Morgunblaðið - 03.06.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.06.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JUNÍ 1978 Nákvæmar mælingar á jarðhreyfingum við Vestmannaeyjar Mælamir mikilvægur liður í almannavamakerfi landsins Starfsmenn Norrænu eldfjalia- stöðvarinnar eru um þessar mundir að setja upp tvo halla- mæla í Vestmannaeyjum, sem gerðir hafa verið á stofnuninni. Eru þetta sams konar mælar og verið hafa í notkun við Kröflu síðan í ágúst í fyrra og reynzt mjög vel og vakið hafa athygli erlendra vísindamanna. Er nákvæmni mælanna mjög mikil og segja þeir nákvæjnlega til um allar hreyfingar jarðskorpunnar þar sem þeir eru staðsettir. Ef að likum lætur verða þcssir mælar mikilvægur liður f almanna- varnaker.fi landsins en reynslan af Kröílumælinum er sú, að sögn Guðmundar Sigvaldasonar jarð- fra'ðings. forstöðumanns Norrænu eldfjallastöðvarinnar. að hann varaði við eldsumbrotum mcð nokkurra klukkutíma fyrir- vara og gerði einnig kleift að túlka atburðarásina jafnóðum til mikils hagræðis fyrir almanna- varnaaðila. Síðar er meiningin að setja upp mæla við Kötlu, í Kverkfjöllum, við Öskju og víðar og tengja alla mælana við tölvu- kerfi. Að sögn Guðmundar er mælir- inn, sem settur er upp í Vest- mannaeyjum, ný gerð af halla- mæli, sem hefur verið þróaður við Norrænu eldfjallastöðina, en Guð- mundur veitir henni forstöðu sem kunnugt er. Mælinn hafa gert Sigurjón Sindrason tæknifræðing- ur og Halldór Olafsson starfsmað- ur stöðvarinnar og ennfremur hefur Ævar Jóhannesson starfs- maður Raunvísindastofnunar átt þátt í gerð mælisins. Mælirinn hefur verið reyndur síðan í ágúst í fyrra norður við Kröflu og hefur reynslan af honum verið mjög góð. Mælir þessi mælir hallabreytingar á landi og er það næmur, að hann getur skynjað breytingu, sem nemur 1/10 úr millimetra á línu, sem er einn kílómetri að lengd. Að sögn Guðmundar er þetta tæki, sem er mjög vel nothæft til þess að mæla allar hallabreytingar, sem verða á jarðskorpunni en slíkar breytingar gefa mikilvægar upplýsingar um það hvert ástandið er á eldfjalla- svæðum og hver virknin er. Við Kröflu hefur mælirinn fylgst með landrisinu fyrir norðan síðan í ágúst í fyrra og gefið mjög mikilsverðar upplýsingar. Til dæmis er línurit, sem birtist með greinargerð nokkkurra vísinda- manna um Kröflusvæðið í dag- blöðum nýlega, að miklu leyti byggt á mælinum. Hefur komið fram við umbrotin á Kröflusvæð- inu að mælirinn varar við þeim með nokkrum fyrirvara, eins og reyndar sést á meðfylgjandi mynd. — Við erum svo núna að setja mælinn upp annars staðar og fyrir valinu urðu Vestmannaeyjar, sagði Guðmundur. — Við teljum ástæðu til þess að sjá hvort einhverjar hreyfingar eru þar á jarðskorpunni eða þá að allt sé þar með kyrrum kjörum eins og maður vonar au.ðvitað. En á því viljum við fá staðfestingu. Þetta er liður í stærra verkefni sem á að skera úr um það hvort nokkur virkni sé á þessu svæði ennþá. Við höfum einnig verið með nákvæmar fjarlægðarmælingar milli Heimaeyjar og úteyja, sem voru framkvæmdar í maíbyrjun og verða svo endurteknar með nokk- urra mánaða millibili framvegis, til þess að sjá hvort einhverjar lengdarbreytingar verða í kringum gossprunguna sem er á Heimaey og líklega gengur neðansjávar allt til Surtseyjar. Eru þessar fjarlæðarmælingar framkvæmdar með leysisgeislum og eru frávik innan við 1 sentimetri á 10 km vegalengd. Þá er ennfremur í Vestmannaeyjum jarðsjálftamæl- ir, sem rekinn er af Raunvísinda- stofnun háskólans og það eru ýmsar fleiri mælingar, sem er ætlunin að gera þarna í eyjunum í samráði við almannavarnanefnd Vestmannaeyja en það er hún, sem stendur að verulegu leyti straum við kostnað við mælingarnar og uppsetningu mælanna en við leggjum þá til, segir Guðmundur. — Þessa dagana er verið að setja upp tvo mæla til að kanna hversu vel þeir bregðast við þessum stað. Það er dálítil spurn- ing hvort aðstæður leyfa svona nákvæmar breytingar. Sjávar- gangur, brim og veður kunna að valda svo miklum truflunum að ekki sé hægt að framkvæma mælinguna af nógu mikilli nákvæmni. Þessir tveir mælar eiga að sýna hvort þetta er mögulegt og ef svo er þá verða RÉTT fyrir kl. 16 þann 8. sept. 1977 byrjaði seguihallamælir við Kröflu að sýna hratt sig til norðurs. Samtímis kom fram stöðugur titringur á öllum jarðskjálftamælum. Sigið orsakaðist af því að bergkvika streymdi neðanjarðar úr kvikuhólfi undir Kröflu í átt til Gjástykkis. Um kl. 17i30 stíflaðist kvikustraumurinn og um kl. 17>50 ruddist kvikan upp á yfirborðið, en í fremur litlu magni miðað við heildarmagn kvikunnar, sem var á ferð neðanjarðar. Um kl. 18>30 brast fyrirstaða í kvikuhólfinu og nú streymdi kvikan til suðurs f átt að Bjarnarflagi og Kísiliðjunni. Kvikan hafði þar með fundið nægt rými neðanjarðar og eldgosið fjaraði fljótlega út. Línuritið sýnir að mælirinn varar við gosi tveimur tfmum áður en það hefst og gerir einnig kleift að túlka atburðarásina jafnóðum til mikils hagræðis fyrir almannavarnaaðila. settir upp fleiri. Þessir mælar eru báðir á Heimaey, annar á Stór- höfða og hinn við gamla sjúkra- húsið. Ef fleiri mælar verða settir upp seinna, verða þeir væntanlega settir upp í úteyjum. — Við erum með ýmislegt fleira í huga, t.d. að setja mælana upp við Kötlu, Kverkfjöll og Öskju en þetta eru staðir sem við vitum að miklar hreyfingar eiga sér stað. En með tilliti til almannavarna urðu Vestmannaeyjar fyrir valinu fyrst, því þar er mikilvægast að vita um ástand svæðisins með tilliti til byggðarinnar. — Framtíðaráætlunin er sú að reyna að fá merki frá öllum þessum mælum inn á tölvukerfi, sem þá yrði væntanlega í Reykja- vík. Það gefur auga leið, að eftir því sem mælunum fjölgar verður erfiðara að vinna úr þeim gögnum sem frá þeim kemur þar sem um gífurlegt magn verður að ræða, sagði Guðmundur að lokum. Vinaminni: Nýtt blað um umhverfis- verndun út er komið nýtt blað sem ncfnist Vinaminni og fjallar það um umhverfisverndun. Blaðið leggur áherslu á verndun húsa og telur að við húsverndun verði að gæta þess að hús haldist í ákveðinni mynd en sé ekki gjör- breytt á ytra borði. Einnig telur það að hús þurfi að falla vel inn í upprunalegt umhverfi sitt. I fréttatilkynningu frá aðstand- endum blaðsins kemur fram að þeir eru ánægðir með það endurreisnar- starf sem borgaryfirvöld hafa látið vinna að í viðgerð gamalla húsa við Tjörnina. Blaðinu verður dreift í Reykjavík í 12.000 eintökum og er það ókeypis. Þeir sem ekki fá blaðið sent en hafa áhuga fyrir að eignast það er bent að snúa sér til Sögufélagsins, Garðastræti 13 b, s. 14620. Vinaminni Blaö um umhverf isverndun 1,tbl. 1.árg.-Mai 1978 HMI.DARPI.AN VANTAR í REYKVÍSKA HÚSAVF.RNDLN Bumirot Sedum Ýmsir hnoðrar (Sedum) eru ræktaðir í steinhæðum þar á meðal helluhnoðrinn íslenski, sem myndar lágar gular breiður. Hærri í loftinu og tilkomumeiri er þó frænka hans BURNIRÓTIN, líka kölluð burn, blóðrót og svæfla. Hún vex víða í klettaskor- um og á heiðum til fjalla. Hún er talsvert ræktuð í görðum, einkum í stein- hæðum og myndar fagra brúska. Blöðin sitja þétt og eru þykk og breið, blágræn á lit. Blómin ljósgul og sitja í þéttum blómmörgum skúfum á stöngulendunum í maí/ júní. Þroskuð kven- blóm með gildum gulrauð- um aldinum eru mjög fögur þegar á líður. Oft roðna blöðin á haustin. Burnirót- in vex upp af gildum gulleitum jarðstöngli, sem ilmar líkt og rós við þurrk- un. Konur suðu fyrrum ilm- andi hárvatn úr jarðstöngl- inum og átti það að örva roseum hárvöxt (sbr. nafnið greiðu- rót). „Svæfla bilaðan læknar koll“, segir gamalt mál- tæki. í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Páls- sonar segir m.a. um burni- rót: „Rót hennar marin og hnoðuð saman við smjör er notuð til að lina útvortis þrautir. Best ef lögð er heit við verkinn." Áður var burnirót stund- um gróðursett á torfveggi og þök og var það mjög til prýðis. Auðvelt er að fjölga burnirót með skiptingu og græðlingum. Hún sómir sér prýðilega í steinhæð eink- um þar sem birtu nýtur vel. I skugga vill hún verða læpuleg þegar líður á sum- ar. Má þá skera ofan af henni og nýir sprotar vaxa fljótlega aftur. Burnirót vex víða um norðanverða Evrópu og á fjöllum sunnar. Einnig vex hún á Grænlandi og víða í Norður-Ameríku. — I.D. Morðfjár fyrir að sanna heimsókn geimvera London, 1. júní. — AP. SKOZKT viskífyrirtæki, sem heit- ir Cutty Sark kunngerði í dag að það myndi veita einnar milljón sterlingspunda verðlaun hverjum þeim sem getur komið með sannan vitnisburð fyrir því að fólk frá öðrum hnöttum geti ferðast til jarðar. Talsmaður fyrirtækisins lét og fylgja með — til að sýna hversu alvarlega málið væri tekið — að fyrirtækið hefði tryggt sig gcgn þeim möguleika að þurfa að reiða fram féð, en ekki var látið uppskátt um hversu hátt iðgjald varð að greiða. Forstjóri fyrirtækisins sagði blaðamönnum að full ástæöa væri til að sýna þessu máli bæði áhuga og ákveðna virðingu, þar sem margt benti til að jarðarbúar væru ekki einir í alheimi og ýmsir væru farnir að hneigjast til þess að verur utan úr geimnum væru svo þróaðar að hugsanlegt væri að þær væru öðru hverju í heimsóknum hér. Fyrir nokkrum árum bauðst þetta sama fyrirtæki til að greiða ámóta verðlaun þeim sem sannaði tilvist Loch Ness-skrímslisins svo að ekki yrði um villzt. Ekki hefur þó enn komið til að það fé væri greitt. APíiI.VsiNOASÍMINN Klt: 22480 Blorflmiblnbib

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.