Morgunblaðið - 03.06.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.06.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1978 17 V orblót Stravinskys frumflutt íslenzkir tónlistarmenn á Listahátíð 78 Gísli Magnússon og Halldór Haraldsson leika á athyglisverðum tónleikum í bjóðleikhúsinu á sunnudag kl. 15i30, ásamt Reyni Sigurðssyni og Oddi Björnssyni. Listahátíð er gengin i garð. Það kennir margra grasa á framboðslista hennar. Að venju er slatti af erlendum stórstirn- um, nokkuð um víðförla norður- landabúa, og svo blessaðir Islendingarnir! Fjölmiðlum ætl- ar að takast að þyrla upp moldviðri vegna hingaðkomu útlendinganna eins og endra- nær, og varla að glitti í landann. Þetta er ekki ný bóla. Svona var þetta hér áður fyrr, er, og verður svo lengi sem brellum auglýsingatækninnar er mis- skipt. Það heyrist mest til þeirra er kalla hæst, og auk þess er enginn spámaður á Islandi nema sá hinn sami sé annað tveggja útléndingur eða menntaður erlendis. Eða eigum við dæmi um hið gagnstæða? En hvað um það. Á næstunni mun undirritaður reyna að spyrna við fótum í útlendinga- flóðinu, og halda á loft þeim glæsilega hópi íslenskra tónlist- armanna er prýða listahátíð 1978. Það að setja sig í einhverj- ar afkáralegar baráttu-stelling- ar til að bjarga heiðri islenskra tónlistarmanna er ef til vill virðingarvert, en um leið neyð- arlegt, og okkar ágætu tónlist- armönnum móðgunarefni ef grannt er skoðað. En hvað annað er til ráða? Því þótt við eigum fullkomlega frambæri- lega tónlistarmenn á Islandi lætur alþýða manna glepjast hvað eftir annað af skrautklæð- um erlendra farandsöngvara og fagurgala fjárhaldsmanna þeirra! íslenskir tónlistarmenn verða að læra að sVara í sömu mynt, ellegar að sætta sig við að drukkna í áróðursflóðinu. Nú er ekki verið að halda því fram að erlendir gestir okkar á Listahátíð eigi ekki lof skilið. Þvert í mót. En íslendingarnir, margir hverjir, eiga það skilið líka. Það er kjarni málsins. Og þá er að snúa sér að efninu: Þau gleðitíðindi hafa spurst að Gísli Magnússon og Halldór Haraldsson ætli að frumflytja á íslandi mesta tímamóta-tónverk tuttugustu aldarinnar í Þjóðleikhúsinu sunnudaginn 4. júní, kl. 15.30. Hér um ræðir hvorki meira né minna en Vorblót Stravinskys, sem á sínum tíma (1913) setti allt á annan endann í Parísar- borg, en þykir nú eins ómissandi og sjálfsagt í tónlistarsögunni og snjór á Grænlandi. Verkið samdi Stravinsky við lítinn píanógarm uppá hanabjálka einhversstaðar, en skrifæ%ði 0%ð út fyrir hljómsveit, og þannig var það frumflutt. Seinna umritaði Stravinsky verkið fyrir tvö píanó, enda kom fljótt á daginn að fæstar borgir höfðu á að skipa nægilega stórum hljómsveitum til að gera Tónhvísl eftir GUÐMUND EMILSSON Vorblóti skil. Kallinn hafði auravit þá, sem og siðar meir, enda seldist Vorblót í píanóút- setningunni eins og heitar lummur. Þó að einkennilega megi virðast hljómar verkið ekki síður aðlaðandi í píanóbún- ingnum. Kemur a.m.k. tvennt til: Verkið var upphaflega samið við píanó og er því í eðli sínu vel fallið fyrir hljómborð. í annan stað verður hrynjandin bein- skeyttari í píanóbúningnum, enda hljóðfærið slaghljóðfæri að hálfu (samanb. „slagharpa"). Að lokum er þess að gæta, að píanóútsetningin kallar fram ýmsar innri raddir tónverksins, sem eiga það til að kafna í hljómsveitarbúningnum. Því er það eins og að heyra verkið í fyrsta skipti þegar það er leikið á tvö píanó. Og hver vill ekki endurtaka þá lífsreynslu? Auk Vorblóts Stravinskys flytja þeir félagar Sónötu fyrir tvö pfanó og ásláttarhljóðfæri eftir Bartok; öndvegisverk sam- ið 1938, sem seinna varð Konsert fyrir tvö píanó og hljómsveit. Gísli og Halldór fluttu það verk í fyrra við besta orðstír. Halldór sagði að það vaéri í meðallagi aðgengilegt fyrir almenna tónleikagesti, en ætti að halda athygli manna óskiptri fyrir sakir sterks hljóð- falls, andstæðna, meitlaðra lag- lína og ásláttarhljóðfæranna sem fylgja í kaupbæti. Það eru þeir Reynir Sigurðsson og Odd- ur Björnsson er bera munu hita og þunga þeirra. Halldór sagðist jafnframt ánægður með að fá tækifæri til að halda „alvöru“ tónleika, í stað þess að vera númer á færibandatónleikum eins og íslendingarnir hafa orðið að sætta sig við. Hann sagðist gjarnan hafa viljað flytja ís- lenskt tónverk á þessum tónleik- um, en bætti við í afsökunartón að tónbókmenntir okkar ættu ekki til að dreifa slíku verki, þ.e. fyrir tvö píanó. Gísli svaraði aðspurður, að sennilega væri rekinn meiri áróður fyrir erlendum gestum en innlendum, en taldi að þetta hefði færst í eðlilegra form sl. ár. Hann sagði, af óþarfa hógværð, að sér fyndist eðlilegt að hann félli í skuggann af erlendum gestum. Hins vegar var hann svolítið óhress með það hvað forsvarsmenn listahá- tíðar drógu það lengi að taka ákvörðun um þátttöku einstakra listamanna; sagði að þeir Hall- dór væru báðir vinnandi menn og ættu því að fá sama fyrirvara og útlendingarnir, ef ekki lengri. Halldór sagði mikla breidd vera í listahátíð 1978. Þó fannst honum óeðlilega lítið gert fyrir yngstu kynslóð tónskálda okkar, sem voru öll utangarðs að þessu sinni. Gísli tók undir þessi orð, og sagði að það væri sjálfsagt að styðja við bakið á tónskáldunum ungu. Að lokum vil ég hins vegar leyfa mér að hvetja öll tónelsk- andi hjörtu að styðja við bakið á Gísla og Halldóri, og hlýða á flutning þeirra, sem án efa verður fágaður og eftirminnileg- ur. Um efnisskrána er óþarfi að hafa fleiri orð. Glæsilegri gæti hún vart verið. Kvennaskólanum færðar góðar gjafir við skólauppsögn Kvennaskólanum í Reykjavík var sagt upp laugardaginn 27. maí sl. að viðstöddu fjölmenni. Forstöðukona gerði grein fyrir starfsemi skólans þetta skólaár og skýrði frá úrslitum prófa. I vetur stunduðu 184 nemendur nám á grunnskólastigi og 22 á uppeldisbraut, en 63 stúlkur luku grunnskólaprófi 9. bekkjar og hlutu allar rétt til framhaldsnáms. Bestum árangri á grunnskóla- prófi náði Auður Þóra Árnadóttir, en í 2. bekk var hæst Jórunn Ella Þórðardóttir og í 1. bekk Ingunn Hansdóttir. Á uppeldisbraut náði Anna María Sigurðardóttir best- um árangri í námi. Við skólauppsögn voru Kvenna- skólanum færðar gjafir, blóm og heillaóskir. Fyrir hönd nemenda sem brautskráðust fyrir 60 árum, talaði frú Elísabet Þorgrímsdóttir og færðu þær skólanum bókagjöf. Fyrir hönd 50 ára árgangsins talaði frú Laufey Jónsdóttir og afhenti hún fjárupphæð í Móður- málssjóð. Frú Erna Ingibjörg Mathiesen talaði af hálfu 25 ára árgangsins, og færðu þær skólan- um blóm og silfurvasa. Fyrir hönd 20 ára árgangsins talaði frú Þórunn Gestsdóttir og færðu þær Skálatúni gjöf frá sinum árgangi. Fyrir hönd 10 ára árgangsins talaði Magnea Antonsdóttir og færðu þær skólanum fjárupphæð í Listaverkasjóð og af hálfu 5 ára árgangsins talaði Sigríður Harðardóttir og gáfu þær fjárupp- hæð, er renna skyldi í sama sjóð. Forstöðukona þakkaði afmælis- árgöngum komuna og kvað tryggð þeirra uppörvun bæði nemendum og kennurum. Að því búnu fór fram verðlauna- afhending. Verðlaun úr Minning- arsjóði Thoru Melsteð fyrir bestan árangur á grunnskólaprófi hlaut Auður Þóra Árnadóttir, Jóhanna Gísladóttir og Margrét Vala Kristjánsdóttir. Verðlaun fyrir næst besta árangur á grunnskóla- prófi hlaut Jóhanna Gísladóttir, og verðlaun fyrir bestan árangur á uppeldisbraut og jafnframt hæstu einkunn yfir skólann hlaut Anna María Sigurðardóttir. Verð- laun fyrir ágæta frammistöðu í dönsku hlaut Rósa Kristín Baldursdóttir. Þýska sendiráðið veitti verðlaun fyrír ágæta frammistöðu í þýskunámi og þau hlaut Anna María Sigurðardóttir, uppeldisbraut. Verðlaun fyrir ágætisárangur í sögunámi hlutu Jóhanna Gísladóttir og Auður Þóra Árnadóttir. Verðlaun úr minningasjóði um Rannveigu og Sigríði Þórðardætur fyrir besta teiknikunnáttu hlaut Auður Eyjólfsdóttir. Að lokum þakkaði forstöðukon- an skólanefnd og nemendasam- bandi ánægulegt samstarf og kennurum þann góða árangur, sem náðst hefði, og óskaði nemendum allra heill á komandi árum. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU VERIÐ VELKOMIN VEITINGAHÚSIÐ OPID UM HELGAR Grillréttir Pottréttir Smáréttir ______________ VEITINGAHÚSID KjuWingar O.f I. ÁRMÚLA 21 S.86 Roast Beef Bernaíse meö ristuöum sveppum, belgjabaunum, gulrótum og frönskum kartöflum Kr. 98a- ÁRMÚLA 21 S.86022 SENDUM HEIM NÆG BILASTÆÐI REYNIÐ VIÐSKIPTIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.