Morgunblaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1978 15 Hákon Bjarnason: Skógrækt Að handsama orku sólar Hvernig íara trén aö nærast Einu sinni sem oftar var ég að hjálpa kunningja mínum að setja niður nokkur tré í húsagarði hér í borg. Sonur hans, 8 ára gamall, var á vappi og horfði á. Allt í einu segir hann við föður sinn: „Pabbi, hvað borða trén“? Faðirinn ansaði um hæl eitthvað á þá leið, að við vökvuðum litlu plönturnar og svo mundu þær sjúga efni úr jörðinni, sem þau notuðu til matar. En stráksi lét ekki þar við sitja, næsta spurning hans var sú, hvernig plönturnar gætu þetta þar sem þær hefðu engan maga eins og hann, og síðan rak hver spurning- in aðra og þar kom að pabbinn gafst alveg upp, enda vissi hann næsta lítið um líf, næringu og efnaskifti plantna þegar til kom. Því miður var faðir stráksins ekki neitt eindæmi. Svo var hér fyrir nokkrum árum, að hávaðinn af fólki, jafnt í sveit sem í kaupstöðum, var alls ófróður um plöntur og líf þeirra og hafði ýmist enga eða ónóga þekkingu á þýð- ingu þeirra í ríki náttúrunnar. Þetta er eitthvað að breytast á betri veg sakir meiri fræðslu í skólunum, en samt er enn langt í land til þess að allur almenningur skilji hvaða þýðingu gróður lands- ins hefur fyrir mannlífið. Sól skein sunnan „Sól skein sunnan á salar steina, þá var grund gróin grænum lauki" segir í upphafi Völuspár. Svo virðist sem hin fornu heiðnu skáld hafi haft óljóst hugboð um sam- hengið í ríki náttúrunnar af innsæi sínu. En það er sólarorkan, sem er lífgjafinn, og plönturnar nota hana til þess að afla sér fæðunnar. Fæða þeirra kemur einnig að mestu úr andrúmsloftinu en ekki úr jörðu. Flesta, sem ég hef talað við, hefur rekið í rogastans þegar þeim er sagt að meira en 98 hundraðs- hlutar trjánna eru myndaðir af kolsýru (koltvísýringi) loftsins og að innan við 2 hundraðshlutar komi úr jarðveginum með vatni. Þannig er málum háttað, enda þótt mönnum komi það kynlega fyrir sjónir. Flokkun plantna Hér áður fyrr, á dögum Eggerts Ólafssonar, skiptu menn plöntu- ríkinu í þrjár greinir, tré, jurtir og grös. Þetta er hagkvæm skipting enda þótt hún sé ekki líffræðilega rétt. Tré og runnar eru á margan hátt ólík öðrum plöntum, sem kemur m.a. af því, að mikill hluti þeirra verður að lifa og búa ofanjarðar allan ársins hring meðan jurtir og grös lifa veturinn af í sverði og jarðvegi. Þegar menn virða fyrir sér ung tré sjá þeir ekki meira en um 60 hundraðshluta þess því að um 40 hundraðshlutar þeirra eru ræturnar, sem greinast langt og víða. Síðar breytist þetta hlutfall nokkuð þannig að ofan- vöxturinn verður nokkru meiri og getur nálgast 70 hundraðshluta. Næring trjáa Eins og áður er að vikið nema blöð trjánna kolefni loftsins fyrir tilverknað sólarorkunnar og mynda lífræn efni, sykur og mjölvi ásamt fitu, með því að tengja kolefnið við næringu úr jörðu, og þá fyrst og fremst við köfnunar- efni, fosfór og kalí. Þótt þessi efni, ásamt ýmsum öðrum, séu hverri plöntu Iífsnauðsyn, þá eru þau ekki nema lítið brot af þörfum hennar. Skortur á einhverju þeirra veldur samt vaxtartregðu eða jafnvel dauða. Því er það fyrir öllu, að þessi næringarefni séu til í jarðveginum og að rætur plantna eigi greiðan aðgang að þeim. Fosfór og kalí koma beint úr jarðveginum, en köfnunarefnið kemur að mestu til við rotnun lífrænna efna en nokkuð af því bætist jarðveginum með regni. Hér á landi er skortur á köfnunar- efni hvað tilfinnanlegastur þar eð rotnun og sundrung lífrænna efna er fremur hæg sakir skorts á lofthita, og að auki er aðgengilegu köfnunarefni hætt til að skolast burt, ef plönturnar taka það ekki fljótt til sín. Því er varðveisla köfnunarefnis í jarðvegi mikils- vert atriði og óþarfa sóun á því, eins og t.d. með sinubrunum, ætti að vera bönnuð með lögum. Hákon Bjarnason Rætur og rótarvöxtur Jurtir og grös hafa sjaldan djúpstæðar rætur. Þessar plöntur eru að mestu háðar þeim næring- arefnum, sem eru í efstu lögum jarðvegsins, og þær skila aldrei miklu til baka með lauffalli sínu. Öðru máli gegnir trén. Rætur þeirra leita djúpt í jörð þótt nokkuð sé það misjafnt hvað hinar ýmsu trjátegundir varðar. Birkið leitar sjaldan mjög djúpt, megnið af rótum þess er nálægt yfirborði jarðvegsins. Furur, margar greni- tegundir og lerki senda rætur sínar djúpt niður, alla leið ofan á klöpp, og þaðan sækja þau stein- efnin og þangað geta þau líka sótt köfnunarefni, sem skolast hefur niður úr efri lögum jarðvegsins og aðrar plöntur ná ekki til. A þennan hátt afla þau meiri næringarefna en annar gróður og flytja þau upp í blöð og barr, þar sem iífrænu samböndin myndast. Þau fara síðan eftir sáldvefnum, innsta barkarlaginu, niður greinar og stofn og dreifast til'vaxtarstaða trésins. Nokkuð af næringunni hleðst upp í merggeislum viðarins, þar sem trén geyma hana uns þau hafa þörf fyrir, t.d. þegar þau mynda blóm og fræ. Endurnýjun jarðvegs Þegar blöð og barr falla til jarðar hverfur ávallt nokkuð af næringarefnum á ný til jarðvegs- ins, þar sem skordýr, lindýr, frumdýr og bakteríur leysa efna- samböndin upp og gera þau aðgengileg plöntum á nýjan leik. Af því, hve tré bera höfuð og herðar yfir annan gróður, flytja þau miklu meira efnismagn úr jörðu en aðrar plöntur, sækja það dýpra og skila meiru aftur til jarðvegsins. Jarðvegur skóga er því yfirleitt miklu frjórri en t.d. venjulegt graslendi, og víða getur trjá- og runnagróður hjarað, þar sem öðrum er ekki líft, t.d. sakir harðrar veðráttu eða jarðvegsleys- is. Og þegar tré falla til jarðar, skila þau miklu meira efnismagni aftur en lágvaxinn einær eða fjölær gróður. Eilífðarvél Trén safna miklu efnismagni saman á langri ævi, sem þau hafa að mestu unnið úr andrúmsloftinu með sólarorkunni. Þau mynda skóga, sem er ein mesta hráefna- lind mannkynsins, án tilverknaðar mannsins. Þau geyma sólarorkuna árum og öldum saman og bæta ávallt nokkru efnismagni við ár hvert. Tré afla nokkru meira en brýnar þarfir þeirra eru, og því er unnt að taka ávalt nokkuð efnis- magn úr skógum án þess að trén bíði nokkurn hnekki af. Meðferð skóga er fjölþætt fræðigrein, og þeim, sem hafa numið hana best, er kleift að nota skógana sem einskonar eilífðarvél, og góð skóg- rækt er í raun og veru hið næsta, sem mannkynið héfur komist í þá átt', að búa til „perpetuum mobile", eilífðarvél. Varðveisla sólarorku Fyrir þrem tugum ára sagði Valtýr Stefánsson en hann var búfræðingur að mennt og formað- ur Skógræktarfélags íslands um mörg ár, að það væri sorgleg sjón að sjá sólina skína á landið sumar eftir sumar án þess að handsama sólarorkuna. Grös og jurtir sölna á hverju hausti, sinan skilur lítið eftir, næringarefnin skolast að nokkru burt í vetrarleysingum, það er ekkert sem veitir skjól og hlíf. Hinsvegar mundu skógarnir safna orkunni saman, geyma hana handa framtíðinni jafnframt því, sem jarðvegurinn yrði miklu frjórri.. Aö þessu takmarki, að hand- sama sólarorkuna, vinna öll skóg- ræktarfélög landsins með því að auka og bæta skóga í landinu. Menn mættu beina huga sínum að því marki og taka meiri þátt í störfum félaganna. Yfirlýsing frá Fé- lagi ísl. organleikara MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Félagi ísl. organleikarat Félagsfundur í F.Í.O. haldinn 28. maí 1978 lýsir undrun sinni og óánægju með brottrekstur Ragn- ars Björnssonar úr starfi sem organista við Dómkirkjuna í Reykjavík. Vill fundurinn mótmæla þessari uppsögn, þar sem að mati félags- manna liggja ekki fyrir hendi þau rök, sem geta varðað slíkan brottrekstur. Hefur F.Í.O. mótmælt uppsögn- inni í bréfi til Sóknarnefndar Dómkirkjunnar þ. 12. febrúar s.l., og jafnframt leitað eftir sáttum. Harmar félagið, að Sóknarnefnd Dómkirkjunnar hefur ekki verið til viðræðna um að ná sættum í þessu máli. Þar sem Ragnar Björnsson hefur á ný sótt um stöðu dómorg- anista og er reiðubúinn til sam- starfs við presta og sóknarnefnd, þá skorum við enn á ný á forráðamenn Dómkirkjunnar, að þeir skoði hug sinn og endurráði Ragnar Björnsson sem organista við Dómkirkjuna í Reykjavík. Stjórn F.Í.O. aö sjá þaö mjjnsta Tækni — eöa tískunýjungar, það nýjasta í læknisfræði eða leiklist, það sem skiptir máli í vísindum eða viðskiptum. Það er í rauninni sama hverju þú vilt kynnast - þú finnur það í Bandaríkj unum - þar sem hlutimir gerast, New York er mikil miðstöð hvers kyns lista, þar eiga sér stað stórviðburðir og stefnumótun í málaralist, leiklist og tónlist svo dæmi séu nefnd. Frá New York er ferðin greið. Þaðan er stutt í sól og sjó suður á Flórida — eða í snjó í Colorado. Svo er einfaldlega hægt að láta sér líða vel við að skoða hringiðu fjölbreytilegs mannlífs. New York — einn fjölmargra staða í áætlimarflugi okkar. LOFTLEIÐIR ISLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.