Morgunblaðið - 03.06.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.06.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1978 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fróttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiðsla Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aóalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuói innanlands. 1 lausasölu 100 kr. eintakið. Launajöfnun í framkvæmd Ifjöldamörg ár hefur verið talað um nauðsyn launajöfnunar. Verkalýðsforingjar og stjórnmálamenn hafa hver í kapp við annan hvatt til launajöfnunar á þann veg, að laun hinna lægst launuðu yrðu hækkuð meir en annarra.' Þegar til þess hefur komið að sýna í verki vilja til launajöfnunar hefur hins vegar komið annað hljóð í strokkinn. Hvað eftir annað hefur komið í ljós, að Alþýðusamband íslands er þannig upp byggt, að launajöfnunarstefna á ekki upp á pallborðið hjá forystumönnum þess. Fulltrúar þeirra stétta, sem hærri hafa launin eru svo áhrifamiklir innan ASI, að verkalýðshreyfing- in hefur aldrei getað staðið við orð sín í raun. í umræðum um launajöfnunarstefnu er sanngjarnt að geta þess, að fjölmargir atvinnurekendur hafa miklar efasemdir um gildi hennar. Reynsla þeirra er sú, að jafnan þegar láglaunafólk hefur með einhverjum hætti fengið meira en aðrir, leita launþegar á hverjum vinnustað stíft eftir því að rétta sinn hlut gagnvart þeim, sem lægri hafa launin með persónulegu samkomulagi við vinnuveitanda sinn. Reynslan af vísitöluskerðingum eða vísitölugreiðslum í formi sömu krónutölu á öll laun hefur sannfært marga atvinnurekendur um, að ekkert vit sé í launajöfnunarstefnu. Þrátt fyrir það er þáð staðreynd, að viss hópur launþega býr við launakjör sem eru svo léleg, að það er þjóðfélaginu í heild ekki samboðið. Þess vegna er ekki hægt að faliast á það, að launajöfnunarstefnan sé óraunhæf, enda þótt við ramman reip sé að draga. Það eru sem sagt verkalýðsforingj- ar á annan veginn, sem ekki hafa treyst sér til þess að standa heilshugar að launajöfnunarstefnu og vinnuveitendur hins vegar sem telja sig hafa slæma reynslu af henni. Með bráðabirgðalögum þeim, sem ríkisstjórnin gaf út í síðustu viku hefur verið höggvið á þennan hnút. Þau eru alvarleg tilraun til þess að framkvæma launajöfnunarstefnu. Bráðabirgðalögin þýða að lægst launaða fólkið fékk um síðustú mánaðamót mjög verulegar kjarabætur, sem aðrir fengu ekki. Bráðabirgðalögin hafa því lyft lægst launaða fólkinu upp í lífskjörum án þess að aðrir fylgdu á eftir. Þessi árangur bráðabirgðalaganna hefur ekki verið metinn sem skyldi. Ef þess verður gætt í kjarasamningum í framtíðinni, að aðrir launþegahópar komist ekki upp með að jafna þennan mun, hefur ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar tekizt það, sem reynzt hefur nánast óframkvæmanlegt áður að bæta kjör láglaunafólks án þess að þær kjarabætur gangi í gegnum allt kerfið. Það skýtur því óneitanlega skökku við, þegar Verkamanna- samband Islands, sem hefur stóra hópa láglaunamanna innan sinna vébanda heldur enn áfram mótmælaaðgerðum gegn ríkisstjórninni vegna efnahagsráðstafana hennar. Þessi afstaða Verkamannasambandsins var skiljanleg út frá þess sjónarmiði meðan vísitöluskerðingin kom enn niður á láglaunafólki. En eftir bráðabirgðalögin er þessi afstaða Verkamannasambandsins óskiljanleg með öllu. Eina hugsan- lega skýringin á því, að Verkamannasambandið heldur enn áfram mótmælaaðgerðum er sú, að það sé ekki í raun að berjast fyrir hagsmunum láglaunafólks, heldur þeirra sem hærri hafa tekjurnar. Þetta hefur komið fyrir áður í verkalýðssamtökunum og þetta kann að vera að gerast enn. Það er hins vegar til lítils sóma fyrir Verkamannasambandið. Árangur bráðabirgðalaganna er margþættur. I fyrsta lagi hafa þau fært láglaunafólki verulega kauphækkun um þessi mánaðamót. I kjölfar þess voru Bætur almannatrygginga einnig hækkaðar verulega. í öðru lagi hafa bráðabirgðalögin tryggt að langmestu leyti vinnufrið í landinu. Suðurnesja- menn hafa ekki farið í verkfall sem þeir hafa heimild til og Vestfirðingar hafa frestað um óákveðinn tíma boðuðu verkfalli. I þriðja lagi hafa bráðabirgðalögin komið á þeirri launajöfnun, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni og í því felst að meira réttlæti ríkir nú í launamálum en áður. Gegn þessari stefnu í kjaramálum, launajöfnun og kjarabótum til hinna lægst launuðu berjast stjórnarandstæð- ingar og nokkrir verkalýðsforingjar þeirra eins og ljón. 1 þágu erra er sú barátta háð? Fyrir hagsmunum hverra er verið • berjast? Því skal látið ósvarað að sinni. Hitt er ljóst, að essir aðilar eru að berjast fyrir hagsmunum einhverra rnnarra en láglaunafólks. „Líður beztþegar ég hefofmikið að gera” Rœtt oið Anton Dolin ballett- meistara MEÐAL atriða á listaháti'ð í ár eru tvær ballettsýningar í Þjóðleikhúsinu. Sýningar þessar verða 4. og 5. júní og verða fluttir þrír ballettar, tveir nýir og einn klassískur. Um einn þeirra hefur þegar verið fjaliað í Mbl., en hinir tveir eru „Pas de Quatre“ eftir Anton Dolin og „Sæmundur Kleménsson“ eftir Ingibjörgu Björnsdóttur. Anton Dolin er nú kominn á áttræðisaldur, en hann fæddist árið 1904 í Skinfold. Hann stundaði dansnám undir hand- leiðslu Grace Cone og Asafievu. Dolin starfaði um skeið í ballettflokki Diaghileffs og var aðalsólódansari hans um tíma, m.a. í ballettunum „Le Train Bleu“ og „Le Bal“. 1935 stóð Dolin fyrir stofnun Markov-Dol- in ballettsins, og jafnframt var hann um skeið aðaldansari hjá „The Americ^n Ballet Theatre" og setti þá á svið mörg hinna sígildu verka listdansins og hefur síðan verið talinn í hópi áhrifamestu danslistamanna í Bandaríkjunum. Eftir stríð sneri Dolin aftur heim til Bretlands og ásamt Markovu' stofnaði hann Festival Ballett 1950. Síðan þá hefur hann sett á svið fjölmarga balletta víðs vegar um heim og þar á meðal ballett sinn „Pas de Quatre", en þeirra erinda er hann nú kom- inn hingað. I viðtali við Mbl. sagði Dolin að þessi ballett væri byggður á ballett sem saminn var 1845. Sá ballett hefði verið dansaður af fjórum mestu ballerínum þes tíma og alls verið sýndur fimm sinnum. Síðan hefði ballettinn fallið í gleymsku og ekki verið sýndur aftur þangað til Dolin tók sig til og samdi hann að nýju. „Ég hef reynt að endur- skapa ballettinn frá því hann var fluttur 1845 og færa hann í nútímalegra horf,“ sagði Dolin, er hann var inntur eftir því hvaða breytingar hann hefði gert á ballettinum frá uppruna- legri gerð. „Annars er erfitt fyrir mig að segja hverju hefur verið breytt, því ég sá aldrei ballettinn fluttan 1845. Dansararnir fjórir eru sífellt á hreyfingu og þær 16 mínútur, sem ballettinn varir, setjast þeir aldrei niður. Mér finnst ballerínurnar fjórar gera þetta mjög vel og yfir höfuð er ég ánægður með þann ballett sem ég hef séð á íslandi. Ég hef einnig séð tvö leikrit hérlendis, fröken Margréti og Kátu ekkj- una, og fannst mér gaman að sjá þau, því augsýnilega lögðu leikararnir sig alla fram. Þjóðleikhúsið hæfir balletti vel. Sviðið er ekki of stórt og ekki of lítið, heldur mátulegt. Sömu sögu er að segja frá áhorfendasalnum, hann tekur hæfilega marga. Mér líkar illa þessi risastóru leikhús, sem minna á knattspyrnuvelli. Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem til íslands, en ég vona að ég geti komið aftur. Ég er hrifinn af fólkinu, það er vinsamlegt og hefur áberandi norrænt útlit. Að öllum líkind- um verð ég hins vegar að halda héðan á sunnudag, en ég vildi gjarnan geta verið fram á mánudag. Héðan held ég til Madríd, og þaðan til Lissabon, en þar á ég að halda fyrirlestur á menningarviku sem þar stendur yfir. Ég hef alltaf nóg að gera og á köflum jafr.vel of mikið, en mér finnst gott að vera á kafi í starfi mínu, þá kann ég best við mig.“ Qlafur Jóhannesson um bráóabirgðalögin: Stórt og stefnumarkandi spor í launa jöfnunarátt Hafa verið afflutt með ósvífn- um hætti í pólitískum tilgangi „Ég held að með bráðabirgðalög- unum sé stigið syo stórt og stefnumarkandi spor í launajöfn- unarátt að snúist fyrirsvarsmenn t.d. Verkamannasambandsins al- gerlega gegn því og taki upp baráttu fyrir óskertri prósentu- hækkun á öll laun, þ.á m. laun hátekjumanna, þá sé ég ekki betur en launajöfnunarstefnan sé dauða- dæmd fyrir tilstyrk launþegasam- takanna. Þá verða menn sjálfsagt, þrátt fyrir fyrri skoðanir, að sætta sig við þá niðurstöðu," segir Olafur Jóhannesson formaður Fram- sóknarflokksins í viðtali, sem birtist í Tímanum í gær. Ólafur segir einnig: „Ég tel að lögin um efnahagsráðstafanir og sérstaklega brðabirgðalögin nú hafi verið afflutt með ósvífnum hætti í pólitískum tilgangi. Orðið „kauprán" hefur hljómað í eyrum þjóðarinnar í viðtölum og málflutningi í blöðum og öðrum fjölmiðlum. Þetta hefur verið eins og hvert annað slagorð og verið látið dynja án allra skýringa, bæði á ástæðum fyrir ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar og eins á því í hverju þær hafa í raun og veru verið fólgnar. Frambjóðendur stjórnarand- stöðuflokkanna hrópuðu þetta fyrir bæjarstjórnarkosningarnar nú: „kauprán og aftur kauprán" og ekkert átti að duga nema „samn- ingana aftur að fullu í gildi“.“ I viðtalinu rekur Ólafur efni bráðabirgðalaganna, sem hann segir hafa miðað að því „að fella niður eða minnka eftir þvi sem við á verðbótaskerðingu í lægri launa- flokkum frá því sem verið hafði í lögunum frá í febrúar". „Ég vil benda á það,“ sagði Ólafur Jóhannesson, „að til svip- aðra aðgerða hefur margsinnis verið gripiö áður. Það hefur jafnan orkað tvímælis, en alltaf verið gert af mikilli nauðsyn. Menn grípa ekki til aðgerða af þessu tagi af leik eða illfýsi. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar nú hafa hins vegar þá algeru sér- stöðu, meðal slíkra eða svipaðra efnahagsaðgerða fyrr, að launa- jöfnunarstefnan situr í fyrirrúmi. Bæði er að sérstakar aðgerðir komu til að treysta hag láglauna- fólksins, en einnig voru niður- greiðslur og tryggingabætur aukn- ar.„“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.