Morgunblaðið - 03.06.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.06.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JUNÍ 1978 29 V' ■kJ- < ri i a *■» a. -t“ £’S vi » > ’v --Js ,J, 's O” ** C) •P J. . 4- u ~L L ö poppheiminu nn Uj • * ABBA BONNIE TYLER Vinsœldalistar Eins og fyrri daginn skipa Boney M. efsta sætið á brezka vinsældalistanum og virðist fátt geta hrakið hljómsveitina þaðan. Yvonne Elliman færðist aðeins upp listann í vikunni, en aðrir héldu sig að mestu leyti í sömu sætum og í fyrri viku. Þó vekur athygli stökk Ian Dury úr 19. sætinu í það 8. Frá Bretlandi hverfum við til Bandaríkjanna, en þar gerðust þau undur og stórmerki að Andy Gibb skauzt í efsta sætið. Það er ekki oft sem einhver Gibbaranna er í því sæti! Af öðrum vinsældalistum er frekar lítið að frétta og vendum við því kvæði okkar í kross og birtum listana. London 1. ( 1) Rivers of Babylon — Boney M. 2. ( 3) Boy from New York city — Darts. 3. ( 5) If I Can’t have you — Yvonne Elliman. 4. ( 2) Night fever — Bee Gees. 5. ( 9) More than a woman — Tavares. 6. ( 4) Because the night — Patti Smith. 7. ( 7) Love is in the air — John Paul Young. 8. (19) What a waste — Ian Dury. 9. ( 6) Too much, too little, too late — Johnny Mathis og Deniece William. 10. (14) Come to me — Ruby Winters. (24) Ca plane pour moi — Plastic Bertrand. Tvö lög jöfn í tíunda sæti. New York 1. ( 4) Shadow dancing — Andy Gibb. 2. ( 2) Too much, too little, too late — Johhny Mathis og Deniece Williams. 3. ( 3) You’re the one that I want — Olivia Newton-John og John Travolta. 4. ( 1) With a little luck — Wings. 5. ( 6) Baby hold on — Eddie Money. 6. ( 7) Feels so good — Chuck Mangione. ( 5) The closer I get to you — Roberta Flack og Donny Hathaway. 8. (11) It’s a heartache — Bonnie Tyler. 9. (17) Baker street — Gerry Rafferty. 10. ( 9) Imaginary lover — Atlanta Rhythm Section. Tvö lög jöfn í sjötta sæti. Amsterdam 1. ( 1) Rivers of Babylone — Boney M. 2. (2) Substitute — Clout. 3. ( 4) Ca Plane pour moi — Plastic Bertrand. 4. ( 3) Night fever — Bee Gees. 5. ( 5) Lady McCorey — Band Zonder Naam. 6. ( 6) Met de vlam in de pijp — Henk Wijngaard. (28) Eagle — ABBA. 8. (13) Presence dear — Blondie. 9. ( 7) Argentina — Conquistador. 10. (17) Best of both worlds — Robert Palmer. Tvö lög jöfn í sjötta sæti. Bonn 1. ( 1) Take a chance on me — ABBA. 2. ( 2) Rivers of Babylon — Boney M. 3. ( 7) If you can’t give me love — Suzi Quatro. 4. ( 3) Stayin’ alive — Bee Gees. 5. ( 4) For a few dollars more — Smokie. 6. ( 6) Love is like oxygen — Sweet. ( 5) Mull of Kintyre — Wings. 8. ( 8) Don’t stop the music — Bay City Rollers. 9. ( 9) Runaround Sue — Leif Garrett. 10. (15) Hey Deanie — Shaun Cassidy. Tvö lög jöfn í sjötta sæti. Hong Kong 1. ( 1) Emotion — Samantha Sang. 2. ( 2) Dust in the wind — Kansas. 3. ( 4) Fantasy — Earth, Wind and Fire. 4. ( 5) You’re the one that I want — John Travolta og Olivia Newton-John. 5. (10) I was only joking — Rod Stewart. 6. ( 3) Night fever — Bee Gees. ( 7) With a littla luck — Wings. 8. (15) Falling — Le Blanc og Carr. 9. (11) Ego- — Elton John. 10. (14) Take a chance on me — ABBA. Tvö lög jöfn í sjötta sæti. Myndin hér að ofan var tekin fyrir stuttu af þeim Peter Gabriel og Bob Fripp, er þeir voru að vinna að upptökum á nýrri plötu Gabriels, „Peter GabrieP. Plata þessi átti að koma út í Bretlandi í fyrradag, en þetta er önnur platan sem Gabriel hefur látið frá sér fara, síðan hann yfirgaf Genesis. „Króknr læknir” með líass í fóram sínom Marga rekur eflaust minni til þess fjaðrafoks sem hljómsveit- in Doctor Hook olli í fyrrasumar hér á Islandi, er sjónvarpsþátt- ur með hljómsveitinni var sýnd- ur í sjónvarpinu. Þótti mörgum sem hljómsveitarmenn hefðu verið undir áhrifum einhverra eiturlyfja og fordæmdu harka- lega þá ráðstöfun sjónvarps að sýna þáttinn. Fordæmendur læknisins virðast hafa haft nokkuð til síns máls, því að nýverið voru tveir hljómsveitar- manna teknir fyrir að hafa hass undir höndum. Voru kapparnir sektaðir um 25.000 krónur hvor og sleppt við svo búið. Tvimenningarnir, Ray Baas Sawyer og Dennis Michael Locorrier, eru aðalsöngvarar hljómsveitarinnar, og var hljómsveitin í Ástralíu, þegar þeir voru handteknir. Báðir kváðust þeir vera sekir af ákærunni, en lögfræðingur þeirra tjáði dómaranum að í þau tíu ár sem hljómsveitin hefði starfað, hefði aldrei neinn verið uppvís að notkun eiturlyfja og enginn verið handtekinn fyrir að eiga þau í fórum sínum. Svo kannski voru þeir aðeins fullir í þættinum, sem sjónvarpið sýndi i fyrrasumar. Springsteen og borgardimman Innan skamms er væntanleg á markaðinn ný hljómplata með bandaríkjamanninum Bruce Springsteen. Plata þessi ber nafnið „Darkness On The Edge Of Town“ og eru á henni 10 lög. Ástæðan fyrir því að jafn langt er um liðið síðan síðasta plata kappans kom út og raun ber vitni er sú að Springsteen hefur átt í málaferlum út af höfundarrétti laga. Málaferlin stóðu í rúmt ár, og meðan á þeim stóð var Springsteen bann- að að hljóðrita ný lög. En nú er allt sem sagt klappað og klárt og á hljómplatan að koma út í vikunni í Bandaríkjunum. Tull gefur út afmœlisplötu Á þessu ári mun hljómsveitin Jethro Tull eiga tíu ára starfs- afmæli. ( tilefni af þeim mcrku tímamótum hyggst hljómsveit- in gefa út tvöfalda hljómleika- plötu og er fyrirhugað að platan komi á markaðinn í október næstkomandi. En Ian Ánderson leiðtogi Tull hefur fleiri járn f eldinum. Kappinn hefur nú ákveðið að taka fljótlega upp sína fyrstu sóló-plötu, og verða öll lögin á plötunni leikin á órafmögnuð hljóðfæri. Hljómleikaplata Tull verður að öllum líkindum tekin upp í lok hljómleikaferðalagsins, sem hljómsveitin lagði nýverið upp í. Er gert ráð fyrir að platan verði hljómblönduð í Sviss og eins og áður sagði kemur svo platan vonandi út í haust. Þrœlastríðið á hljómplötu Fyrir stuttu síðan kom á markaðinn í Bretlandi hljóm- plata sem ber nafnið „White Mansions". Plata þessi er hin athyglisverðasta fyrir þá sök að á henni leika margir kunnir country- og rokkhljómlistar- menn svo sem Waylon Jennings, Jessi Colter, Steve Cash, John Dillon, Eric Clapton og Bernie Leadon. Tónlistina samdi hins vegar óþekktur Breti, Paul Kennerley. Á plötunni greinir frá þræla- stríðinu í Bandaríkjunum, eins og það kom fjórum Bandaríkja- mönnum fyrir sjónir. Upptöku- stjóri var Glyn Johns, en hann er vel þekktur beggja vegna Atlantshafsins. Hljómplatan var tekin upp í stúdíói Johns í London og naut Kennerley aðstoðar kunnra sessionhljóm- listarmanna á plötunni, svo sem Dave Markee, Henry Spinetti og Tim Hinckley. Á plötunni eru 20 lög og samdi Kennerley þau á 12 dögum. Upptakan á plötunni tók hins vegar 21 dag. Platan hefur fengið lofsamlega dóma í flest- um blöðum Bretlands, en búizt er við aö Bandaríkjamönnum muni ekki líka hún jafn vel, því að þrælastríðið standi þeim enn of nærri til að svo megi verða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.