Morgunblaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 30
 30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1978 UmHORP Haukur Þ. Hauksson: Til að koma málefnum landbúnaðarins í eðlilegt horf þarf að laga fram- leiðsluna að markaðinum Þegar ég nú stin>{ niður penna til að gera landbún- aðarmálum örlítil skil ótt- ast ég að það spjall fái ekki risið upp úr þeim fjóshaug sem umræða um þau mál virðist óneitanlega oft falla ofan í. Hvaða augum sem menn líta á mái landbúnaðarins er rétt að gera sér ljóst í upphafi að um 7% lands- manna hafa fulla vinnu af landbúnaði þ.e. vinna við búrekstur auk heilla sveit- arfélaga sem byggja tilveru sína að miklu leyti á vinnslu landbúnaðarafurða og þjónustu við hann. Verð- ur því þess vegna ekki á móti mælt að landbúnaður er einn af aðalatvinnuveg- um þjóðarinnar. Við ísl. landbúnað vinnur kjarnmikið og duglegt fóik sem hefur valið sér það göfuga starf að yrkja jörð- ina. Fyrr á tímum unnu svo til allir landsmenn við landbúnað og tilgangurinn var að fæða og klæða landsmenn. Málið var ósköp einfalt og í rauninni hefur tilgangur landbúnaðarins ekki breyst neitt, það er, hann á enn að fæða og klæða landsmenn, ég geng aliavega út frá því sem föstum punkt og ástæðan er sú að engin hefur viljað kaupa vöruna erlendis, nema við gæfum með henni og það hafa aldrei þótt eftirsóknarverð viðskipti. Nú er raunin sú að milli 20 og 30% landbúnaðarfram- leiðslunnar er fluttur á erlendan markað og borgað með vörunni. Ekki er það svo gott að við séum að gefa vanþróuðum þjóðum okkar afgangs kjöt, nei, nei, það eru m.a. Norðmenn og Færeyingar sem borða af- ganginn. Hverjir eru það þá sem hagnast á útflutningn- um, ekki eru það bændur, þá vantar mikið á til að ná viðmiðunarstéttum í laun- um auk geysimikillar fjár- festingar til framleiðslu alls aukakjötsins og auka- vinnuálags. Það er kald- hæðnislegt en trúlega rétt að það eru fulltrúar bænda og félög „þeirra" sem hags- muna hafa að gæta en þessir svo kölluðu fulltrúar bænda, þ.e. framsóknar- veldið og Sambandið, eru engir fulltrúar bænda, þessi óskabörn bændastétt- arinnar sem frelsuðu bænd- ur úr viðjum fátæktar og kúgunar hafa breyst í skrímsli sem hefur hags- muni bænda að engu en heldur stéttinni í heljar- greipum einokunar, okurs og spillingar t.d. er mest allur útflutningur á dilkum í höndum SÍS. Sú ofvélvæðing sem leitt hefur af offramleiðslunni fer í gegnum SIS og kaupfé- lögin. Sem aðrar framleiðslu- vörur verður framleiðsla landbúnaðarafurða að mið- ast við þann markað sem þær skulu metta og jafnvel þó um offramleiðslu geti verið að ræða í góðum árum er enginn möguleiki á að réttlæta offramleiðslu und- anfarinna ára með því. Með dyggilegri aðstoð forystumanna sinna hafa bændur séð það eina ráð í kjarabaráttu sinni að auka framleiðsluna til að ná sambærilegum launum við Ilaukur Þ. Hauksson viðmiðunarstéttir sínar. Yfir þá endaleysu hefur svo landbúnaðarráðherra lagt blessun sína og ekki bara það heldur hefur hann hvatt til áframhaldandi þróunar í sömu átt. Segir hann að skattar og tollar af útflutíum afurðum séu á við meirihluta útflutnings- bótanna. Ráðherra tekur ekki inn í dæmið landeyð- ingu af völdum ofbeitar sem orsakast trúlega af of mörgu fé á afréttum og heimalöndum. Ráðherra tekur ekki inn í dæmið hið óhemju mikla vinnuálag sem bændur eru undir meðan þeir streða við að hafa búin nógu stór til að ná sambærilegum kjörum við viðmiðunarstéttir sínar og ráðherra tekur ekki inn í dæmið þá geysimiklu fjárfestingu í vélum, verk- færum og húsum sem bændur verða að leggja út í í trú á betri tíð með blóm í haga. Jú blessaður ráð- herrann gleymdi ekki þessu öllu, það var bara fleira sem hann varð að hugsa um. Vinir hans uppi i Ármúla sem flytja kjötið út auk annarra búvara og vélarnar inn verða að fá sitt. Ég held að flestir sem íhuga málið og ekki síst bændur sjálfir geri sér ljóst að nú þarf að snúa við blaðinu og stöðva þá óheillaþróun sem átt hefur sér stað í málum landbún- aðarins á síðustu árum og gert hefur þorra bænda að þrælum í staðinn fyrir kónga á búum sínum. Til að koma málum land- búnaðarins í eðlilegt horf þarf fyrst og fremst að laga framleiðsluna að markaðin- um. Það fyrsta sem manni dettur í hug er að minnka framleiðslu á sauðfjáraf- urðum en fleira verður til að koma, tryggja verður að bændur fái mannsæmandi laun og arð af því fé sem í búrekstrinum liggur. Það er sannað mál að hér á landi eru miklir möguleikar til nýrra búgreina sem ekki hefur verið mikill gaumur gefinn hingað til s.s. rækt- un garðávaxta, holdanauta- rækt, minkarækt, eldi á ferskvatnsfiski auk margs annars. I landinu er nú starfandi stór hópur mjög vel mennt- aðra búvísindamanna sem starfar við rannsóknir, leið- beiningarstarfsemi, og ým- islegt annað á vegum ríkis- ins og búnaðarsamtaka. Með fullri virðingu fyrir ísl. bændum vil ég leyfa mér að fullyrða að þorri bænda les ekki niðurstöður rannsókna ísl. búvísindamanna né not- ar sér sem skyldi þá leið- beiningarþjónustu sem til ^taðar er í landinu. í þessu sambandi er það sláandi og gefur ástæðu til að ætla að ekki sé nægilegrar hag- kvæmni og útsjónarsemi gætt í rekstri búanna að hlutur bóndans í brúttó- tekjum búsins hefur minnkað á undanförnum árum. Má ætla að með aukinni hagræðingu og hagkvæmari rekstrarreikn- ingum megi minnka fram- leiðsluna án þess að það komi niður á tekjum bónd- ans. Sölu- og vinnslukostnað- ur er einn sá þáttur sem orðinn er óheyrilega hár og þarf endurskoðunar við. Hefur einokun á því sviði reynst bændum dýr. Þar sem ég er að vonum alls ekki megnugur að leysa vanda landbúnaöarins er það von mín að bændur vakni til vitundar um vandamál sín og bregðist við þeim með hag sjálfs sín og allrar þjóðarinnar fyrir augum og geri sér grein fyrir því að það eru ekki óánægðir kaupstaðar- spjátrungar sem eru aðal- óvinir landbúnaðarins held- ur annarlegir hagsmunir þeirra manna sem stjórna gjörðum samtaka „þeirra" Fjölsótt ráðstefna SlJSum vamarmál Samband ungra auglýst opinberlega, sjálfstæðismanna heldur var til hennar gekkst fyrir skömmu boðið sérstaklega fyrir ráðstefnu um áhugamönnum um varnarstöðina í Kefla- þessi mál. vík, en yfirskrift ráð- Ræðumenn voru: stefnunnar var: Howard Matson, blaða- „Varnarstöðin í Kefla- fulltrúi Varnarliðsins, vík í fjárhagslegu og Baldur Guðlaugsson, hernaðarlegu tilliti í lögfræðingur, Baldur nútíð og framtíð." Ráð- Sveinsson, kennari, stefnan, sem fór fram Geir H. Haarde, hag- að Hótel Loftleiðum, og fræðingur og Björn var haldin að frum- Bjarnason, skrifstofu- kvæði utanríkismála- stjóri forsætisráðu- nefndar S.U.S., var ekki neytisins. Pallborðsumræður á ráðstefnu S.U.S. um varnarmál. Talið frá vinstrii Baldur Guðlaugsson. formaður utanríkismálanefndar S.U.S., Jóhann Einvarðsson, bæjarstjóri, Jón G. Sólnes, alþm., Benedikt Gröndal, alþm., Guðmundur H. Garðarsson, alþm.. Höskuldur Ólafsson. bankastjóri. Umræðustjóri, Markús Örn Antonsson, borgarfulltrúi, lengst til hægri. Þá voru á ráðstefn- unni pallborðsumræð- ur, þar sem þeir Jón G. Sólnes, Guðmundur H. Garðarsson, Benedikt Gröndal, alþingismenn, Jóhann Einvarðsson, bæjarstjóri, Höskuldur Ólafsson, bankastjóri, og Baldur Guðlaugsson, lögfræðingur, ræddu með þátttöku ráð- stefnugesta málefni varnarliðsins. Ráðstefnan þótti tak- ast hið besta, en utan- ríkismálanefnd S.U.S. hefur gengist fyrir hliðstæðum ráðstefn- um undanfarin ár, og hefur efni þeirra verið gefið út í sérstökum bæklingi síðar. Ráðstefnustjóri á ráðstefnunni var Mark- ús Örn Antonsson, borgarfulltrúi, en for- maður utanríkismála- nefndar S.U.S. er Bald- ur Guðlaugsson. -AH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.