Morgunblaðið - 03.06.1978, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.06.1978, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JUNÍ 1978 41 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA I0100KL. 10—11 , FRÁ MÁNUDEGI lr nyí/JArnm-'tua'Li ir af fyrri skrifum og svari við þeim um unglinga: •Vantar skilning? „Hvernig stendur á því að 4530-1872 hefur tekið þessi skrif um heimtufrekju unglinganna svona til sín? Sér hann/hún kannski eitthvað í þessu sem hann kannast við sjálfur? Eða eins og gamla máltækið segir: „Hver er sannleikanum sárreiðastur." Það segir sig sjálft að það ber að sjálfsögðu miklu meira á þeim unglingum sem eru óánægðir og sem ekkert tillit er tekið til, „að þeim finnst". Svo er annað — það þarf ekki að segja þeim unglingum að hætta að drekka sem hafa aldrei drukkið. Hér snýst þetta um unglinga sem einmitt bæði drekka og reykja og taka ekkert tillit til sinna nánustu. Mikið væri gaman að fá úr því skorið hvað unglingarnir meina með því að fullorðið fólk skilji þá ekki. Eru unglingar orðnir svo fullkomnir að það sé torvelt að skilja þá? Ef svo er liggur þá ekki beinast við að þeir leggi þeim fullorðnu lífsreglurnar? Hvað „hátt“ ætla unglingarnir að hreykja sér? Hvað mikið þarf að gera fyrir þá svo að þeir verði ánægðir? Ætli það verði bara nokkurn tíma hægt að gera þá ánægða? Ef skilningur á að vera fyrir hendi þá þarf hann að koma frá báðum aðilum, ekki bara frá þeim fullorðnu. Hvernig er það ekki á vinnumarkaðinum? Þar eru margir unglingar sáróánægðir vegna þess að þeir fá ekki sama kaup og þeir sem hafa margra ára reynslu í starfi. Hvers vegna geta unglingar ekki unnið sig upp eins og þeir fullorðnu urðu að gera? Eru þeir einhverjir englar sem má ekki blása á? Hafa unglingar hugsað um það hver klæddi þá og fæddi meðan þeir voru að komast upp? Ætli það hafi nú ekki kostað einhverja vinnu? Sco um leið og þessir krakkar eru fermdir þá þykjast þeir geta stjórnað fullorðna fólkinu og ef það gengur ekki alveg eftir þeirra höfði þá er skilningsleysi fullorð- inna kennt um. Unglingar virðast aldrei finna sök hjá sjálfum sér, hvaða vitleysu sem þeir kunna að gera. Svo eru það unglingarnir sem reyna að gera sitt bezta og eru ekki alltaf með einhverjar kröfur í garð fullorðinna. Virðist þeim ganga mun betur bæði í starfi og öðru en hinum sem gera bara kröfur til annarra en ekki sjálfs sín. Og það vita allir að þeir unglingar sem vilja leggja eitt- hvað á sig hvort sem það er að læra eða í vinnu og sér enginn eftir því að leggja þeim lið. En þá að sjálfsögðu verður hinn helm- ingurinn sem nennir ekki að standa í slíku útundan. Þetta verða unglingar að gera sér ljóst: „Sá sem leggur ekkert í sölurnar uppsker ekkert." Þessir hringdu . . . • Þakkar ræðurnar Kona nokkur vildi koma á framfæri þökkum til presta fyrir framlag þeirra í útvarpinu nýlega. Voru það þeir sr. Björn H. Jónsson á Húsavík er nýlega var í útvarpsmessu og sr. Guðmundur Þorsteinsson sóknarprestur í Ár- bæjarsókn fyrir morgunbænirnar sem hann hefur annazt að undan- förnu. Kvaðst konan helzt vilja fá birtar ræður sr. Björns einhvers staðar. • Skrítnar varnir? Þá vildi önnur kona, Á.J., láta í ljós furðu sína á þeim vörnum sem viðhafðar voru í Grjótaþorp- inu nýlega er rífa átti gamlan skúr og íbúar nærliggjandi húsa komu á vettvang. Fannst henni undar- legt að sýna hetjuskap með SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákþingi Sovétríkjanna í desember kom þessi staða upp í skák þeirra Alburts og Dorfmans, sem hafði svart og átti leik. 34... — Hxb2! og hvítur gafst upp. Svartur hótar 35... — Hbl mát og eftir 34... Kxb2 — Dxd2+ verður hann fljótlega mát. Hinn 24 ára gamli Dorfman hefur klifrað ótrúlega hratt upp sovézka metorðastigann, þótt hon- um hafi ekki fyllilega tekist að endurtaka afrek sín á alþjóðlegum vettvangi. Hann er nú ásamt Boris Guljko skákmeistari Sovétríkj- anna. ungbarn í fangi og fannst það standa nær Islendingum að standa vörð um sín verðmæti en útlend- ingum. Fannst henni sem að Islendingar ættu sjálfir að verja þetta ef á annað borð væri rétt að halda í þessi gömlu verðmæti, en þau mál þyrfti að athuga æsinga- laust og í rólegheitum. Auðvitað væri rétt að koma í veg fyrir að spjöll væru unnin á gömlum verðmætum, en þar þyrfti líka að greina á milli verðmæta og ösku- haugamatar. HÖGNI HREKKVÍSI Utankjörstaðakosning Utankjörstaöaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins er Valhöil, Háaleitisbraut 1 — Símar 84751, 84302, 84037. Sjálfstæöisfólk! Vinsamlega látiö skrifstofuna vita um alla kjósendur, sem veröa ekki heima á kjördegi. Utankjörstaöakosning fer fram í Miöbæjarskólanum alla virka daga kl. 10—12, 14—18 og 20—22. Sunnudaga kl. 14—18. Lögtök Aö kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjald- heimtunnar í Reykjavík og samkvæmt fógetaúrskuröi, uppkveönum 1. þ.m. veröa lögtök látin fara fram fyrir ógoldnum fyrirframgreiöslum opinberra gjalda, sem féllu í gjalddaga 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí og 1. júní 1978. Lögtök til tryggingar fyrirframgreiöslum framangreindra gjalda, ásamt dráttarvöxt- um og kostnaði, veröa hafin aö 8 dögum liönum frá birtingu þessarar auglýsingar, veröi tilskyldar greiöslur ekki inntar af hendi innan þess tíma. Reykjavík. 1. júní 1978. Borgarfógetaembættið. Námsstyrkir Sjóöurinn „Gjöf Thorvaldsensfélagsins“ hefur þaö markmiö, aö sérmennta starfsliö stofnana fyrir vanheil börn, þ.e.a.s. dagvistunarstofnana, vistheimila, sérskóla og sérdeilda, þar sem eru afbrigöileg börn og unglingar til dvalar, kennslu og þjálfunar. Úr sjóönum er veitt fé til: A. náms innanlands, svo sem allmennra nám- skeiöa fyrir tiltekna starfshópa undir handleiöslu sérfróöra manna. B. náms erlendis í formi námsstyrkja til einstaklinga, er stunda framhaldsnám í skólum erlendis. Þeir sem njóta styrks úr sjóönum, skulu skuldbinda sig til aö vinna a.m.k. tvö ár hérlendis. Styrkur til þeirra, sem ekki fullnægja téöri vinnukvöö, er endurkræfur. Umsóknir um styrk úr sjóönum skulu sendar undirrituöum fyrir 25. júlí 1978, ásamt nauðsyn- legum upplýsingum um fyrirhugaö nám og þjálfun. Reykjavík, 31. maí 1978 Jón Sigurðsson, Háuhlíð 18, Reykjavík, formaöur sjóðsstjórnar Gjafar Thorvaldsensfélagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.