Morgunblaðið - 19.11.1977, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ.'LAUGARDAGUR 19. NÖVEMBER 1977
45
VELVAKANDI
SVARAR Í SÍMA
10100 KL. 10 — 11
FRÁ MÁNUDEGI
4) Erfitt er að skipta um akrein,
vegna þess að reykvískir öku-
menn hafa alltof stutt bil milli
bifreiða. Ekki þarf annað en líta á
hinar tíðu aftanákeyrslur til að
sannprófa þetta atriði.
Að bera saman akstur í Reykja-
vík annars vegar og hins vegar á
hraðbrautum Evrópulanda, svo að
ekki sé nú talað um Bandaríkin,
finnst mér algerlega út í hött,
enda sjá víst flestir, sem þar hafa
ekið, að skipulag og akstursmáti
erlendis er á allt öðru og hærra
stigi in við þekkjum hér.
Eitt atriði mætti nefna, sem á
sinn þátt í að tefja umferð á aðal-
brautum borgarinnar og það
kannski ekki síður en hinir marg-
úthrópuðu „silákeppir" á hrað-
akstursakreinunum(l), en það
eru bílstjórar, sem koma eftir
hliðargötum á miklum hraða og
virðast ekki ætla að taka neitt
tillit til aðalbrautarmerkja. Þeir
snarbremsa svo á seinustu
stundu, jafnvel ekki fyrr en þeir
eru komnir inn á aðalbrautina að
hluta. ökumenn, sem ekki kæra
sig um að lenda í árekstri, þó að
þeir séu í rétti, eru þá löngu búnir
að hægja á sér og hafa þar með
sömuleiðis dregið úr hraða bif-
reiða fyrir aftan.
RB
P.S. Það væri fróðlegt að vita,
hvort sú fullyrðing Þ.B. i bréfi til
Velvakanda 15. þ.m., að konur og
gamlir leigubílstjórar (letur-
breuting mín) kunni ekki reglur
um akreinaakstur, eigi við rök að
styðjast. Sömuleiðis, hvort
reynsla lögreglu og trygginga-
félaga staðfesti þá ályktun Þ.B.,
að líklega sé „þetta vankunnandi,
hægfara fólk" (þ.e.a.s. konur og
gamlir leigubílstjórar) mestu
slysavaldarnir i umferðinni.“
Þessir hringdu . . .
0 Þakkir til
bílstjóra
áleið 5
Guðrún Ólafsdóttir:
— Ég vil endilega fá að
þakka bilstjórunum á leið 5 fyrir
sérstaka lipurð er þeir sýna alltaf,
ekki sízt okkur, sem eigum spöl-
korn að ganga niður aó biðstöð
SVR hér fyrir neðan Austurbrún
6. Þeir stöðva jafnvel oft ef ein-
hver er á leið að biðstöðinni þó
hann sé ekki kominn alla leið, og
taka hann uppi og finnst mér þeir
eiga þakklæti okkar skilið fyrir
þessa miklu lipurð og þjónslund í
starfi.
% Ekki þeim
að kenna
Kona í Austurbænum:
— Ég tek undir það sem Ás-
geir Guðmundsson sagði hér i gær
um Þjóðverjana og striðið, Þjóð-
verjar eru bezta fólk og það er
ekki þvi að kenna hvernig hlut-
irnir gengu til i strfðinu, þeim var
stjórnað, en það var ekki fólkið
sem stjórnaði. Þessir atburðir eru
löngu gieymdir og það er alger-
lega, ástæðulaust að vera að rifja
þá alltaf upp.
• Ríkisstyrkt
happdrætti?
Alda Aðalsteinsdóttir:
— Eins og margir vita sjálf-
sagt hefur dagblaðið Vísir boðið
uppá vinninga að verðmæti um 8
millj. króna i happdrætti eða get-
raun, sem blaðið stendur fyrir um
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á opnu skákmóti í London i ár,
sem þjóðbankinn í Dubai hélt,
kom þessi staða upp í skák þeirra
Vogel, Hollandi, og Englendings-
ins Nunn, sem hafði svart og átti
leik.
17 ... Bxf2 + ! Hvítur gafst upp.
Eftir 18. Kxf2 — Rg4 + , 19. Kfl
(Eða 19. Kgl — De3+, 20. Khl —
Rf2+, 21. Kgl — Rh3++, 22. Khl
— Dgl + ! og mátar) De3 er hann
óverjandi mát. Sigurvegari á mót-
inu var Webb, Englandi.
þessar mundir. Er ekki blaðið
ríkisstyrkt og er ekki verið að
verja ríkisstyrknum á nokkuð
annan veg en gert hefur verið ráð
fyrir?
% Sjúkrabíll
drari en
leigubíll?
Alda hefur orðið áfram:
— Eg hef alltaf haldið að
aðeins þyrfti að greiða smávægi-
legt gjald fyrir sjúkraflutning og
nýlega þurfti ég að nota sjúkrabíl
á leiðinni frá Garðabæ til Reykja-
vikur. Kostaði hann um 2000
krónur, en þegar ég tók leigubíl
til baka kostaði það 1700 krónur,
tæplega þó. Auðvitað er það mik-
ill munur að geta alltaf náð í
sjúkrabíla og gott að vita af þess-
ari þjónustu sem þeir veita, en er
það ekki samt undarlegt að það
skuli kosta jafnvel meira en leigu-
bill kostar?
HÖGNI HREKKVÍSI
Tryggur! Búningurinn þinn er bara ónytur!
— Sinfóníu-
hljómsveitin
Framhald af bls. 10
lýði og voru hljómlistarmenn
óánægðir með það. Benda.þeir
á með réttu, að þetta væri
áþekkt því, að láta leikara Þjóð-
leikhússins sinna hluta af
starfsskyldu sinni við stofnanir
eins og Ríkisútvarpið og Sjón-
varpið. Farið er með þessari
grein frumvarpsins, inná svið
kjarasamninga tónlistarmanna.
Augljóst er að samvinna hlýtur
að vera milli Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar og Þjóðleikhúss-
ins, að þvi er varðar flutning
söngleikja danssýninga og að
einhverju leyti leikrita. Vand-
inn er að finna form samvinnu
sem allir aðilar geti sætt sig við
og eru ánægðir með. Ég er ekki
viss um að sú lausn sem frum-
varpið gerir ráð fyrir sé til
frambúðar.
Þetta eru að mínu mati helstu
gallar frumvarpsins. Þó álit ég
það að mörgu leyti þarft og gott
eins og getið var um í upphafi.
En ýmislegt vantar enn, sem
hvergi er gert ráð fyrir. Það er
ekki nóg að Sinfóníuhljóm-
sveitin leiki þá tónlist sem til
er, eldri sem yngri. Hún á einn-
ig að stuðla að því, að ný tónlist
verði til. I frumvarpinu um
Þjóðleikhús, sem ég hef oft
vitnað til, er sagt, að leikhúsinu
sé heimilt, eftir því sem ástæð-
ur leyfa, að ráða til starfa leik-
ritahöfund eða aðra höfunda til
þriggja eða sex mánaða. „Aðrir
höfundar" eru væntanlega tón-
eða danshöfundar. Hér vantar
sambærilega heimild fyrir Sin-
fóníuhljómsveitina. Raunar
nær þessi heimild Þjóðleikhús-
inu til handa allt of skammt.
Þar eiga alltaf að vera starfandi
einn eða fleiri höfundar. Sama
er að segja með Sinfóniuhljóm-
sveitina, — hún á alltaf að hafa
eitt eða fleiri tónskáld í þjón-
ustu sinni sem hefðu þann
starfa að semja fyrir hana ný
verk. Mætti hugsa sér, að tón-
skáld væri ráðið til tveggja ára í
senn og síðan eitthvert annað
tónskáld. Hér, sem á mörgum
öðrum stöðum, hefr gengið
nokkuð vel að koma túlkandi
listamönnum fyrir i þjóðfélag-
inu, skapa þeim starfsskilyrði
svo þeir geti unnið að sinni list.
Þetta á t.d. við um leikara, tón-
listarmenn og dansara. Hins
vegar hafa skapandi listamenn,
myndlistarmenn, rithöfundar,
tónskáld verið eins konar úti-
gangshros — of settir á guð og
gaddinn. Nú er það ekki síður
erfiði að skapa list, eins og
flytja lis, og aveg jafn mikil-
vægt að list verðitil, eins og
aðlist sé flutt. Ekki er ætlun
mín að vekja upp gamla
drauga, né ala á metingi milli
svonefndra skapandi og túlkndi
listamanna. Mörkin Kr á milli
eru oft fljótandi. Hvar endar
sköpun og hvar byrjar túlkun?
Báðir aðilar þurfa á hinum að
halda.
— Staksteinar
Framhald af bls. 7
ingalög, sem þeir sjálfir
ætla saiinanlega að láta
kjósa sig eftSr til þing-
setu á nýjan leik. Siíkt
er með öllu ótækt. F.vrir
þvf skyldu menn sam-
einast um að fresta öll-
um breytingum á kosn-
ingalögunum uni hríð
en vanda þeim mun bet-
ur til breytinganna
þegar meiri tfmi vinnst
tii og ráðrúm gefst til
samráðs við kjósendur.
Og þá er eðlilegt að taka
alla endurskoðun
stjórnarskrárinnar með
f reikninginn.
I
MlgiliilSiMISlSlSMlrÍ
ALLT MEÐ
Á næstunni
ferma skip vor
til íslands
sem hér segir:
ANTWERPEN:
Lagarfoss 2 1. nóv.
Fjallfoss 28. nóv.
Lagarfoss 5. des
Fjallfoss 1 2. des.
ROTTERDAM:
Ljósafoss 1 9. nóv
Lagarfoss 22. nóv.
Fjallfoss 29. nóv.
Lagarfoss 6. des
Fjallfoss 1 3. des
FELIXSTOWE:
Dettifoss 22. nóv.
Mánafoss 29. nóv.
Dettifoss 6. des.
Mánafoss 1 3. des.
HAMBORG:
Dettifoss 24. nóv.
Mánafoss 1 des.
Dettifoss 8. des.
Mánafoss 1 5. des.
PORTSMOUTH
Goðafoss 2 5. nóv.
Hofsjökull 7. des.
Bakkafoss 7. des.
Selfoss 1 4 des.
Bakkafoss 28. des.
KAUPMANNAHÖFN:
Laxfoss 2 2 nóv.
Háifoss 29. nóv.
Laxfoss 6. des.
Háifoss 1 0 des.
GAUTABORG:
Laxfoss 2 3. nóv.
Háifoss 30 nóv
Laxfoss 7. des.
Háifoss 1 4. des.
HELSINGBORG:
Tungufoss 28 nóv.
Urriðafoss 7. des.
MOSS:
Urriðafoss 1 9. nóv.
Tungufoss 29. nóv.
Urriðafoss 8 des.
KRISTIANSAND:
Urnðafoss 21. nóv
Tungufoss 30 nóv
Urriðafoss 9. des.
STAVANGER:
Urriðafoss 22. nóv.
Tungufoss 1. des.
Urriðafoss 1 0 des.
ÞRÁNDHEIM
Álafoss 1 9. des
GDYNIA/GDANSK:
Skógafoss 1 9. nóv.
VALKOM: /
Múlafoss 22. nóv.
írafoss 6. des.
VENTSPILS:
Múlafoss 23. nóv.
WESTON POINT:
Kljáfoss 22. nóv.
Kljáfoss 6 des
Í
i
i
i
i
p
p
ilr]
ú
pj
m
I
I
§
I
I
1
I
I
I
I
á
i
i
m
I
m
I
pj
m
3ta22EE5S;