Morgunblaðið - 03.06.1978, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1978
43
Italir sig-
urreifir
EFTIR góðan sigur ítala gegn
Frökkum í Buenos Aires í gær-
kvöldi var slík þjóðargleði á
Ítalíu, að ætla hefði mátt, að
landslið þeirra hefði unnið sjálf-
an titilinn. en ekki leik f 16 liða
úrslitum. Fólk þyrptist út á götur
flestra stærri borga Ítalíu, söng
og dansaði, kveikti í bálköstum
og skaut flugeldum.
í herbúöum
Austur-
ríkismanna
FYRIR þremur dögum geröist það,
aö aöstoöarþjálfari Austurríkis, Max
Merkel, pakkaöi niöur og tók næstu
flugvél heim til Austurríkis. Síðan
hefur þjálfarinn Helmut Senekowisch
veriö aö reyna aö telja fólki trú um
aö engin óvild sé meö í spilinu.
Samningur Senekowitsch rennur út
fljótlega eftir keppnina í Argentínu og
hann hefur sagt, aö nýr samningur
komi vart til greina nema hann fái
meiri völd í eigin hendur. Benda þau
ummæli til þess aö Merkel hafi ætlaö
aö ráöa meiru en Senekowitsch þótti
hóflegt og því hafi slitnaö upp úr
samstarfinu.
úí IL
Síðustu
ARGENTÍNA sígraði Ungverja-
land 2:1 í hörkuskemmtilegum
leik í 1. riðli, tem Iram fór á River
Plate velli í Buenos Aires og lauk
laust eftir miðnætti. Gleði
heimamanna var gífurleg í leiks-
lok, eins og nasrri má geta.
Csapo skoraði fyrir Ungverja á
10. mínútu en Luque jafnaðí fyrir
heimamenn skömmu síðar.
Sigurmarkið skoraöi varamaöur-
inn Bertoni 6 mínútum fyrir
leikslok. Leikurinn var mjög
opinn og skemmtilegur en jafn-
framt harður og í leikslok var
helsti markaskorari Ungverja,
Torozsiz rekinn af velli og einnig
miöjumaöur peirra Nyilasi.
• Paolo Rossi (annar frá hægri), 21 árs gamall framherji, sem kom inn í ítalska landsliðið á elleftu stundu, er hér um það bil að senda
knöttinn í netið hjá Frökkum og jafna 1—1. Franco Causio (nr. 16) er nýbúinn að hæfa markstöngina og útskýrir það furðulega
staðsetningu markvarðarins Bertrand Demannes. Frakkinn lengst til vinstri á myndinni er Gerard Janvion. simamynd ap.
Frakkar skoruðu eftir 30
sekúndur en töpuðu samt
ITALIR UNNU pann sígur sem flestir bjuggust við af peim er peir
mættu Frökkum í Buenos Aires í gærkvöldi. En sigurinn var naumur,
leikurinn var opinn og ítalir náðu sér á strik eftir aö Frakkar höföu
náð forystunni eftir aöeins 30 sekúndur. Yfir 42.000 manns fylgdust
með leiknum og voru peir langflestir á bandi ítala og pegar örfáir
stuöningsmenn franska liðsins breiddu úr fánum sínum og sungu
pjóösönginn, voru þeir baulaðir niður af æstum mannfjöldanum.
ítalir hófu leikinn og Benetti nýliðinn Paolo Rossi sem renndi
sendi langa sendingu fram á
völlinn, en Didier Six, vinstri
útherji, náði knettinum, brunaði
upp allan völl og sendi knöttinn
síðan beint á kollinn á Bernard
Lacombe sem afgreiddi hann í
netið. Sannkölluð draumabyrjun
hjá Frökkum. En næstu mínúturn-
ar voru Italir aðgangsharðir við
mark Frakka og bæði Bettega og
Causio skutu yfir markið úr góðum
færum. Á áttundu mínútu munaði
síðan minnstu, að Bossis tækist að
auka forystuna fyrir Frakka, en
skalli hans fór naumlega framhjá.
Italir gerðu nú enn harða hríð að
marki andstæðinganna og á 16.
mínútu fann Roberto Bettega
leiðina í netið, en dómarinn taldi
hann vera rangstæðan. En markið
lá í loftinu og á 33. mínútu sendi
Benetti góða sendingu fyrir mark-
ið, Causio átti skalla sem hafnaði
í stönginni, þaðan hrökk knöttur-
inn til Bettega sem einnig skaut í
stöngina og það var að lokum
knettinum' í netið og jafnaði
verðskuldað. Það sem eftir lifði
hálfleiksins var sókn ítala þung,
en skyndisóknir Frakka virtust þó
líklegri til að bera uppskeru. En
það hvorki gekk né rak og staðan
í leikhléi var jöfn, 1—1.
í síðari hálfleik gekk leikurinn
ekki ósvipað fyrir sig, ítalir sóttu
mun meira en Frakkar voru
hættulegir með skyndisóknum
sínum. Á 52. mínútu sendi Renató
Zaccarelli knöttinn í netið hjá
Frökkum eftir að hafa fengið
fallega sendingu frá Rossi. Hafði
Zaccarelli aðeins verið á leikvellin-
um í fáeinar mínútur, en hann tók
stöðu Giancarlo Antognoni. Þetta
reyndist vera sigurmarkið, þrátt
fyrir að bæði lið væru nærri því að
skora síðar í leiknum, t.d. átti
Christian Dalger þrumuskot rétt
yfir markið á 65. mínútu og
Lacombe skallaði naumlega fram
hjá ítalska markinu skömmu
síðar. Og fjórum mínútum fyrir
Túnisbúar létu ekkí að sér hæða!
TÚNISBÚAR, sem allir spáðu miklum hrakförum í HM. létu ekki að
sér hæða og unnu lið Mexíkó og það meira að segja verðskuldað. Það
var á síðustu tíu mínútunum sem Afríkumennirnir gerðu út um
leikinn sér í hag mcð tveimur mörkum, sem tryggðu þeim sigur, 3—1.
Sannarlega óvænt úrslit sem sanna það heldur betur, að allt getur
gerst í knattspyrnu.
Leikurinn var jafn framan af og er ekki ólíklegt að Mexíkanar hafi
vanmetið andstæðinga sína og þó að bæði lið hafi átt sín augnablik uppi
við mörkin, þá voru færi Túnisbúa bæði fleiri og betri. En þeir urðu
fyrir hroðalegu áfalli einni mínútu fyrir hlé er knötturinn snerti hönd
varnarmannsins Ómars Jebali. Fyrirliði Mexíkó, Arturo Vazquez, tók
vítaspyrnuna og skoraði örugglega, 1—0.
í síðari hálfleik léku HM-nýliðarnir eins og þeir sem vöidin hafa og
á 55. mínútu komu þeir vörn Mexíkó enn einu sinni í opna skjöldu og
nú lauk sókninni með marki Ali Kaabi, góðu skoti af 15 metra færi.
Þremur mínútum síðar náði Túnis næstum forystunni, en Tarak Dhiab
skaut í hliðarnetið. Síðan gengu sóknarbylgjurnar að marki Mexíkó og
loks á 80. mínútu báru þær árangur, er Gommidh skoraði. Var nú allur
vindur úr Mexíkönum og þremur mínútum fyrir leikslok bætti Dhovib
þriðja markinu við og innsiglaði óvæntan sigur Túnis.
Lið Mexíkó: Reyes, Martinez, Ramos, Tena, Vazquez, Mendizabal,
Villalpando, Cuellar, Rangel, Isiordia og Sanchez.
Líð Túnis: Naili, Dhouib, Kaabi, Jbali, Labidi, Gommidh, Temine,
Rehaie, Ali Akid, Tarak, Dhiab, Ben Aziza.
Dómari: John Gordon frá Skotlandi.
> "'vs '
leikslok lék Bossis i gegn, en skot
hans fór naumlega fram hjá
ítalska markinu. Nokkur harka
færðist í leikinn er nær dró
leikslokum og var þá Michel
bókaður fyrir gróft brot á Gentile.
Einnig fengu að sjá gula spjaldið
þeir Tardelli og Platini.
Frakkar virtust. sakna hins
sterka miðvallarspilara síns
Dominique Bathenay og fyrirlið-
inn og lykilmaðurinn í vörninni,
Marius Treseur, var aðeins skugg-
inn af sjálfum sér.
Bestu menn ítala voru ungu
mennirnir, Paolo Rossi og Antonio
Cabrini, og í heild lék liðið mjög
vel þrátt fyrir að ein aðalstjarna
þess, Giancarlo Antognoni, léki
beinlínis illa, en hann hefur átt við
meiðsli að stríða undanfarið. Auk
ungu mannanna voru mjög góðir
þeir Romeo Benetti og Franco
Causio.
Lið Frakklands: Demanes,
Janvionr Tresör, Rio, Bossis,
Michel, Guillou, Platini, Dalger,
Lacombe (Berdoll 76. mín.), Six
(Rouyer 64. mín.).
Lið Ítalíu: Zoff, Gentile, Cabrini,
Benetti, Bellugi, Scirea, Causio,
Tardelli, Rossi, Antognoni,
(Zaccarelli 45. mín.), Bettega.
Dómari: Nicolae Rainea frá
Rúmeníu.
Svíar mæta Bras-
ilíumönnum í dag
\
• Túnisbúinn Dhouib skoraði
þriðja mark liðsins gegn Mexikó.
IIM-keppnin heldur áfram og í
kvöld fara fram fjórir leikir í
þriðja og fjórða riðli. Athyglis-
verðasti leikurinn er vafalaust
leikur Brasilíumanna og Svía, en
þær þjóðir léku til úrslita í HM
í Svíþjóð árið 1958. í sama riðli
lcika Austurríkismenn og Spán-
verjar og eiga þar flestir von á
jöfnum og spennandi leik.
Leikir fjórða riðils vekja ekki
eins mikla athygli fyrir þær sakir,
að margir álíta úrslit þeirra vera
þegar ráðin. Hollendingar mæta
Iran og Skotar mæta Perúmönn-
um.
Svíar verða án síns sterkasta
sóknarmanns, Ralf Edströms, sem
meiddist fyrir skömmu. Stöðu
hans tekur líklega Benny Wendt
og Svíar hyggýast leika sterkan
varnarleik og freista þess að ná
stigi.
Brasilíumenn verða með sitt
sterkasta lið. Um tíma voru þeir
Gil og Rivelinó taldir vafasamir en
þeir munu nú hafa náð sér af
hinum smávægilegu meiðslum
sínum.
Hollendingar og Skotar hafa
tilkynnt lið sín sem mæta Íran og
Perú. Hjá Hollendingum eru engar
markverðar breytingar og lið
þeirra skipa þeir Jan Joongbloed í
marki, varnarmenn verða Wim
S'uurbier, Ruud Krol og Wim
Rejsbergen. Tengiliðir verða Wim
Jansen, Johan Neeskens, Arie
Haan og Willy Van der Kerkhov
og framherjar verða þeir Rob
Rensenbrink, Johnny Rep og Rene
Van Der Kerkhov. Varamenn
verða Pet Schriveers, Jan Poort-
weilet, Adrie Van Kray, Harry
Lubse og Dick Nanninga.
Skotar tefla fram eftirfarandi
leikmönnum: Markvörður er Alan
Rough, varnarmenn verða Stewart
Kennedy, Kenny Burns, Tom
Forsyth og Martin Buchan, tengi-
liðir verða Don Masson, Bruce
Rioch og Asa Hartford og
framherjar verða þeir Joe Jordan,
Kenny Dalglish og Willy John-
stone.
Gordon McQueen er meiddur og
Willy Donachie tekur út leikbann.
Og um tíma var útlit fyrir að Joe
Jordan gæti ekki leikið vegna
meiðsla sem hann krækti skyndi-
lega í. En það blessaðist allt, hins
vegar meiddist Derek Johnstone
og mun hann missa af fyrsta
leiknum.
Bernabeu allur
FYRIR skömmu Þirtum viö frétt um
að Santiagó Bernabeu laegi fyrir
dauöanum. Dauðastríöinu er nú
lokið. Hann lést í gær 82 ára aö
aldri. Santiago Bernabeu varforseti
spænska félagsins Real Madrid frá
árinu 1943 og átti mikinn Þátt í að
gera liðið aö Því stórveldi sem síðar
varö.