Morgunblaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1978 25 Starfsmenn Orkustofnunar: Túlkun íslenzkra sérfræðinga á Kröfiusvæðinu fékk góðar undir- tektir erlendra vísindamanna — benda á f jölmörg atriði til athugimar við Kröflu „Við samanhurð á því hvernig staðið er að jarðhitamálum á íslandi og annars staðar. kemur í ljós að hlutur íslands er allgóður. Þó virðist svo scm utan Islands sé lögð meiri áherzla á stjórnun horverka og nauðsyn þess að sanna vinnslugctu jarð- hitasvæða með borunum en hing- að til hefur tíðkast hér.“ segir í skýrslu þriggja sérfræðinga Orkustofnunart Valgarðs Stef- ánssonar. Sigurðar Benediktsson- ar og Sverris Þórhallssonar. um ferðir þcirra til Nýja Sjálands, Filippseyja. Hawai. Mexico og Bandaríkjanna til að kynna sér aðstæður og aðferðir við virkun jarðhita og bera undir sérfræð- inga vandamál. sem fram hafa komið við Kröflu. „í heild má segja að þó þau vandamál sem fram hafa komið í Kröflu séu að sumu leyti einstæð, svo sem útfelling í borholum og gerð jarðhitakerfisins. eru vandamál- in sem slík ekki meiri en menn hafa rekist á annars staðar. Skemmdir á fóðurrörum eru víða mjög alvarlcgt vandamál og sú reynsla að leita þurfi innan eins jarðhitasvæðis að heppilegum vinnsluciginleikum er alþekkt,“ segja þremenningarnir í skýrslu sinni. scm nú er til athugunar hjá iðnaðarráðuneytinu. „Það gefur auga leið að ekki er fyrir hendi nein einföld lausn á svo marg- slungnum vandamálum sem fram hafa komið við Kröflu og þessi skýrsla gefur auðvitað enga fullnaðarlausn þeirra vandamála. Ilins vegar eru fyrir hendi mörg atriði sem bæta má.“ Niðurstöður sínar og tillögur leggja þeir þremenningar fram í 42 liðum, þar á meðal um ýmis tæki og tækni sem reynd verði hér á landi og að Richard Bolton yfirjarð- hitaverkfra'ðingur á Nýja Sjá- landi verði fenginn til íslands. Niðurstöður og tiilögurnar fara hér á eftin 1. Túlkun Islenskra eérfraeðinga á jarðhitasvæðinu við Kröflu fékk góðar undirtektir hjá jarðhitasér- fræðingum á Nýja Sjálandi og í Bandaríkjunum. Voru niðurstöð- urnar í samræmi við reynslu þeirra á öðrum jarðhitasvæðum. 2. Við rannsókn jarðhitasvæða hefur komið í ljós að afl einstakra hola innan svæðisins er mjög breytilegt. Eina leiðin til að kanna hvar séu bestu vinnslueiginleikar innan svæðis, er með borun. Ef hins vegar er borað utan við lágviðnámssvæðið eru holur yfir- leitt kaldar. 3. Á Nýja Sjálandi og í Banda- ríkjunum telja menn efnafræði- legar rannsóknir mjög áhrifamik- ið verkfæri bæði við frumrann- sókn og eftirlit jarðhitasvæða. Helstu nýmæli á því sviði eru notkun ýmissa ísótópa og gasteg- unda við ákvörðun á jafnvægis- hitastigi. 4. Gerður var munnlegur samn- ingur við Hulston og Lyon hjá Institute of Nuclear Sciences á Nýja Sjálandi um að greina ísótópa í sýnum frá Kröflu. Þetta er samvinnuverkefni og niðurstöð- ur verða sameiginleg eign Orku- stofnunar og I.N.S. 5. Reynsla Nýsjálendinga í nýtingu jarðvarma nær upp að 300°C. Neðri hluti Kröflusvæðis er mun heitari (nálægt 350°C). Járn og kísilútfellingar í borholum er óþekkt fyrirbæri á Nýja Sjálandi. 6. Reynsla á Nýja Sjálandi; Filipseyjum og Mexico af kalkút- fellingum er svipuð og fram hefur komið á íslandi. Talið er í öllum löndum að hægt sé að búa við þannig útfellingar. Holur eru hreinsaðar reglulega. Kalkútfellingar eru algengastar í grunnum köldum holum. Stund- um virðist hægt að sniðganga kalkútfellingar með dýpri borun. 7. Hvergi hefur orðið vart við útfellingar af kísil í borholum nema í Kröflu. í Imperial Valley í Bandaríkjunum hafa fundist útfellingar bæði af kísil og járn- samböndum en þær útfellingar hafa einungis orðið í tækjum og lögnum á yfirborði. 8. Vinnslutæknirannsóknir á Nýja Sjálandi hafa sýnt að útfell- ingar kísils séu ekki vandamál við niðurdælingu affallsvatns ef þess er gætt að jarðhitavatnið komist ekki í snertingu við súrefni andrúmsloftsins. 9. Tilraunir hafa verið gerðar á Nýja-Sjálandi um áhrif járns og annarra málma á útfellingarhraða kísils. Talið er víst að bæði járn og aðrar málmjónir hafi hvetjandi áhrif á útfellingu kísils. 10. Bæði á Nýja-Sjálandi og í Bandaríkjunum hafa verið gerðar tilraunir með efni sem koma í veg fyrir útfellingu kísils. Upplýsingar um þessar tilraunir fengust í ferðinni. 11. Aflmælingar borhola á Nýja-Sjálandi eru framkvæmdar á likan hátt og nú er gert í Kröflu, þannig að mælt er vatnsmagn og krítiskur þrýstingur. Aflmælinga- útbúnaður á NZ er þó færanlegur og þess vegna er kostnaður eflaust minni. Lagt er til að hannaður verði færanlegur aflmælingaút- búnaður, sem nota megi almennt á ísienskum háhitasvæðum. 12. Þegar holum er hleypt í blástur í fyrsta sinn er lagt til að holan fái að hitna hægt upp. Ef holan kemur ekki upp sjálf er lagt til -að rör verði sett niður fyrir vatnsborð og lofti dælt þar til renna fer úr holunni. 13. Reynsla Mexicana er sú að ekki sé hægt að nýta saman misheitar vatnsæðar í sömu hol- unni. Afleiðing af þessu er að æskilegt er talið að hafa aðeins um 150 m kafla raufaðan í hverri holu. 14. Á Nýja Sjálandi er í notkun raufunarvél, sem fræsir raufar í fóðurrör. Lagt er til að athuguð verði hagkvæmni á að smíða slíka vél hér á Islandi. Jafnframt er lagt til að athuguð verði lögun raufa, þar sem sýnt er að lögunin hefur áhrif á sprungumyndun í rörum. 15. Þurrgufuholur eru yfirleitt án raufaðra fóðringa. I Bandaríkj- unum er einnig farið að nýta holur án raufaðra fóðringa á blautum svæðum (Rosvelt Uth.) 16. Við vinnslu á Wairakei svæðinu á Nýja-Sjálandi hefur komið fram mikið landsig auk láréttra hreyfinga lands. Lagt er til að komið verði upp nákvæmu mælineti á öllum háhitasvæðum á íslandi sem eru í nýtingu. 17. Við rekstur jarðhitasvæða er nauðsynlegt að fylgjast með rennsli frá hverri holu fyrir sig. Auðveldlega má gera þetta með því að mæla þrýstifall yfir blendu aftan við hverja háþrýstiskilju. Lagt er til að þessi aðferð verði notuð í Kröflu. 18. Magn óþéttanlegra gasteg- unda virðist yfirleitt minnka við langvarandi nýtingu. Núorðið eru jektorar oft hannaðir í þrepum til að mæta þessari breytingu. Ef gas fer upp í 3—4% af gufu er gufuþörf jektora talin of mikil (10—15% af gufunotkun) og ráð- legra talið að nota sogdælur. 19. Vegna þrýstifalls jarðhita- svæða við nýtingu er nú yfirleitt reynt að velja inntaksþrýsting á trúbínur sem lægstan. Russel James, efnaverkfræðingur á Nýja-Sjálandi telur að 50 psi (3,5 bar) sé hagkvæmasti inntaks- þrýstingur, óháð vinnslueiginleik- um svæðisins. 20. Lagt er til að nota aðkeyptan holutopp með áföstum kæfinga- stút og þennslustykki fyrir innri fóðringu. Holuloki er þá festur á ytri fóðringu. 21. Til að forðast tæringu á holutoppi er lagt til að alltaf verði látið blæða af holum sem eru í geymslu. 22. Lagt er til að settar verði öndunarpípur milli allra steyptra fóðurröra sem eru í snertingu við andrúmsloft. 23. Reynsla Nýsjálendinga bend- ir til að kvörðun framleiðenda á hita og þrýstimælum sé ekki nógu áreiðanleg. Lagt er til að komið verði upp aðstöðu til kvörðunar á Islandi og mælar kvarðaðir reglu- lega, vegna breytinga sem verða við notkun. 24. Gufuveitum er yfirleitt haldið heitum og túrbínur látnar snúast í tómagangi þegar þær eru ekki í notkun, til þess að forðast tæringu. 25. Kröfur um mengunarvarnir við jarðhitavirkjanir hafa þegar verið settar í Bandaríkjunum og fyrirsjáanlegt er að það verði gert annars staðar. (Nýja Sjálandi). 26. Við borframkvæmdir á Nýja-Sjálandi er tæknileg yfir- stjórn borverka mun meiri en á íslandi. Þannig eru 8 verkfræðing- ar auk 32 bormanna við rekstur á tveim T12 borum og einum Failing bor. 27. Allar líkur eru á, að minnka megi erfiðleika og kostnað við steypingar með því að nota leðju við boranir fyrir steyptum fóður- rörum. Lagt er til að þessi háttur verði hafður við boranir á háhita- svæðum þar sem leki er vandamál. Nauðsynleg efni og tæki verði fengin til þessa. 28. Þegar steypa kemur ekki upp á yfirborð, en nær upp milli fóðringa nota Nýsjálendingar, Filipseyingar, og Mexicanar þá aðferð að skjóta göt á fóðurrör og steypa síðan það sem eftir er með því að láta tappa- í holuna og steypa í gegnum götin. Lagt er til að tæki verði fengin til að skjóta göt á fóöurrör. 29. Re.vnsla hérlendis og erlend- is er sú að ekki sé hægt að steypa í einu þrepi nema 600 m kafla. Lagt er til að útbúnaður til þrepasteypinga verði fenginn til landsins og slík tækni notuð ef steypa þarf dýpra en 600 m. 30. Þó hvergi sé notuð sú aðferð að steypa niður með fóðurröri og holuvegg leggjum við til að athug- að sé hvort þessi aðferð geri það kleift að steypa holur á án notkunar þrepasteyputækja. Þörf á þéttingu verður þá minni. 31. Lagt er til að kannaðar verði leiðir til að minnka borkostnað. Má þar benda á upphækkun bors og notkun grunnra borkjallara, borun með leðju fyrir steyptum fóðringum, notkun þéttiefna, gerð verklýsinga borana og rannsókna meðan á borun stendur. 32. Við borun eftir jarðhita annars staðar en á Islandi er yfirleitt fylgst með halla holunnar í borun. Ef holan byrjar að hallast er dregið úr álagi til þess að reyna að rétta holuna. Lagt er til að fengin verði hallamælingatæki og að bormenn hallamæli holur reglulega i borun, vegna hættu á fóðurröraskemmdum og festu. 33. Allgóðar upplýsingar fengust á Nýja Sjálandi, Filipseyjum og Mexico um könnun á fóðurrör- skemmdum. Lagt er til að fengin verði 32 arma þreifari (Otis) til að kanna fóðurrörskemmdir. Einnig sérstakir pakkarar með mjúku gúmmíi til að taka þrykkimyndir af fóðurrörskemmdum. Ennfrem- ur að reyna að ná þrykkimyndum með blýhnalli. Körfur til víddar- mælinga verði isvalningar en ekki vírgrindur. 34. Til þess að hægt sé að draga vinnslufórðingu upp úr borholum, mæla Nýsjálendingar með notkun hydril linera (slétt rör). Einnig er talið að þessi gerð fóðurröra skemmist síður í holum vegna tæringar og efnaáhrifa. Lagt er til að þessi gerð vinnslufóðringa verði tekin upp á Islandi. 35. Á þeim svæðum sem heim- sótt voru hefur meginvandamál við nýtingu jarðvarma verið skemmdir á fóðurrörum. Til lausn- ar á þessum vanda háfa helstu ráð verið: val á fóðurröramúffum, efnisval fóðurröra, þykkt fóður- röra, bætt steypugæði, borun lóðréttra hola, aðferðir við að koma holum í blástur og aðgerðir við að geyma holur. 36. Lagt er til að álagsstengur séu ekki sverari en svo að ætíð sé mögulegt að bora utan með álagsstöngunum í festum. Eða að króna sé minnst 2 tommum breiðari en álagsstengur. Þessar aðstæður skapa einnig minni hraða á skolvökva milli álags- stanga og holuveggjar. 37. Lagt er til að fengin verði „bridge plug“ sem nota mætti til að loka holu með þegar viðgerða er þörf á holutoppi. 38. I ferðinni kom fram að Magobar fyrirtækið í Kaliforníu hefur nýlega hafið framleiðslu á sérstakri borleðju til háhitabor- ana. Lagt er til að slík leðja verði reynd við íslenskar aðstæður. 39. í Mexico hefur verið reynt nýtt þéttiefni frá Halliburton til þess að þétta leka í borholum. Lagt er til að þetta efni verði reynt á íslandi. 40. Eftir viðræður við Richard Bolton var talið mjög æskilegt að steypa af efra jarðhitakerfið í Kröflu. Lagt er til að það verði athugað i holum KG-10 og KJ-11. 41. Richard Bolton yfirjaröhita verkfræðingur hjá Ministry of Works and Development á Nýja Sjálandi verði fenginn til Islands. Verksvið hans verði ráðgjöf um bortæknileg atriði og nýtingar- möguleika Kröf'.usvæðis. Einnig er æskilegt að fá umsögn hans um stjórnun jarðhitaframkvæmda við Kröflu, vegna reynslu hans við slík störf á Nýja Sjálandi. 42. Þrátt fyrir ýmsar ábending- ar í þessum kafla eru megindrætt- ir jarðhitastarfsemi á íslandi mjög sambæriiegir við það sém gerist annars staðar í heiniinum. Nýsjálendingar hafa um 25 ára reynslu af háhitaborunum og hafa borað hátt í 200 borholur en flestar þeirra eru um 1200 m. Á Filipseyjum hófust boranir fyrir 6 árum og hafa um 60 holur verið boraðar. Holur þar eru um 2000 m djúpar. í Mexico hófust boranir 1964 og hafa þar verið boraðar 90 holur. Fyrri holur þar eru um 1500 m en nú eru holur um 2000 m. Hér á landi hafa verið boraðar yfir 40 háhitaholur þar af meira en 10 holur 1800 - 2200 m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.