Morgunblaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1978 43 Dönsku blöðin skýrðu frá því í gær að allt að sjö af fremstu atvinnu- mönnum Dana í knattspyrnu komi með danska landslið- inu til íslands 28. júní næstkomandi en þá leika íslendingar og Danir landsleik í knattspyrnu. Gæti því farið svo að þá gæfist okkur kostur á að sjá ýmsa þekkta . knattspyrnumenn sem leika með sterkum liðum í Evrópu. T.D. þá Benny Nielsen og Birger Jenssen frá Brugge, Henning Jensen frá Real Madrid, Allan Simonsen frá Borussia og Peter Röntved frá Werder Bremen, svo að nokkrir séu nefndir. Með tilkomu at- f* AUan Simonsen og Benny Nielsen fagna hér sigurmarki Dana gegn Svíum og var það fyrrnefndi leikmaðurinn sem markið skoraði. Leika Simonsen og Henning Jensen á Laugardalsveliinum? vinnumennskunnar í dönsku knattspyrnunni hafa viðhorf atvinnumannanna dönsku breyst, því að nú eiga þeir von á peningagreiðslum fyrir hvern landsleik. Ástandið var áður hjá Dönum ekki ósvipað og hjá okkur Islendingum, þ.e.a.s. þeir gátu sjaldnast stillt upp sínum sterkustu liðum. Gleðilegt væri ef íslendingar gætu stillt upp sínu sterkasta liði gegn erki- fjendum vorum og víst er að sigur gegn þeim yrði ekki síðri ef hann ynnist gegn sterkasta liði sem þeir geta teflt fram. Enn bætir Óskar sig og Guðrún EÓP-mótið f frjálsum íþróttum fór fram á Laugardalsvellinum f gærkvöldi. Þrátt fyrir óhagstætt veður náðist prýðisárangur í nokkrum greinum, og eitt íslandsmet sá dagsins ljós. Guðrún Ingólfsdóttir, USÚ, setti nýtt fsl. met f kringlukasti, kastaði 42,86 metra. Þá kastaði óskar Jakobsson kúlunni 18,14 metra sem er hans langbesti árangur og jafnframt þriðji besti árangur íslendings frá upphafi. Hreinn Halldórsson sigraði f kúiuvarpinu, kastaði 19,69 m, og var kastsería hans mjög jöfn. Ekki er annað að sjá enn að þessir förnu. Stefán .tekur þátt í tugþraut- tveir kraftakarlar séu líklegir til stórafreka í sumar. Sigurvegarinn í stangarstökkinu varð Valbjörn Þor- láksson, stökk 4,10 m. Lætur Val- björn engan bilbug á sér finna, þó svo að árin færist yfir hann. Stefán Hallgrímsson brá sér í 800 metra hlaup og gerði sér lítið fyrir og sigraði, hljóþ á 2,01,0 mín,. sem er góður tími miðað við hvað óhagstætt var að hlaupa hringahlaup. Stefán virðist v'era búinn að ná sér fullkom- lega eftir þau meiðsli sem hann hefur átt við að stríða að undan- arkeppni meistaramótsins um helg- ina og fróðlegt verður að sjá útkomuna. Eyjaleiknum enn frestað Það viðraði ckki til Eyjaflugs í gær og varð því enn að fresta leik IBV og FH í fyrstu deild íslands- mótsins í knattspyrnu. Helstu úrslit í mótinu uröu þessi 110 m grindarhlaup Stefán Hallgrímsson ÚÍA 16,2 Þráinn Hafsteinsson Á 17,1 Stangarstökk Valbjörn Þorláksson KR 4,10 Guðmundur Jóhannesson HSH 3,90 Jón Sævar Þórðarson ÍR 3,60 Kringlukast karla óskar Jakobsson ÍR 60,80 Vésteinn Hafsteinsson 40,48 Jón Sævar Þórðarson ÍR 35,48 Hástökk karla Stefán Þór Stefánsson 1,85 Þráinn Hafsteinsson Á 1,85 Vésteinn Hafsteinsson UMF Selfoss 1,70 Kúluvarp karla Hreinn Halldórsson KR 19,69 Óskar Jakobsson ÍR 18,14 Guðmundur Karlsson FH, 16,67 (nýtt ísl. met pilta) 3 kg kúla. Langstökk kvenna Lára Sveinsdóttir Á 5,28 Guðrún Geirsdóttir USVS 4,64 Þórdís Gísladóttir ÍR 4,36 i met Kringlukast kvenna Guðrún Ingólfsdóttir USÚ 42,86 nýtt ísl met Sigurborg Guðmundsdóttir Á 28,20 Katrín Atladóttir ÍR 27,22 200 m hlaup kvenna Kristín Jónsdóttir UBK 26,8 Rut Ólafsdóttir FH 27,1 Helga Halldórsdóttir KR 27,2 200 m hlaup karla Guðlaugur Þorsteinsson 23,6 Jón Sverrisson UBK 23,7 Ólafur Óskarsson Á 23,8 800 m hlaup karla Stefán Hallgrímsson ÚÍA 2,01,0 Hafsteinn Óskarsson ÍR 2,02,3 Gunnar Snorrason UBK 2,08,6 þr Túnisbúar bjartsýnir MEJID Chetali, þjálfari landsliðs Túnis, hefur látið hafa eftir sér að allt geti gerst í knattspyrnu og því væri óviturlegt að afskrifa lið hans. „Ég trúi því að lið mitt geti sigrað Mexíkó og við erum til alls líklegir gegn Pólverjum og| Vestur-Þjóðverjum." verður markakóngur? ÞAD ERU mörkin sem vinna leiki og titla eins og kunnugt er og langt er síöan menn fóru aö bollaleggja um pað hver eða hverjir yröu markakóngar HM í Argentínu. Eins og oftast áöur var fjöldi manns kallaöur en fáir útvaldir. Viö skulum nú líta á liðin og tína pá út úr sem líklegastír eru til þess aö komast á blað reglulega. 1. RIÐILL. Italía Augu almennings munu beinast fyrst og fremst að Roberto Bettega frá Juventus, en hann skoraöi átta mörk í forkeppninni. Hann er í rauninni eini italinn sem er líklegur til aö keppa um markakóngstitilinn. Ungverjaland Tibor Nyilazi er prímus mótor liösins og hann skorar ávallt mikið af mörkum. Annar líklegur Ungverji er Andras Torochik. Nyilazi hafði skor- að 16 mörk í 24 landsleikjum áöur en upphitunarleikir hófust fyrir HM. Frakkland Eini líklegi leikmaðurinn í her- búöum Frakka er tengiliöurinn Michel Platini. Undanfarið hefur hann skorað vel flest mörk franska lands- Ifösins. Argentína A.m.k. þrír af framlínumönnum gestgjafanna, gætu orðið markhæstir en þeir eru allir misgóðir og láta skapiö oft aftra sér frá því aö sýna sitt besta. Þeir eru Leopoldo Luque, Rene Houseman og Daniel Bertoni. Bertoni skoraði mark í upphitunarleik fyrir skömmu með slíku heljarskoti, aö knötturinn tætti netiö í sundur. Hann skoraði 22 mörk á síðasta keppnistímabili, en var þó frá keppni um 3ja mánaöa skeið vegna meiðsla. 2. RIOILL, Vestur-Þýskaland Miðherjinn Klaus Fischer verður að öllum líkindum meö í keppninni um markakóngstitilinn. Tveir aðrir koma hugsanlega til greina, þeir Reiner Bonhof, víta- og aukaspyrnusér- fræðingurinn og Dieter Míiller, komist hann í liðið. Pólland Lato var markakóngur í Vestur-Þýskalandi árið 1974 og enn er hann hættulegur hvaða vörn sem er. Zsarmach og Lubanski munu einnig vera viðsjárverðir vörnum andstæðinganna og jafnvel tengi- liöurinn og fyrirliðinn Deyna. Mexíkó Lítið er vitað um liö Mexíkó, en þeirra líklegastur til þess að skora meira en aðrir er hinn bráöefnilegi 19 ára útherji Hugo Sanchez. Hann ásamt Victor Rangel skoruðu saman mikið af mörkum í forkeppninni. Túnis Fáir reikna með því að Túnisbúar svo mikið sem vinni leik, jafnvel aö þeir skori ekki eitt einasta mark. Fari svo að þeir skori, er Hazami Temimi þeirra líklegastur til aö vinna afrekið. 3. RIDILL Spánn Sleipasti sóknarmaður þeirra er talinn vera Ruben Cano, en útherjinn Juanito gæti einnig látiö aö sér kveöa. Brasilía Miövallarspilarinn Zico er talinn líklegastur Brasilíumanna til þess aö vera meðal markhæstu manna keppninnar. Gil, sem skoraði markið gegn Englandi á Wembley, er einnig kallaöur og gamla kempan Rivelino skorar ávallt nokkuö af mörkum. SvíÞjóð og Austurríki munu treysta mjög á miöherja sína með að skora mörkin. Ralf Edström hinn sænski var meðal bestu sóknar- manna HM 1974 og Austurríkismenn hafa í röðum sínum markhæsta mann Evrópu yfir síðasta keppnistímabil, Hans Krankl. 4. RIÐILL Perú Tromp Perúmanna mun vafalaust veröa markhæsti maður þeirra í forkeppninni, Juan Carlos Oblitas. En fæstír spá Perúmönnum góöu gengi eða mörgum mörkum. íran Það sama gildir um íran og áður er sagt um Túnis, en íranir veröa þó vafalaust mun sterkari en Afríku- mennirnir. Þeirra besti sóknarmaöur heitir Hassan Rowshan og skori íranir mörk, verður hann vafalaust þar nærri. Holland Útherjarnir Johnny Rep og Robby Rensenbrink eru líklegastir Hollend- inga til aö skora reglulega, en styrkur Hollendinga í Vestur-Þýskalandi 1974 var m.a. sá hve margir voru • Lato, markakóngurinn í HM 1974, hann skoraði 8 mörk. færir um að koma fram í sóknina og skora. Skotland Mjög líklegt verður að teljast aö Kenny Dalglish verði markhæsti Skotinn, en það virðist vera eins með skoska liðið og þaö hollenska (og reyndar fleiri ef út í það er farið), að fjölmargir eru líklegir til þess að skipta með sér mörkunum t.d. Joe Jordan, Willy Johnstone og hver sem er af miövallarspilurunum. HÍKJUM TVIE.ÍM E:ie>L-HN\ lœ p.ý»Nj \ to FAIUJVJ.*-. OfA of&Bldí T i TÍ l. E>e>VS'l L.'l UNAE; UVO ^.os-ru,^ V(e> HexvCö HBÖ __ . ^SsSBwÍ'. VÖRís CARBaoal, *6K Léfc 'i KeppMiMivi' ©s'o Cr><j vftRgoR. '| KS-ppMjpJlui |96Í>), C?6r ÆPÁNJ Msf> S-rOtóELUUfc s\hJ<. OCr PUSKAyJ, Cieuto, có Dt STGFAVJo, ItétcKefeuúiiNdo. . , , , , :: AULA -ORe.VMt«2 A*e> hMbvqcoa áC T'T 11_ F-O'T'Ú g-. . ; Pet-E fcVÍK.ICA.’tO t"&65 A.ÍS. Ar&EA. TR.V£^,UE. PvtejST s'lOtOIC VFÍtS M pxiín EEM 'I LtKWOH v‘ie> T-áfcfc.'C ' HACDA ^.pio-rePc.1. 0_0. a>ís>c&i(05 ad U*,t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.