Morgunblaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1978 35 Rannveig J. Einars- dóttir—Minningarorð Föstudaginn 28. aþríl lést á Borgarspítalanum Rannveig Jó- hanna Einarsdóttir, Miðvangi 41, Hafnarfirði. Harðvítugri baráttu við óvæginn sjúkdóm var þar með lokið. Þessa baráttu háði hún í fjögur ár með slíkum kjarki og æðruleysi, að á stundum var varla unnt fyrir aðra að sjá hvor myndi sigra. En sífellt urðu sjúkrahús- legurnar lengri og lengri. Heimili sitt sá hún í síðasta sinn 28. mars. Þá var aðeins einn mánuður eftir. Rannveig var fædd 30. júlí 1922 á Kollsá í Jökulfjörðum í Norð- ur-ísafjarðarsýslu. Hún var fjórða og næstyngsta barn þeirra Einars Guðleifssonar bónda á Kollsá og konu hans Ólafar Jóhannesdóttur. Rannveig ólst upp hjá foreldrum sínum á Kollsá til 17 ára aldurs, en þá fór hún í vist til ísafjarðar og var þar næstu vetur, en veturinn 1944 var hún í Bolungar- vík. A sumrin var hún alltaf á Kollsá hjá foreldrum sínum. Haustið 1941 eignaðist hún son á Isafirði, Leif Albert, sem er búsettur í Garðabæ. Árið 1945 giftist Rannveig Matthíasi Jónssyni og hófu þau búskap í Bolungarvík sama haust. Matthías gekk syni hennar í föðurs stað og ólst hann upp hjá þeim eftir fimm ára aldur. Hins vegar varð Rannveigu og Matthíasi ekki barna auðið. Ekki voru efnin stór, þegar þau byrjuðu búskap, og því ekki annað að gera en halda áfram að vinna. í Sigurgeir Boga- son - Minningarorð Mig langar i örfáum orðum að minnast Sigurgeirs vinar míns sem lézt 17. maí og var jarðsettur 25. maí s.l. hér í Reykjavík. Hann var fæddur að Varmadal á Rangárvöllum 19. ágúst 1908 og hefði því orðið sjötugur í sumar. Hann var yngstur sjö barna hinna góðkunnu hjóna á sinni tíð, Boga Þórðarsonar, sem ættaður var úr Landsveit, og Vigdísar Þorvarðar- dóttur, hreppstjóra í Litlu-Sand- vík í Flóa, Guðmundssonar. Föður sinn fékk Sigurgeir ekki augum litið því hann fæddist um þremur vikum eftir að faðir hans lézt. Var þá elsta barnið ellefu ára svo að ekki virtust afkomumögu- leikarnir beint glæsilegir. En Vigdísi Þorvarðardóttur var ekki fisjað saman, enda tókst henni af sínum alkunna dugnaði og hag- sýni, með hjálp eldri barnanna, að halda svo í horfinu að rómað var. Eftir fermingaraldur fór Sigur- geir í Flensborgarskólanp í Hafnarfirði, ásamt oU—' t',o0ur sínum, Þórði á Hellu, sem lengra var kominn á námsbrautinni. En á fyrsta námsvetri sínum veiktist hann mjög alvarlega af taugaveiki og var hann næstu mánuði á eftir heima í Varmadal að ná sér við hægfara endurbata. Veikindin bundu endi á framhald námsins. Hlaut sú staðreynd að vera áfall unglingi á hans aldri og trúiegt er að þessi veikindi hafi valdið straumhvörfum í lífi hans um margt. Síðar var hann við nám í Samvinnuskólanum. Hann stund- aði þó aldrei verzlunarstörf svo mér sé kunnugt, heldur margvísleg önnur störf, en þó aðallega sjó- mennsku og þá oftast sem mat- sveinn á fiskiskipum. Sigurgeir var tvíkvæntur hinum mætustu konum, en bæði hjóna- bönd hans enduðu með skilnaði. Fjögur börn átti hann. Þau eru: Ólafur , sölumaður í Reyk,''J'’;'’ Svanhildur.,* Keflavik, aí-^tnxr; viðskiptafræðingur og Framhald á bls. 26. Guðrún Ólafsdóttir Ijósmóðir — Minning Mánudaginn 22. maí s.l. lést á Borgarspítalanum, Guðrún Ólafs- dóttir ljósmóðir í Vestmannaeyj- um eftir örstutta legu. Hún var fædd á Flateyri við Önundarfjörð. Foreldrar hennar voru sæmdar- hjónin Valgerður Guðmundsdóttir og Ólafur Sigurðsson hreppstjóri og bóndi. Guðrún var þriðja í röðinni af sjö systkinum. Það gefur augaleið að á svo mann- mörgu myndar- og rausnarheimili hefur verið nóg að starfa. Enda vandist Guðrún fljótt á að hjálpa til. Hún var mjög dugleg og vel verki farin að hverju sem hún gekk. Ung fór hún að heiman til að vinna fyrir sér. 17 ára kom hún til ísafjarðar og vann þar um tíma. Þar hófust okkar góðu kynni. Guðrún var ákaflega vönduð og heilsteypt kona, bæði í orði og á borði, hún mátti aldrei vamm sitt vita, kom alltaf til dyranna eins og hún var klædd, sagði meiningu sína hreint út og afdráttarlaust. Viljandi gerði hún aldrei neitt á annars hlut. Veturinn 1944 — 1945 vorum við saman á Húsmæðra- skólanum á Laugalandi við Eyja- fjörð, síðar áttum við eftir að búa í nábýli í Vestmannaeyjum í 22 ár. Guðrún útskrifaðist úr Ljós- mæðraskóla Islands árið 1947, vann eitt ár á Fæðingadeild Landspítalans, en réðst þá sem ljósmóðir til Vestmannaeyja og starfaði þar óslitið fram að hinsta degi, að því undanskildu að hún dvaldist í Reykjavík í nokkra mánuði eftir eldgosið, en var með þeim fyrstu er sneru heim aftur. Hún var sérstaklega farsæl í starfi sínu, enda óvenjulega samvisku- söm, og þau voru ótalin sporin hennar til hjálpar og aðhlynningar ef á þurfti að halda, hvort heldur var á nóttu eða degi. Á 31 árs starfsferli sínum tók hún á móti þó nokkuð á annað þúsund börn- um. 1. des 1951 steig hún það gæfuspor að giftast eftirlifandi eiginmanni sínum Magnúsi Ágústssyni bifreiðarstjóra. Eignuðust þau hlýlegt og gott heimili. Oftlega minntist Guðrún á, að ekki hefði hún getað unnið svona mikið frá heimilinu, ef hún hefði ekki átt svo skilningsríkan og hjálpsaman mann. Þau eignuðust tvö mannvænleg börn, Valgerði ljósmóður í Vestmanna- eyjum og Magnús Rúnar rafvirkja hér í bæ. Var það Guðrúnu óblandin ánægja að dóttirin skyldi ganga sömu braut og hún, og varð hún þeirrar gleði aðnjótandi að fá að vinna með henni síðustu æviárin, enda voru þær mæðgur óvenjulega samrýndar. Nú þegar leiðir skiljast eru mér efst í huga hjartanlegar þakkir til hennar fyrir allt sem mitt heimili átti henni upp að unna, fyrir hennar góðu vináttu og tryggð í 35 ár sem aldrei bar skugga á. Guðrún var góð samferðarkona, sem skilur eftir sig góðar og hugljúfar minningar. Eiginmanni .hennar Magnúsi, börnum þeirra, barjiabarni og tengdasyni, sem misst hafa mikið, votta ég mina innilegustu samúð. Blessuð sé minning hennar. Guðrún Gunnarsson Bolungarvík vann Rannveig lengst af í frystihúsi staðarins og hjálp- aði einnig eiginmanni sínum við hraðfiskverkun. Haustið 1976 fluttust Rannveig og Matthías til Hafnarfjarðar, þar sem hún lifði tvö síðustu árin. Rannveig var samviskusöm og dugleg og mátti varla verki úr hendi sleppa. Hún var ætíð sjálfri sér samkvæm hrein og bein í samskiptum sínum við aðra, en frekar dul og hlédræg. Hún flíkaði því lítt tilfinningum sínum. Ef til vill hefur það átt sinn þátt í því, að hún er nú látin langt fyrir aldur fram. Hún taldi ekki nauðsynlegt að leita læknis meðan stætt væri í báða fætur. Við kveðjum elskulega ömmu hinstu kveðju og þökkum henni fyrir alla þá ástúð, sem hún veitti okkur. Við minnumst hennar með söknuði. Blessuð sé minning hennar. Barnabörn Kveðjuorð: Gísli Bjarna- son, StöðulfeUi Vorið, tími vaknandi náttúru, tími nýs lífs, gleðitími í íslenskum sveitum. Á þessum árstíma virðist dauðinn vera svo fjarlægur. Allt virðist vita til lífsins. En dauðinn spyr ekki um tíma. Hann kemur og snýr á svipstundu vorinu í haust, gleðinni í sorg. Gísli Bjarnason frá Stöðulfelli mun ekki sjá sveit sína lifna á nýju vori. Hann dásamar ekki gróandann á sumri komanda. Við heyrum ekki framar hlý orð hans til náttúru þessa lands. Dauðinn þreif hann í brott á vori lífsins aðeins tuttugu og þriggja ára gamlan. I ársbyrjun 1977 heltók sjúk- dómur þennan ágæta dreng. Þá hófst barátta hans upp á líf og dauða. Tími vonar og ótta hjá fjölskyldu hans. En Gísli var ætíð vonarmegin, leit fram á veg komandi sumars. í rauninni kynntist ég æðrulausum, þroskuð- um manni síðastliöið ár. Ég vissi ekki að svo mikið þrek og þraut- seigja gæti búið með nokkrum manni. En Gísli beið samt lægri hlut í baráttunni við sjúkdóm sinn. Hann veiktist mikið þann sautj- ánda mars síðastliðinn og er sól var í hádegisstað næsta dag var hann allur. Baráttan var á enda og sorgin tók völdin. Á annan dag páska fór hann heim í sveit sína liðið lík. Þrátt fyrir glampandi vorsól og góðviðri virtist komið hrímkalt haust. En minningar um góðan dreng munu færa fjölskyldu og vini Gisla Bjarnasonar inn í vorið á nýjan leik. Faröu vel mágur og vinur. G.B.K. „Nú erum við búin að fá okkur Philips litsjónvarpstæki, og ég get sagt þér það, að ég var búinn að ganga hús úr húsi að kíkja á litinn hjá kunningjunum, áður en ég skellti mér á Philips. Sko, maður þarf að geta borið saman, til þess að geta áttáð sig á því hvað maður vill. Svo heyrir maður, að þetta sé allt sama tóbakið, að þetta sé allt eins en það er nú öðru nær ... \ Við vitum að Philips stendur fram- arlega í tækninni, nú, og svo sér maður það, sem maður sér. Litirnir eru svo eðlilegir að maður hefði bara ekki trúað þessu. PHILIPS litsjónvarpstæki með eðlilegum litum. Blessaðu líttu til okkar í kvöld og taktu konuna og krakkana með. Ég vil endilega að þið sjáið í okkar tæki áður en þið ákveðið hvað þið ætlið að kaupa. Geriði það ... * SH| Jón er einn af okkar bcKtu söluniönnuni '*«» Ép samtvinnurhann .jL allsekki hjáokkur Hann notar hvert tækifæri til að segja kunningjunum frá því, hvað Philips litsjónvarpstækið hans sé frábært. heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.