Morgunblaðið - 03.06.1978, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 03.06.1978, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JUNI 1978 15 Þessa dagana er nóg að gera hjá þeim myntsöfnurum. sem safna peningum tengdum viðburðum í íþróttum. Argentínustjórn hefir i nokkurn tíma og gefur enn út peninga í sambandi við heimsmeistarakeppnina í kanttspyrnu, sem nú stendur yfir þar suðurfrá. Á myndinni er aftur á móti fyrsta olympíumyntin vegna leikanna sem haldnir verða í Moskvu 1980. Eru þetta 5 og 10 rúblna peningar og einn 100 rúblna gullpeningur. Samkeppni um hönnun minnispenings myntsafn- arafélagsins, myntuppboð Starfi Myntsafnarafélagsins í vetur lýkur með fundi í dag klukkan hálf þrjú í Templara- höllinni. Eins og nokkrum sinn- um hefir verið minnst á í þáttum þessum, er starfið afar líflegt. Fundir hafa verið haldn- ir tvisvar í mánuði og á öðrum fundinum hafa verið myntupp- boð, sem eru sívinsæl. Fundur- inn í dag er engin undantekning enda eru óvenju mörg númer á uppboðsskránni, 123 samtals. Gætir þar margra grasa. íslenzk mynt er nú boðin upp í pokum, allt frá 13 til 100 stykki í einum poka, að sjálfsögðu blönduð ártöl og margir gæðaflokkar. Þessi magnsala hefir verið reynd lítillega áður og þykjast þeir hafa gert góð kaup sem keypt hafa þannig. Af minnis- peningum má nefna Karlakórs- peninginn frá 1946, Skógræktar- félagspeninginn frá 1974, Iðnað- armannafélagspeninginn frá 1967 o.fl. Margir danskir pen- ingar verða boðnir upp, sá elzti frá 1874. Á uppboðinu verða ennfremur peningar frá Noregi, Kanada, Austurríki, Hollandi, Ráðstjórnarríkjunum, Máritan- íu, Uganda, Mön, Svíþjóð, Þýzkalandi og Slésvík. Seðlar verða bæði úr Keflavík og af þriðju útgáfu Landsbankans. Hæsta lágmarksverðið er á eftir RAGNAR BORG norskri spesíu frá 1726, 19.000 krónur. Verður áreiðanlega slegist um hana. Á uppboðinu er einnig 2000 króna hlutabréf í íslandsbanka með 7 undirskrift- um. Minnist ég þess ekki að hafa séð svona hlutabréf á uppboði hjá Myntsafnarafélaginu fyrr. Stjórn Myntsafnarafélagsins hefir kjörið nefnd til að undir- búa myntsýningu og sláttu minnispenings í tilefni af 10 ára afmæli félagsins sem verður á næsta ári. Er ráðgert að mynt- sýningin verði í Bogasal Þjóð- minjasafnsins um miðjan apríl. Samkeppni verður um gerð minnispeningsins og verður háum verðlaunum heitið þeim sem vinnur. Samkeppnin verður væntanlega auglýst bráðlega og munu allir listamenn þjóðarinn- ar geta tekið þátt í því að hanna fegursta minnispeninginn. Þetta er síðasti myntþáttur- inn í vetur. Gagnfræðaskóla ísafjarðar slitið: 30 ára nemendur færðu skólanum málverk að gjöf GAGNFRÆÐASKÓLA ísafjarðar var sagt uþp laugardaginn 20. maí s.l. í Isafjarðarkirkju. S.l. vetur stundaði 191 nemandi nám við skólann en 62 útskrifuðust að þessu sinni. Fastráðnir kennarar við skólann voru 11 auk skóla- stjóra og tveggja stundakennara. Að lokinni skólaslitaræðu Kjart- ans Sigurjónssonar skólastjóra, afhenti Pétur Sigurðsson skólan- um málverk að gjöf frá 30 ára nemendum. Myndin er af Gústaf Lárussyni fyrrum kennara og skólastjóra skólans, sem starfað hefur lengst allra við hann. Hann þakkaði gefendum fyrir hönd skólans og lýsti ánægju sinni með þann hlýhug sem honum væri sýndur með þessu. Þá var veitt viðurkenning þeim nemendum sem beztan vitnisburð fengu í hverjum árgangi. Þau, sem þessa viðurkenningu fengu, eru Heiðdís Hansdóttir, 9. bekk, Gunnar Níelsson, 8. bekk, og þær Svanhildur Vilbergsdóttir og Rannveig Halldórsdóttir, 7. bekk. Ráðstefna sjálfstæðis- manna í Reykjaneskjördæmi RÁÐSTEFNA formanna allra sjálfstæðisfélaganna í Reykjaneskjördæmi, bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins og frambjóðenda hans til Alþingis var hald- in í Sjálfstæðishúsinu í Kópavogi (Hamraborg 1) fimmtudaginn 1. júní. Rætt var um stjórnmála- viðhorfið að loknumm byggðakosningunum og komandi alþingiskosning- ar. Ráðstefnumönnum kom saman um að reyna að snúa vörn í sókn í kosningabaráttunni fram- undan og berjast allir sem einn fyrir kjöri þriggja manna af D-lista Sjálf- stæðisflokksins í Reykja- neskjördæmi, en hinn fjórði fylgir þeim sem landskjörinn. Til máls tóku Stefán Jónsson, Hafnarfirði, Gísli Ólafs- son, Seltjarnarnesi, Sigur- geir Sigurðsson, Seltjarn- arnesi, Tómas Tómasson, Keflavík, Ólafur G. Ein- arsson, Garðabæ, Magnús Erlendsson, Seltjarnar- nesi, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Kópavogi, Matthías Á. Mathiesen, Hafnarfirði, Bragi Michaelsson, Kópavogi, Salóme Þorkelsdóttir, Mosfellssveit, Eggert Steinsen, Kópavogi, Jón Þorvaldsson, Kópavogi, Eyjólfur Guðmundsson, Vogunum og Ellert Eiríks- son, Keflavík. ~HAFNAH: STRCTI AUSTUR- ennþá betri þjónustu en áður. MÖÍ! □OOÖÖÖÖÖ Zy, JnWtmAG MhANÞS FERÐASKRIFSTOFAN VIÐ AUSTURVÖLL SÍMI 26900 wm^mum • 1 pT 71 Ul r§] [ « r * i r • 1 • 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.