddi
ara ... hún gat ekki haldið
áfram ... fyrst leikurinn hafði
allt f einu ... morðleikurinn
hafði allt f einu hætt að vera
þykjustuleikur. Þegar hún
sjálf var flækt f málið.
Hendurnar skulfu og hún átti
í erfiðleikum með að loka
dyrunum.
Loka úti hauststorminn sem
barði tré skógarins svo að þau
svignuðu og hljóðuðu undan
þunga stormsins ... og nötur-
legri nóvemberrigningunni.
Loka dyrynum.
Læsa þeim.
Setja slá fyrir.
Rennblaut og grútskftugt
stfgvélin skildu eftir sig spor á
hvftskúruðu trégólfinu, þegar
hún gekk þvert yfir gólfið til að
draga gluggat jöldin fyrir.
Þaö var að byrja að rökkva.
Hún var rennvot og henni var
sárkalt, en þó fann hún
hvorugt. Hún stóð bara um
stund og horfði út um gluggan f
fullkomnu tilgangsleysi.
Djúpar holurnar í garðinum,
fullar af vatni... eins og svart-
ar grafir ...