Morgunblaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 1. JUNI 1978 5 Lágheiðin mokuð en umferð ekki leyfð Siglufirði 31. maí. NU ERU liðnir fjórir dagar síðan Lágheiðin var mokuð en þrátt fyrir það hefur ekki verið leyfð umferð um hana, ekki einu sinni litlum bílum. Skilur þetta enginn hér í bae, en það munar allt að 100 km þegar farið er til Akureyrar, ef Lágheiðin er ekin. - m.j. Sjómanna- dagurinn í Siglufirði Siglufirði 31. maí. BJÖRGUNARSVEITIN Strákar mun sjá um framkvæmd á hátíða- höldum sjómannadagsins. Dagskráin byrjar á laugardags- kvöld með dansleik á hótelinu, þar sem Miðaldamenn leika. A sunnu- dag verður messa klukkan 10.30. Kl. 13.30 verður ávarp Sæmundar Árelíussonar, síðan verður kappróður, koddaslagur og fleira til skemmtunar í þeim dúr. Klukk- an 16.30 verða íþróttir á íþrótta- vellinum og um kvöldið verður dansleikur á hótelinu þar sem Brunaliðið og Halli og Laddi skemmta. - m.j. Danskur leikflokk- ur sýnir á Húsavík Húsavík 31. maí. Á HÚSAVÍK dvelur nú 12 manna áhugaleikflokkur frá Nexö á Borgundarhólmi í Danmörku. Flokkurinn hafði sýningu hér í gærkvöldi á dönsku leikriti eftir Leif Petersen. Leikritið fjallar um fjölskyldulíf á Vesterbo í Kaup- mannahöfn. Sýningunni var vel tekið og verður hún endurflutt í kvöld. Slíkar heimsóknir hafa átt sér staðð áður á Húsavík og hafa Húsvíkingar tvisvar sýnt í Dan- mörku og er þetta nýr aflgjafi í starfsemi áhugamannaleikhúsa úti á landi. Hópurinn er ekki beint heppinn með veður, þó Danirnir hafi fengið að sjá bæði skin og skúri. í fyrradag var hér hvítt niður í fjallsrætur en í gær glampandi sólskin og sæmilega heitt. í dag er svo aftur heldur leiðinlegt veður. Hópurinn ferðast um í nágrenni Húsavíkur og skoðar þekkta staði svo sem Mývatnssveit og Goðafoss og lætur hið bezta yfir dvölinni hér. Hópurinn verður hér á Húsavík fram á föstudag en heldur þá til Reykjavíkur. — fréttaritari. MYNDAMÓTA Ad.ilstræti 6 simi 25810 buxurnar þú kaupir séu meó rétta merkinu er vörumerkið yfir ýmiss konar sportfatnað, fatnað sem er ávallt hannaður og framleiddur eftir ströngustu kröfum tízkunnar. sportfatnaður fæst í verzlun- um Karnabæjar, svo og öllum . verzlunum sem hafa umboð I fyrir Karnabæ. Ekki bara buxur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.