Morgunblaðið - 03.06.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.06.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1978 Þcgar fjölhrautaskólanum í Breiðholti var slitið 25. maí sl. brautskráðust í fyrsta sinn ncmcndur á hússtjórnarsviði. Eru það fyrstu 10 nemendurn- ir. scm lokið hafa námi í matvæla- og hússtjórnarfræð- um. bóklcKum og verklcgum. En þeir nemendur eiga eftir að Ijúka 34 vikna starfsþjálfunar- tima á sjúkrahúsum eða stærri mötuneytum til að nám þeirra verði fullgilt. Hér er um alveg nýja námsbraut að ræða. Þess vegna var leitað til Bryndísar Steinþórsdóttur deildarstjóra hússtjórnarsviðsins og hún Nemendur á hússtjórnarbraut á öðru ári f Fjölbrautaskólanum f Breiðholti. 10 hafa Iokið tveggja ára námi og eiga eftir verklega þjálfun. En eins og tftt er í áfangakerfi eru þeir mislangt komnir. Bryndís Steinþórsdóttir er lengst til hægri í aftari röð. Hússtjórnarnám til stúdentsprófs Þáttur í fjölbraut í Breiðholti spurð nánar um þctta nýja hússtjórnarnám. Þarna er um brautryðjandastarf að ræða. en flciri skólar hafa nú þegar á þessu vori auglýst hliðstæðar námsbrautir. Bryndís sagði, að ástæðan fyrir uppbyggingu námsbraut- arinnar væri að vinnumarkað- inn vantaði þessa starfsstétt. Hingað til hefur þeim ekki gefist kostur á menntun, sem vinna við matreiðslustörf á sjúkrahúsum og í mötuneytum, aðeins þeim sem stjórna, sagði hún. Þörfin er mikil á lærðu fólki og ætti þjóðin að setja metnað sinn í að efla manneldis- mál og gera miklu meiri kröfur i þeim efnum bæði fyrir heil- brigða og sjúka. Starfsgrund- völlurinn er því mikill framund- an, þar sem næringar- og hollustuháttum hefur verið allt of lítill gaumur gefinn. Þáttur heimilanna hefur minnkað í að framleiða fæði handa heimilis- fólkinu, en um leið eykst þáttur mötuneyta fyrir barnaheimili, skóla, starfshópa o.fl. •Búa undir ýmsa þætti atvinnulífsins Bryndís var innt eftir markmiði og möguleikum nem- enda á þessu nýja námsviði. Hún sagði, að með hússtjórnar- náminu öðluðust nemendur al- menna hagnýta menntun, sem væri hverjum einstaklingi nauð- s.vnleg, en um leið gæfist þeim kostur á sérhæfingu og/eða framhaldnámi til stúdentsprófs með valgreinum eftir því hvert hugur þeirra stefnir í háskóla- námi. — Markmið náms á hús- stjórnarsviði er að auka kunn- áttu og hæfni nemenda í bókleg- um og verklegum greinum á sviði næringar- og matvæla- fræði, svo og í almennum heimilisstörfum með því í fyrsta lagi að veita nemendum hagnýta menntun og um leið undirbún- ing að framhaldsnámi í öðrum skólum, t.d. Hótel- og veitinga- skóla Islands. I öðru lagi að búa nemendur undir ýmsa þætti Stór þáttur náms á hússtjórnarbraut er samvinna og skipulagning. Þá vinna nemendur tveir eða íleiri saman að verkeíninu. atvinnulífsins, t.d. að standa fyrir litlum mötuneytum eða veitingastöðum eða aðstoða við stærri. Og í þriðja lagi að stunda nám að stúdentsprófi. — Er þetta allt í sömu námsbrautinni? — Nei, námsbrautirnar á hússtjórnarsviðinu í fjölbrauta- skólanum verða á næsta ári tvær: matreiðslutæknibraut og hótel- og veitingabraut, svaraði Bryndís og gaf nánari skýring- • Starfsþjálfun á sjúkrahúsum — Á matreiðslutæknibraut gefst nemendum kostur á þriggja ára námi. Fyrstu tvö árin fer bóklega og verklega námið fram í skólanum, en á þriðja ári fer starfsþjálfun fram á sjúkrahúsum borgarinnar í 34 vikur. Samkomulag hefur náðst við Landspítalann og Borgar- spítalann um að gefa nemendum kost á starfsþjálfun í sumar or hófst þjálfunin að loknum próf- um á vorönn. Til skýringar er rétt að skjóta hér inn í, að í fjölbrautaskólan- um er áfangakerfi og náminu skipt í skólakjarna, sviðskjarna og kjörsviðsgreinar. Allir nem- endur stunda sama nám í skólakjarna og þar með gefst þeim kostur á að stunda nám ao stúdentsprófi og einnig að skipta um námssvið ef þeir óska þess. Námsgreinar þar eru íslenzka, tungumál, stærðfræði, félagsfræði og mynd- og hand- mennt. í sviðskjarna, sem val- inn er með tilliti til kjörsviðs- greina, eru greinar eins og sálarfræði, líffæra- og lífeðlis- fræði, næringarfræði o.fl. Og kjörsviðsgreinar eru mat- reiðslu- , framleiðslu- og hrein- lætistækni, vörufræði, áhöld, tæk og vélar ásamt þáttum í híbýlafræði, bókfærslu, stjórn- un o.fl. Auk þess géta nemendur eins og á öðrum sviðum valið sér námsgreinar eftir því sem hug- ur þeirra stefnir og tími vinnst til. • Hússtjórnarnám íæst metið — Á hótel- og veitinga- braut er nemendum gefinn kostur á undirbúningsnámi fyr- ir Hótel- og veitingaskóla ís- lands, heldur Bryndís áfram. Rætt hefur verið samstai'f milli skólanna og sú hugmynd komið fram, að á fyrsta ári verði námsgreinar þær sömu og fyrir matreiðslutæknibraut og hótel- og veitingabraut, en á öðru námsári verði bóklegar náms- greinar í fjölbrautaskólanum, en verklegar greinar í Hótel- og veitingaskólanun. Framhalds- nám í H.V.I. fyrir þá nemendur, sem komist hafa á samning. Nemendur, sem lokið hafa námi í hússtjórnarskólum eða framhaldsnámi i hússtjórnar- greinum í öðrum skólum gefst kostur á að fá nám sitt metið inn á brautirnar, og þá til styttingar. — En hvernig kemur hús- stjórnarsviðið til stúdentsprófs að gagni í framhaldsnámi? — Á hússtjórnarsviði eiga nemendur kost á að stunda nám til stúdentsprófs í kjörgreinum og/eða valgreinum, sem koma að notum í áskólanámi, t.d. kennaranámi í sérgreinum, manneldisfræði, matvælaverk- fræði, sjúkrafræði, hótelstjórn o.fl. Allir nemendur skólans eiga raunar kost á að velja eftirtaldar námsgreinar: nær- ingarfræði, vörukost, örveru- fræði, matreiðslu-, framleiðslu- og hreinlætistækni, híbýlafræði, fatasaum, ungbarnameðferð og heimahjúkrun. — En hvað um konur, sem lokið hafa uppeldisstörfum á heimilum sínum og vilja fá sér framhaldsmenntun á því sviði, sem þær þekkja. — Þær geta að sjálfsögðu gengið inn í áfangakerfi fjöl- brautaskólans. Fyrra nám, svo sem í húsmæðraskólum, geta þær fengið metið, en enn sem komið er hefur starfsreynsla ekki verið metin. Fullorðnar konur hafa sýnt þessu áhuga og jafnvel talað um að koma í skólann. En ekki hefur enn orðið af því. — Hvað eruð þið að hugsa um að gera í framhaldi af þessu? — Talað hefur verið um ræstitækni eða stjórnun ræst- ingar sem framhaldsverkefni í skipulagningu á þessu námi. Einnig um iðjubrautir, mat- væla- og fataiðnað, meðferð þvotta og einnig braut sem nefnist heimilishjálp. Hún mundi veita rétt til að sinna störfum á heimilum, t.d. í forföllum húsmóður o.fl. En ég tek fram að þetta hefur enn sem komið er aðeins komið til umræðu. — Áhugi á bættu mataræði fer ört vaxandi, sagði Bryndís að lokum. Ég vona því að þessi tilraun takist vel og að nám á þessu sviði eigi eftir að verða veigamikill þáttur í samræmdu framhaldsskólaker^. Fræðslu- yfirvöld og stjórnendur sjúkra- húsa borgarinnar hafa sýnt málinu mikinn áhuga. Fleiri' skólar hafa nú auglýst hliðstæð- ar námsbrautir og einnig gefost- ur á styttra námi í hússtjórnar- skólum. - E.Pá. Vcrkíegi þátturinn fór fram í Húsmæðrakcnnaraskóla Islands, nemendur nutU leiðsagnar kennara þar. Hér ræða nemendur matseðlagerð og verkefnin framundan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.