Morgunblaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1978 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI — EFNAHAGSMÁL — ATHAFNALÍF. Umsjóni Sighvatur Blöndal. Fólk á að forðast hringiðuna IIÉR á landi var nýverið staddur John P. Ilajdu framkvæmdastjóri hóteldeildar hins stóra hljóm- plötufyrirtækis EMI í Bretlandi í hoói Flugleiða. Ilann kom Ka«n- Kert hinKað til lands til að kynna hin ýmsu hótel sem fyrirtækið rekur í London ok almennt þá þjónustu sem fyrirtækið getur látið ferðamönnum f té. í London Hajdu sagði í samtali við Mbl. að það gætti furðu mikillar íhaldssemi hjá íslenzkum ferða- mðnnum sem koma til London. Þeir færu yfirhöfuð ekki á hótel sem ekki væru alveg í hjarta borgarinnar, en það væri regin- misskilningur hjá því. Mikið væri Framhald á hls. 26. < ilx itntm r' 'c mt rml Eggert Kristjánsson hf. heimsótt: Brautrydjandi í tækni á sviði vörugeymslu og vörudreifíngu ’ ’ John P. Hajdu EINS og flestum er eflaust kunnugt átti Félag ís- lenzkra stórkaupmanna 50 ára afmæli fyrir skömmu. I tilefni afmælisins var blaða- mönnum boðið í kynnisferð um nokkur fyrirtæki félags- manna til að kynnast starf- semi þeirra. Eitt þeirra var Eggert Kristjánsson hf. í Sundagörðum. Þar tóku á móti okkur Gísli V. Einars- son og Aðalsteinn Eggerts- son framkvæmdastjórar fyr- irtækisins og sagði Gísli m.a. í upphafi að í dag væri höfuðáherzla fyrirtækisins lögð á innflutning og sölu nýrra, niðursoðinna og þurrkaðra ávaxta, að við- bættum dagblaðapappírs- innflutningi. Þá kom fram hjá Gísla að fyrirtækið var stofnað árið 1922. Bella Center? Fyrirtækið rak smásöluverzlun að Aðalstræti 9 fyrsta árið, en árið 1923 flutti það yfir í Hafnarstræti 15 og var þá fyrirtækinu breytt í innflutnings- og heildsölufyrir- tæki. Stofnandi og stjórnandi fyrirtækisins, Eggert Kristjáns- son, byrjaði smátt og fór gætilega, en brátt fóru viðskipti hans vaxandi og náði hann ýmsum ágætum samböndum við þekkt erlend verzlunarfyrirtæki. Helztu vörutegundir, sem fyrirtækið verzlaði með í byrjun voru mat- vara, prentpappír, gler og skip. Árið 1930 keypti fyrirtækið hlut í húseigninni Hafnarstræti 5 og þar var fyrirtækið til húsa sam- fellt í nær 40 ár. Árið 1968 byggði fyrirtækið vörugeymslu og skrif- stofur að Sundagörðum 4 og var farið eftir nýjustu erlendum fyrir- myndum. Byggingin var sérstak- lega hönnuð fyrir notkun á vöru- rekkum og lyfturum. B.vggð var fulikomin ávaxtageymsla með sér- stökum kælibúnaði og rakabúnaði fyrir nýja ávexti ásamt þroskun- arklefum fyrir banana. Hagnýtt var nýjasta tækni í sambandi við vörudreifingu meðal annars tekn- ar i notkun vörugrindur og lyftur á sérhannaðar bifreiðar. Þá hefur tölvutækni verið nýtt á annan áratug. Fyrirtækið var þar með á þeim tíma brautryðjandi hér á landi í notkun nýjustu tækni á sviði vörugeymslu og vörudreif- ingar. Þá kom að síðustu fram hjá Gísla V. Einarssyni, að vörusala á s.l. ári hefði verið um 750 milljónir auk umboðssölu sem nam 300 milljónum króna og var veltuhraði birgða um 12 1977. Ilvað er Belto Center og hvað gætu Islendingar hugsanlega nýtt sér í starf- semi þess? — Til að svara þessum spurningum komu forráðamenn fyrirtækisins gagngert til íslands fyrir skömmu og huðu til sín ýmsum forsvarsmönnum ís- lenzks útflutnings og inn- flutnings, að viðbættum blaðamönnum. Að sögn Christian R. Hunderups aðalfram- Frá einum ráðstefnusala Bella Center. kvæmdastjóra fyrirtækisins er það fyrst og fremst sýning-| arfyrirtæki og á síðasta ári hélt fyrirtækið t.d. 25 stórar vörusýningar. Auk þess býður fyrirtækið m.a. upp á fjöl- breytta aðstöðu til ráðstefnu- halda. Bella Center er lang- stærsta sýningarfyrirtækið á Norðurlöndum og er þegar farið að keppa við sams konar fyrirtæki bæði í Þýzkalandi og Bretlandi sem til þessa hafa nær einokað slíka starf- semi í Evrópu, sagði Hunderup ennfremur. Það vekur strax athygli varðandi Bella Center að aðeins eru 14 ár frá stofnun fyrirtækisins og í dag er nýverið búið að byggja fjölda nýrra sýningarhalla um 85.000 fermetra, ásamt ráð- stefnusölum, veitingasölum og ýmisss konar annarri aðstöðu. Frá byggingu þess- ara nýju sýningarhalla fyrir tveimur árum hafa yfir 2 milljónir manna heimsótt þær og þess má einnig geta að stöðugt er unnið að áfram- Christian R. Ilunderup aðal- framkvæmdastjóri Bella Center. haldandi byggingum sýning- arsala á svæði því sem fyrir- tækið hefur til umráða, mitt á milli Kastrup-flugvallar og miðbæjar Kaupmannahafnar. Að lokum sagði Hunderup að Islendingar væru þegar í nokkrum mæli farnir að taka þátt í sýningum Bella Center og vonaðist hann til að áframhald og aukning yrði á því, einnig að íslenzkir inn- flytjendur kæmu í ríkari mæli og heimsæktu sýningar fyrirtækisins. Frá hinu nýja sýningarsvæði Belia Center. Aldraðir fá vinnu I JAPAN hefur það verið venja að þegar menn hafa náð 57 ára aldri hafa þeir látið af störfum og farið á eftirlaun. Þetta hefur skapað mikið vandamál vegna þess gífurlega fjölda starfs- manna sem hefur gengið um atvinnulaus. — Japanskt vefn- aðarvöruframleiðslufyrirtæki hefur fundið ágæta lausn á þessu með því að stofna sér- staka verksmiðju.þar sem ein- göngu eru ráðnir eftirlauna- starfsmenn. Þar eru unnin ýmisleg létt störf sem áður voru unnin af utanaðkomandi verk- tökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.