Morgunblaðið - 03.06.1978, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.06.1978, Blaðsíða 44
ai:<;lVsin<;asíminn er: 22480 JHorflimblfiíiiíi LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1978 AljíiLYSINGASIMÍMN ER: 22480 JWorfjnnblnÍJiö DJASS MUN FYLLA LAUGARDALSHÖLLINA í KVÖLD. Oscar Peterson, píanóleikarinn frægi, kom til Reykjavíkur í gær, svo og Niels Henning Örsted Pedersen bassaleikari. Þeir munu halda fyrstu tónleika, sem haldnir eru á vegum Listahátíðar. Þriðji maðurinn úr tríói Petersons, gítarleikarinn Joe Pass, veiktist fyrir stuttu og liggur í sjúkrahúsi. Getur hann því ekki komið og leikið með þeim félögum. Þessar myndir eru teknar á Hótel Sögu í gær. Á annarri er Oscar með syni sínum, sem kominn er hingað með honum, en á hinni er Niels Henning að skrá sig inn á hótelið með bassann undir handleggnum. Alvarleg líkamsárás ALLALV ARLEG líkams- árás var framin í fyrrinótt, er ráðizt var á 66 ára gamlan næturvörð á Hrafn- istu, Dvalarheimili aldraðra sjómanna í Reykjavík. Varj maðurinn með áverka á höfði eftir árásina, úlnliðs-' brotinn og fingurbrotinn og missti hann mikið blóð. Hann var fluttur í slysa- deild Borgarspítalans, en fékk að fara heim, er hann reyndist minna slasaður en í fyrstu var óttazt. Árásar- mennirnir hafa ekki fundizt og er málið í rannsókn hjá Rannsóknarlögreglu ríkis- ins. SIS: Greiðslur lífeyrissjóðs verðtryggðar um 70% Verður yfírvinnubanni V.M.S.Í. breytt í tákn- ræna mótmælaaðgerð? ÁSKORUN Verkamannasam- hands íslands til aðildarfélaga sinna um boðun yfirvinnubanns 10.—30. júní hefur sætt talsverðri gagnrýni innan Alþýðusambands Islands. sem telur aðgerðirnar ótímabærar á svo pólitískum óvissutíma, sem er fram að alþingiskosningum. T.d. munu iðnaðarmannafélögin alls ekki tilbúin til slíkra aðgerða, en ráðagerðir hafa verið uppi um að ná samstöðu um yfirvinnubann á breiðari grundvelli en Verka- mannasambandinu. Friðrik vann mótið FRIÐRIK Ólafsson stórmeist- ari varð sigurvegari alþjóða skákmótsins í Las Palmas á Kanaríeyjum, scm Iauk í gær- kvöldi. F’riðrik hlaut 8‘á vinn- ing í 11 skákum eða jafn- marga vinninga og Orestes Rodriguez írá Perú en Friðrik híaut fleiri stig samkvæmt Sonnenborn Berger stigakerf- inu og telst því sigurvegari mótsins. í 12. umferð í gærkvöldi vann Friðrik Spánverjann Pedro Lezcano í 31 leik en Rodrigues gerði jafntefli við Padron í 14 leikjum. Þá vann Tatai Spán- verjann Cabrera en aðrar skák- ir fóru í bið. Sem fyrr segir urðu Friðrik og Rodrigues efstir með 8'/2 vinning, Csom hefur 7Vz vinn- ing og biðskák, Padron 7 vinninga og Westerinen 5‘/2 vinning. í gær var haldinn fundur i 10-manna nefnd ASI, þar sem þessi mál voru m.a. til umræðu. I framhaldi af þeim fundi er ráð- gerður fundur í framkvæmda- stjórn Verkamannasambandsins á mánudag og á þriðjudag fundur í miðstjórn ASÍ. Torfi Hjartarson hefur svo boðað vinnuveitendur og Verkamannasambandið til sátta- fundar á miðvikudag klukkan 14. Forysta Alþýðusambandsins veltir því nú fyrir sér á hvern hátt sé unnt að komast undan ákvörðun Verkamannasambandsins um boð- un yfirvinnubanns frá 10. til 30. júní. Velta menn helzt fyrir sér að boðað verði til táknræns yfir- vinnubanns í eina viku eða svo, sem standi þá frá 10. til 17. júní og verði aðeins mótmælaaðgerð við bráðabirgðalögum ríkis- stjórnarinnar, en alls ekki aðgerð til þess að knýja fram kaupgreiðsl- ur samkvæmt samningunum frá 22. júní í fyrra. Þá eru og raddir um að öllum aðgerðum verkalýðs- hreyfingarinnar verði frestað fram yfir alþingiskosningar 25. júní. STJÓRN lífeyrissjóðs starfsmanna Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga ákvað siðastliðinn mið- vikudag, að sjóðurinn skyldi verðtryggja lífeyri til lífeyrisþega að 7/10 hlutum. Erlendur Einarsson, for- stjóri Sambandsins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ástæðan fyrir því að þetta væri kleift, væri að lífeyrissjóðurinn hefði verið ávaxtaður í verðtryggðum spariskírteinum ríkissjóðs og er verðbótin á bréfunum notuð til þess að tryggja lífeyrisgreiðslurnar á þenn- an hátt. Erlendur kvað það skoðun sína að verðtryggja ætti allan lífeyri lands- manna og ættu stjórnvöld að sjá til þess. Kvað hann sömu leikreglur eiga að gilda fyrir alla þegna þjóð- félagsins í þessum málum. Samið viðFÍA KJARASAMNINGAR við flug- menn í Félagi íslenzkra atvinnu- flugmanna, FÍA, voru undirritaðir á fimmtudagsmorgunn og í gær- kveldi var félagsfundur meðal flugmanna, þar sem fjallað var um samningana. Þegar Morgunblaðið Framhald á bls. 25. Björgvin Guðmundsson: Sérstakt rád yfir emb- ætti borgarverkfræðings ,VIÐ höfum á undanförnum árum oft flutt tillögur um breyt- ingar á stjórnarkerfi borgarinn- ar. þannig að ég reikna með að þær verði eitt þeirra atriða sem upp koma við gerð málefnasamn- ingsins," sagði Björgvin Guð- mundsson borgarfulltrúi Alþýðu- flokksins. þegar Mbl. spurði hann í gær hvort og þá hvaða hreytinga rna’tti vænta á stjórn- kerfi borgarinnar frá hinum nýja meirihluta. Nefndi Björgvin m.a. að hann væri eindregið þeirrar skoðunar að setja þyrfti sérstaka stjórn yfir borgarverkfræðings- embættið, „eins konar ráð verk- legra framkvæmda á vegum borgarinnar" og einnig gat hann þess að hann hefði sjálfur flutt tillögu um þátttöku starfsfólks stjórn borgarfyrirtækja. Björgvin gat þess að fjölgun borgarfulltrúa og hlutlaus em- bættismaður í starf borgarstjóra, sem fulltrúar allra meirihluta- flokkanna hefðu lýst sig samþykka við, teldist auðvitað til breytinga á stjórnkerfi borgarinnar. Framhaid á bls. 25. Aðalfundur SH: Tap frystihúsa4000 millj. á ári eftir síðustu launahækkanir w Ovíst hver kostnaðaraukning verður vegna nýs fiskverðs MIÐAÐ við rekstrarskilyrði frystihúsanna í landinu í maí- mánuði s.l. er áætlað rekstrartap frystihúsanna í landinu 1500 millj. kr. á ári, en þegar hækkun launakostnaðar sem varð 1. júní s.l. bætist við er áætlað tap frystihúsanna 4000 millj. kr. á ári, en launakostnaður hækkaði um 2500 millj. kr. 1. júní ef miðað er við ársgrundvöll. Kemur þetta fram í ályktun aðalfundar Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, sem lauk í Reykjavík í gær. í ályktun aðalfundarins segir: í ályktun aukafundar S.H. 16. desember 1977 og 14. febrúar 1978 var vakin athygli á, að geta frystihúsanna til að standa undir þeim miklu kostnaðar hækkunum, sem urðu á síðasta ári, -hafi eingöngu byggst á hækkun markaðsverðs á erlendum mörk- uðum og stöðugu gengissigi. Gengislækkun í byrjun ársins var svo annars vegar til að mæta þeim skuldbindingum sem Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins hafði tekið á sig, og hins vegar þeirri hækkun fiskverðs, sem tók gildi um síðustu áramót. Á fyrri helmingi þessa árs hafa litlar sem engar hækkanir orðið á framleiðsluvörum okkar erlendis og gengi á helztu gjaldmiðlum Framhald á bls. 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.