Morgunblaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1978
Fáein minningarorð:
Friðrik Hansen
Friðriksson
Þegar Friörik Hansen Friðriks-
son lést sviplega í skammdeginu í
vetur langaði mig til að minnast
hans nokkrum orðum. En mér
varð það um megn. Höggið var
þyngra en svo að ég fengi einbéitt
mér að því að setja saman nokkur
kveðjuorð. Og einhvern veginn
fannst mér að honum hæfði vart
hversdagsleg kveðja. Þótt ungur
væri að árum var hann það
sérstæð manngerð að yfirborðsleg
umfjöllun hefði verið ósönn. Hann
var eins og þau stöðuvötn lygn sem
kölluðust augu þegar ég var
drengur á Höfðaströnd. Yfirborð
þeirra er ekki víðáttumikið en
dýptin því meiri.
Friðrik Hansen Friðriksson
fæddist 1. júní 1950 og hefði því
orðið 28 ára í dag. Foreldrar hans
voru hjónin Ásta Friðriksdóttir
Hansen og Friðrik Pálmason,
bóndi á Svaðastöðum. Ásta er
dóttir Friðriks Hansens, kennara
og oddvita á Sauðárkróki og konu
hans, Jósefínu Erlendsdóttur frá
Stóru-Giljá. Foreldrar Jósefínu
voru hjónin Ástríður Sigurðar-
dóttir, bónda í Hindisvík á Vatns-
nesi, Jónsonar á Stöpum, og
Erlendur bóndi á Beinakeldu í
Þingi, Eysteinsson, bónda á Orra-
stöðum, Jónssonar. Móðir Ástríðar
var Ragnhildur, kona Sigurðar,
Jónsdóttir, ættuð af Álftanesi
syðra. Móðir Erlends var Guðrún
Erlendsdóttir frá Sveinsstöðum í
Þingi, Árnasonar. — Foreldrar
Friðriks Hansens voru hjónin
Björg Jóhannesdóttir, bónda í
Garði í Hegranesi, Ögmundssonar,
og Christian Hansen, beykir og
bóndi á Sauðá, danskur að ætt.
Móðir Bjargar var Steinunn
Stefansdóttir, bónda á Hofi í
Vatnsdal, Guðmundssonar. —
Friðrik, bóndi á Svaðastöðum, er
sonur hjónanna Önnu Friðriks-
dóttur, alþingismanns og bónda á
Skálá og víðar, Stefánssonar,
bónda á Ríp, Gíslasonar og Pálma,
bónda á Svaðastöðum, Símonar-
sonar, bónda í Brimnesi, Pálma-
sonar, bónda í Brimnesi, Gunn-
laugssonar. Móðir Önnu var Hall-
fríður, síðari kona Friðriks,
Björnsdóttir, bónda á Skálá, Þórð-
arsonar, og Önnu Bjarnadóttur.
Móðir Friðriks alþingismanns var
Sigurbjörg Jónsdóttir, prests á Ríp
og víðar, Reykjalíns. Móðir Pálma
bónda var Sigurlaug, kona Símon-
ar, Þorkelsdóttir, bónda á Svaða-
stöðum, Jónssonar, og konu hans,
Rannveigar Jóhannesdóttur,
bónda í Gautsdal á Laxárdal,
Jónssonar. — Hafa þeir frændur
búið á Svaðastöðum frá því um
miðja átjándu öld.
Á Svaðastöðum ólst Friðrik
Hansen Friðriksson upp með
foreldrum sínum. Hann naut
stopullar farskólakennslu en hélt
að loknu barnaprófi til náms í
Gagnfræðaskólanum á Selfossi.
Þar reyndist hann dugandi náms-
maður, lauk þriggja vetra námi á
tveim árum. Einkum var honum
sýnt um íslensku og kom þá í ljós
prýðileg stílgáfa og frjótt hug-
myndaflug. Nokkru síðar settist
hann í Bændaskólann á Hvann-
eyri, lauk þar búfræðiprófi og hóf
nám í framhaldsdeild en hvarf frá
því áður en lyki.
Löngum vann Friðrik á búi
foreldra sinna og átti sjálfur
nokkurn bústofn er hann lést.
Hann starfaði þó öðru hverju
afbæjar og vann þá að ýmsu,
einkum þó stjórn vinnuvéla og þá
einatt hjá fyrirtæki bróður síns,
Pálma.
Þessi stuttorða frásögn af námi
og störfum Friðriks segir ekki
nema hálfa söguna eða ef til vill
örlítið brot af henni. Hann var
skáldlyndur draumamaður, næm-
ur á fegurð veraldar og blæbrigði
mannlífs. Hann þráði að tjá
reynslu sína og viðhorf, harm og
trega, gleði og fögnuð, og allt útlit
var fyrir að hann gerði það á þann
veg að eftir yrði tekið. Áð erfðum
hafði hann hlotið frásagnargáfu
einstæða og hæfileika til að beita
íslensku máli af smekkvísi og
nákvæmni.
Eftir ógleymanlegan kunningja
minn, Dag skáld Austan, orti
snillingurinn Kristján frá Djúpa-
læk gott kvæði. Þar er þessi vísa
ef ég man rétt:
•Að eiga draum í dagsins tryllta Kný
ok djúpa þrá til sönjjs í hljtWum skóvi.
að eijfa sýn til sólar vfevinum ský
«K sorK í hjarta. það er skáldi nój?.“
Allt þetta átti Friðrik Hansen
Friðriksson. Draumur, söngþrá,
sólarsýn, sorg voru uppistaða
stuttrar ævi fremur en ívaf.
_Líf vort er sárt eins o»? sorgin.
Sést ennin nleði á jarðlífsins hraut
með svo skinandi skraut
að hún skjálfi ekki í þraut?
Hvenær hrundi ekki haminujuborvíin?“
Þannig þýddi afi Friðriks erindi
úr Glúntum Wennerbergs. —
Sjálfsagt hefur Friðrik yngri sótt
ýmislégt til afa síns, þar á meðal
skáldlyndið sem ég vil nefna svo.
— Friðrik Hansen var óvenju
skáldlyndur maður. Viðhorf hans
við lífinu mótaðist af þeirri
ljóðrænu afstöðu sem jafnfjarlæg
er sérgæsku og sjálfshyggju sem
dagur nótt. Skynjun hans var
framar öðru skáldleg. Sum bestu
ljóð hans — nú þekkt sem góðir
í dag verður til grafar borin
María Tómasdóttir, sem lézt 24.
maí 1978. Foreldrar hennar voíu
Theódóra Guðrún Bjarnadóttir frá
Miðengi í Grímsnesi og Tómas
Gunnarsson frá Sauðholti í Holt-
um. Bjarni faðir Guðrúnar var
Sigurðsson, bróðir Sigurðar í
Bræðraborg hér í bæ. Þeir bræður
byggðu það hús, sem stendur enn.
Sigurður faðir Bjarna í Miðengi
var sonur Kolbeins Einarssonar í
Laugardalshólum og Guðrúnar
yngri Kolbeinsdóttur, Þorsteins-
sonar í Miðdal. Móðurmóðir Maríu
var Guðbjörg Þórðardóttir frá
Hömrum í Grímsnesi. Tómas
Gunnarsson fiskmatsmaður, faðir
Maríu, var frá Sauðholti í Holtum,
sonur Gunnars Tómassonar sst.
Jónssonar sst. Jónssonar Magnús-
sonar frá pNúpakoti undir Eyja-
fjöllum, en móðir Katrínar Þor-
steinsdóttur hét Katrín Tómas-
dóttir, Magnússonar. Móðir henn-
ar var Guðlaug Erlendsdóttir frá
Murnavelli. María Tómasdóttir
var því sunnlenzk í báðar ættir.
Foreldrar Maríu fluttust vestur
til Isafjarðar um 1890 me elstu
dóttur sína Láru, sem enn er á lífi.
María fæddist á Isafirði 4. nóvem-
ber 1896 og var þriðja elzta barn
Tómasar og Theódóru Guðrúnar,
en þeim varð 6 barna auðið. Elsta
barn þeirra, Lára, er enn á lífi í
hárri elli. Á Isafirði ólst María svo
upp, ásamt systkinum sínum við
söngtextar — fundust í bréfakörfu
og voru hirt án þess hann hefði
nokkurn hug á að halda þeim til
haga. Þau voru honum jafneinföld
g eðlileg viðbrögð sem andardrátt-
urinn. Upphöf ýmissa kcæða hans
gefa betur til kynna viðhorf hans
og afstöðu til lífsins en langar
orðræður: Ljómar heimur logafag-
ur, lífið fossar, hlær og grær...
Ætti ég hörpu hljómþýða...
Dimmir í dalahlíðum, döggslóðir
liggja fram með á... Mánaskinið
mjúka mildar kaldan heim...
Inn í þetta andrúmsloft ferskrar
ímyndunar og skáldlegrar skynj-
unar fæddist Friðrik yngri og í því
lifði hann, að minnsta kosti öðrum
þræði. Sjálfsagt ekki algjörlega
því að öðru hverju hlýtur hrjúfur
veruleikinn að kveðja dyra og
heimta sitt, jafnvel af sveimhug-
um og draumamönnum.
Og frá þessu lífi er tilfinninga-
næmur hugur hans kvaddur löngu
áður en ævisólin er gengin í
hádegisstað. Til hvers og hvers
vegna vitum við ekki. En trúa mín
er sú að hrifinn hafi hann verið
„til hærra lífs, — til ódauðlegra
söngva."
Ólafur Haukur Árnason
kröpp kjör og harðæri þeirra tíma.
Snemma sett til vinnu og var mikil
starfsmanneskja alla ævi. 11.
nóvember 1917 giftist María Óla
Ketilssyni frá Isafirði. Þau hjónin
voru jafnaldrar og leiksystkini allt
frá bernsku. Stofnuðu heimili á
ísafirði og rak Óli þar verzlun
skamman tíma, en verzlunarnám
hafði hann stundað í Danmörku
eftir stúdentspróf 1915. Árið 1921
venti hann sínu kvæði í kross og
settist í guðfræðideild Háskólans
og lauk embættisprófi 1925. Sama
ár var hann vígður til Ögurþinga
og fluttust þau hjónin þá fyrst að
Dvergasteini í Álftafirði vestra en
skömmu síðar að Hvítanesi við
Djúp. Bjuggu þau þar til 1947 að
séra Óli fékk lausn frá embætti
sökum heilsubrests og treystist
ekki til að búa og sinna preststörf-
um lengur því allir að- og fráflutn-
ingar voru sjóleiðis og erfiðir.
Fluttust þau hjónin þá til ísafjarð-
ar og gerðist séra Óli skrifari hjá
sýslumanni. Á Hvítanesi bjuggu
áfram um skeið dóttir þeirra
hjóna og tengdasonur en önnur
börn þeirra fluttust suður. Á
ísafirði bjuggu María og séra Óli
í sama húsi og systir Maríu, Lára,
sem var gift Helga bróður séra
Óla. Þar bjuggu þau til ársins
1954, en þá missti María mann
sinn snögglega og var það mikill
missir því sambúð þeirra hjóna
var með eindæmum farsæl og
byggðist á gagnkvæmri virðingu,
ástúð og nærfærni. Fluttist María
þá til Reykjavíkur og hélt heimili
þar með 2 sonum sínum um ára bil
eða þar til þeir kvæntust. Síðustu
árin bjó hún hjá tengdadóttur og
syni.
Hjónaband Maríu og séra Óla
var með eindæmum gott eins og
áður segir og ríkti mikil einlægni
með þeim hjónum, þurfti enda á'
slíku að halda, svo erfitt' sem starf
húsmóður í sveit er, því hún þarf
að sinna heimilisstörfum, uppeldi
barna og búverkum. Á heimili
þeirra hjóna var mikill gestagang-
ur og þar miðstöð sveitarinnar.
Gestrisni á heimilinu var annáluð
og hjálpsemi Maríu við þá, sem
minna máttu sín án takmarkana.
Þeim hjónum varð 5 barna
auðið, 3ja dætra og 2ja sona. Eina
dóttur sína missti María sviplega
af völdum slyss frá stórum barna-
hópi. Áttu börn þeirrar dóttur svo
og hinna barnanna öruggt athvarf
hjá ömmu sinni þá og jafnan
síðan. Hjá þeim ólst upp einnig
drengur, sem misst hafði föður
sinn í sjóinn, frá stórum barna-
hópi og var sá stjúpsonur mjög
handgenginn uppeldisforeldrum
sínum.
María var einlæg trúkona og
efaðist aldrei um framhaldslíf.
Framhald á bls. 26.
+
Maöurinn minn,
MAGNÚS MAGNÚSSON
frá Veaturhúsum
andaóist aö sjúkrahúsi Vestmannaeyja 26. maí.
Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 3. júní kl. 2.00 e.h.
Fyrir hönd vandamanna.
Kristín Ásmundsdóttir.
Maöurinn minn, faöir okkar og tengdafaöir,
LOFTUR GESTSSON,
Skúlsgötu 72
lézt í Borgarspítalanum þriöjudaginn 30. maí
Setselja Guöjónsdóttir,
María Loftsdóttir,
Guómundur Loftsson,
Óakar Loftsaon.
Þórarínn Bsldursson,
+
Eiginkona mín, móöir og dóttir,
ÞORBJÖRG BIERING,
Skúlagötu 58,
lézt á heimili sínu mánudaginn 29. maí.
Fyrir hönd systkina hinna látnu,
Jón Sturlaugsson,
Árni Þór Elvar,
Sigríöur Biering.
+
Móöir mín, amma og langamma
GUÐBJÖRG ÞORKELSDÓTTIR
frá írafelli í Kjóa.
lést á Elliheimllinu Grund 31. maí.
Stefanía Sigurjónadóttír,
barnabörn og
barnabarnabörn.
+
Konan mín og móöir okkar,
SIGÞRÚDUR HELGADÓTTIR,
veröur jarösungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 2. júní kl. 10.30.
Þeir sem vilja minnast hinnar látnu, er vinsamlegast bent á Krabbameins-
félagiö.
Ingimar Guömundaaon
og börn.
+
Móöir mín og tengdamóöir,
GUDRÚN LÝÐSDÓTTIR,
Tjörn
Biakupatungum
veröur jarösunginn laugardaginn 3. júní. Athöfnin fer fram í Skálholti kl. 2.00
e.h. Jarösett verður á Torfastööum. Blóm vinsamlega afþökkuö en þeir sem
vildu minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir.
Erna Jenadóttir,
Guöjón Gunnaraaon.
+
Elskulegur eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi
STEFÁN ÞÓRDARSON,
Framnesvegi 7,
verður jarösunginn frá Dómkirkjunni, föstudaginn 2. júní kl. 13.30,
Sigríóur Halldórsdóttir
Þóra Stefánsdóttir Jóhann Ágústsson
Valdimar Stefánsson Erla Ingimagnsdóttir
Bryndís Stefánsdóttir Kolbeinn Pálsson
og barnabörn.
+
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
ÓSKAR EGGERTSSON,
fyrrverandi bústjóri og húsvöróur
Brnóralundi 15
verður jarösunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 2. júní kl. 15.00.
Guörún Einarsdóttir
Magnús Óskarsson
Einar Óskarsson
Guómundur Óskarsson.
María Tómas-
dóttir — Minning