Morgunblaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1978 — Carter Framhald af bls. 1 gagnráðstafanir á hafsvæðunum í norðri. Skýrsla um framtíðarhorfur í sambúð austurs og vesturs hefðu legið fyrir fundinum og valdið reiptogi. Sumir þátttakendur, með Bandaríkjamenn í broddi fylking- ar, hafa viljað birta plaggið orðrétt, en aðrir vildu helzt stinga því undir stól, og munu Frakkar hafa verið þar fremstir í flokki, þar sem þeim fannst „spáin“ i skýrslunni sneiða helzt til harka- lega að Sovétmönnum. Ecevit bjartsýnn Bulent Ecevit forsætisráðherra Tyrklands lýsti því yfir í Washing- ton í dag, að Carter Bandaríkja- forseti virtist allur af vilja gerður til að aflétta sem fyrst vopnasölu- banni Bandaríkjanna í Tyrkland, sem nú hefur staðið í þrjú ár. Þeir Ecevit og Carter ræddust lengi við einslega í dag, en síðar átti Bandaríkjaforseti fund með Karamanlis forsætisráðherra Grikklands. Ágreiningur Tyrkja og Grikkja vegna Kýpur-málsins, og þá ekki síður um yfirráð á Eyjahafi, hefur valdið leiðtogum Atlantshafsbandalagsins miklum áhyggjum, en af fréttum frá Washington er ógerlegt að ráða hvort miðað hefur í átt að samkomulagi milli Ecevits og Karamanlisar fyrir atbeina Bandaríkjastjórnar. Aðvörun Callaghans Það vakti athygli á fundinum í Washington í dag þegar James Callaghan forsætisráðherra Bret- lands varaði við því að vestræn ríki brygðust of harkalega við vegna íhlutunar Sovétríkjanna og Kúbu í Afríku, um leið og hann lýsti þeirri skoðun sinni að ónefnd- ir aðilar innan Bandaríkjastjórnar gerðu of mikið úr íhlutun þessara ríkja og að þetta mætti ekki hafa áhrif á nýjan Salt-samning. Callaghan kvaðst ekki skilja tillögur á leiðtogafundinum þess efnis að komið yrði á einhvers konar alþjóðlegu friðrgæzluliði í Afríku, um leið og hann sagðist óttast að „fullt af Kólumbusum hygðust nú leggja upp frá Banda- ríkjunum til að nema í fyrsta skipti land í Afríku" — Brzezinski Framhald af hls. 1 um. Fjallar forystugreinin, sem flæðir yfir helming síðna blaðsins í dag, um einokunarhneigð Brzez- inskis og rótgróið hatur hans á sósíalistaríkjum, um leið og því er haldið fram að í Kínaför hans hafi verið „stofnað til saurugs hjúskap- ar milli Peking og Washington." Hafi tilgangur ferðarinnar verið sá að samræma aðgerðir Kína og Bandaríkjanna til að auka enn vígbúnaðarkapphlaupið í heimin- um. Brzezinski sagði er hann kom til Washington úr Asíuferð sinni á dögunum, að hann hefði rætt íhlutun Kúbu og Sovétríkjanna i Afríku við ráðamenn í Peking. Hann lýsti því yfir að Kúbumenn ættu sinn hlut í stjórnmálalegri og siðferðilegri ábyrgð vegna bardag- anna í Zaire og hefðu Kúbumenn búið innrásarmenn vopnum — Mjólk Framhald af bls. 44. stakra mjólkurafurða og þá þannig. að hætt verði að verð- leggja mjólkurvörur að mewtu eftir fituinnihaldi heldur tekið tillit til innihalds eggjahvftu. fjiirefna o.fl. Verðlagsgrundvöll- ur landbúnaðarafurða hækkar nú um 11.53 og munar þar mest um hækkun á áburði. sem hækkar um 32.fi%. og laun hækka um lfi.7% Séu tekin dæmi um verð á einstökum vöruflokkum eftir hækkunina má nefna, að hvert kíló af súpukjöti, 1. verðflokki, fram- pörtum og síðum, kostar eftir hækkunina 1099 krónur en kostaði áður 925 kr. Hver nýmjólkurlítri kostar nú 155 krónur en áður 131 krónu. Hvert kíló af kótelettum hækkar úr 1272 krónum í 1497. Mjólk í tveggja lítra fernum kostar eftir hækkunina 309 krónur hver ferna en kostaði áður 263 krónur. Ostur 30% kostar eftir hækkunina 1176 krónur hvert kíló og hækkar úr 1036. Rjómi í Vfc lítrafernum hækkar úr 500 krón- um í 550. Lítraferna af undan- rennu hækkar úr 108 krónum í 121 krónu,- Ekki lá fyrir í gær verð á einstökum hlutum nautakjöts en meðaltalshækkun þess í smásölu er 22-23% Sem fyrr sagði nemur hækkun verðlagsgrundvallarins 14,53% og af rekstrarvörum hækkar áburður mest, eða um 32,6% en kjarnfóður hækkar um 11,1%. Laun í grund- vellinum hækka um 16,7%. og er það eftir því, sem fram kemur í fréttabréfi Upplýsingaþjónustu lanbúnaðarins, nokkuð lægra en meðaltalskauphækkun á síðasta þriggja mánaða tímabili. Verð á einstökum búvorum hækkar mis- munandi mikið í grundvellinum, mjólk hækkar um 14,5%, nauta- kjöt um 20,5%. og kindakjöt um 15,8%. Vinnslu- og dreifingar- kostnaður mjólkur í heildsölu hækkar um kr. 3,24 á lítra og er það vegna iaunahækkana og geng- isbreytingar í febrúar sl. Samkomulag varð í sexmanna- nefndinni um að hækka smásölu- álagningu á kjöt í krónutölu og gerir sú hækkun 14,9%.. Þá er tekið tillit til 15% hækkunar á þjónustuliðum verzlana og 13%. kauphækkunar verzlunarfólks. Þessi breyting þýöir í raun að smásöluálagning lækkar úr 10%, í 9,6%,. Álagning á nýmjólk verður óbreytt eða 10%,. — Samkomulag Framhald af bls. 44. íslenzkrar flugmiðstöðvar á vellin- um, en forsendu slíks aðskilnaðar kvað utanríkisráðherra vera bygg- ingu nýrrar flugstöðvar, svo að íslendingar þar syðra gætu farið annars staðar en þar sem hermenn þyrftu að sinna skyldustörfum sínum. Viðræðunefnd aðilanna verður nú sett á laggirnar, enda eru ýmsir endar lausir ennþá. Engu verður ennþá slegið föstu um þær fjárhæðir sem vænta má frá Bandarikjamönnum. Sem fyrr segir verður bandaríska þingið að staðfesta hið nýja samkomulag, en „ólíklegt er“, eins og utanríkisráð- herra orðaði það, „að standi á samþykki þingsins að meginstefnu til“. Einar Ágústsson lýsti sam- komulaginu sem æskilegum árangri nær fjögurra ára starfs og kvaðst þakklátur þeim mönnum, innlendum og erlendum, sem hér hefðu lagt hönd á plóginn. — Fresta Framhald af bls. 44. greiða með skerðingu yfirvinnunn- ar. Um leið og hún skertist sem hlutfall af dagvinnu, myndi fólk ekki eins áfjáð í að vinna yfirvinnu og kvað hann framhaldsaðgerðir verkalýðsforystunnar því eins geta orðið, að hún krefðist hækkaðrar dagvinnu, sem þessu næmi. Myndu þá fiskvinnslufyrirtækin geta hægrætt vinnu að einhverju marki til þess að mæta því — og eins mætti hugsa sér að þetta hefði í för með sér minnkaða sókn í ofveiði fiskstofna. „Eg vil að atriði sem þessi verði rædd og könnuð vei,“ sagði Pétur, „ekki aðeins af þeim, sem hafa vald á vinnustöðvunum, heldur einnig vinnuveitendum og öðrum, sem málið varðar." - Karl Steinar Guðnason, formað- ur Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að verkalýðsforystan þar myndi vilja eiga frekari viðræður við við- semjendur sína nú á næstu dögum. — „Nú, það er þá svona að deyja” Framhald af bls. 44. vorum að sækja fýlsegg í Brunnanúp, sem er sunnan við Látravík, þegar Eggert kom,“ segir Hrafnkell. „Já, ég fór svona að líta á fólkið á Látrum á laugardaginn," segir Eggert. „Og þegar ég frétti að þessir menn væru í eggjum þá langaði mig að fara og hitta þá.“ „Við fórum svo heim og fengum okkur kaffi,“ segir Hrafnkell, „en síðan ákváðum við að fara í.Heimrasetur, sem er sunnan í Bjarnarnúpi neðst. Yfirleitt er farið þangað af sjó, en þar sem auðséð var að ekki gæfi til þess um helgina* ákváðum við síga. Ég hef ekki farið í lás með handvað í ein 20 ár, en þetta gekk allt vel hjá mér og ég fór að tína egg í rólegheitum". „Við höfðum ákveðið að Hrafnkell færi einn niður," segir Eggert, „en ég fer svona að segja við Kristin að það myndi nú flýta fyrir, ef tveir væru niðri. Ég fór svo fram á brúnina og skoðaði leiðina niður. Mér leizt ekkert illa á hana svo ég dreif mig niður og við tíndum þarna eggin í rólegheitum." „Svo kemur að því að fara upp aftur," segir Hrafnkell. „Kristinn var búinn að tala um að við fengjum hjálparband niður en Eggert var kominn í spottann áður en við útkljáðum það mál og handlangaði sig upp.“ „Ég var alveg kominn upp á brúnina," segir Eggert .. .„Já Kristinn sagði á eftir að hann hefði séð í kollinn á þér,“ skýtur Hrafnkell inn í, „... en þá finn ég til ægilegrar þreytu í hægri handleggnum," heldur Eggert áfram. „Ég fann enga fótfestu til að hvíla mig á, en ég fann að ég yrði að fá eitthvert hlé áður en ég kæmi mér upp á brúnina. Ég greip til þess ráðs að bíta í vaðinn og þá létti á handleggn- um. En svo var farið að braka í tönnunum á mér og þá varð ég að gera eitthvað. Ég sveiflaði handleggnum og ætlaði að svipta mér upp á brúnina, en náði aldrei taki á vaðnum, heldur fór að renna niður. Og svo opnaðist vinstri höndin og ég datt. Það er svo undarlegt að það greip mig enginn ótti. Ég.gerði mér alveg grein fyrir því að ég mætti ekki lenda eins og klettur og ég var með allan hugann við að lenda sem bezt.“ „Ég stóð fyrir neðan svona þrjá metra til hliðar," segir Hrafnkell. „Ég sá að Eggert horfði niður og ég veit það er engin lygi að hann var að hugsa um lendinguna, því ég sá hann kreppa fæturna rétt fyrir lend- inguna. Þarna hagar svo til að snar- bratt bergið er einir 20 metrar en þá tekur við brött skriða eina 15 metra, og síðan er stórgrýti og fram af klettum 4—5 metra í sjóinn. Eggert sneri réttur við berginu allt fallið en þegar hann lenti efst í skriðunni hófst hann aftur á loft og þeyttist á ægilegum hraða aftur yfir sig og kom niður á herðarnar. Ég man að mér fannst ég bókstaflega sjá hann kýlast saman. Svo hentist hann aftur á loft og lenti öðru sinni á herðunum og rann þannig nokkurn spöl þar til ég náði taki á honum. Ég man að ég fraus alveg fyrst þegar ég sá hann missa handfestuna og detta. Svo hljóp ég til. Þegar ég náði til hans kallaði ég nafn hans og hann svaraði mér. Hann var með Ijótt sár á enninu og þegar hann stóð upp hafði hann kvalir í baki þannig að það var ekki um annað að ræða en leggjast fyrir. Ég fór úr skyrtunni minni og vafði henni utan um hausinn á honum og þá minnkaði mjög blóðrennslið úr sárinu. Ég kallaði svo í Kristin og sagði honum að Eggert hefði fengið stein í hausinn og að við yrðum að fá hjálp til að koma honum burt. Ég reyndi að drepa tímann með því að þylja sögur fyrir Eggert...“ „Já. Ég man sumt af þeim,“ skýtur Eggert inn í og glottir. „En stundum hef ég dottið út því mig vantar alveg endinn á sumar." „Það er eiginlega alveg stór- furðulegt að ég skuli hafa sloppið svona vel,“ segir Eggert. „Brot úr einum hryggjarlið og búið. Ég tel þessa skeinu á enninu tæpast til áverka." — Var þetta siðasta sigið? „Nei,“ segir Eggert ákveðinn. „Sá sem einu sinni er búinn að fá bjargbakteríuna losnar ekki við hana aftur. Ég er nú búinn að fara í bjargið á hverju ári í ein tíu ár. Veiztu hvernig þetta byrjar. Þú ferð fyrst með öðrum og ert þá á brúninni og horfir á aðra fara fram af. En það er svo kalt á brúninni að þar kemur að þú fikrar þig fram af. Og eftir það ferðu aldrei annað en fram af.“ — Útflutnings- bann Framhald af bls. 2. þeim vinnubrögðum að rifta lög- lega gerðum kjarasamningum æ ofan í æ með lagaboðum. Þó að síðari lagasmíð ríkis- stjórnarinnar sé ákveðið undan- hald frá fyrri lagasetningu, felast engu að síður í henni svo stórfelld- ar árásir á kjör verkafólks, sérstaklega með ákvæðum um skerðingu álaga fyrir yfirvinnu og vaktavinnu, en það bitnar hvað harðast á því fólki, sem vinnur við grunnframleiðslustörf þjóðarinn- ar, að Verkamannasambandið get- ur með engu móti við unað. Með tilliti til þessa samþykkir fundurinn: 1) Áður boðað og yfirstandandi bann við útflutningi verði ekki afnumið, en fundurinn felur fram- kvæmdastjórn sambandsins nán- ari framkvæmd í samráði við viðkomandi félög. 2) Fundurinn skorar á ríkis- stjórnina og atvinnurekendur að semja við Verkamannasambandið á grundvelli tilboðs þess, sem það lagði fram á síðasta fundi hjá sáttasemjara. Sérstaklega skorar fundurinn á bæjar- og sveitarfélög að bregða skjótt við til samninga. Verði samningar ekki komnir á fyrir 10. júní n.k. skorar fundurinn á öll aðildarfélög VMSÍ að boða yfirvinnubann dagana 10.—30. júní n.k., en fyrir lok júnímánaðar mun Verkamannasambandið taka afstöðu til þess hvort ástæða sé til frekari aðgerða. Fundurinn vill sérstaklega vara verkafólk við þeirri hættu að skerðing áunninna réttinda verði varanleg ef það sjálft stendur ekki vörð um hagsmuni sína. Fundurinn vekur athygli á því, að það er yfirlýst stefna núverandi stjórnarfiokka að skerða enn frekar síðar á árinu núgildandi kaupgreiðsluvísitölu, þannig að með óbreyttri stjórnarstefnu, eru trekari kjaraskerðingar áformað- ar. Fundurinn skorar því á verka- fólk að veita þeim stjórnmála- flokkum, sem staðið hafa að áður greindum lagasetningum og hafa yfirlýst að þeir hyggja á enn frekari árásir á kjör verkafólks, ekki lið í komandi Alþingiskosn- ingum." — Ohress Framhald af bls. 2 tölu og þegar Einar bauð sig fyrst fram árið 1959. Aðspurður um ástæður fyrir þeirri útkomu sem stjórnar- flokkarnir hefðu fengið að hans mati, taldi utanríkisráðherra sennilegast að kjósendur hefðu verið að mótmæla kjaraskerðingu, þótt hann væri ekki jafnviss um að það væri alls kostar réttlátt. Hann kvaðst lita svo á að aðrar stjórnir hefðu á stundum gripið til strang- ari efnahagsráðstafana „án þess að hljóta refsingu". Einar Ágústsson sem heldur væntanlega heimleiðis á föstudag kvað það vel mega koma fram í þessu spjalli að hann færi heim „ákveðinn í að bretta upp ermarn- ar“. Hann vildi ekki tjá sig um hugsanleg áhrif kosningaúrslit- anna á núverandi stjórnarstarf en vísaði til samþykktar síðasta flokksþings Framsóknarmanna um að flokkurinn gengi óbundinn til þingkosninganna. -Heilsugæzlustöð Framhald af bls. 2 geti kennsla læknastúdenta að einhverju leyti farið fram á heilsugæzlustöðinni, en áður hefur allt starfsfólk heilsugæslustöðva verið þjálfað á sjúkrahúsum og er það mikill ókostur, að sögn Leifs Dungals læknis, sem starfa mun við heilsugæslustöðina. Við opnunarathöfnina fluttu ávörp auk borgarlæknis Páll Gíslason, fráfarandi formaður heilbrigðismálaráðs Reykjavíkur- borgar, Ólafur Ólafsson landlækn- ir og Páll Sigurðsson. — Skotárás Framhald af bls. 20 árásirnar en sögðu að árásir í Þýzkalandi væru alltaf merki um pólitískt afturhald. Tímaritið Stern birti jafnframt í dag útdrátt úr skjali frá hermdarverkamönnum þar sem hvatt er til sprengjuárása á vestur-þýzk fangelsi — Viðsjár Framhald af bls. 20 Carter æ betur að Rússar eru að auka hernaðarmátt sinn og víkka út áhrif sín. Þar á ofan hafa Rússar hert á baráttunni gegn andófsmönnum þrátt fyrir mannréttindabaráttu Carters — Heilbrigðis Framhald af bls. 23 traustari forsendum en verið hefur og í því efni er stefnt í rétta átt. Það þarf einnig að auka á samstarf og samhæfingu sjúkrastofnana í landinu, eink- um á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Menn eru of bundnir hver við sína stofnun, hver við sína deild. Þá getur jafnvel þann veg farið að tvær stofnanir verji tak- mörkuðu ráðstöfunarfé til sams konar tækjakaupa, þó að eitt tæki nægi, sem hefur það í för með sér að færri þörfum er hægt að fullnægja. Könnun og hagræðing. Nei, rangt er að gera of mikið úr þessum vanda, sem ég drap á. Staðreyndin er sú að við viljum heldur duglega og „freka“ yfirlækna. Á þann hátt einan tryggjum við góða heil- brigðisþjónustu. í þessu efni má frekar skella skuldinni á okkur, sem sjáum um stjórnun, en lækna, þ.e. varðandi það, er úrskeiðis fer. Okkur skortir upplýsingar, bæði fyrir okkur sjálfa og fjárveitingarvaldið til að hægt sé að taka skynsamlegri ákvarðanir. Margt horfir þó til bóta. Formi fjárveitinga til ríkis- spítalanna hefur verið breytt úr daggjöldum í fasta fjárhæð. Þetta fyrirkomulag auðveldar stjórnendum og læknum að finna leið til aukinnar heilsu- arðsemi. Mér er og kunnugt um að heilbrigðisráðherra hefur allt frá árinu 1975 látið kanna mismunandi aðferðir við stýringu sjúkrastofnana. Hann hefur jafnframt látið kanna leiðir til að koma á meira samstarfi milli sérfræðinga og sjúkrahúsa. í þeim tilgangi hefur m.a. verið könnuð samein- ing þriggja stofnana ríkis- spítalanna, Vífilsstaðaspítala, Landspítala og ef til vill Klepps- spítala í einn stóran spítala, þar sem í.llir læknar þessara stofn- ana mættust í einu læknaráði. Nýverið hafa og komið tillögur svipaðs efnis frá stjórnarnefnd ríkisspítalanna. Ég geri mér góðar vonir um að þessi hug- mynd nái fram að ganga. Þetta yrði auðvitað fyrsta skrefið. Síðan gætu fleiri stofnanir komið með. Mér er og kunnugt um, sagði Davíð Gunnarsson að lokum, að heilbrigðisráðherra hefur verið að kanna möguleika á að koma upp sérstöku hagræðingarráði sjúkrahúsa, þar sem gerðar væru læknisfræðilegar og heilsuhagfræðilegar athuganir í sambandi við verkefnaval, for- gangsröðun verkefna, tækja- kaup og mönnun heilbrigðis- stofnana. I ágústmánuði næst- komandi er von á framkvæmda- stjóra og stjórnarformanni sænska fyrirtækisins SPRI en SPRI er ráðgjafarstofnun fyrir sænska ríkið og landsþingin um allt er varðar skipulag heil- brigðismála. Tilkoma slíks ráðs ætti að geta auðveldað mjög allt mat og forgangsröðun á t.d. beiðnum hinna svokölluðu þrýstihópa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.