Morgunblaðið - 04.01.1978, Page 11

Morgunblaðið - 04.01.1978, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1978 11 Gei^laíígrimsson í s)6nvarpsviðtáu í gærkvöldif Ándvigur leigugjaldi| frá varnarliðinu Allir flokksforSnSnríí- iniirá mótilandlpiiml ^ -sætisráðherra: lcl1 Ekki ofverk Islendinga að standa undir eigin vegagerð” sonar. Það er augljóst að hið eig- inlega hlutverk Keflavíkurstöðv- arinnar er mönnum ekki nægjan- lega ljóst. Miklir fordómar og flökkusagnir ganga um öll okkar samskipti við varnarliðið. Það er athyglisvert að þann tíma, sem leið frá því er skoðana- könnunin var ákveðin, birtist ekki eitt einasta neikvætt orð um Aronskuna í Dagblaðinu. Það er augljóst að ritstjórar þess hafa ekki kært sig um opna og frjálsa umræðu um málið. Það er þó eina blaðið, sem beitti sér fyrir mark- vissum áróðri eins og áður sagði. Lítill áhugi á kjördag Ákveðið var að sérhver sá er tæki þátt í prófkjörinu skyldi fá afhentan skoðanakönnunarseðil. Enginn skyldi taka þátt f skoðana- könnuninni einni. Prófkjörið var sem sagt aðalatriði, en skoðana- könnunin aukaatriði. Það var öll- um ljóst, sem störfuðu prófkjörs- dagana, að menn höfðu almennt Iftinn áhuga á skoðanakönnun- inni. M'.gir vildu helst ekki þurfa að taka þátt í henni. All- margir virtust ekki hafa hug- mynd um hana. Fólk eyddi oft löngum tíma, sem mjög tafði fyr- ir, I að átta sig á spurningunum. Það virtist oft ekki skilja við hvað væri átt, einkum varðandi spurn- inguna um þátttöku Bandarfkja- manna f vegagerð hér á landi. Skyldi og engan undra það eftir svo litla umræðu, sem hún hafði fengið. Morgunblaðið birti þétt- skrifaða heila síðu i leiðara dag- inn sem prófkjörið hófst. Þar birt-' ist afdráttarlaus neikvæð afstaða blaðsins til Aronskuhugmynda. Hve margir af þeim, sem tóku þátt í skoðanakönnuninni skyldu nú hafa lesið þennan leiðara? Ég er hrædd um að svarið hljóti að vera: Sfrafáir. Slík áróðurstækni sem þessi leiðari átti að fela í sér, hlýtur að teljast úrelt í dag. Upp til hópa les fólk ekki dagblöð spjaldanna i milli. Það velur og en. Sumir hæfileikar manna eru þeirrar tegundar, að ekki verður ljóst hvort á að flokka þá undir kvilla eða gáfu; sömuleiðis hvort telja skuli sagnamann lygalaup eða séni. Ef tilhneiging til að segja frá, ánægjan sem af því fæst að móta i orðum fyrir sér og öðr- um ímynduð stórmæli eða lífs- ferla fólks eða innri umsvif hugar sin sjálfs, og kannski orsakast af ofnæmi gagnvart fyrirburðum tímans eins og lungnauppþemba af kattarhlandslykt. Þetta hygg ég sé nær því að vera gáfa en geðbilun. Kannski verður þetta tvennt ekki heldur greint hvort frá öðru í sumum mönnum; kannski blandast það saman í mér, þar á ég ekki sjálfdæmi. Ég er þá að minnst kosti það brjálað- ur að mér hefur aldrei dottið í hug að fara til geðlæknis“. Lokaorð Fördómar almennings gagnvart geðsjúkdómum eru grundvallaðir á hræðslunni við hið óþekkta eins og allir aðrir fordómar. En hvað er svona óþekkt hjá geðsjúkum framyfir margt annað, sem óþekkt er, en veldur þó ekki jafn- miklum ótta? Varla geta það verið lögbrot og afbrot hjá geðsjúkum, þvi vafasamt er hverjir eru þjóð- félaginu hættulegri, þegar á heildina er litið, geðsjúkir ein- staklingar eða heilbrigðir. Ekki eru það hugarórarnir eða dóm- greindartruflanirnar, því að jafn- aðargeð almennings og umburða- lyndi gagnvart slíkum fyrirbrigð- um hefur alltaf verið til fyrir- myndar hér á íslándi. Á súmum tímum virðast manni jafnvel svo- kölluð kosningaloforð fara vel í háttvírta kjósendur og geta þá stundum samlitir í pólitík sefjast svo gegndarlaust hver af öðrum, hafnar, les oftast fyrirsagnir og millifyrirsagnir, og ef þær vekja sérstakan áhuga þá greinina alla. Blaðið brást of seint við vitandi um þann áróður, sem verið hafði i gangi fyrir Aronskunni. Megin- atriðið er þó að það er um þennan málaflokk eins og marga aðra t.d. efnahagsmál er, að menn skrifa um hann á þann hátt að leikmað- ur hefur að jafnaði litla mögu- leika til að skilja um hvað verið er að skrifa. Aronskan og nýju fötin keisarans Það hlýtur að valda ýmsum, sem ekki þekkja vel til mála á Islandi, heilabrotum, að lands- söluhugmyndir fái svo mikinn byr sem raun ber vitni svo löngu eftir að Bandaríkjaher kemur til landsins. Þetta er þó auðskilið á margan hátt. Aronskan er flótti frá raunveruleikanum. Við þekkj- um öll söguna um nýju fötin keis- arans, og vitum um leið, að hún birtist okkur aftur og aftur í sam- félaginu. Menn vilja einfaldlega ekki viðurkenna staðreyndir. Við Islendingar höfum eing og svo margir hafa gert fallið á því bragði að eyða meiru en við öfl- um. Við höfum bölvað verðbólg- unni, en samt haldið lífi í henni. Nú eru skuldadagarnir óðfluga að nálgast. Hvað gerum við þá? Ætl- um við að taka afleiðingum gerða okkar og reyna að rétta við fjár- haginn á eigin spýtur eða ætlum við að fara aðrar leiðir? Ein af þeim leiðum er Aronskan. Þar er boðað, að við skulum láta Banda- ríkjamenn borga leigu fyrir her- stöðina aftur i tímann, og að sú upphæð, sem við fáum, verði sú sama og allar erlendar skuldir okkar eru f dag. Hljómar þetta ekki vel? Síðan fáum við fastar leigutekjur fyrir herstöðina, sem væntanlega munu gera okkur líf- ið léttbærara i veraldlegum gæð- um. Varnir landsins eflum við á meðan aðrar þjóðir draga úr vörn- um. Hvaða máli skiptir það? Við fáum hraðbrautir, fullkomna flugvelli, sjúkrahús og guð veit hvað. Allt fyrir „ameriskt gull“. Þeir geta borgað, þeir ausa öðru eins af peningum út um allan heim. Já, falleg eru keisarans föt. Verðum við sjálfstæð lengi eftir að við erum komin á fjárlög i Bandaríkjunum? Með miklu stolti lítils ríkis höf- um við háð hvert þorskastríðið á fætur öðru. Þar höfum við komið fram eins og stórveldi og notið virðingar þjóða heims. Mjög er fylgst með gangi mála i þeim efn- um hjá okkur. Við háðum harða og Ianga sjálfstæðisbaráttu við Dani, og lögðum þar i upphafi hvað mesta áherslu á að fá fjár- forræði. Við vildum geta ráðið þvi sjálf í hvað okkar fáu krónur færu. Einstaklingar eða riki verða ekki sjálfstæð nema þau ráði yfir eigin fjárhag. Verðum við sjálf- stæð lengi eftir að við erum kom- in á fjárlög í Bandaríkjunum? Eða viljum við verða 51. ríki Bandaríkjanna? Er það e.t.v. Aronskan i hnotskurn? Ég vona að svo sé ekki. Þjóðernistilfinning okkar getur ekki hafa slævst svo mjög á örfáum áratugum. Við er- um í NATO að eigin ósk, við höf- um herstöð i landi okkar að eigin ákvörðun. Við höfum stefnt að þvi að samskipti okkar við herinn séu þannig, að við verðum því fjármagni, sem þaðan kemur sem minnst háðir. Við horfum fram á bætt samskipti rikja i milli. Her- væðing er þó geigvænleg, einkum á hafinu. Legu lands okkar fáum við ekki breytt. Hlutleysi hefur aldreí gefist vel eins og menn vita. Við viljum bandalag við þær þjóðir, sem næstar okkur standa að menningu og stjórnarfari, en fyrst og fremst viijum við frið. Við óskum þess að þeir tímar komi fyrr en seinna, að Banda- ríkjaher geti farið brott af landi okkar. Forsætisráðherra, Geir Hallgrímsson, flutti merka ræðu á flokksráðsfundi Sjálfstæðis- flokksins. Sá kafli ræðunnar, er fjallaði um utanríkismál, markaði timamót. Hann sagði tæpitungu- laust og svo allir skildu hverjar afleiðingar Aronskan gætu haft á land og þjóð. Höfum hans orð að varnaði, og betra væri að hann og fleiri hefðu látið meira í sér heyra um þessi mál á umliðnum árum, e.t.v. hefði þá ekki þurft allt það fjaðrafok, sem búið er að vera út af einni spurningu i skoðana- könnun, sem alls ekki getur talizt vísindalega marktæk. En vel er þó ef við lærum af reynslunni. Bessf Jóhannsdóttir. Soffía S. Lárusdóttir: Punktar úr sögu heilbrigð- ismála á Skagaströnd Alla læknishjálp, sem Skaga- menn og Skagstrendingar þurftu á að halda hér áður fyrr, varð að sækja til lækna er sátu á Blöndu- ósi, sem og öll lyf, en þangað var löng leið og verður oft válynd, svo að aðalhjálpin í veikindum voru oft hinar duglegu ljósmæður er hér bjuggu. Svo gerist það í byrjun árs 1953 að hreppsnefnd Höfðahrepps og sjúkrasamlaginu tekst að fá hing- að læknir, Halldór Arinbjarnar, með búsetu hér á staðnum. Með komu hans gjörbreyttist öll læknisþjónusta hér og mikill áhugi vaknaði fyrir heilbriðismál- um staðarins. I byrjun árs 1954 skorar kvenfélagiö Eining á hreppsnefnd Höfðahrepps og al- þingismann sýslunnar að berjast fyrir sjálfstæðu læknishéraði hér í bæ, en það töldu þær vera fyrsta skrefið f þá átt að hingað fengist læknir til frambúðar. Og hið ótrú- lega gerist, sama ár er Skaga- strönd gert að sjálfstæðu læknis- héraði og Björn Þórðarson skipað- ur fyrsti héraðslæknirinn. Hér sitja svo læknar allt til árs- ins 1966, en þá flyst Lárus Jóns- son læknir af staðnum og enginn hefur komið i hans stað hingað til. Eftir að Lárus fór sendu Skag- strendingar og Skagamenn hvert áskorunarbréfið á fætur öðru til alþingismanna fjórðungsins og landlæknis um að fá aftur læknir á staðinn, en enginn fékkst, að því er þeir tjáðu okkur. Árið 1973 voru samþykkt ný lög um heilbrigðisþjönustu á Alþingi, sem m.a. gerðu ráð fyrir því, að Höfðahérað sameinaðist Blönduóslæknishéraði. en það þýddi útilokun á búsetu læknis hér. Við hér vildum ekki sætta okkur við orðinn hlut og hófum undirskriftasöfnun og sendum ásamt Skagahreppi áskorun til al- þingismanna okkar. sem fól í sér að þeir legðu fram tillögu, um að í nýju lögunum yrði kveðið á um Heilsugæslustöð H-1 hér í bæ. Það hefði þýtt búsetu læknis hér. Þeir brugðust fljótt við og lögðu fram breytingartillögu um þetta efni, sem svo féll á einu atkvæði. Næsta ár var álíka tillaga svæfð í nefnd. Þar með eru læknamál hér komin í sama farið og var fyrir 1954 þegar baráttan var hafin fyr- ir sérstöku læknishéraði. Síðan hefur það gerst að í októ- ber 1975 skipaði heilbrigðismála- ráðherra, Matthías Bjarnason, nefnd, sem fékk það verkefni að endurskipuleggja heilbrigðislög- in frá 1973. Nefndina skipa, Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri for- maður, Ölafur Ölafsson landlækn- ir, Sigurlaug Bjarnadóttir al- þingismaður, Tómas Jónasson formaður Læknafélags Reykja- víkur og Jón Helgason alþingis- maður. Þessi nefnd hefur enn ekki skilað áliti um heilbrigðis- mál landsbyggðarinnar og enginn svör hafa borist við beiðni okkar um heilsugæslustöð H-l. Ekki get ég skrifað svo um þessi mál að ég minnist ekki á þá læknisþjónustu er við höfum nú. Hún er góð, það langt sem hún nær, og ber að virða hana og þakka, en íslenzki veturinn er harður og þeir geta orðið margir dagar vetrarins, sem læknir kemst ekki hingað, þótt um líf eða dauða sé að tefla, eða flytja þyrfti sjúkling í skyndi til Blönduóss. Það er þetta atriði sem er þunga- miðja málsins og undirrót baráttu okkar undanfarin 23 ár. Það er þvi undir dugnaði okkar heimamanna komið, forráða- mönnum sveitarfélagsins og þá ekki sist alþingismönnum okkar, hvernig þessi mál ráðast í fram- tíðinni. Því hljótum við að leggja aukna áherslu á baráttu okkar næstu mánuði svo að gert verði ráð fyrir H-1 í tillögum nefndar- innar. Þetta er möguleiki og meira en það, þetta er hægt, en aðeins með samstilltu átaki okkar allra. Þegar H-1 er hér orðin að veruleika, ásamt búsettum lækni, þá er að fara að huga að máli framtíðarinnar. sjúkrahúsinu. Skagaströnd í desember 1977. Soffía S. Lárusdóttir. Frá Skagaströnd að nálgast hálfgert óráð. Hvað veldur þá hræðslunni við geðsjúk- dóma? Er það ekki náskylt gömlu hræðslunni við að „fara í sveit“? Getur ekki hugsast, að samskonar fordæming eigi sér stað gagnvart þeim, sem verða heilsufarslega ósjálfbjarga og síðan félagslega — eins og áður gagnvart þeim, sem lentu í fátæktarbasli, misstu Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.