Morgunblaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1978 Schön er góður þjáifari HELMUT Schön hefur veriö við stjórnvölinn hjá vestur-þýska landsliöinu í 14 ár og á þeim tíma hefur liðiö leikið 133 leiki. Af þeim hefur 88 lokið með sigri Þjóð- verjar, 24 lyktað með jafntefli og aðeins 21 leik hafa Þjóðverjar tapað. Skotar verða verð- launaðir ÞEIR eru eigi allfáir sem veðja á að Skotar vinni titilinn í Argentínu. Fari svo, verða leik- mennirnir ríkir menn í meira lagi, því að auk allra möguleika sem bjóðast svo frægum mönnum sem þeir yrðu, er talið að hver þeirra fái 25.000 sterlingspund í þóknun frá skoska knattspyrnusamband- inu. Það eru ekki litlir peningar. Guðsmaður í landsliðshópnum AUSTURRÍSKA knattspyrnusam- bandið hefur látið út mikið fé til þess að bjóða eiginkonum og vinkonum leikmanna sinna með til Argentínu og einnig er prestur með í ferðinni. Eru greinilega lítil takmörk fyrir því hvað knatt- spyrnusamböndin eru tilbúin að gera til þess að árangur megi nást. Líf eða dauði Atferli dómara nokkurs í Argentínu var ekki til þess að auka vinsældir hans. I hita leiksins, er leikmaður nokkur var að skalla knöttinn frá marki sínu, hrukku ofan í hann fölsku tenn- urnar og sátu blýfastar í koki hans. Tók nú pilturinn að blána mjög og var mörgum hætt að lítast á blikuna. Þjálfari liðsins var sá eini af nærstöddum sem vissi hvernig bregðast skildi við þessu. Hljóp hann því inn á völlinn og hóf björgunaraðgerðir. Meðan á því stóð, vakti dómarinn bæði furöu og reiði nærstaddra, með því að reyna að reka þjálfarann af leikvellinum þar eð hann hafði ekki stöðvað leikinn. Sýndi hann lífgjafanum rauða spjaldið og þegar hann sinnti því ekki, hóf dómarinn að toga í þjálfarann af öllum kröft- um. Brölt dómarans kom ekki í veg fyrir að leikmaðurinn lifði slysið af, en eftir leikinn tilkynnti sá svartklæddi, að hann hygðist kæra framkomu þjálfarans fyrir knatt- spyrnusambandinu, því að reglur kn^ttspyrnunnar væru mikilvæg- ari en líf og dauði. HM hefst í dag • Þessi litli argentínski snáði bíður óþreyju- fullur eftir því að HM-keppnin í knattspyrnu hef jist eins og milljónir manna um víða veröld. Og í dag byrjar ballið. Brasilía er stórveldið Í KVÖLD fer fram fyrsti ieikur HM í Argentínu. V-Þjóðverjar leika gegn Pólverjum, og Þar meö er boltinn farinn að rúlla í keppninni sem án efa veröur tvísýn og æsispennandi. Ómögulegt er aö spá fyrir um úrslit, en margir hallast aö pví að Brasilía sigri í keppninni. Þeir hafa oftast sigrað í keppninni, alls prisvar, og oftast staðið sig með mikilli prýði. Við skulum rifja upp úrslit í keppninni frá upphafi. HM 1930 í Uruguay 1. Uruguay 2. Argentína 3. USA 4. Júgóslavía Úrslitaleikur Uruguay — Argentína 4—2 HM 1934 í Ítalíu 1. ítalía 2. Tékkóslóvakía 3. Þýskaland 4. Austurríki Úrslitaleikur ítalía — Tékkóslóvakía 2—1 HM 1938 í Frakklandi 1. italía 2. Ungverjaland 3. Brasilía 4. Svíþjóð Úrslitaleikur ítalía — Ungverjaland 4—2 HM 1950 í Brasilíu . Uruguay 2. Brasilía 3. Svíþjóð 4. Spánverjar Úrslitaleikur Urugauay — Brasilía 2—1 HM 1954 í Sviss 1. V-Þýzkaland 2. Ungverjar 3. Austurríki 4. Uruguay Úrslitaleikur Brasilía — Svíþjóð 5—3 HM 1962 í Chile 1. Brasilía 2. Tékkólsóvakía 3. Chile 4. Júgóslavía Úrslitaleikur Brasilía — Tékkóslóvakía 3—1. HM 1966 í Englandi 1. England 2. V-Þýzkaland 3. Portúgal 4. Sovétríkin Úrslitaleikur England — V-Þýzkaland 4—2 HM 1970 í Mexico 1. Brasilía 2. ítalía 3. V-Þýzkaland 4. Uruguay Úrlsitaleikur Brasílía — Ítalía 4—1 HM 1974 í V-Þýzkalandi 1. V-Þýzkaland 2. Holland 3. Pólland 4. Brasilía Úrslitaleikur V-Þýzkaland — Holland 2—1 HM í Argentínu 1978 Brasilía hefur náð bestum árangri allra þjóöa á HM. Leikiö 10 sinnum í lokakappninni — samtals 45 leiki, sigrað í 29, gert sjö jafntefli og tapað níu. Markatalan er 109—53. Þá hafa V-Þjóðverjar náð góðum árangri, svo og ítalir. -p.r. Danir sigruðu DANIR sigruðu Norðmenn í landsleik í knattspyrnu í Ósló í gær, 2—1. í danska liðinu voru níu atvinnumenn en aðeins einn í því norska. Fyrir Norðmenn. skoraði Halvard Thoresen eini atvinnumaðurinn en Frank Aver- sen og Preben Elkjer skoruðu mörk Dana. Bernabeu á banabeði Santiago Bernabeu liggur nú lííshættulega veikur og telja læknar litiar líkur á því að hann nái sér. Ilann cr nú 82 ára gamall. Bernabeu var forseti Rcal Madrid og hann gerði félagið að stórveldi í knatt- spyrnu. Sex sinnum vann liðið Evrópubikar meistaraliða og ný- verið innbyrti liðið enn einn sigurinn í spænsku deildakeppn- inni. Hann tók við stjórn félags- ins árið 1943. Þá söng annar kunnur kappi sitt síðasta fyrir skömmu, en það var Jozsef Bozsik, sem var einn af máttarstólpum ungverska lands- liðsins á fimmta áratugnum. Banamein hans var hjartaslag. Sum HM-liö sakna máttarstólpa ÁHUGINN á HM er gífurlegur og nú fyrir skömmu sáu hvorki meira né minna en 50.000 manns æfinga- leik argentínska landsliðsins gegn smáliði nokkru sem þótti ekki einu sinni taka því að nafngreina, hvað þá hver úrslit urðu. IIM hefst í dag með leik Pólverja og Vestur Þjóðverja eins og kunnugt er. Vestur Þjóðverjar eru heimsmeistarar, en flestir telja að þeim muni mistakast að verja titil sinn að þessu sinni. Lið þeirra virðist vera langt frá því að vera jafn sterkt og það var 1974 , t.d. vantar í það nokkra menn sem eru meðal fremstu leikmanna í heiminum eins og Beckcnbauer, Breitner, Grabowski, Overath, Stilieke og Gerd Muller. Öðru máli gegnir um Pólverja. Þeir byggja lið sitt á sama kjarna og það sem hafnaði í þriðja sæti árið 1974 og meiðsli hrjá leikmenn þess ekki. Tefla þeir þvi fram sinu sterkasta liði. Fleiri lið munu sakna máttar- stólpa, en ekkert þó líklega eins og Holland, sem leika.mun án þeirra Johan Cruyff, Ruud Geels, Wim Van Hanegem, Jan Peters og Jan Van Beveren. Telja margir, að í fjarveru þessara sterku leikmanna muni hollenska liðið vera langt frá sínu besta. Allir sterkustu leikmenn Argen- tínu hafa fengið grænt ljós, nema eitthvað óvænt komi til. Sama er að segja um Svía, en einn er þó sá leikmaður úr þeirra hópi, sem ekki verður með að þessu sinni en var meðal fremstu leikmanna HM 1974, en það er Roland Sandberg. Hann varð fyrir meiðslum í fyrravetur og hefur orðið að hætta allri knattspyrnuiðkun. Brasílíumenn gætu orðið án tvefígja sinna sterkustu manna, a.m.k. í fyrsta leiknum gegn Svíum, en það eru þeir Rivelinó fyrirliði og Gil, sem skoraði gegn Englendingum á Wembley fyrir skömmu. Verður ekki ákveðið fyrr en rétt fyrir leikinn, hvort þeir félagar verða með. Giachinto Fachetti, hinn gamal- kunni fyrirliði ítala, varð að draga sig í hlé vegna meiðsla, en Italir þykjast geta sigrast á þeim vanda sem skapaðist við brotthvarf hans. Spánverjar urðu einnig fyrir • Fréttamenn hafa flykkzt til Argentínu undanfarna daga. Hér sjáum við hóp Ijósmyndara taka mynd af ítalska liðinu eftir að það lék æfingalcik. Það skyldu þó aldrei vera blaðamennirnir sem við sjáum á pöllunum í baksýn? Það mætti halda eftir fjölda ljósmyndara að dæma. miklu áfalli, er miðvörður þeirra, Camacho frá Real Madrid, varð fyrir alvarlegum meiðslum rétt fyrir brottförina til Argentínu. Var þessi sterki miðvörður lykil- maður í liðinu sem tryggði Spán- verjum farseðlana til Argentínu. Frakkar og Skotar eiga einnig í brösum með meiðsli, Frakkar komu til Argentínu án eins síns sterkasta leikmanns, Dominique Bathenay frá St. Etienne sem meiddist illa og miðvörðurinn Marius Tresör og útherjinn Dominique Roucheteo eru báðir vafasamir fyrir fyrsta leikinn. Það er nokkurn veginn víst, að Gordon McQueen missi af fyrsta leik skoska liðsins í keppninni vegna meiðsla á hné sem hann hlaut er hann hljóp á markstöng í landsleik fyrir skömmu. Willie Donachie mun taka út leikbann í fyrsta leiknum og Martin Buchan er vafasamur vegna meiðsla sem hann hlaut í sama landsleik og félagi hans McQueen. En einn kemur í annars stað og fjarvera framantalinna kappa mun gefa öðrum og þá frekar yngri mönnum tækifæri til þess að sýna hvað í þeim býr og munu vafalaust ýmsir þeirra verða með athyglisverðustu leikmönnum mótsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.