Morgunblaðið - 03.06.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.06.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1978 Nýjar tillögur Dr Gunnlaugur Þórðarsson hrl.: Hæstaréttarlögmað- ur harðlega víttur HINN 25. maí s.l. áttu hjónin Ólöf Guðmundsdóttir og Þórarinn Jóhannsson á Ríp, Hegranesi í Skagafirði 60 ára hjúskaparafmæli. Af því tilefni munu þau taka á móti gestum í félagsheimili Rípurhrepps í dag. Norsk-íslenzki síldarstofninn: Norska stjórnin frestaði ákvörðun „ÞETTA er mikilvægt mál og þess vegna ílýtum við okkur hægt,“ sagði Eyvind Bolle sjávarútvegsráðherra Noregs er Mbl. spurði hann í gær um ákvörðun norsku ríkisstjórnar- innar varðandi veiðar á norsk-fslenzka síldarstofninum við Noreg. Norski sjávarútvegsráðherrann hafði áður sagt í samtali við Mbl. að ákvörðun yrði tekin fyrir mánaðamót, en henni hefur nú verið frestað fram í næstu viku. Bendla Leone vid mútumál Herra ritstjóri, Þar sem að því er best verður vitað, að Hæstiréttur hafi ekki vítt harðlega lögmann, svo áratugum skiptir, þykir mér rétt, þar sem þetta lítur svo svart út á prenti að skýra frá því hvað gerðist. Alls ekki til þess, að afsaka mig, því mér er fjarri skapi að gera slíkt og hef fengið hringingar frá mörgum af þeim 30 konum, sem hlustuðu á mig og furðuðu sig á því að Hæstiréttur skyldi vera svona viðkvæmur. Staðreyndin er sú, að við flutn- ing málsins fyrir Hæstarétti 26. maí s.l. stöðvaði forseti Hæsta- réttar, dr. Armann Snævarr pró- fessor, tvisvar málflutning minn út af orðbragði mínu, sem var, að ég sagði um mann að hann hefði logið fyrir rétti, í stað þess að segja, að hann hefði sagt ósatt og í hitt sinnið fyrir að nota orðið lygi- Orðbragð það, sem ég notaði við flutning málsins, var við það miðað, að ég þyrfti ekki að breyta neinu orði, ef ég léti ræðuna eða hluta hennar koma á prent. Orðbragð þetta var byggt á þeirri staðreynd, að umræddur opinber háttsettur starfsmaður, hafði blekkt þá stofnun, sem hann átti að gefa skýrslu fyrir í þessu máli, Jafnlaunaráð, sem ég í ræðu minni kallaði „silkihúfu sýndarmennsk- unnar" óátalið af Hæstarétti, enda er jafnréttisráð með þessum dómi gert að slíkri stofnun. í framhaldi af þessum blekkingum, hafði hinn háttsetti embættismaður haldið fram atriðum sem gengu í berhögg við vætti 11 starfsmanna eða fyrrv. starfsm. Alþingis. Það var gert til þess að réttlæta misréttið sem haft var frammi af Alþingi, sem hann var fyrst og fremst sekur um. Ég er ekki í neinum vafa um að hinar tíu konur, sem um þetta báru og einn karlmaður, fóru með rétt mál. Dómararnir voru hins vegar á þeirri skoðun að þetta væri allt ósanninda fólk, en það felst í staðfestingu undirréttar- dómsins. Það sorglega við þetta mál er það, að Hæstiréttur leggur einfaldlega blessun sína yfir að stöðuheiti sé beitt til þess að réttlæta launamisrétti. Hæstiréttur hefur alltaf í hendi sinni, að búa sér til forsendur og það gæti verið alvara á ferðum, ef þannig tækist til, þá væri réttar- farið í háska. I þessu máli býr Hæstiréttur sér til forsendur er hann ræðir um ráðningarsamning Ragnhildar Smith, því hann var ekki gerður, heldur hóf hún starf sitt, eftir að hafa fengið þær ónógu upplýsingar, að laun hennar yrðu þau hæstu, sem greidd væru fyrir umrætt starf. Þau reyndust vera 13. launafl., hún komst að því síðar eins og starfssystur hennar, sem einnig höfðu hætt starfi og af sömu ástæðu, að karl þingskrifari með starfsheitinu fulltrúi væri í 19. fl. eða 6 launaflokkum ofar. Tal Hæstaréttar um kjarasamninga er af sama toga spunnið, því Ragn- hildur Smith var ekki í starfs- mannafélagi og þá mátti ekki stofna slíkt, því starfsmannakjör voru undir ákvörðun þingforseta. Hins vegar voru orðin um ákvæði laga, það sem skipti höfuðmáli, þar hvíldi sönnunar- byrðin á Ragnhildi Smith og henni tókst eða lögmanni hennar, að sanna með vætti að um sambæri- leg störf væri að ræða og að um vinnumismunun hefði einnig verið að ræða gagnvart henni. Slíkt var samt að engu hafandi hjá Hæsta- rétti því það stríddi gegn því, sem hinn háttsetti embættismaður hélt einn og án stuðnings frá nokkrum fram gegn betri vitund. í máli þessu hefði þótt sjálfsagt að skipunarbréf, sem fulltrúinn fékk að því er haldið var fram, hefði verið lagt fram í rétti, en það var ekki heldur gert. Vafasamt er að slíkt hefði verið liðið í öðrum málum. Skipunarbréfið var nefni- lega seinni tíma uppfinning. Það er alvarlegt við þennan dóm, að almenningur hlýtur í vaxandi mæli, að efast um að við búum í réttarríki. Margt fleira hefði verið ástæða til að drepa á t.d. sératkvæði Öddu Báru Sigfúsdóttur, sem taldi réttilega, að um launamisrétti hefði verið að ræða, en hún var líka aðeins kona og því ekki rétt að sú saga fengi að endurtaka sig í Hæstarétti, ef kona hefði verið til kvödd í dóm. Róm. 31. maí. AP. ÍTALSKA vikufréttaritið L‘Espresso hélt því fram í dag, að Giovanni Leone Ítalíuforseti hefði hjálpað tveimur ítölskum kaupsýslumönnum. sem eru fyrir rétti í Lockheed mútumálinu, í að minnsta kosti þremur samning- um við Saudi Arabiu. Fréttinni var vísað á bug í tilkynningu frá skrifstofu Leones forseta og þar sagði að um væri að ræða ásakanir sem væri ekki hægt að sanna. L'Espresso heldur því fram að þeir sem Leone hafi hjálpað hafi verið bræðurnir Antonio og Ovidio Lefebvre, sakborningar í Lockheed-málinu, en segir hins vegar að samningarnir hafi aldrei verið gerðir. Blaðið segir að um hafi verið að ræða tillögur um að stofnað yrði sameiginlegt flugvélafyrirtæki Italíu, Saudi-Arabíu og Lockheed-fyrirtækisins að sendur yrði floti olíuflutningaskipa til Saudi-Arabíu til að flytja þaðan olíu New York, 2. júní. Reuter AP. JAMES Callaghan forsætisráð- herra Breta lagði í dag fram á afvopnunarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna ýtarlegar tillögur Breta og nokkurra annarra V-Evrópu- þjóða um afvopnunarmál. þar sem m.a. er lagt til að bann verði þegar í stað lagt við framleiðslu efnafræðilegra vopna og kjarn- orkutilraunum neðanjarðar. Einnig er lagt til að friðargæzla Sameinuðu þjóðanna á ófriðar svæðum í heiminum verði efld og samtökunum gert kleift að standa undir þessu friðargæzlu- hlutverki í rikara mæli. Callaghan sagði Bretland styðja hugmyndina um að koma á fót varaniegu friðargæzluliði og hann varaði við þeirri „nýju heims- valdastefnu" sem ógnaði nú Afríku. Hann lagði einnig í ræðu sinni mikla áherzlu á að Frakkar og Kínverjar tækju í framtíðinni þátt í viðleitni austurs og vesturs um takmörkun kjarnorkuvopna- framleiðslu og gerðust þátttakend- ur í afvopnunarráðstefnunni í Genf. Reikna með að sækja vist- ir til Færeyja REINBOW Warrior, skip Greenpeace-samtakanna, lagði af stað á íslandsmið frá Hjaltlandseyjum í fyrradag að því er Mbl. fékk upplýst hjá skrifstofu samtakanna í Lond- on. Er reiknað með að skipið verðj komið á hvalveiðimiðin við ísland á sunnudagskvöld. Talsmaður samtakanna, sem Mbl. ræddi við, sagði að menn væru bjartsýnir um árangur af íslandsferð skipsins, enda þótt ganghraði þess og fjöldi íslenzku hvalveiðibátanna væru nokkur hindrun. Varðandi vistir og olíu sagði talsmaðurinn, að reiknað væri með að sækja slíkt til Færeyja, ef með þyrfti, þar sem sigling í íslenzka höfn þætti ekki fýsileg undir ríkjandi kringumstæðum. Það mál hefði þó ekki verið athugað, en allt yrði endurskoð- að, þegar reynsla væri fengin af veru skipsins á íslandsmiðum. Taflfélag Reykjavíkur efst 1 deíldarkeppninni eftir MARGEÍR PÉTURSSON ÚRSLIT í deildakeppni Skák- sambands íslands 1977—78 eru nú ráðin. Taflfélag Reykjavíkur sigraði með yfirburðum í keppninni, heilum 13 vinning- um á undan Taflfélagi Kópa- vogs, sem varð í öðru saeti. Skákfélag Akureyrar lenti í priðja sæti og í fjóröa sæti varð Skákfélagiö Mjölnir í Reykjavík. Þetta er í priðja skipti sem TR. sigrar í keppninni, en Mjölnir hefur sígrað einu sinni. Reynd- ar var búist við að hörð keppni yrði á milli pessara sveita, en Mjölnismenn lögðu nú minni áherzlu á keppnina en áður og urðu pví að sjá á bak premur sveitum. Sveitir Kópavogs og Akur- eyrar mega vel við sinn hlut una. Akureyringar sýndu að skákstyrkleiki er álls ekki bundinn við höfuðborgarsvæð- ið, jafnvel pó að beztir pjálf- unarmöguleikar séu par. Reyndar er enn einni viður- eign ólokið, á milli Keflvíkinga og Vestfirðinga. Sú keppni kemur pó ekki til að hafa áhrif á stööu efstu sveitanna. Staðan er nú pessi: vinningar 1. Taflfélag Reykjavíkur 74 2. Taflfélag Kópavogs 34 3. Skákfélag Akureyrar 31 'h 4. Skákfélagið Mjölnir 28'h 5. Skákfélag Hafnarfj. 23 6. Skákfélag Keflavíkur 20 (Ein umferð ótefld) 7. Taflfélag Hreyfils 18Vj 8. Skáksamband Vestfjarða 13'A (Ein umf. ótefld) í heild fór keppnin skemmti- lega fram. Menn voru lausir viö hina höröu vinningasöfnun ein- staklingskeppninnar og það var greinilega mest teflt fyrir ánægj- una. Þá átti keppnin sín óvæntu atvik eins og öll mót af þessu tagi, en þaö sem kom mest á óvart var tap Helga Ólafssonar, íslandsmeistara, fyrir Vagni Kristjánssyni, Hreyfli. Þetta var í síöustu umferð keppninnar, Helgi haföi unniö allar skákir sínar fram aö þessu og ætlaði sér því ekki af: Svart: Vagn Kristjánsson. Hvítt: Helgi Ólafsson 28. Hxe67? (Eftir þennen leik er manntap óumflýjanlegt. Eftir 28. g3 stendur hvítur örlítiö betur aö vígi) Hc1+, 29. Ka2 — Dd5+, 30. Db3 — Ha1+ og hvítur gafst upp. Yfirsjónir geta hent alla. Viö skulum að lokum líta á tvær skemmtilegar skákir úr keppn- inni: Hvítt: Jóhann Hjartarson, TR. Svart: Daði Guömundsson, S.V. Enski leikurinn 1. c4 — c5, 2. Rc3 — Rc6, 3. Rf3 — Rf6, 4. g3 — e6, 5. Bg2 — Be7, 6. d4 — cxd4, (Eftir 6. .. . d5! kemur upp þekkt staöa úr Rubinstein-Schlechter afbrigö- inu í hinni umdeildu Tarrasch vörn) 7. Rxd4 — Db6?l, (Betra var 7. ... 0-0, 8. 0-0 — Dc7, 9. b3 — d6 og staöa hvíts er töluvert rýmri) 8. Rdb5 — 0-0, 9. 0-0 — a6, 10. Be3 — Da5, 11. Rd6 — Rg4?!, 12. Bf4 — e5? (Síöustu leikir svarts hafa veikt mjög stööu hans. Hvítur nær nú yfirburöastöðu) 13. Bc1l — Db4, 14. Rf5 — Bc5, 15. e4 — Rf6, 16. Bg5 — Re8, 17. Dg4 — d6, 18. Rd5! (Allir léttu men hvíts taka nú þátt í sókninni. Hann hótar nú einfaldlega 19. Rfe7+ — Rxe7, 20. Rxe7+ — Kh8, 21. Rxc8) Bxf5, 19. exf5 — Dxb2, 20. f6 — Dd4, 21. Be4 — h5, (Svartur hugöist greinilega meö þessum leik koma í veg fyrir 22. Bxh7+ En . . .) 22. Bh7+!! — Kxh7, 23. Dxh5+ — Kg8, 24. fxg7 — KXg7, (Þvingað. Ef 24. . . . Rxg7 þá 25. Rf6 mát) 25. Bf6+! — Rxf6, 26. Dg5+ — Kh8, 27. Rxf6. Svartur gafst uþp. Hann á enga vörn til við 28. Dh6 mát. Hvítt: Ásgeir Þ. Árnason, T.R. Svart: Jónas Kr. Jónsson, T.H. Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rc6, 5. Bc4 — Rf6, 6. Rc3 — e6, 7. Bb3 — Be7, 8. Be3 — a6, 9. De2 — Dc7, 10. g4? (Þessi leikur leiöir til peðstaps án þess aö hvítur fái nægar bætur fyrir. Sjálfsagt var 10. 0-0-0) Rxd4,11. Bxd4 — e5!, 12. Be3 — Bxg4, 13. f3 — Be6, 14. 0-0-0 — Hc8?, (Eftir þennan leik er svartur í vandræöum. Bezt var 14. ... 0-0! 15. Hhg1 — Hfc8 og nú kemur 16. Bh6 engu til leiðar) 15. Hhg1 — 0-0, 16. Bh6 — Re8, (Nú rekur hver þruman aöra. Bezt var 16. ... g6) 17. Hxg7+I! — Kh8, (17. . . . Rxg7 heföi einfaldlega verið svaraö meö 18. Hhg1 — Bf6, 19. Dg2 og svartur er varnarlaus) 18. Hdg1 — Bxb3,19. Dg2! — f5, 20. Hxh7+! — Kxh7, 21. Dg6+ Svartur gafst upp. Eftir 21. ... Kh8, 22. Bg7+ veröur hann mát.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.