Morgunblaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1978 11 ólafur Þ. Kristjánsson Ólafur Þ. Kristjáns- son for- maður Ætfc- fræði- félagsins ÆTTFRÆÐIFÉLAGIÐ hélt aðal- fund sinn hinn 25. apríl s.l. Þar kom fram að setning á 1. bindi af manntalinu 1801 er um það bil hálfnuð. en félagið hefur með höndum útgáfu þess. Þetta bindi nær yfir Suðuramt frá Lónsheiði að Hvítá í Borgarfirði, en á því landsvæði bjuggu um 17 þúsund manns árið 1801. Gert er ráð fyrir að manntalið allt verði þrjú bindi. Manntal þetta er elsta allsherjarmanntaí okkar næst manntalinu frá 1703 og hin merkasta heimild, ekki aðeins ættfræðilega heldur engu að síður hagfræðilega á margan hátt, að því er segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Félagið hefur áður gefið út manntal frá 1816, en það er ekki til úr nærri öllum sóknum á landinu. í manntalið frá 1801 vantar hins vegar ekkert. Skýrt var frá því á fundinum að Námsflokkar Reykjavíkur hefðu staðið að tveim námskeiðum í ættfræði á síðastliðnum vetri, en slíkt námskeið er alger nýjung hér á landi og þótt víða væri leitað. Ekki voru námskeið þessi ætt- fræðifélaginu viðkomandi að öðru en því að formaður félagsins var þar leiðbeinandi. Alls sóttu nám- skeiðin 42 menn á öllum aldri, en konur í miklum meiri hluta. Á aðalfundinum flutti Sigurgeir Þorgrímsson erindi um Ólaf Snók- dalín ættfræðing og ættabækur hans. Stjórn félagsins var endurkosin, en hana skipa þeir Ólafur Þ. Kristjánsson formaður, Bjarni Vilhjálmsson, Jakobína Péturs- dóttir, Jóhann Gunnar Ólafsson og Pétur Haraldsson. Félagsmenn í Ættfræðifélaginu geta allir orðið sem áhuga hafa á ættfræði og vilja hlynna að henni og útgáfu heimildarrita um þau efni. Jeppakeppni álaugardag Flugbjörgunarsveitin á Hellu heldur sína árlegu jeppakeppni n.k. laugardag austan við Hellu við Varmadalsía'k. í keppninni er keppt um veglegan verðlaunabik- ar, verðlaunapeninga og peninga- verðlaun. Þegar hafa nokkrir skráð sig til keppni, segir í frétt frá Flugbjörgunarsveitinni. Alyktanir Bandalags íslenzkra listamanna EFTIRFARANDI ályktanir voru samþykktar á aðalfundi Banda- lags íslenzkra listamanna nýver- iði Stuðningur við Alþýðuleikhúsið Aðalfundur Bandalags íslenskra listamanna, 7. maí 1978, bendir á það að full þörf er hér, ekki síður en annars staðar, á frjálst starf- andi leikhúshópum. I framhaldi af því krefst aðal- fundur B.I.L. þess að fjárveitinga- valdið geri þegar skyldu sína og veiti fé til Alþýðuleikhússins svo að það geti starfað áfram. Stuðningur við Leikfélag Akureyrar Aðalfundur Bandalags íslenskra listamanna, 7. maí 1978, vekur athygli á fjárhagsvandræðum Leikfélags Akureyrar en nú er svo komið að forráðamenn leikhússins sjá vart aðra leið færa en leggja niður atvinnuleikhús á Akureyri. Aðalfundurinn beinir því til bæjarstjórnar Akureyrar og fjár- veitinganefndar Alþingis að tryggja það að atvinnuleikhús á Akureyri leggist ekki niður. Þá hvetur B.I.L. stjórn Leikfé- lags Akureyrar til að láta ekki af baráttunni fyrir tilveru leikhússins og heitir fullum stuðningi sínum í þeirri baráttu. Ályktun um uppsögn Dómkirkjuorganleikarans Aðalfundur Bandalags íslenskra listamanna, 7. maí 1978, harmar að Ragnari Björnssyni skuli hafa veríð sagt upp störfum við Dóm- kirkjuna. Átelur fundurinn hvern- ig að þessari uppsögn var staðið og skorar á forráðamenn kirkjunnar að endurskoða afstöðu sína til þessa leiðindamáls. Til sölu — Til leigu Til sölu er aöstaða ffyrir nokkrar verzlanir í verzlunarhúsinu Haffnarstræti 20 (Lækjartorg). Ennffremur er til leigu aöstaöa ffyrir veitingarekstur á 1. hæö hússins. Þá er til leigu aöstaöa ffyrir verzlanir á 2. hæö hússins. Á 3. hæö hússins veröur leigt út 300 til 400 fermetra húsnæöi. Hér er um aö ræöa aöstööu sem á sér enga hliöstæöu í borginni. Þeir sem áhuga haffa á aö kynna sér húsnæöi Þetta vinsamlegast haffi samband viö skrifstoffu Eignamarkaösins Austurstræti 6, Reykjavík. Steffnt er aö bví aö opna verzlanir og veitingarekstur í húsinu í nóvember 1978. =jr; • 1 l nHMIWlli | §P VCRZLUN 2 1 I ♦ 1 Ath. verzlunaraöstaöan er í eftirtöldum stæröum Nr. 1 er 67.12 fermetrar. Nr. 2 er 62.04 fermetrar. Nr. 3 er 32.88 fermetrar. Nr. 4 er 67.24 fermetrar. Nr. 5 er 68.83 fermetrar. Nr. 6 er 42.37 fermetrar. Eigna* • markaðurinn Austurstræti 6, s. 26933 og 26113. s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.