Morgunblaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1978 Verkamannasambandið: r . Utflutningsbann áfram og yfírvinnubann fram yfir alþingiskosningar FUNDUR sambandsstjórnar og formanna félaga innan Verka- mannasambands íslands. sem haldinn var í fyrradaK ok stóð fram á nótt. samþykkti aó áður boðað ú tf lut nioKsbann skyldi standa. I*á skoraði fundurinn á rikisvald og atvinnurekendur, hæjar- og sveitarfélög að Kanga skjótt til samninga við verkalýðs- hreyfinjfuna. ella boðuðu aðildar- féliÍK Verkamannasamhandsins Skákverdlaun afhent í kvöld SKÁKSAMBAND íslands mun í kvöld afhenda verðlaun fyrir skákmót vetrarins, sem hafa verið í umsjá sambandsins, og má þar nefna Islandsþingið og deilda- keppni Skáksambandsins. Hefst verðlaunaafhendingin klukkan 20 að Laugavegi 71. yfirvinnubann dagana 10. til 30. júní næstkomandi, en fyrir mánaðarlok myndu samtökin taka afstöðu til þess, hvort ástæða þætti til áframhaldandi aðgerða. Miklar deilur urðu um þessi mál á fundinum, sem stóð fram á nótt. Raddir voru uppi á fundinum um að heldur pólitískur blær væri á ályktun fundarins, yfirvinnubann boðað á tímabilinu 10. til 30. júní og alþingiskosningar haldnar 25. júní. Þótti mönnum sem ástæður yrðu síðan metnar í mánaðarlok í ljósi kosningaúrslita. Ennfremur þótti gagnrýnivert, að ályktuninni lýkur á áskorun til félaga í verkalýðshreyfingunni um að kjósa ákveðna flokka og aðra ekki. Ályktun fundarins er svohljóð- andi: „Fundurinn mótmælir bráða- birgðalögum ríkisstjórnarinnar og Framhald á bls. 24. Illuti af starfsfólki hinnar nýju heilsugæslustöðvar í Breiðholti III. Ljósm.i Kristján. Kjörskrárdómaramir í Reykjavik: Undirrituð flutnings- vottorð fyrir fímmtán Ný heilsugæzlustöð tekin til starfa í Breiðholti III MBL. kannaði í gær á Ilagstofu íslands hvað margir af þeim 19. sem dæmdir voru inn á kjörskrá til borgarstjórnar. hefðu undir- ritað flutningsvottorð og reynd- ust þeir vera 15« fimm einstakl- ingar og fimm hjón. þar sem annar aðilinn undirritaði sam- norra'nt flutningsvottorð fyrir báða. I samtali við Hrafn Bragason borgardómara, sem birtist í Mbl. í gær, sagði Hrafn, að í engu málanna hefðu verið lögð fram flutningsvottorð né mótmælum hreyft, en venjan væri að dæma námsfólk inn á kjörskrá ef fyrir lægi að viðkomandi hefði sjálfur undirritað flutningsskýrslu. Flutningsvottorðs er þó ekki kraf- izt f.vrir dóminum, en Hrafn kvað líklegt að því yrði nú breytt með hliðsjón af staðfestingu Hæsta- réttar á því að synja dómi inn á kjörskrá, þegar fyrir liggur flutn- ingsvottorð undirritað af viðkom- andi. NÝ hcilsugæslustöð fyrir Breið- holt III var opnuð við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 31. mai s.l. í ræðu Skúla G. Johnsens borgarlæknis sem hann flutti við opnunarathöfnina kom meðal annars fram, að rikissjóður tók ekki þátt í kostnaði við fram- kvæmdir heilsugæslustöðvarinn- ar heldur stóð borgarsjóður eingöngu straum af þeim. Ilöfðu borgaryfirvöld þó gert sér vonir um betri undirtektir fjárveitinga- valds Alþingis en raun varð á. Hin nýja heilsugæslustöð er til húsa í Asparfelli 12 og er það húsnæði með leigusamningi til 10 ára. Helgi Hafliðason arkitekt sá um að hanna innréttingar. Heildarkostnaður við innréttingar nemur rúmum 28 milljónum, en til tækjakaupa hefur verið varið 7.5 milljónum króna, þannig að heildarkostnaður í dag nemur tæplega 36 milljónum króna. Byggingadeild borgarverk- fræðings hafði umsjón og eftirlit með framkvæmdum. I dag starfa við heilsugæslu- stöðina 2 læknar en ætlunin er að fjölga þeim í 3. Auk þess munu starfa við heilsugæslustöðina 2 hjúkrunarfræðingar, ritari, meinatæknir í hlutastarfi og e.t.v. einn eða fleiri sjúkraliðar. Hinni nýju heilsugæslustöð er ætlað að sinna um 4.500 ein- staklingum en upphaflega var ætlað að hún gæti sinnt um 10.000 einstaklingum og vantar því heilsugæslustöð fyrir helming íbúa Breiðholts III. Starfsemi hinnar nýju heilsu- gæslustöðvar hefur verið ráðgerð þannig að hver sjúklingur hafi sinn eigin lækni, sem hann leitar til fyrst og fremst. Ef sá læknir er ekki viðlátinn, er annar tiltækur, sem hægt er að leita til og hefur hann aðgang að öllum nauðsynleg- um upplýsingum. Einnig er ráð- gert að starfrækja þarna vakt- þjónustu fyrir hverifsbúa vegna bráðra veikinda. Gert er ráð fyrir því að fljótlega Framhald á bls. 24. Hverju breytir fulltrúafjöldinn í borgarstjórn? Miðað við 27 fulltrúa hefði Sjálfstæðisflokkurinn tapað meirihlutanum 1970, en ekki nú NÝJU meirihlutanokkarnir í borgarstjórn Reykjavíkur hafa allir lý.st sig fylgjandi þeirri hugmynd að fjölga borgarfull- trúum í Reykjavík úr 15 í 21 eða jafnvel 27 fulitrúa. Fram- sóknarflokkurinn hefur sér- staklega lagt til að borgarfull- trúar yrðu 21 og er þess getið í svokallaðri blárri bók flokks- ins. sem gefin var út nú fyrir horgarstjórnarkosningarnar um síðustu helgi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur allt frá því er hann var stofnað- ur um 1930 haft forystu í borgarstjórn, en það ár var fulltrúum fjölgað í 15. En beri menn saman atkvæðatölur þeirra flokka, sem átt hafa framboð í borgarstjórnarkosn- ingum allt frá 1930 til þessa dags, kemur í ljós að í 21-full- trúa kerfi hefði Sjálfstæðis- flokkurinn haldið meirihlutan- um allan þennan tíma, þar til nú í síðustu kosningum, sem fram fóru á sunnudag, þá hefði hann ekki fengið nema 10 fulltrúa og tapað meirihluta sínum í borg- inni. Beri menn hins vegar saman, hver áhrif það hefði haft á fulltrúatölu flokkanna í borgar- stjórn, hefðu fulltrúar verið 27 allan þennan tíma, kemur í ljós, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði tapað meirihluta sínum árið 1970 — ekki fengið nema 13 borgarfulltrúa, en andstöðu- flokkar hans, sem þá voru fjórir, samtals 14 fulltrúa. Hins vegar kemur í ljós að Sjálfstæðisflokk- urinn hefði haldið meirihluta sínum nú síðastliðinn sunnudag, hefði fengið 14 fulltrúa og þar með meirihluta, en hefði tapað þremur fulltrúum frá kosning- unum 1974. Þessi reynsla virðist því sýna, að það er sama, hvort notað er 15-fulltrúa kerfi eða 21-fulltrúa kerfi, útkoman hefði verið hin sama. í 27 fulltrúa kerfi hefði hins vegar orðið breyting — meirihluti Sjálfstæðisflokksins hefði glatazt 1970, en haldizt nú, þegar hann hefði tapað bæði í 15- og 21-fulltrúa kerfi. Taflan, sem hér fylgir, sýnir útkomuna úr þessum tveimur kerfum — hvort sem 21 borgar- fulltrúi héfði verið í kjöri eða 27 og geta menn lesið út úr henni, það sem hér hefur verið rakið. 1930 1934 1938 1942 1946 1950 1954 1958 1962 1966 1970 1974 1978 Alþýöuflokkur - * X . 7 8* 4 3 3 3 1 2 3 2 1 3 Frar.sðknarflokkur 2 1 1 1 1 1 1 2 3 3 4 3 2 Sós1alis taflokkur 1 5 6 6 4 Sjálfstædísflokkur 12 12 12 11 11 11 .11 13 12 11 11 13 10 Sarr.tök frjálslyndra 1 Alþýöubandalag 4 4 4 3 4 6 t> jóövarnarf lokkur 2 1 Alþýöuflokkur 9 9 10+ 6 4 4 4 2 3 4 3 1 3 Framsóknarflokkur 3 2 2 1 1 2 1 2 3 4 5 4 2 Sósialistaflokkur 2 6 8 7 5 Sjálfstæöisflokkur 15 14 15 14 14 14 14 17 15 14 13 17 14 Samtök frjálslyndra 2 Alþýöubandalag 5 5 5 4 5 8 Þjóövarnarflokkur 3 1 1 + Alþýöuflokkur og .Sósialistaf lokkur saman Einar ÁgústBSon utanríkisráðherra: / „Ohress” með úrslit kosninga Framsóknarflokkur- inn gengur óbund- inn til þingkosninga Washington. 31. mai. Frá (róttamanni Mbl. í Washington. EINAR Ágústsson utanríkisráð- herra tjáði fréttamanni Morgun- blaðsins hér í Washington um hádegisbilið í gæri „Ég er ákaf-. lega óhress út af úrslitunum fyrir Framsóknarflokkinn í Rcykja- vík.“ Ráðherrann bætti við að hann hefði „ekki verið bjartsýnn“ á útkomuna þegar hann hélt til Bandaríkjanna til að sitja leiðtogafund NATO, en „ég bjóst ekki við hruni“, eins og hann orðaði það. Einar var afdráttarlaus í svör- um þegar talinu var vikið að úrslitum kosninganna eftir að hann hafði rætt nokkuð framvindu mála hér á leiðtogafundinum. Hann vakti athygli á því að flokkur hans hefði sömu atkvæða Framhald á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.