Morgunblaðið - 03.06.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JUnI 1978
7
Mesta hræsni 1
íslands-
sögunnar
Að baki „kaupráns-
kenningar" Alpýðu-
bandalagsins býr fjallhá
hræsni. Ekki er liðið
nema eitt kjörtímabil (ag
tæplega pó) síöan Al-
pýðubandalagið deildi og
drottnaði í áhrifum ríkis-
valds á kaupgjaldsmál
pjóðarinnar. Hverjar voru
Þá efnahagsráöstafanir
stjórnvalda, er AlÞýðu-
bandalagið fór með ráð-
herradóm í verðlagsmál-
um? Þessar aðgerðir eru
Þaö skammt að baki að
Þær ættu að vera Ijósar í
minni manna:
• 1) AlÞýðubandalagið
stóð að hækkun sölu-
skatts.
• 2) AlÞýðubandalagið
stóð að hækkun verð-
jöfnunargjalds á raforku.
• 3) AlÞýöubandalagið
stóð aö tvennum gengis-
lækkunum krónunnar.
• 4) Og síðast en ekki
sízt: AlÞýðubandalagið
stóð að Því aö taka
kaupgjaldsvísitölu úr
sambandi við verölags-
hækkanir, Þvert á Þáver-
andi kjarasamninga um
verðbætur á laun. Þá var
ekki minnst á „kauprán".
Og „kaupránið" kom með
sama Þunga á hina lægst
launuðu og hátekjumenn.
í Ijósi Þessara stað-
reynda; í Ijósi Þessara
andstæðna í orði og
verki, verður hræsni Al-
Þýöubandalagsins í
kosningaáróðri Þess nú
Ijós. Má vera að fólk
kokgleypi stóryrðin, Þeg-
ar vel tekst um kryddun
og framreiðslu Þeirra. En
hætt er við, að meltingar-
truflanir segi til sín, Þeg-
ar frá líður.
Launajöfnuöur
eöa hiö
gagnstæða
Efnahagsráðstafanir
núverandi ríkisstjórnar
eru mun mildari en
vinstri stjórnarínnar. Þær
miða og í launajöfnunar-
átt. Öfugt við Það sem
ofan á hefur orðið í
mörgum síöustu kjara-
samningum. Þar koma til
tengsl AlÞýöubandalags-
ins við ýmsa hálauna-
hópa innan ASÍ, sem haft
hafa forgang umfram
hina lægst launuðu, ef
mið er tekið af breikk-
andi launabili, sem er
staðreynd.
Aðgerðir núverandi rík-
isstjórnar skerða ekki í
dag verðbætur á laun allt
að 122.000 krónum á
mánuði, miðað við laun í
dagvinnu. Bótahlutfallið
lækkar síðan smám sam-
an en kemst ekki niður í
hálfar veröbætur fyrr en
við 230-240.000 króna
mánaðarlaun (í dag-
vinnu). Þeir sem hafa
laun umfram Það mark
njóta aöeins hálfra verð-
bóta, sem er í samræmi
við margumtalaða launa-
jöfnunarstefnu. Miðað er
við dagvinnu en ekki
heildarlaun, Þanníg aö
verðbótaaukinn rýrni
ekki vegna yfirvinnu-
tekna, kaupauka eða
bónus, skv. samningum
verka- og iðnverkafólks.
í kjölfar bráöabirgða-
laga ríkisstjórnarinnar,
sem hór hefur verið um
fjallað, kom svo 15%
hækkun bóta almanna-
trygginga, sem sjálfsagt
var.
Með Þessum lögum eru
Því á sanngjarnan hátt og
réttmætan tryggðar
óskertar verðbætur á
lægstu launin, en ekki á
Þau hæstu, sem vissu-
lega verkar í launajöfnun-
arátt. Ekkert hliðstætt
var í efnahagsráðstöfun-
um („kaupránsaðgerö-
um“) vinstri stjórnarinn-
ar.
Fyrir borgarstjórnar-
kosningar vildu Alpýðu-
bandalagsmenn láta
greiða „fullar veröbætur"
á öll laun, hæstu sem
lægstu. Nú tala Þeir um
athugun á útgjaldaáhrif-
um slíkra greiðslna, sem
ekki var á minnst við fyrri
tillöguflutning í borgar-
stjórn. Fróölegt verður aö
fylgjast með „launajöfn-
unarstefnu" AlÞýðu-
bandalagsins um hlut-
fallslega hærri verðbætur
til hátekjufólks en hinna
lægra launuðu.
1
Atvinnu-
öryggi
Örari verðlagshækkan-
ir hér en í viðskiptalönd-
um okkar höföu ýtt út-
flutningsgreinum Þjóðar-
búsins að barmi rekstrar-
stöðvunar. Efnahagsráö-
stafanir núverandi ríkis-
stjórnar miðuðu að Því
einu að tryggja rekstrar-
öryggi Þessara atvinnu-
greina, tyrst og fremst í
fiskvinnslu, og Þar með
áframhaldandi atvinnuör-
yggi í landinu. — Þrátt
fyrir víðtækt atvinnuleysi
í öllum okkar nágranna-
löndum, sem fyrst og
fremst hefur bitnað á
ungu fólki, sérmenntuðu
sem ófaglærðu, hefur
tekizt að tryggja atvinnu-
öryggi hér á landi allt
Þetta kjörtímabil. i
OECD-löndum eru um 7
Framhald á bls. 25
Jlítóöur
á morgun
GUÐSPJALL DAGSINSi
Lúk.i Hin mikla kvöld
máltíð.
LITUR DAGSINS.
Grænn. Litur vaxtar
og þroska.
DÓMKIRKJAN. Sjómanna-
messa kl. 11 árd. Látinna
sjómanna minnst. Sjómenn
flytja bæn, pistil og guðspjall.
Einsöngvarakórinn syngur,
Garðar Cortes syngur einsöng.
Séra Þórir Stephensen.
ÁRBÆJARPRESTAKALL.
Guðsþjónusta í safnaðarheimili
Árbæjarsóknar kl. 11 árd. Séra
Guðmundur Þorsteinsson.
ÁSPRESTAKALL. Messa kl. 11
árd. að Norðurbrún 1. Séra
Grímur Grímsson.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL.
Guðsþjónusta kl. 11 árd. í
Breiðholtsskóla. Séra Lárus
Halldórsson.
BÚSTAÐAKIRKJA.
Guðsþjónusta kl. 11. Séra Jón
Bjarman messar í fjarveru
sóknarprests. Organleikari
Guðni Þ. Guðmundsson. Sóknar-
nefnd.
FELLA- OG
HÓLAPRESTAKALL. Guðs-
þjónusta í safnaðarheimilinu að
Keilufelli 1 kl. 11 árd. Séra
Hreinn Hjartarson.
GRENSÁSKIRKJA. Guðsþjón-
usta kl. 11 árd. Organisti Jón G.
Þórarinsson. Séra Halldór S.
Gröndal.
HÁTEIGSKIRKJA. Messa kl.
11 árd. Séra Arngrímur Jóns-
son.
HALLGRÍMSKIRKJA. Messa
kl. 11. Séra Ragnar Fjalar
Lárusson.
LANDSPÍTALINN. Messa kl.
10 árd. Séra Karl Sigurbjörns-
son.
KÓPAVOGSKIRKJA.
Guðsþjónusta kl. 11 árd. Séra
Árni Pálsson.
LANGIIOLTSPRESTAKALL.
Guðsþjónusta kl. 2. Séra Árelíus
Níelsson.
LAUGARNESKIRKJA. Guðs-
þjónusta kl. 11 í umsjá safnað-
arsystur. Benedikt Jasonarson,
kennari predikar. Sóknarprest-
ur.
NESKIRKJA. Guðsþjónusta kl.
11 árd. Vinsamlegast athugið
breyttan messutíma. Séra
Frank M. Halldórsson.
FÍLADELFÍUKIRKJAN.
Safnaðarguðsþjónusta kl. 11
árd. Athugið breyttan messu-
tíma. Almenn guðsþjónusta kl. 8
síðd. Einar J. Gíslason.
GRUND elli- og hjúkrunar
heimilið. Messa kl. 2 síðd. Séra
Lárus Halldórsson.
SELTJARNARNESSÓKN.
Guðsþjónusta í félagsheimilinu
kl. 11 árd. Séra Guðmundur
Óskar Ólafsson.
FRÍKIRKJAN Reykjavík.
Messan fellur niður í kirkjunni
vegna guðsþjónustu í Hvera-
gerðiskirkju kl. 2 síðd. Organisti
Sigurður Isólfsson. Séra Þor-
steinn Björnsson.
DÓMKIRKJA KRISTS kon-
ungs Landakoti. Lágtnessa kl.
8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd.
Lágmessa kl. 2 siðd. Alla virka
daga er lágmessa kl. 6 síðd.
nema á laugardögum, þá kl. 2
síðd.
FELLAHELLIR. Kaþólsk
messa kl. 11 árd.
HJÁLPRÆÐISHERINN.
Helgunarsamkoma kl. 11 árd.
Hjálpræðissamkoma kl. 20.30.
Ragnhild og Knut Hagen ofursti
tala.
MORMÓNAKIRKJAN. (Kirkja
Jesú Krists af síðari daga
heilögum Austurstræti 12, 4.
hæð): Ráðstefna hefst kl. 13.
Yfirmaður Mormónakirkjunnar
í Danmörku, sem kemur í
heimsókn talar.
BÆNASTAÐURINN Fálka-
götu 10. Samkoma kl. 4 síðd.
Þórður M. Jóhannesson.
MOSFELLSPRESTAKALL.
Messað að Mosfelli kl. 14.
Sóknarprestur.
KAPELLA St. Jósefssystra í
Garðabæ. Hámessa kl. 2 síðd.
HAFNARFJARÐARKIRKJA.
Sjómannadagsguðsþjónusta kl.
1.30 síðd. Séra Gunnþór Inga-
son.
KEFLAVÍKURKIRKJA.
Sjómannamessa kl. 13.30. Sigur-
vin Pálsson meðhjálpari flytur
hátíðarræðu. Skrúðganga frá
kirkjunni að lokinni messu.
Sóknarprestur.
GRINDAVÍKURKIRKJA.
Sjómannaguðsþjónusta kl. 11
árd. Sójtnarprestur.
HVALSNESKIRKJA. Sjó-
mannamessa kl. 11 árd. Sóknar-
prestur.
UTSKÁLAKIRKJA. Sjó-
mannamessa kl. 1.30 síðd. Sókn-
arprestur.
EYRARBAKKAKIRKJA.
Guðsþjónusa kl. 2 síðd. Séra
Sigurður Sigurðarson prédikar.
STOKKSEYRARKIRKJA.
Guðsþjónusta kl. 10.30 árd.
Sóknarprestur.
HVERAGERÐISKIRKJA.
Messa kl. 2 síðd. Organisti
Sigurður ísólfsson. Séra Þor-
steinn Björnsson messar.
GAULVERJABÆJARKIRKJA,
Guðsþjónusta kl. 13. Sóknar-
prestur.
LEIRÁRKIRKJA. Messa.
Ferming kl. 14. Séra Jón Einars-
son.
AKRANESKIRKJA. Sjó-
mannaguðsþjónusta kl. 10 árd.
Athugið breyttan messutíma.
Aldraðir sjómenn heiðraðir.
Séra Björn Jónsson.
AustinMiniárgí76
Til sölu er Austin Mini 1000 árg. 76. Bíll í
toppstandi, (nýyfirfarinn). Aöeins staðgreiösla
kemur til greina.
Upplýsingar í síma 84924.
Utankjörstaðar-
atkvæðagreiðsla
í Kópavogi
Utankjörfundaratkvæöagreiðsla í Kópavogi
vegna alþingiskosninganna 25. júní 1978 hófst
mánudaginn 29. maí og verður fram á kjördag
hinn 25. júní.
Opiö veröur eins og hér segir:
Mánudaga til föstudaga kl. 10—15 og kl. 18—20,
Laugardaga kl. 10—12, 13—15 og kl. 18—20 og
sunnudaga kl. 10—12.
Atkvæöagreiöslan fer fram á lögreglustööinni aö
Auðbrekku 57, 1. hæö.
Bæjarfógetinn í Kópavogi
Fáksfélagar
Lokaúrtaka gæöinga í A og B flokkum, sem fara
eiga á landsmótiö í sumar fer fram mánudaginn
5 júní kl. 20 á skeiövelli félagsins, óskaö er eftir
hestum, sem náö hafa einkuninni 8. svo og
öörum hestum, þó þeir hafi ekki veriö skoöaöir
áöur, ef eigandi reiknar meö góöum árangri. __
Tekið verður á mðti hestum í ^ hagbeit i
Geldinganesi, fimmtudaginn 8. júní kl. 20.
Hestamannafélagið Fákur.
mest seldi bíllinn...
BIFREIDAR & LANDBUNAÐARVELAR
SUÐURLANDSBRAUT 14, SlMI 38600
Síðastliðið ár og það sem er af
þessu ári, er LADA mest seldi
bíllinn. Það er vegna þess að
hann er á mjög hagstæðu
verði, og ekki síst, aö hann er
hannaöur fyrir vegi sem okkar.
Nú eru allir LADA bílar með
höfuðpúðum, viðvörunarljós-
um ofl. ofl.