Morgunblaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1978
Starfsmenn Stálvíkur voru byrjaðir á viðgerð í gær, en gat kom
á botn skipsins á þessum stað.
Runólfur
SH stór-
skemmdist
í slippnum
í Reykjavík
SKUTTOGARINN Runólfur frá
Grundarfirði skemmdist mikið
þegar togarinn skall á hliðina í
slippssleðanum í Reykjavík í
fyrrakvöld. Runólfur er nú kominn
í slippinn og er viðgerð hafin á
skipinu, en reiknað er með að hún
taki að minnsta kosti 2—3 vikur,
og er viðgerðarkostnaður talinn
nema milljónum króna.
Guðmundur Runólfsson, útgerð-
armaður og aðaleigandi Runólfs,
sagði í samtali við Morgunblaðið,
að það hefði verið um kl. 21.30 í
fyrrakvöld, sem átt hefði að taka
Runólf í slippinn. Allt hefði gengið
vel í fyrstu, en skyndilega hefði
skipið skollið á bakborðshliðina, er
stoðir í sleðanum brustu. Skipið
var sett á flot á nýjan leik, en þá
kom í ljós að gat hafði komið á
skipið, því að olía streymdi úr því.
Var strax fenginn olíubátur til að
dæla þeirri olíu frá borði, sem
hægt var.
Að sögn Guðmundar var Runólf-
ur tekinn í slipp á ný í fyrradag
og kom þá í ljós að botn togarans
var skemmdur á fjórum stöðum á
bakborðshlið, og hafði t.d. komið
gat á olíutank, sem í voru 50.000
lítrar af olíu.
Guðmundur sagði, að strax hefði
náðst samkomulag milli trygging-
arfélags Slippfélagsins og trygg-
ingarfélags Runólfs um að viðgerð
skyldi hefjast strax, og fékk
Guðmundur að velja sér viðgerðar-
aðila. Samdi hann við Stálvík h.f.
um að taka verkið að sér, en
Runólfur var smíðaður í þeirri
skipásmíðastöð fyrir röskum
þremur árum.
Þá sagði Guðmundur, að ljóst
væri að eitthvert atvinnuleysi yrði
á Grundarfirði á næstunni vegna
missis Runólfs. Óhappið hefði
orðið á versta tíma, þar sem
skólafólk væri nú að koma á
vinnumarkaðinn.
Runólfur hefur borið að landi
1/3—1/2 þess aflamagns, sem
komið hefur á land í Grundarfirði
frá því togarinn kom þangað. Frá
áramótum hefur togarinn fengið
1120 tonn af fiski, og er aflaverð-
mæti upp úr sjó 130 milljónir
króna.
Njarðvík:
„Úrslitin
réðust fyrst
og fremst af
landsmála-
pólitikinni”
í NJARÐVÍKUM töpuðu sjálf-
stæðismenn meirihluta sfnum í
bæjarstjórn en í kosningunum nú
fengu þeir 3 bæjarfulltrúa í stað
4 síðast. Alþýðuflokkurinn fékk
nú 2 en 1 síðast, Framsóknar-
flokkurinn hélt sfnum eina manni
og Alþýðubandalagið hélt einnig
sínum eina manni. Sjálfstæðis-
menn hafa haft meirihluta í
Njarðvíkum sl. kjörtimabil en
kjörtímabilið þar á undan eða
1970 til 1974 mynduðu vinstri
menn meirihluta þar.
Áki Gránz, efsti maður á D-list-
anum, sagði í gær að úrslit
kosninganna gæfu til kynna að
fólk hafi ekki verið að meta
bæjarmálin. „Menn voru almennt
sammála um að þau væru til
fyrirmyndar hérna. Hér virðist því
vera á ferðinni óánægja, sem á sér
allt aðrar rætur og þar er fyrst og
fremst um að ræða landsmálapóli-
tíkina. Fólk heldur víst að það
finni eitthvað betra hjá hinum og
væri gott ef svo væri. Við sjálf-
stæðismenn fundum ekki annað en
fólk væri ánægt með hvernig
staðið hefur verið að bæjarmálum
og úrslitin komu mér því mjög á
óvart,“ sagði Áki.
Alþýðuflokkurinn bætti við sig
einum manni í Njarðvíkum og
hefur nú tvo menn. Guðjón Helga-
son skipaði annað sæti á lista
Alþýðuflokksins. Hann var spurð-
ur hvað hann teldi að hefði ráðið
úrslitum um, hvers vegna Sjálf-
stæðismenn misstu meirihluta
sinn? „Við þessar kosningar gengu
sjálfstæðismenn klofnir til þeirra
þar sem ósamkomulag var um
röðun á lista flokksins. Þetta varð
til þess að þeir héldu ekki öllu af
sínu fasta fylgi.
Ýmislegt hefur verið vel gert
hér í sveitarfélaginu en niðurstaða
þessara kosninga hefur meira
ráðist af landsmálunum almennt
heldur en bæjarmálum. Enn hefur
ekki verið rætt neitt um myndun
nýs meirihluta en það er skoðun
mín að vinstri menn eigi að ná
samstöðu um meirihluta, því við
höfum á sl. kjörtímabili haft með
okkur reglulegt samstarf," sagði
Guðjón.
D-listinn
missti
meirihluta
á Blönduósi
Sjálfstæðismenn á Blönduósi
misstu í sveitarstjórnarkosning-
unum sl. sunnudag meirihluta
sinn í hreppsnefnd. IMistinn, sem
borinn var fram af vinstri mönn-
um, fékk 3 menn kjörna en D-listi
sjálfstæðismanna og fl. fékk 2
menn en við síðustu kosningar
fékk D-listinn 3 menn en vinstri
menn og óháðir 2. Sjálfstæðis-
menn og fleiri aðilar, sem staðið
hafa að D-listanum. hafa haft
meirihluta f hreppsnefnd á
Blönduósi allt frá árinu 1938
nema eitt kjörtímabil eða 1966 til
1970. Þá voru vinstri menn í
meirihluta.
Jón ísberg, efsti maður á
D-listanum, sagði í samtali við
Morgunblaðið, að ekki væri neina
eina skýringu að finna á ósigri
D-listans. „Þarna kemur bæði til
ástandið í landsmálapólitíkinni og
sennilega hef ég og félagar mínir
verið klaufskir við að stjórna
sveitarfélaginu. Það er dómur
• > .: I' II «11 II —■*(MjjHJ*T ’
i í í/mmmt . r- ” — . ‘
itærsta dæfdin er tveir metrar á breidd og þar þarf bæði að rétta
Kind og skipta um plötur. Það vakti athygli manna, að þótt dældin
(angi langt inn í skipið. gaf suðan sig hvergi.
L/jósm. Mbl.i ÓI.K.M.
FRAMBOÐSUSTAR
Til alþingiskosninga í Reykjaneskjördæmi
25. júní 1978
A-listi Alpýðuflokksins
1. Kjartan Jóhannsson, verkfræðingur, Jófríöarstaöavegi 11,
Hafnarfiröi.
2. Karl Steinar Guönason, form. Verkalýös- og sjómannafélags
Keflavíkur, Heiöarbrún 8, Keflavík.
3. Gunnlaugur Stefánsson, guöfræöinemi, Austurgötu 29, Hafnarfiröi.
4. Ólafur Björnsson. útgeröarmaöur, Drangavöilum 4, Keflavík.
5. Guörún Helga Jónsdóttir, bankamaöur, Digranesvegi 40,
Kópavogi.
6. Örn Eiösson, fulltrúi, Hörgslundi 8, Garöabæ.
7. Jórunn Guömundsdóttir, húsmóöir, Hlíöargötu 31, Sandgeröi.
8. Reynir Hugason, verkfræöingur, Arnartanga 66, Mosfellssv.
9. Jón Hólmgeirsson, skrifstofumaöur, Túngötu 5, Grindavík.
10. Emil Jónsson, fyrrv. ráöherra, Kirkjuvegi 7, Hafnarfiröi.
B-listí Framsóknarflokksins
1. Jón Skaftason, alþingismaöur, Sunnubraut 8, Kópavogi.
2. Gunnar Sveinsson. kaupfélagsstjóri, Brekkubraut 5. Keflavík.
3. Ragnheiöur Sveinbjarnardóttir, húsfreyja, Hólabraut 10, Hafnar-
firöi.
4. Haukur Níelsson, bóndi, Helgafelli, Mosfellssveit.
5. Siguröur J. Sigurösson, skrifstofumaöur. Austurbraut 4, Keflavík.
6. Dóra Siguröardóttir, hjúkrunarfræöingur, Tjarnarbóli 4, Seltjarnar-
nesi.
7. Halldór Ingvason, kennari, Ásabraut 2, Grindavík.
8. Gylfi Gunnlaugsson. gjaldkeri, Suöurgötu 38, Sandgeröi.
9. Valtýr Guöjóns^n. fyrrv. útibússtjóri, Suöurgötu 46, Keflavík.
10. Hrafnkell Helgason, yfirlæknir, Vífilsstööum. Garöabæ.
D-listi Sjálfstæðisflokksins
1. Matthías Á. Mathiesen, fjármálaráöherra, Hringbraut 59,
Hafnarfiröi.
2. Oddur Ólafsson, alþingismaöur, Hamraborg, Mosfellssveit.
3. Ólafur G. Einarsson, alþingismaöur, Stekkjarflöt 14. Garöabæ.
4. Eiríkur Alexandersson, bæjarstjóri, Heiöarhvammi 12, Grindavík.
5. Salome Þorkelsdóttir, gjaldkeri, Reykjahlíö, Mosfellssveit.
6. Sigurgeir Sigurösson, bæjarstjóri, Miöbraut 29, Seltjarnarnesi.
7. Ásthildur Pétursdóttir, félagsmálafulltrúi, Fífuhvammsvegi 39,
Kópavogi.
8. Hannes H. Gissurarson, stud.phil., Hjallabrekku 3, Kópavogi.
9 Ellert Eiríksson, verkstjóri, Langholti 5, Keflavík.
10 Axel Jónsson, alþingismaöur, Nýbýlavegi 52, Kópavogi.
3. Siguröur Konráðsson, tæknifræöingur, Engjahjalla 1, Kópavogi.
4. Hannibal Helgason, járnsmiöur, Melgerði 20, Kópavogi.
5. Dóra Sigfúsdóttir, Ijósmóðir, Álfaskeiöi 90, Hafnarfiröi.
6. Guðleifur Guömundsson, kennari, Þinghólsbraut 39, Kópavogi.
7. Jens J. Hallgrímsson, kennari, Borgarholtsbraut 70. Kópavogi.
8. Sigurjón Ingi Hilaríusson, kennari, Hjallabrekku 15, Kópavogi.
9. Margrét Pálsdóttir, fóstra, Rauöahjalla 15, Kópavogi.
10. Andrés Kristjánsson, fyrrv. ritstjóri, Digranesvegi 107, Kópavogi.
G-listí AlÞýðubandalagsins
1. Gils Guðmundsson, alþingismaöur, Laufásvegi 64, Reykjavík.
2. Geir Gunnarsson, alþingismaöur, Þúfubarði 2, Hafnarfiröi.
3. Karl G. Sigurbergsson, skipstjóri, Hólabraut 11, Keflavík.
4. Bergljót S. Kristjánsdóttir, kennari, Holtsgötu 20, Hafnarfiröi.
5. Svandís Skúladóttir, fóstra, Bræöratungu 25, Kópavogi.
6. Björn Ólafsson, verkfræöingur, Vogatungu 10, Kópavogi.
7. Albína Thordarson, arkitekt, Reynilundi 17, Garöabæ.
8. Kjartan Kristófersson, sjómaöur, Heiöarhrauni 49, Grindavík.
9. Njöröur P. Njarövík, dósent, Skerjabraut 3, Seltjarnarnesi.
10. Magnús Lárusson, trésmiöur, Markholti 24, Mosfellssveit.
S-listi Stjórnmálaflokksins
1. Eiríkur Rósberg, tæknifræöingur, Þverbrekku 2, Kópavogi.
2. Sveinn Sigurjónsson, verkamaöur, Suðurgata 42, Keflavík.
3. Vilborg Gunnarsdóttir, húsmóöir, Hlégaröi, Mosfellssveit.
4. Davíö Ólafsson, bílasali, Miövangi 41, Hafnarfirði.
5. Einar Dagbjartsson, skipstjóri, Víkurbraut 22, Grindavík.
6. Anna Kristjánsdóttir, húsmóöir, Digranesvegi 38, Kópavogi.
7. Ásgeir Heiöar, sölumaöur, Melabraut 42, Seltjarnarnesi.
8. Sigfús Eiríksson, múrari, Miövangi 6, Hafnarfiröi.
9. Sigríður H. Jóhannesdóttir, læknaritari, Kársnesbraut 36,
Kópavogi.
10. Siguröur Þorkelsson, iðnrekandi. Fífuhvammsvegi 23, Kópavogi.
V-listi óháðra kjósenda
1. Siguröur Helgason, viöskipta- og lögfræöingur, Þinghólsbraut 53,
Kópavogi.
2. Dr. Vifhjálmur Grímur Skúlason, prófessor, Arnarhrauni 30,
Hafnarfiröi.
3. Gísli Kristinn Sigurkarlsson, fjölbrautarskólakennari, Grænagaröi
6 Keflavík.
4. Sigurpáll Einarsson, skipstjóri, Staöarvör 12, Grindavík.
5. Siguröur Héöinsson, skipstjóri, Ölduslóö 16, Hafnarfiröi.
6. Júlíus Sigurösson, pípulagningameistari, Njaróholti 7, Mosfells-
sveit.
7. Kristján Sveinn Kristjánsson, trésmiöur, Háteigi 12, Keflavík.
8. Valgerður Sveinsdóttir, verkakona, Bræöratungu 7, Kópavogi.
9. Ingólfur Pétursson, vélstjóri, Miöbraut 1, Seltjarnarnesi.
10. Guóni Jónsson, kennari, Suöurbraut 1, Kópavogi.
F-listi samtaka frjálslyndra
og vinstri manna
1. Steinunn Finnbogadóttir, form. Ljósmæörafélags íslands,
Gnoöarvogi 64, Reykjavík.
2. Þorgeröur J. Guömundsdóttir, hárgreiöslumeistari, Faxabraut 3,
Keflavík.
AÐSETUR YFIRKJÖRSTJÓRNAR Á KJÖRDEGI VERÐUR í LÆKJARSKÓLANUM í
HAFNARFIRÐI. TALNING ATKVÆÐA FER FRAM ÞAR OG HEFST AÐ LOKNUM KOSNINGUM.
Hafnarfirði, 25. júní 1978,
Yfirstjórn Reykjaneskjördæmis,
Guöjón Steingrímsson, form.,
Björn Ingvarsson, Tómas Tómasson,
Þormóöur Pálsson, Jón Grétar Sigurösson.
kjósenda að við höfum ekki valdið
því verki að fara með stjórn
sveitarfélagsins næsta kjörtíma-
bil,“ sagði Jón.
Árni S. Jóhannsson, efsti maður
á H-listanum, en að þeim lista
stóðu Framsóknarflokkur, Samtök
frjálslyndra og vinstri manna og
Alþýðubandalagið, sagði í samtali
við blaðið, að hann teldi sigur
H-listans fyrst og fremst hafa
unnist vegna góðrar samstöðu
þeirra, sem stóðu að listanum, í
kosningabaráttunni. „Ég held líka
að við höfum verið með málefna-
legri málflutning og barist fyrir
betri málstað. Við töldum að
landsmálin hefðu ekki áhrif á
þessi úrslit, því við litum svo á að
spurningin væri hvorir ættu að
stjórna sveitarfélaginu. Við mun-
um vinna að þeim málum, sem við
lögðum áherzlu á í kosningabar-
áttunni, s.s. að atvinnumálum,
eflingu skólans og víst er að
verkefnin mun ekki vanta,“ sagði
Árni að síðustu.
„Andstæðing-
arnir sögðu
okkur örugga
SJÁLFSTÆÐISMENN í Bolung-
arvik misstu í kosningunum á
sunnudag meirihluta sinn í
hreppsnefnd, sem þcir hafa hald-
ið sl. 32 ár. Kjörnir voru sjö
bæjarfulltrúar og fékk D-listi
sjálfstæðismanna 3 menn en fékk
4 síðast, H-listi vinstri manna og
óháðra fékk nú 3 menn og
Framsóknarflokkurinn fékk 1
mann. Við síðustu kosningar
huðu fram auk sjálfstæðismanna
jafnaðar-, samvinnumenn og
óháðir og fengu þeir 3 menn
kjörna.
Ólafur Kristjánsson, efsti mað-
ur D-listans, sagði í gær, að í
Bolungarvík hefði verið rekinn
nákvæmlega sami áróður pf and-
stæðingum sjálfstæðismanna og í
Reykjavík. „Andstæðingr okkar
lögðu á það áherzlu að við hefðum
örugglega fjóra menn og við
ættum möguleika á að vinna
fimmta manninn. Frammistaða
okkar í bæjarmálum var ekki
gagnrýnd heldur var því lýst yfir
af öllum flokkum að þeir styddu
bæjarmálastefnu okkar. Þetta
orsakaði allt andvaraleysi hjá
okkar fólki og kom fram í lélegri
kjörsókn. Landsmálapólitíkin spil-
ar þarna einnig inn í en H-listann
skipuðu óháðir borgarar, fyrrver-
andi samtakamenn og nú stuðn-
ingsmenn Karvels Pálmasonar,
alþýðuflokksmenn og alþýðu-
bandalagsmenn," sagði Ólafur.
Valdimar Gíslason, efsti maður
á H-listanum, sagði í gær, að menn
yrðu að hafa í huga að starf
bæjarstjórnar í Bolungarvík sl.
fjögur til átta ár hefði verið með
þeim hætti að ekki hefur verið
ntinn meirihluti eða minnihluti,
heldur hefðu menn unnið saman
sem sjö einstaklingar og flokksleg
sjónarmið hafa ekki verið látin
ráða. „Ég vona að það verði áfram
mjög gott samstarf hjá allri
bæjarstjórninni sem undanfarin
ár og ég á ekki von á því að
myndaður verði einhver einangr-
aður meirihluti," sagði Valdimar.
Myndun meirihluta í bæjar-
stjórn á Bolungarvík kemur til
með að ráðast af því með hvorum
listanum bæjarfulltrúi Framsókn-
arflokksins kýs að starfa. Guð-
mundur Magnússón, fulltrúi
Framsóknarflokksins í bæjar-
stjórninni, sagði í gær, að algjör-
lega væri óráðið hvernig staðið
yrði að myndun meirihluta, og
fulltrúar hvorugs hinna listanna
hefðu rætt það mál við hann. Ekki
vildi Guðmundur greina neitt frá
skoðunum sínum á hvernig hann
teldi væntanlegan meirihluta helst
eiga að vera samansettan en benti
á að ekki hefði náðst samstaða um
sameiginlegt framboð framsókn-
armanna og annarra andstæðinga
Sjálfstæðisflokksins og því hefði
Framsóknarflokkurinn boðið fram
sér lista.