Morgunblaðið - 03.06.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.06.1978, Blaðsíða 10
10 MÓRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1978 Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Matthías Johannessen: MORGUNN í MAÍ. Myndir Erró. Almenna bókafélagið 1978. MATTHÍAS Johannessen hefur bent á það hve þessi nýju ljóð hans séu náskyld hversdagslegu máli þótt þau séu að vissu leyti háttbundin. Mikið er um rím í Morgunn í maí, en ljóðstafasetn- ing er óregluleg. Það vakir fyrir skáldinu „að finna nýtt form sem umgjörð um lífið“ á stríðsárunum i Reykjavík; hann getur hvorki ort um þessi ár „í hefðbundnu íslensku ijóðformi né óbundnu formi" eins og hann komst að orði í blaðavið- tali. Veröld sem var er lýst í nokkrum fjarska, en um leið nálægð. Atburðir liðins tíma tengjast okkar tíma. Hruninn heimur rís á ný í ljóði. Við lifum á myrkum tímum. Um það getum við verið sammála Bertold Brecht. Hið gamla er sífellt að falla og enginn veit hvað tekur við. Víkjum aftur að formi ljóðanna. Það má lesa þau með því móti að leggja áherslu á hrynjandi og rím, en best fer á því að lesa ljóðin án hátrðleiks. Þau eru í anda mælts máls og gildi þeirra felst ekki síst i hljóðlátri skáldlegri túlkun. Ellefta ljóð þykir mér dæmi um helstu eiginleika ljóðanna: sam- runa alkunnra mynda úr borgar- lífinu og skynjunar mannlegra verðmæta. Eða eins og segir á einum stað: „sú birta sem við höfum/ að styðjast við er minn- ing“. Ljóðið er þannig: XI I Dómkirkjunni var dauðinn oft á lerli cn í erli dagsins var auðvclt að glcyma því Ég held að það sé með eindæm- um hvernig Matthíasi Johannes- sen tekst að dylja sárar tilfinning- ar með hálfkæringi, gáska og skopi sem oft er á mörkum gráts. En gaman og alvara haldast í hendur samanber ljóð þeirra Tómasar Guðmundssonar og Steins Stein- arrs. Steinn er fyrirferðarmikill í Morgunn í maí. Um hann er ort og til hans vitnað, stundum eru hendingar úr ljóðum hans notaðar til að tjá hug skáldsins. Gaman er að því hvernig Matthías tengir saman Hávallagötu 49 og Hús við Hávallagötu sem Steinn orti um. Þessi tengsl eru að sjálfsögðu ekki út í bláinn því að gat ekki barnið sem brosti til Steins í ljóðinu alveg eins verið Matthías. Meðal þeirra mörgu sem Matt- hías minnist er amma hans Helga Magnea. Um „kaldlyndi hennar" er sagt að það „varð drengnum eins og þegar/ Vatnajökull/ vefur Öræfin hlýju". í bókinni er birtur kafli úr Sálmum á atómöld sem fjallar um afa Matthíasar, Jó- hannes bæjarfógeta Jósefsson. Það ljóð var að vísu ekki þörf á að yrkja upp, en auðvitað á Jóhannes heima í Morgunn í maí ásamt öðru fólki sem hafði áhrif á líf drengs- ins. Það eru ekki aðeins nánir ættingjar sem ort er um. Stjórn- málamenn, skáld, listamenn, kunnir reykvískir borgarar og aðrir sem litlar sögur fara af kveðja sér eftirminnilega hljóðs í bókinni. Vesturbær og miðbær eru umhverfi bókarinnar og þótt Matthías hafi margt ort um Reykjavík áður er þetta dæmi- gerðasta Reykjavíkurbók hans. Gamlar ljósmyndir eru oft uppspretta ljóðanna. Matthías stendur um borð í Laxfossi ásamt félögum sínum og horfir á Fróða sigla „sundurskotinn í höfn,/ með fimm kistur umvafðar/ íslenskum fánum/ á dekki". Árásin á Fróða verður tákn hinna harmsögulegu Matthías Johannessen. Það er leitin að drengnum sem verður þungamiðja bókarinnar, minningin, söknuðurinn. Eins má segja að skáldið sé að leita að föður sínum og öllu því sem mótaði líf hans og gerði það þess virði að lifa því. Á norskan uppruna skáldsins úr föðurætt er minnst: XLII Að venju er alltaf logn þcgar ungur drcngur mcð rætur i Askevold norðan við Sogn litur til baka og sér æskuna rcnna að ósi i brjósti mér af einhverjum ókunnum ástæðum sé ég i allt öðru ljósi Reykjavík stríðsáranna — Leitin að litlum dreng en dauðinn cr eins og dragi dálitið ský fyrir sól. Við höldumst cnn í hendur og hjarta þitt slær i lófa mér. Aldrei var lífið nokkrum manni nær. Myndir frá styrjaldarárunum í Reykjavík skipa mikið rúm í Morgunn í maí. Þetta er bók um stríðið og þau áhrif sem það hafði á fólk. En frá öðru stríði segir líka i bókinni. Því er lýst hvernig „grunur sársaukans ókunna" sest að hjarta drengs, „þessi svart- klædda vitund skálds" eins og stendur í inngangsljóðinu Há- vallagata 49. Persónulegt uppgjör, innri átök, eiga sér stað í ljóðun- um, en það stríð er ekki jafn opinskátt og það sem kom til íslands 10. maí 1940 og fólst einkum í „grænklæddum tjöllum með hjálma“: „En drengurinn háði/ sitt heilaga stríð/ innra með sjálfum sér“. Það er minningin um föður skáldsins, stopular stundir með honum sem gæða ljóðin trega og veldur því að á köflum verða .þau hálfkveðin, hið ósagða talar sínu máli. Bókina tileinkar skáldið föður sínum. þátta stríðsins, en þar eru líka aðrir þættir með konum „sem tóku glansann af hernámsliðinu" og vingjarnlegum hermönnum sem gáfu krökkum sælgæti. Við kynnumst drengnum daginn sem Fróði siglir í höfn og meðal fólks sem leitar sér skjóls í loftvarnaræfingu: frcmst lítill ok forvitinn drengur á stuttbuxum. svörtum sokkum og röndóttu lopavcstii ég þckki hann að vi'su ekki lengur þó ég sjái að hann er ég. Við fórumst á mis eins og gengur og héldum hvor sinn veg. stríð sem er löngu liðið hvort sem var barist með bryndrekum útí hcimi cða sviðið var sál mín sjálfsi ég horfi á líf mitt og læt mér nægja að skilja það aðeins til hálfs. Það er áreiðanlega meira en til hálfs sem Matthías skilur líf sitt i þessari bók. En þótt stíll ljóðanna sé ákaflega hispurslaus og beinn leyna sum ljóðin á sér og á nokkrum stöðum verður leikur að orðum og hugmyndum til þess að merkingin verður margræð. Þorsteinn Hannesson: Til Jóns Ásgeirssonar Kæri Jón. Ekki þarf að taka það fram, að ég er algjörlega sammála grunntóninum í grein þinni sem birtist í Morgunblaðinu hinn 20. f.m. og bar titilinn „Undir skugga Orlovs". Heit og sár reiði þín hlýtur að finna nokkurn hljómgrunn hjá hverjum manni sem hefur nokkurnveginn óbrenglaða réttlætiskennd. Sá er réttlætir hinar svívirðilegu aðfarir Sovétstjórnarinnar að andófsmönnum sem Orlov, er vissulega ekki hæfur í mannlegu samfélagi. Þar sem ég er þér ekki sammála er, þegar þú 'beinir spjótum sérstaklega að Emil Gilels. Rússnesk stjórnvöld komu hvergi nærri þegar samið var um komu hans og tónleika- hald hér, hvorki nú í vor eða fyrir tveim árum síðan. Við hann var samið persónulega, með milligöngu umboðsmanns hans hér á Norðurlöndum. Ég trúi því sem Gilels segir í viðtali í sama blaði og grein þín birtist í, „ ... ég ferðast eftir geðþótta, og þangað sem mér þóknast að fara, það er enginn sem segir mér fyrir verkum." Menningarleg samskipti við Sovétríkin hljóta að orka mjög tvímælis meðan menntamenn og listamenn eru ofsóttir þar á jafn óskiljanlegan hátt sem nú er. Á þessu sviði ert þú ekki sekur. Ég held að ég sé það ekki heldur. En á þessu landi eru menn, sem sekir eru í þessu sambandi. Þessir seku menn eru stjórn- málamennirnir sem gert hafa samning um menningarleg sam- skipti við Sovétríkin. Ég veit ósköp lítið um þennan samning, hefi enda lítið spurst fyrir 'um hann. Ég býst ekki við að þú vitir mikið um hann heldur; við erum sjálfsagt þar á sama báti og aðrir íslenskir listamenn. Það er nefnilega ekki til þess vitað, að til þeirra hafi verið leitað um álit á honum, né hvort þeir óskuðu yfirleitt eftir því að hann væri gerður. En til eru þeir íslenskir listamenn, sem boðið hefur verið til Sovétríkj- anna samkvæmt samningnum borsteinn Ilannesson og afþakkað, vegna þess að þeim hefur ekki fundist þeir eiga neitt erindi til Rússlands, með- an félagar þeirra þar mega ekki um frjálst höfuð strjúka. Þessir menn virðast hafa öruggara tak á kyndli frelsisins en stjórn- málamennirnir okkar. Það er árlegur viðburður á íslandi, að hingað kemur sendi- nefnd listamanna frá Sovétríkj- unum. Sendinefndinni er, að því er virðist, jafnan tekið með kostum og kynjum. Svo ætti ekki að vera. Hversvegna? Jú. Vegna þess, að það er einmitt fólkið sem í þeim er, sem er „sendisveinar fyrir járngrímu- klætt ofbeldi". Viljir þú, næst þegar slík sendinefnd kemur, senda þessu fólki opið bréf og tjá því, að það sé hér ekki velkomið, svo lengi sem listin sé hneppt í fjötra í heimalandi þess, þá skal ég glaður skrifa undir bréfið með þér. Það eru hundruð íslenskra listamanna sem væru reiðubúnir að skrifa undir slíkt bréf. Taktu frum- kvæðið. Með vinsemd, Þorsteinn Hannesson. söngvari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.