Morgunblaðið - 03.06.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.06.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1978 Listahátíð sett í dag LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík 1978 verður sett við Kjarvalsstaði klukkan 14 í dag. Hrafn Gunnlaussson framkvæmda- stjóri Listahátíðar sagði í samtali við Mbl. í gær, að Lúðrasveit Reykjavikur myndi leika við setninguna. en Sigur- jón Pétursson. forseti borgar- stjórnar setur Listahátíð. Síðan verður leikin ragtime-tónlist og yfirlitssýning á verkum Errós opnuð. Klukkan 16 verður opnuð málverkasýning Kristjáns Davíðssonar í FÍM-salnum, Laugarnesvegi 112, og klukkan 17 sýning á vatnslitamyndum eftir Vigdísi Kristjánsdóttur í bókasafni Norræna hússins og í kjallara þess sýning á málverk- um og grafíkmyndum eftir hjónin Seppo Mattinen og Helle- Vibeke Erichsen. Klukkan 18 verður frönsk sýning í Bogasal í húsi Þjóð- minjasafnsins og í kvöld leika svo 'Oscar Peterson og Niels-Henning Örsted í Laugar- dalshöll. 410 höfðu kosið í gær 410 kjósendur höfðu í gær neytt atkvæðisréttar síns í utankjör- staðarkosningunni, sem fram fer í Miðbæjarbarnaskólanum. Munu það vera um helmingi fleiri kjósendur en kosið höfðu við borgarstjórnarkosningarnar, er jafnlangur tími var til stefnu. Það mun vera reynslan að um helmingi fleiri kjósi utankjörstaðar í al- þingiskosningum en í sveitar- stjórnakosningum. Viðræður að hefjast í Keflavík Alþýðuflokksfélögin í Keflavík hafa ritað bréf bæði Sjálfstæðisflokknum í Keflavík og Framsóknar- flokknum og óskað eftir viðræðum um myndun meirihlutastjórnar í bæjar- stjórn Keflavíkur. Vilja Alþýðuflokksmenn sam- starf við þessa flokka til þess að endurreisa megi atvinnulífið í kaupstaðnum eins og þeir orða það. Alþýðuflokksmenn segja jafnframt í bréfinu — að sögn Karls Steinars Guðna- sonar — að til þess að endurreisn atvinnulífsins megi takast þurfi að tryggja fyllsta stuðning stjórn- valda. Þó séu ýmis óljós teikn á lofti um framvindu landsmálanna, þar sem alþingiskosningar séu fyrir dyrum. Um málefna- samning vísa alþýðuflokks- menn til stefnuskrár sinnar. Tveggja manna nefndir til viðræðna um málefnasamning meirihluta borgarstjórnar „Allir þrír ílokkarnir í núver- andi meirihluta munu kjósa tveggja manna viðræðuncfndir til að fjalla um málefnasamning horgarstjórnarsamstarfsins og önnur atriði, sem við eiga í því sambandi.“ sagði Björgvin Guðmundsson borgarfulltrúi Alþýðuflokksins í samtali við Mbl. í gær. „það verður fundur á morgun í fulltrúaráði Alþýðu- flokksfélaganna í Reykjavík. þar scm okkar viðræðuncfnd verður kosin og rætt verður um það samstarf sem hófst með kosningu forseta borgarstjórnar og full- trúa í borgarráð.“ Björgvin sagði, að í þeim við- ræðum sem fram hefðu farið hingað til hefði „ekkert mál verið sett fram sem úrslitaatriði" og varðandi óskertar vísitölubætur á laun, kvaðst Björgvin ekkert vilja úttala sig um það mál. „Ég vísa bara til þess sem ég hef áður sagt í samtali við Morgunbalðið um það mál. En ég bendi á að við eigum alveg eftir að athuga hvernig fjárhagsstöðu borgarinnar er háttað eftir viðskilnaðinn." Þegar Mbl. spurði hvaða áherzlu Alþýðu- flokkurinn myndi leggja á þetta mál í málefnasamningnum og hver yrðu veigamestu málin í því sambandi, sagði Björgvin: „Það eru ýms mál sem Alþýðuflokkur- inn vill beita sér fyrir og ég reikna með að óskertar vísitölubætur á laun muni koma til athugunar í því sambandi sem og önnur mál. Ég býst hins vegar ekki við því að við viljum á þessu stigi vera að úttala okkur nokkuð um einstök mál. Það var eiginlega samþykkt að við skyldum ekki vera með neinar yfirlýsingar um þetta mál Engin breyt- ing í Garðabæ TALSVERT var um breytingar í bæjarstjórnarkosningunum í Garðabæ á lista Sjálfstæðisflokks- ins, er atkvæði voru talin. Tals- verður hópur kjósenda D-listans sýndi þar óánægju með úrslit prófkjörs flokksins og hækkaði einn frambjóðandann upp í efsta sæti listans. Þessar breytingar hafa síðan verið í úrvinnslu og í gær kom í ljós, að fjöldi atkvæð- anna var ekki slíkur að hann ylli breytingum á röðun manna. né önnur viðkvæm mál á meðan á viðræðunum stendur." Þegar Mbl. spurði hver væri ástæða þess að ekki var kosið um formann og varaformann borgar- Framhald á bls. 26. Vinstri stjórn á Akureyri Akureyri, 2. júní — ALLAR horfur eru taldar á. að samið verði um vinstra samstarf í bæjarstjórn Akureyrar á næstunni. Sigurður Óli Brynjólfs- son, efsti maður á lista fram- sóknarmanna við bæjarstjórnar- kosningarnar, ritaði fyrir hönd bæjarfulitrúa Framsóknarfiokks- ins bréí tii bæjarfulltrúa Alþýðu- handalagsins. Alþýðuflokksins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna hinn 30. maí, þar sem hann óskaði viðræðna við þá um samstarf í bæjarstjórninni á þessu kjörtímabili. Fyrrgreindir flokkar hafa nú 8 bæjarfulltrúa af 11. í samtali við Sigurð Óla Brynjólfsson í dag sagði hann, að fyrsti viðræðufundurinn hefði verið á miðvikudag, annar í gær og sá þriðji í dag. Hann kvað engan verulegan ágreining hafa komið upp á fundunum og ekki færi milli mála, að þessir flokkar myndu semja um stjórn bæjarmála á þessu kjörtímabili, enda hefði verið með þeim góð samvinna um sameiginlega stefnu í bæjarmálum á síðasta kjörtímabili. Samninga- viðræðunum væri að vísu ekki lokið, en ekki ætti að taka langan tíma að ljúka þeim. Síðan yrði samkomulagið borið undir stjórnir framsóknarfélaganna eða fulltrúa- ráð. Fyrsti fundur hinnar nýkjörnu bæjarstjórnar verður haldinn þriðjudaginn 6. júní. Þá verða kosnir forsetar, gengið frá ráðningu bæjarstjóra og kosið í nefndir a.m.k. fastanefndir. — Sv.P. Fáeinar teikninganna á sýningunni American Drawing 1927- Andy Warhol af Maó formanni er í miðið. -77. Teikning Listahátíð: American Drawing er opnuð á morgun Ólafur Jóhannesson: Nú fær „stóra aflið” í borgarstjórn tækifæri til að standa við stóru orðin „Nú fær „Stóra aflið“ í borg- arstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík gullið tækifæri til að standa við hin stóru orðin og greiða strax fullar verðbætur á öll Iaun samkvæmt samningun- um sem gerðir voru á öndverð- um vetri við opinbera starfs- menn, en það má minna á að Neskaupstaður og Reykjavíkur- borg voru þá einmitt fyrst til að gera samninga og áttu þar með sinn þátt í því að marka stefnuna," segir Ólafur Jóhannesson formaður Fram- sóknarflokksins í viðtali, sem birtist í Tímanum í gær. Og Ólafur heldur áfram: „Það er nánast hlægilegt þegar þessir aðilar fara nú að láta athuga hvað það muni kosta Reykjavíkurborg að láta greiða fullar verðbætur. í kosn- ingabaráttunni töluðu þeir bara um „kjararán" og að „ráns- fengnum“ þyrfti að skila, en þeir minntust aldrei á greiðslugetu fyrirtækja eða opinberra stofn- ana. Það verður fylgzt með því af hvaða hörku þeir fylgja nú fram kröfu sinni um óskertar verð- bætur á öll laun, jafnt hátekju- manna sem annarra." A MORGUN, sunnudag. verður opnuð í Listasafni íslands við Suðurgötu sýning á teikningum eftir bandaríska listamenn. Þetta er farandsýning frá listasafninu í Minnesota. og er ísland fyrsti viðkomustaður sýningarinnar. Á sýningunni eru 75 teikningar eftir jafnmarga listamenn, og ná þær yfir 50 ára tímabil, frá 1927 til 1977. Meðal þeirra þekktustu má nefna Andy Warhol, Roy Lichtenstein og Robert Beau- champ. I sýningarskrá segir for- stöðumaður listasafns Minnesota, Malcolm E. Lein, m.a. að er ákveða átti efnivið til þessarar sýningar, hafi menn orðið samdóma um, að engin listgrein gæti á sama hátt og dráttlistin gefið mynd af banda- rískri list síðustu 50 árin, í sýningu, sem hlaut að verða takmörkuð að stærð og verka- fjölda. Sýningin er hingað komin fyrir tilstuðlan Menningarstofnunar Bandaríkjanna, og héðan fer hún til fjölda landa. Hún verður opin frá 14.00 til 22.00 á morgun, en frá 13.30 til 22.00 hina sýningardag- ana til 1. júlí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.