Morgunblaðið - 02.04.1978, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1978
7
Vika er liðin frá páskum,
lítum um öxl, skoðum minninga-
myndir frá þeim dögum, sem
raunverulega vorú fæðingardag-
ar kristninnar, þótt hvítasunnu-
hátíðin hafi verið túlkuð sem
fæðingarhátíð kristinnar kirkju.
Kristin kirkja var til áður en
hvítasunnuundrið gerðist, en án
páskanna hefði kristnin ekki
fæðst, aldrei orðið annað en
sértrúarflokkur innan gyðing-
dómsins. Það er upprisan, sem
aldahvörfum veldur oggreinir
hinn unga trúflokk frá móður-
kirkjunni, gyðingdómi. Er þá
ekki vert að geyma þær myndir
þótt páskar líði og vikur, mán-
uðir, ár, unz páskahátíð verður
haldin aftur? Tökum eina þeirra
fram og skoðum hana:
í kveldhúmi sérðu tvo vini
ganga saman veginn frá Jerú-
salem til smábæjarins Emmaus.
hún fylgir manninum, hvert sem
hann flýr og fer. Hún býr í
hjarta hans, og hjartað fylgir
þér, hvert sem flúið er.
Rökkrið hæfir bezt vonlausum
flótta vinanna tveggja, en með-
an þeir ræða í hálfum hljóðum,
hvað gerzt hafði hefur ókunnur
maður slegizt í för með þeim.
Þeir greina óljóst svip hans í
rökkrinu, en hann ávarpar þá og
spyr hljóðlega, hverjar samræð-
ur þeirra séu. Þá nema þeir
staðar daprir í bragði og annar
þeirra spyr undrandi, hvort
honum einum sé ókunnugt það,
sem nú sé á hvers manns vörum
í Jerúsalem, krossdauða Jesú, og
hann bætir við, að ennfremur
hefðu konur, sem snemma
morguns komu til grafar hans
til þess að veita líki hans
umbúnað, sagzt hafa séð þar
engla í sýn, sem hefðu sagt hann
þar sem þeir vissu postulana
samankomna, og berja að dyr-
um, en þær voru læstar af ótta
við Gyðingana og ofsóknir
þeirra vegna hins mikla umtals,
sem sögurnar af upprisuundrun-
um höfðu vakið. Þar eru postul-
arnir saman komnir og hlusta
undrandi á það, sem vinirnir
tveir höfðu að segja af för sinni
út til Emmaus, og þeir segja
aftur, að hann sé upprisinn
búinn að birtast Pétri, en þá
gerist eitt undrið öðru meira:
Þarna inni, fyrir luktum dyrum
stendur Kristur upprisinn
skyndilega ra þeir allir: „Friður
sé með yður“.
Emmausgöngunni er lokið.
Hún hófst í rökkri, en henni
lauk í skæru ljósi. Hún hófst við
sárustu sorg einmana manna, á
rökkvuðum vegi, henni lauk við
skínandi gleði. Hún hófst við
Rökkurgangan
til Emmaus
Þetta er að kveldi páskadags.
Þeim er fóturinn þungur, enda
sorgin þung, sem þeir bera.
Fyrir tveim dögum höfðu þeir
beðið hryllilegan ósigur. Eins og
spilaborg, sem blásið er á, höfðu
háreistar vonir þeirra hrunið.
Meistarinn hafði talað við þá
um sigur, og beið þó ægilegan
ósigur sjálfur og látið lífið eins
og vesæll glæpamaður á kross-
tré. Þeir höfðu trúað því að
hann væri hinn fyrirheitni
frelsari, en þegar á hólminn
kom hafði hann ekki getað leyst
sjálfan sig frá smánardauða.
Allt var tapað, til einskis var
lengur að lifa og stríða. Ur
hæðum hæstu gleði höfðu þeir
hrapað niður í hyldjúpa sorg.
Ur Jerúsalem höfðu vinirnir
tveir farið til þess að leita •
gleymsku í kyrrláta smábænum
Emmaus. í Jerúsalem þoldu þeir
ekki við. Þar dundu á þeim
hrópin og háðsyrðin og þar
minnti þá allt á það, sem þeir
þráðu að gleyma, en
,,gleymskunnar hnoss ei hlot-
ið fær
neitt hjarta, sem gleymsku
þráir“
(E. Ben.)
Og sorgina fær enginn flúið með
því að skipta um dvalarstað,
lifa, og jafn ótrúlega hluti hefðu
jafnvel nokkrir postulanna vott-
að. En allt var þetta of mikil
fjarstæða til þess að trúað yrði.
En nú tekur rökkurgesturinn
að minna vinina tvo á það, sem
í fornum spám sé sagt fyrir um
hinn komandi lausnara, hann
„lýkur upp fyrir þeim ritningun-
um“, svo að hjörtu þeirra
brenna. Þá nema þeir staðar við
húsið, sem vinirnir tveir ætluðu
sér að næturstað. Hann lætur að
þeirri ósk þeirra, að koma með
þeim inn. Þar er skuggsýnt inni,
en þeir ganga að borði, þar sem
kveldverður bíður þeirra. I
rökkurkyrrðinni tekur ókunni
gesturinn brauðið og brýtur það
að þeirra landssið og réttir
þeim. En þá er eins og augu
þeirra opnist og skyndilega
þekkja þeir, að samferðamaður-
inn er Jesús hinn krossfesti
sjálfur. En samstundis leysist
hann upp og er horfinn, — ekki
farinn, en horfinn. Brauðið
liggur brotið á borðinu, staður
hans við borðið er auður.
Lostnir botnlausri undrun kem-
ur þeim saman um að halda
rakleiðis þegar um nóttina til
Jerúsalem til að bera postulun-
um hin miklu tíðindi. Þeir
leggja tafarlaust af stað.
Þegar inn í borgina kemur
ganga þeir rakleiðis að húsinu
algert vonleysi manna, sem
allar vonir höfðu brugðizt við
harmleikinn á Golgata, en henni
lauk við meira, dýrðlegra undur
en þeir höfðu þorað að binda
veikustu vonir við.
Og fyrirbrigðin héldu áfram
að gerast. Páll postuli, sem þá
var enn öflugur andstæðingur
kristninnar, fékk síðar svo
traustan vitnisburð um það, að
einu sinni hafi hinn upprisni
birtzt meira en 500 manns í
einu, svo traustan, að hiklaust
skírskotar hann til þeirra, sem
þar voru viðstaddir, að bera til
baka ef þeir geti, það sem hann
segi.
Af þessum staðreyndum
nærðist frumkristnin. I krafti
þeirra sögðu vottarnir, þegar
þeir stóðu andspænis dómurum
sínum, limlestingum og dauða:
„Vér getum ekki annað en talað
það, sem vér höfum heyrt og
séð“.
Skömmu áður en greindar- og
merkiskonan, frk. Guðrún kenn-
ari Blöndal, andaðist, sagði hún
við mig: „Nú les ég ekki lengur,
en ég rifja upp fyrir mér það
bezta, sem ég hef áður lesið og
lært. Ég held að ekkert af því
vilji ég síður missa en söguna af
rökkurgöngunni til Emmaus."
Ég get trúað því, að svo muni
um fleiri.
Textílsýning í kjall-
ara Norræna hússins
Tcxtílfélagið gengst fyrir sam-
sýningu í kjailara Norræna húss-
ins og var , sýningin opnuð
í gær kl. 14. Er þetta fyrsta
samsýning félagsins, en gert er
ráð fyrir að slikar sýningar verði
framvegis á dagskrá annað hvert
ár.
Á sýningunni eru verk eftir 17
félagsmenn Textílfélagsins sem
sýna myndvefnað, tauþrykk, fata-
hönnun, almennan vefnað, véla-
vefnað o.fl. Er tilgangur sýningar-
innar að sýna það nýjasta sem
félagsmenn eru að vinna að.
Textílfélagið var stofnað árið
1974 og telur nú 21 félagsmann.
Stærsta verkefnið sem félagið
hefur ráðist í til þessa er undir-
búningur og umsjá norrænar
Textiletrienale, sýningar, sem fór
um öll Norðurlöndin og var á
Kjarvalsstöðum í janúar í fyrra.
Sýningin verður opin daglega kl.
14—22 og lýkur henni mánudaginn
10. apríl. Sýningarnefnd skipa:
Eva Vilhjálmsdóttir, Guðrún
Gunnarsdóttir, Guðrún Jónasdótt-
ir, Ragna Róbertsdóttir og Stein-
unn Bergsteinsdóttir.
Bátur til sölu
8 tonna bátur er til sölu. Bátnum fylgja 4
rafmagnshandfærarúllur, dýptarmælar, spil og
talstöö. Ný vél er í bátnum.
Upplýsingar í síma 50462.
Svipmyndir
á svipstundu
Svipmyndir í hvert skírteini
Svipmyndir sf.
Hverfisgötu 18 ■ Gegnt Þjódleikhúsinu
kjoluin
pevsum
1 e/
sikyrtum.
HAGKAUP
SKEIFUNN115
ClTROÉN^ Þjónusta
Til aö veita eigendum Citroén bílanna ennþá betri
þjónustu, höfum viö flutt í nýtt og fullkomiö
húsnæöi aö Smiöjuvegi 32, Kópavogi, og
jafnframt leggst niöur rekstur verkstæöisins aö
Reykjavíkurvegi 45, Hafnarfiröi.
CITROÉN^ Þjónustuverkstæöi
Bílaverkstæöiö BRETTI
Smiöjuvegi 32,
Kópavogur.
Sími 75155 og 75156.