Morgunblaðið - 03.06.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.06.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JUNÍ 1978 33 Sjötugur: V'X ^ I Friðrik P. Dungal II I I I II III III ■ Á fyrstu áratugum þessarar 20. fyrirtækið Remedia h.f. og v * A A H aldar ólnst unn í Stvrimannaskól- forstióri bess um árabil. Remec skip og báta V erkefni fyrir stelpur og stráka 3 Á vorin myndast oft pollar úti — og ef til vill er pyttur nálægt heimili þínu, bæjarlæk- ur eða smátjörn. Ef ekki, þá má vel sigla litlum bátum í baðkeri eða vaski, og það er skemmtilegur leikur að gera litlar bryggjur og hafnir í læki og polla, og láta síðan skip sigla milli þeirra. Efst á myndinni hér sést greinilega, hvernig gufuskip er myndað úr mörgum smá- kubbum. sem neglast saman. Hin skipin á myndinni eru ýmist flutningaskip, farþega- skip eða skútur, og ef til vill langar þig að hafa þín skip eitthvað öðru vísi en þau, sem hér eru sýnd. SKIP er einfaldlega búið til úr flötum viðarbúti, sem sagaður er í odd að framan. og ef til vill ávalur að aftan. Húsið á skipinu er lítill, fcrhyrndur kubbur, t.d. úr sama búti og botninn, sagaður þvert á og lagður endilangur á bátinn. Skorsteinninn er úr sfvölum viðarbúti, t.d. af kústskafti og möstrin tálgar þú svo til úr mjóu priki. „Hvað ætli Skella litla kosti?“ Stína segir honum frá konunni í borginni. Konan hefði átt átján börn og seldi hvert þeirra á tíu krónur. „Þú færð hana fyrir tíu krónur," segir hún loks. „Ég veit, að Palli vill hels.t losna við hana. Hún er líka tröllabarn, seg eiginlega ætti að vera hjá tröllunum úti í skógi." „Ágætt," segir Vester- mann og tekur tíu króna seðil upp úr vasanum og réttir Stínu. „Ég kaupi þá telpuna." Síðan fer hann leiðar sinnar með Skellu, sem brosir glaðklakkalega til hans. „En heyrðu!" kallar Stína á eftir honum. „Vester- mann, þú verður að vera góður við hana!“ „Já, ég skal vera henni góður," svarar sjómaðurinn kíminn. Stína tekur þá á sprett niður í verzlun kaupmanns- ins og fer inn. Á afgreiðslu- borðinu er fullt fat af kókósbollum. Og þær eru uppáhald Stínu. „Hvað var það fyrir ung- frúna?" spyr Nisse kaup- maður. En Stína leggur tíu króna seðilinn þegjandi á borðið og tekur eina kókós- bolluna. Hún opnar munn- inn og bítur í mjúka, ilm- andi bolluna. En skyndilega er eins og góðgætið bragðist ekki vel, því að hún hættir að tyggja. Hún stendur bara og starir fram fyrir sig. Henni finnst allt í einu eins og hún hafi gert eitthvað hræðilegt. „Hvað er að?“ spyr kaup- maðurinn. Stína segist vera mað magapínu, tekur á rás út úr verzluninni og síðan eftir veginum. Hún mætir Palla á vegamótunum. „Hvar er Skella?" spyr hann. „Fórstu með hana heim aftur?" „Nei, hún er týnd,“ svarar Stína. „Týnd?“ endurtekur Palli. „Það getur ekki verið. Hún getur ekki verið týnd. Hvar er hún?“ Á fyrstu áratugum þessarar 20. aldar ólust upp í Stýrimannaskól- anum hér í Reykjavík sex bræður. Foreldrar þeirra voru hin gagn- merku hjón Páll Halldórsson, skólastjóri Stýrimannaskólans, og kona hans Þuríður Níelsdóttir frá Grímsstöðum á Mýrum. Þegar piltar þessir uxu úr grasi urðu þeir ' hinir glæsilegustu menn, vel gefn- ir til líkama og sálar, hlutu allir ágæta menntun, hver á sínu sviði. Nafnkenndastur þessara bræðra var sá elsti, Níels, sem varð læknir og prófessor. Ættarnafnið Dungal tóku bræðurnir upp um 1920. Nú er aðeins einn eftir af þessum glæsilega bræðrahópi, Friðrik Dungal kaupmaður, en hann á 70 ára afmæli í dag. Friðrik stundaði nám í Mennta- skólanum í Reykjavík 1922-1925 og tók þaðan gagnfræðapróf, fór síðan til Þýzkalands 1928, og var þar við tannsmíðanám í 2 ár. Friðrik stofnaði fyrsta sjálfstæða tannsmíðaverkstæðið hér á landi og vann fyrir ýmsa tannlækna. Rak hann jafnframt verzlun með tannlækningatæki og efni til tannlækninga. Var það fyrsta sérverzlun hér á landi sinnar tegundar. 1938 stofnaði Friðrik Bardagar í S-Líbanon Beirút 1. júní. Reuter. GÆZLULIÐ Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að 10 hefðu fallið og 15 særzt í bardögum sem hafa magnazt í Suður-Líbanon milli hægrimanna og Palestínumanna og skæruliða líbanskra vinstri- manna. Bardagarnir fylgdu í kjölfar þriggja tíma stórskotabar- daga hægrimanna í þorpinu Kleya við Litaniána og Palestínumanna í fornu virki handan árinnar. Bar- dagasvæðið er rétt utan við yfirráðasvæði SÞ. fyrirtækið Remedia h.f. og var forstjóri þess um árabil. Remedia h.f. er ennþá starfandi, en nú í höndum sonar Friðriks, Páls Dungal. Friðrik Dungal er elskulegur maður í umgengni og allra manna glaðastur eins og sagt var um Ólaf konung Tryggvason. Kæri Friðrik, sú er afmælisósk okkar Guðrúnar til þín, að þú megir halda reisn þinni og gleði meðan lífið endist. Með beztu kveðju. Ásgeir Þ. Ólafsson. B|B]E]E]G]E]^^]QÍG]E]E10G]B]B]B]S]SIQ1 i SÍAtÚU I | Bingó kí. 3 í dag. | 51 Aöalvinningur vöruúttekt fyrir kr. 40.000.— Qj EllaÍlaÍGlElGlGlEllatlblGUaliaHaltalGlEllaÍtaÍEIEI Kaktus að Flúðum 1. dansleikur sumarsins. Sætaferöir frá B.S.Í., Selfossi, Þorlákshöfn, Hvera- gerði, Eyrarbakka og Stokkseyri. VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK 9 fp Þl’ AUGLYSIR UM ALLT LAXD ÞEGAR Þl' AUG- LÝSIR I MORGUXBLAÐINU Listahátíð í Norræna húsinu: Laugardagur 3. júní kl. 17:00 opnun listsýninga. Sunnudagur 4. júní kl. 20.30 Strokkvartett Kaupmannahafnar leikur verk eftir Mozart, Þorkel Sigurbjörnsson og Schub Mánudagur 5. júní kl. 20.30 í sýningarsölum í kjallara: í bókasafni: Grieg-Dúóiö leikur verk eftir Jón Nordal, Grieg og Beethoven. Seppo Mattinen og Helle-Vibeke Erichsen málverk og grafíkmyndir opið 14—19 Vigdís Kristjánsdóttir „íslenskar jurtir og blóm“ vatnslitamyndir. Opiö 14—19 NORR€NA HÖS® POHJOLAN TAIO NORDENS HUS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.