Morgunblaðið - 01.03.1978, Síða 39

Morgunblaðið - 01.03.1978, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1978 39 Ekkerttilboð í Jóhannes 1 ATHYGLISVERÐRI grein í tímaritinu „World Soccer“ fyrir nokkru er fjallað vftt og breitt um frammistöðu Celtic á þessu keppnistfma- bili. Þar er m.a. minnzt á Jóhannes Eðvaldsson á eftirfarandi hátt í lauslegri þýðingu: „Einn af betri leikmönnum Celtic um þessar mundir er Jóhannes Eðvaldsson og hann hefur verið á sölulista í fjóra mánuði. Það segir talsvert um stöðu liðsins um þessar mundir að ekki hefur borizt eitt einasta tilboð í þennan leikmann. Hvernig eru þá hinir leikmenn liðsins?" Það er Alex Gordon, sem skrif- ar þessa grein og er fyrirsögn hennar á þá leið, að „enginn hafi komið í stað Dalglish". Hann hafi verið seldur til Liverpool fyrir 440 þúsund pund á síðasta hausti, en enginn leikmaður hafi verið keyptur til að koma i stað þessa snjalla framlínumanns. Þetta sé helzta vandamál Celtic auk meiðsla leikmanna og Jock Stein verði að íhuga sinn gang, en hann hefur aðeins keypt leikménn fyr- ir rúm 100 þúsund pund á keppn- istímabilinu. Celtic geti ekki reiknað með að fá ieikmenn á „ódýra markaðinum“ lengur. For- ystumenn annarra félaga viti að Celtic eigi mikið fé í bönkum og geri því meiri kröfur til Celtic en áðun MEISTARI 2 ÁR í RÖÐ ERIC Heiden frá Bandarikjunum var í miklum sérflokki á HM i skautahlaupum, sem fram fór i Gautaborg um siðustu helgi. Sigraði Heiden i þremur fyrstu greinunum og hafði þar með tryggt sér sigur á mótinu. hann hefði ekki einu sinni þurft að vera með i siðustu keppnisgreininni. Heiden varð einnig heims- meistari i skautahlaupum i fyrra og virðist alveg hafa skotið norskum og sovézkum and- stæðingum sinum afturfyrir sig. Heiden sigraði i 500 og 5.000 metra hlaupi en varð fimmti i 10 km. Jan Egill Stirholt frá Noregi varð annar á mótinu. S. Martchuk frá Sovétrikjunum þriðji og i 4. og 5. sæti komu Norðmennirnir Kay Stenshjemmet og Sten Stensen. en sá síðastnefndi sigraði i 10.000 m. LILJA vann silfurverðlaun FRJÁLSlÞRÓTTAKONAN Lilja Guðmundsdóttir IR stóð sig með ágætum á meistaramóti Finnlands í frjálsíþróttum innanhúss sem fram fór á Abo í Finnlandi um helgina. Nældi Lilja ( önnur verðlaun í 1500 metra hlaupinu á mótinu. Ætlaði hún að einbeita sér að keppni í 800 metra hlaupinu á mótinu en kom of seint til mótsins og missti af hlaupinu. Lilja varð finnskur meistari f 800 metra hlaupi innanhúss I fyrra. Varð hún þá f þriðja sæti í 1500 metrunum. „Ég undirbjó mig fyrst og fremst undir að hlaupa 800 metr- ana á þessu móti“, sagði Lilja. “Ég varð spæld yfir að missa af hlaupinu og var því eiginlega ekki i neinu stuði í 1500 metrun- um daginn eftir. Hlaupið var frekar rólegt framan af þar sem enginn vildi leiða það og halda uppi einhverjum hraða. Úr þessu rættist þó er halupið var um það bil hálfnað og voru síðustu hringirnir hálfgert spretthlaup", bætti Lilja við í spjalli við Morgunblaðið í gær. íslandsmet Lilju í 1500 metrun- um innanhúss er 4:27, 3 mínútur en í þetta sinn hljóp hún á 4:29,3 mín. Metið setti Lilja á sama móti í fyrra. Lilja varð sem kunnugt er finnskur og norskur meistari i 800 metrum innanhúss í fyrra, hljóp bæði hlaupin á rúmlega 2:09 mínútum. I viðtalinu við Mbl. sagðist Lilja'telja sig vera i formi fyrir a.m.k. 2:08 mín í 800 núna, en met hennar utanhúss er 2:06,3 mín. Lilja verður meðal, þátttakenda á Evrópumeistara- Myndasýningar hjá kylfingum Golfklúbbur Suðurnesja efnir til myndakvölds og verðlaunaafhendingar i Framsóknarhúsinu í Keflavik i kvöld klukkan 21 Eru meðlimir klúbbsins hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Þá gengst Golfklúbburinn Keilir fyrir annarri „skálagleði" sinni á vetrinum næstkomandi þriðjudag og verða sýnd- ar golfmyndir og rætt um golftimabilið framundan Golfáhugamönnum al- mennt er heimill aðgangur. mótinu innanhúss i Mílanó 11. og 12. marz n.k. Keppir hún þar i 800 metra hlaupi. —ágás. Kynningarmót í íþróttum fatl- aðra á Akureyri IÞRÓTTASAMBAND íslands og íþróttabandalag Akureyrar ásamt iþróttafélögum fatlaðra i Reykjavik og á Akureyri efna til kynningarmóts í íþróttahúsi Glerárskóla n.k. laugardag kl 1 7 00 Þar mun fatlað fólk taka þátt i kynn- ingu ýmissa iþróttagreina. sem það iðkar, svo sem borðtennis, boccia, keiluspil. bogfimi og lyftingar Einnig mun sýndur hjólastóladans og loks verður sýnd kvikmynd frá Ólympiuleikum fatlaðra í Toronto i Kanada 1976 Á sunnudag verður svo farið i sund og efnt til kynnisferðar á Akureyri Um 25 manna hópur úr íþróttafélagi fatlaðra i Reykjavik fer til Akureyrar i þessu skyni en auk þess munu félagar úr íþróttafélagi fatlaðra á Akureyri og e.t.v fleiri taka þátt i mótinu. Fram með firmakeppni KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Fram efnir til firmakeppni i knattspyrnu i tilefni 70 ára afmælis félagsins Hefst keppn- in 1 1 marz n k og verður fyrirkomu- lag hennar með sama sniði og hjá Þrótturum undanfarnar helgar Þátt- tökugjald er kr. 10 000 og þurfa þátt- tökutilkynningar að berast Sveini Sveinssyni i sima 85784 eða 26927 fyrir næstkomandi mánudag /íð sitt hæfi í verzlunum MIKIÐ URVAL AF NYJUM VÖRUM TEKIÐ UPPÍDAG. TlZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS WKARNABÆR Laugaveg 20. Laugaveg 66. Austurstræti 22. Glæsibæ. Simi 28155 ar » »

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.