Morgunblaðið - 03.06.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.06.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1978 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI — EFNAHAGSMÁL — ATHAFNALÍF. Merk nýjung GLIT h.f. hefur tekið upp skemmtilega nýjung í starfsemi sinni en það er markaðsþjónusta fyrir inn- kaupastjóra og söluaðiia minjagripa. Birtar eru upplýsingar um markað- inn 1978, s.s. varðandi ferðamannastrauminn, helztu vöruflokka sem fram spá um kaup þessara ferðamanna í hverjum flokki fyrir sig í hverjum mánuði, og ætti þessi markaðsþjónusta Glits h.f. því að geta komið verzlunarmönnum að góð- um notum. Framkvæmda- stjóri Glits er Orri Vigfús- son. erlendir ferðamenn kaupa, mikilvægar dagsetningar og fleira þess háttar. Sem dæmi má nefna að getið er um ferðamannafjöldann 1978 þ.e. almenna ferða- menn, transit Keflavík og svo ferðamenn með skemmtiferðaskipum og er þetta flokkað eftir mánuð- um. Á sama hátt er sett Endumotkun Endurnýting afurða er starfs- grein sem lítt er þekkt hérlendis. Sem afleiðing vaxandi hráefnis- skorts hefur vegur þessarar greinar farið ört vaxandi erlend- is t.d. endurvinnsla á pappírsvör- um. Danmörk er meðal þeirra landa sem lengst eru komin á þessu sviði en þar starfa 100 fyrirtæki með um 1500 starfs- menn í atvinnugreininni. Heildarvelta þessara fyrirtækja á síðasta ári nam um 700 millj. d. kr. eða um 35 milljörðum ísl. kr. og voru um 10 milljarðar í formi útflutningstekna. Stórfelldar styrkveitingar til er- lendra sjávarútvegsfyrirtækja í síðasta töluhlaði Vinnuveit- andans, félagsblaði Vinnuveit- endasamhandsins, ritar Hjalti Einarsson formaður Sambands fiskvinnslustöðvanna athyglis- verða grein um styrkveitingar, sem erlend fiskvinnslufyrirtæki njóta og samanburð á íslenskum og erlendum fiskvinnslustöðvum almennt. Iljalti segir m.a. „Styrkir í Noregi, sem munu nema yfir 20% á hráefni, verka á sama hátt og tollur í markaðslönd- um okkar. Flest ef ekki öll ríki Efnahagsbandalagsins munu styrkja sjávarútveg stórkostlega. Ég hefi að vísu ekki fullkomnar upplýsingar um upphæðir styrkj- anna, en öðru hvoru berast gögn, sem staðfesta tilvist þeirra. Full- trúar Islands hafa á samninga- fundum um tollamál við Efna- hagsbandalagið staðfest það í einkaviðræðum og á fundum að um mikla styrkjapólitík er að ræða. Tilgangurinn með styrkveiting- um í norskum sjávarútvegi er sagður vera sá að tryggja sjómönnum ákveðin lágmarkslaun á vel reknum skipum. Fiskverð er ákveðið með það í huga „að launajör sjómanna séu sem mest í samræmi við launakjör land- verkafólks", þ.e. styrkirnir, koma frá norska ríkinu. Styrkveitingunum má skipta í eftirfarandi flokka eftir formi þeirra: 1. Beinar verðuppbætur á hráefni. 2. Niðurgreiðslur á rekstrarvörum útgerðar einkum veiðarfærum og beitu. Lítið vöruúrval og léleg þ jónusta 3. Til sjúkratrygginga og lífeyris- trygginga. 4. Til þess að standa straum af hækkunum á kauptryggingu sjó- manna. 5. Hagræðingarstyrkir. 6. Ymsir styrkir, t.d. vegna markaðserfðleika. Einungis fyrsti flokkurinn, bein- ár verðuppbætur á hráefni, kemur beint fram i fiskverðinu. Verðupp- bæturnar eru ákveðnar fyrir hverja fisktegund og stærðarflokk að afloknu samkomulagi við ríkis- sjóð hverju sinni um heildarfjár- hæð styrkveitinga. Fiskverðið er tilkynnt að meðtalinni verðuppbót og fiskkaupendur gera upp við útgerðarmenn á því verði, en Noregs Fáfisklag eða viðkomandi fisksölusamlag sér síðan um greiðslur styrkjanna til fiskkaup- burð á íslenskum og erlendum enda. Ákvörðun um verðbætur á fiskvinnslufyrirtækjum þá væri hvert kg. fisktegundar er tekin af nauðsynlegt að taka tillit til einstökum solusamlögum. Er þá allmargra þátta, s.s. álag á fisk- einkum tekið mið af þegar teknum verð og vaxtakostnaðar en afurða- ákvörðunum um hráefnisverð og vextir hjá íslensku fyrirtækjunum verðlagsþróun á erlendum mörk- eru nú farnir að nema tugum uðum.“ milljóna. Það kemur fram hjá Hjalta að hlutfall styrkveitinganna var á milli 8,2% og um 27% af aflaverð- mæti á árunum 1971—1977. Einna athyglisverðustu atriðin sem fram koma í greininni fjalla um saman- burðardæmi sem gerð voru á fiskverði í Færeyjum og á íslandi og einnig hver laun fólks í fiskvinnslu væru í þessum löndum. Niðurstaðan var sú að fiskverð er yfirleitt hærra hérlendis en í Færeyjum og launin voru einnig hærri hérlendis. Reiknuð laun í Færeyjum námu, á viðmiðunar- tímanum, 1102- kr. ísl. meðan launin hér á landi voru á bilinu 1171 — 1213.- fyrir sömu vinnu á sama vinnutíma. Þrátt fyrir hærra fiskverð eru launin hærri. í lok greinar sinnar segir Hjalti að ef gera eigi raunhæfan saman- Oft hefur mönnum orðið tíð- rætt um einhæft framboð garð- ávaxta hér á landi og þá sérstak- lega á kartöflum. Til að afla nánari frétta um skoðun kaup- manna á þessu máli ræddi Við- skiptasíðan við nokkra þeirra. í svörum þeirra kom m.a. fram að það væri keppikefli hvers kaup- manns að geta boðið viðskiptavin- um sinum góðar vörur og gott vöruúrval. Þetta hefði alveg vantað hvað garðávexti varðaði. Grænmetisverslun landbúnaðar- ins hefur einokun á sölu kart- aflna. hvítkáls og gulrófna svo dæmi séu nefnd. Fara svör kaupmanna hér á eftiri Reynir Eyjólfsson kaupmaður í Reynisbúð kvaðst alla tíð hafa verið þeirrar skoðunar að einokun í kartöflusölu væri furðulegt fyrirbæri. Frjáls innflutningur á ávöxtum hefur gefist vel og því væri tímabært að fleiri fengju tækifæri að annast kartöflusölu. Vöruúrvalið væri allt of þröngt, það ætti að minnsta kosti að bjóða upp á þrjár tegundir. Að lokum sagði Reynir að hvað varðaði alla afgreiðsluhætti ætti Grænmetis- verzlunin að taka Osta- og smjör- söluna sér til fyrirmyndar. Jón Þórarinsson kaupmaður í Vörðufelli sagði að það væri athyglisvert að í þau þrjátíu ár sem hann hefði fengist við kaup- mennsku hefði aldrei verið hægt að velja úr neinu — ein tegund væri í einum gæðaflokki. Kartöfl- ur eru vissulega viðkvæm vara en það ætti ekki að koma niður á þjónustunni, hún væri með ein- dæmum slæm. I þeim efnum getur Grænmetisverzlunin lært mikið af Osta- og smjörsölunni og Mjólkur- samsölunni, sagði Jón að lokum. Jóhannes Jónsson verzlunar- stjóri í Austurveri og form. fél. kjötkaupmanna sagði að það væri hart til þess að vita að á meðan Grænmetisverzlunin seldi 1. fl. vöru í éigin verzlun þá byði hún kaupmönnum aldrei annað en annars og þriðja flokks vöru. Vöruúrvalið þarf að vera meira og einnig þarf að taka upp aðrar pakkningar eins og t.d. plastpoka, neytendur vilja ekki kaupa köttinn í sekknum og því eru pokar oft rifnir upp. Þjónustan er ekki nógu góð og þar á Grænmetisverzlunin að taka Osta- og smjörsöluna og Mjólkursamsöluna sér til fyrir- myndar enda eru þessi fyrirtæki rekin eins og þau séu í hörkusam- keppni og þjónustan eftir því, sagði Jóhannes að lokum. Mamin de Nord Magasin de Nord er Ifklcga sú verzlun í Kaupmannahöfn sem flestir íslendingar þekkja, en fyrir utan stórverzlunina á Kongens Nytorv þá rekur Wessel & Vett hringurinn scx aðrar stórverzlanir og einnig vörumarkaðskeðjuna Schou-Epa. Þrátt fyrir mikil umsvif á síðasta ári varð tap á starfseminni upp á 7 milljónir d.kr. Stórverzlanirnar skiluðu hagnaði er nam um 7 millj. d. kr. meðan S & E verzlanirnar voru reknar með tapi upp á um 14 millj. d. kr. eftir 15,6 millj. kr. tap árið áður. Mælt í seldum krónum þá skilaði hver króna í Magasin einum eyri í hagnað meðan tapið nam 2—3 aurum hjá S & E. Þrátt fyrir þessa þróun hefur eigið fé móðurfyrirtækisins breytzt lítið eða úr 317 millj. d. kr. í 315 millj. d. kr. Mikil aukning í farþegaflugi Landsmenn nota nú flugið almennt meira en áður. Það gerir tímaskorturinn, sagði Jónas Sigurðsson framkvæmda- stjóri flugfélagsins Vængja h.f. er við ræddum við hann um starfsemi félagsins. Byrjunin í ár lofar góðu því þá fluttum við 20% fleiri farþega en rekstrar: áætlanir sögðu fyrir um. I sumar verður flogið til Mývatns alla daga og eins hafa ferðir í Þórsmörk gefist vel. Vængir starfrækja einnig reglulegt áætlanaf%ug til ýnissa staða á landinu, s.s. Siglufjarðar, Stykkishólms og Flateyrar. Leiguflug hefur verið farið bæði til Grænlands og Færeyja og sjúkraflug hefur aukist verulega á vegum félagsins. Er við spurðum Jónas um framtíðar- áætlanir þá sagði hann að þeir stefndu að enn frekari endur- nýjun flugflotans og uppbygg- ingu fyrirtækisins en algjör forsenda þess að það tækist væri jákvæð afstaða Framkvæmda- stofnunar til þeirrar lánsum- sóknar sem félagið hefur sent Byggðasjóði enda eðlilegt þar sem við gegnum svo mikilvíégu þjónustuhlutverki fyrir lands- byggðina, sagði Jónas að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.