Morgunblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1978 LOGREGLAN í Reykjavík handtók á sunnudaginn býzk- an mann aö nafni Konrad Ciesielski og son hans aö nafni Lothar eftir að þcim feðgum hafði verið veitt eftirför um landið í fimm daga. Konrad þessi Ciesielski er þekktur víða um Evrópu fyrir þjófnaði á fálkaungum og þar sem rök- studdur grunur lá fyrir um það að hann hefði komið hingað til lands fyrir nokkrum árum i þeim erindagerðum að stela fálkaungum úr hreiðrum hér- lendis, þótti vissara að hafa á honum góðar gætur. Við leit f hifreið þeirra feðga fundust iangvíucgg og ýmis úthúnaður, sem nytsamur getur verið við fálkaungastuld en engir fálka- ungar né fálkaegg fundust f fórum feðganna. Að sögn Williams Th. Möller, aðalfulltrúa lögreglustjóra, bár- ust upplýsingar um það hingað til lands að maður þessi væri væntanlegur hingað. Kom hann í síðustu viku og hafði þá bifreið meðferðis. Menntamálaráðu- neytið ásamt fuglaverndunar- mönnum og lögreglunni voru viðbúin komu hans. Þeir feðgar héldu af stað norður í land á miðvikudaginn í síðustu viku á Volkswagen-rúgbrauð bifreið sinni. Fóru þeir áleiðis til Akureyrar en lögðu þó sveig á leið sína um Bröttubrekku og Skógarströnd. Gistu þeir fyrstu nóttina við Hraun í Norðurár- dal. Næsta dag fóru þeir til Ljósm. Kristján. Guðmundur Ilermannsson yfirlögregluþjónn með búnað bjóðverj- anna, sem hald var lagt á, kaðla, sigbúnað, talstöðvar, stcngur til ungaveiða og búnað til að halda hita á eggjum. Frægur fálkaungaþjófur gripinn í Reykjavík Akureyrar og síðar til Mývatns. Fóru þeir hægt yfir og stoppuðu víða og þá fyrst og fremst á stöðum, þar sem fálka- og arnarvarp er. I bakaleiðinni fóru þeir yfir Laxárdalsheiði og inn Dali. Til Reykjavíkur komu þeir á sunnudagsmorgun og voru þeir handteknir á Vestur- landsvegi en lögreglumenn höfðu fylgt þeim feðgum eftir alla leið. Feðgarnir voru teknir til yfirheyrslu á sunnudaginn. Þar sem þeir höfðu ekki fálkaegg né fálkaunga í fórum sínum var ljóst, að sögn Williams Th. Möller, að þeir höfðu ekki gerst brotlegir við lög að öðru leyti en því, að þeir höfðu gerst of nærgöngulir við hreiður. Sem fyrr segir fundust langvíuegg í fórum þeirra og kváðust feðg- arnir hafa fengið þau að gjöf og þættu þeim eggin mjög skraut- leg. Sögðust þeir hafa ætlað að kaupa andaregg áður en þeir færu utan og hefði verið ætlunin að unga þeim út í Þýzkalándi með þar til gerðum útbúnaði. Auk eggjanna fannst í fórum þeirra útbúnaður ýmiss konar Framhald á bls. 30. Nýtt fiskverð: 20% hækkun þýðir 8mill- jarða kr. útgjaldaaukningu Keflavík: / Aframhaldandi samstarf sjálf- stæðismanna og framsóknarmanna krflavík. 5. júní. SAMKOMULAG hefur náðst milli sjálfstæðismanna og framsóknar- manna um áframhaldandi sam- starf í bæjarstjórn á svipuðum grundvelli og á síðasta kjörtíma- bili. Fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar verður á fimmtu- dag. Sjálfstæðismenn og framsókn- armenn hafa nú 5 af 9 bæjarfull- trúum, en höfðu sex síðasta kjörtímabil, en í kosningunum fyrra sunnudag misstu sjálfstæð- ismenn einn mann og hafa því þrjá bæjarfulltrúa nú og framsóknar- menn tvo. - IÞF Seyðisfjörður: —------------ Aframhaldandi samstarf sjálf- stæðis- og fram- sóknarmanna NÝKJÖRIN bæjarstjórn Seyðis- fjarðar kom saman til fyrsta fundar síns í gær. Framsóknar- menn og sjálfstæðismenn eru í áframhaldandi samstarfi og hafa áfram fimm af níu bæjarfulltrú- um, framsóknarmenn 3 og sjálf- stæðismenn 2. Forseti bæjarstjórnar var kjör- inn Hörður Hjartarson af B-lista, 1. varaforseti Theodór Blöndal af D-lista og annar varaforseti Þor- valdur Jóhannsson af B-lista. I bæjarráð voru kjörnir Hörður Hjartarson og Theodór Blöndal og Hallsteinn. Friðþjófsson af lista minnihlutans. Jónas Hallgrímsson var ráðinn bæjarstjóri áfram. Húsavík: Fanney hlaut Lands- bankabátinn Húsavík. 5. júní. HÁTÍÐAHÖLD sjómannadagsins fóru fram með hefðbundnum hætti á Húsavík í fegursta veðri. Hátíðahöldin hófust með guðs- þjónustu klukkan 9 og síðan var farin hópsigling um flóann með yngstu bæjarbúana. Klukkan 14 var safnast saman á hafnarupp- fyllingunni og voru þar tveir aldnir sjómenn heiðraðir , Karl Aðalsteinsson og Karl Pálsson. Afhentur var Landsbankabátur- inn, en hann hlaut í þetta skipti Framhald á bls. 30. SETUVERKFALL starfsfólks fiskiðjuvers Bæjarútgerðar Hafn- arfjarðar. sem hófst á miðviku- dag. stóð enn í gær, en þá hafði starfsfólkið á fundi fellt sáttatil- lögu bæjarstjórnar Hafnarfjarð- ar með 68 atkva?ðum gegn 43. Samkvæmt upplýsingum Guð- mundar Ingvasonar, forstjóra BÚH, var málið því í biðstöðu í gær. Vildi hann ekkcrt tjá sig um málið. en sagði að það varðaði mannleg samskipti. Forystumenn verkalýðsfélag- anna í Hafnarfirði fengu því framgengt að boðað var til óform- legs bæjarstjórnarfundar, þar sem þetta deilumál í Bæjarútgerðinni var tekið fyrir. Þar skýrðu for- ENN IIEFUR ekki tekizt sam- komulag um nýtt fiskverð. en sem kunnugt er átti nýtt fiskverð að taka gildi hinn 1. júní s.l. Farið hefur verið fram á allt að 20% hækkun á almennu fiskverði, en fulltrúar fiskvinnslunnar í verðlagsráði benda á að ef hækk- un eigi að verða á fiskvcrði verði aðrar ráðstafanir að koma til, þar sem nú þegar sé mikið tap á ystumenn verkalýðsfélaganna málið og ennfremur ræddi bæjar- stjórnin við forstjóra fyrirtækis- ins og verkstjóra. Útbjó bæjar- stjórnin síðan tillögu, sem er á þá leið að í upphafi lýsa þeir áhyggj- um sínum með þróun mála í BÚH og að þeir hafi reynt eftir föngum að kynna sér deilurnar, sem þar séu. Segir þar jafnframt að af gefnu tilefni hafi verkstjórarnir lýst því yfir í áheyrn bæjarfulltrú- anna, að þeir hafi fyllsta áhuga á því að hafa sem mesta samúð með starfsfólkinu og kappkosta að dagleg samskipti séu sem vinsam- legust. Síðan segir í tillögunni: „Til að stuðla að þessu og sem beztu andrúmslofti á vinnustað milli öllum greinum fiskvinnslunnar. Fiskverðsákvörðunin hcfur nú um tíma v.erið til umf jöllunar hjá yfirnefnd verðlagsráðs sjávarút- vegsins, án þess að nokkur árangur hafi náðst. Morgunblaðið fékk það staðfest hjá Eyjólfi ísfeld Eyjólfssyni, forstjóra Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, í gær, að hvert 1% sem fiskverðið hækkaði um, hefði starfsmanna og yfirmanna og koma í veg fyrir árekstra eða misskilning er leitt getur til leiðinda, leggja bæjarfulltrúar til eftirfarandi: a) Að haldnir verði reglulegir starfsmannafundir einu sinni í mánuði, þar sem starfsfólk og yfirmenn skiptist á skoðunum og skýrt verði frá þeim málum, sem eru á döfinni hverju sinni. b) Að trúnaðarmenn verkalýðs- félaga og starfsfólksins og verk- stjórnar haldi með sér reglulega vikulega fundi og séu þar haldnar fundargerðir um þau atriði, sem um er fjallað og ástæða þykir til að bóka. Framhald á bls. 30. í för með sér 400 millj. kr. útgjaldaauka fyrir fiskvinnsluna í landinu miðað við ársrekstur, þannig að 20% hækkun á fiskverði leiddi til 8 milljarða króna út- gjaldaauka. Kvað hann fisk- vinnsluna í landinu engan veginn geta staðið undir slíkri hækkun, ástandið væri nógu bágborið fyrir, t.d. miðað við maírekstur þar sem væri 1500 millj. kr. tap miðað við ársgrundvöll. Síðan hefðu komið til launahækkanir hinn 1. júní s.l. og þar leiddi 10% hækkun launa til 2 milljarða kr. útgjaldaaukn- ingar. Sameiginlegir framboðsfundir á Vestfjörðum Frambjóðendur til Alþingis- kosninga í Vestfjarðakjördæmi hafa komið sér saman um að halda sameiginlega framboðsfundi. Fyrstu fundirnir verða í Árnesi, Hólmavík og á Króksfjarðarnesi 10. júní. Daginn eftir verða fundir á Tálknafirði, Bíldudal og Patreks- firði, 12. júní verða fundir á Þingeyri og Flateyri, 13. júní á Bolungarvík og Súðavík, 14. júní á Súgandafirði og Reykjanesi og síðasti fundurinn verður á ísafirði 15. júní. Þrír oddvit- ar á Flat- eyri næsta kjörtímabil Þrír oddvitar verða á Flateyri á kjörtímabilinu, þar sem fulltrúar allra listanna þriggja, sem komu mönnum í hreppsnefnd, hafa gert samkomuleg um að láta atkvæða- greiðslu ráða málum í hrepps- nefndinni. Listi Sjálfstæðisflokks fékk tvo menn kjörna í hreppsnefnd, E-listi Framfarafélags Flateyrar fékk tvo menn kjörna og C-listi framsókn- armanna og óháðra 1 mann kjörinn. Núverandi oddviti er Guðvarður Kjartansson af E-lista, síðan tekur Hinrik Kristjánsson af D-lista við embættinu og loks Steinar Guðmundsson af C-lista. 16 ára piltur í gæzluvarðhald vegna síendurtek- inna bílþjófnaða 16 ÁRA piltur hefur verið úrskurðaður í 20 daga gæzlu- varðhald í Hafnarfirði fyrir síendurtekna bílþjófnaði. Úr- skurðurinn hefur verið kærður til hæstaréttar. Aðfararnótt s.l. föstudags varð pilturinn uppvís að því að stela tveimur bifreiðum og einni dráttarvél í Hafnarfirði auk þess sem hann gerði tilraun til þess að stela enn einum bíl. Voru bílarnir meira og minna skemmdir eftir piltinn, því hann var mjög ölvaður þessa nótt og aksturinn mun ekki hafa verið sem nákvæmastur. Pilturinn hefur ítrekað stolið bílum í Hafnarfirði og nágrenni á undanförnum mánuðum og í vetur var hann úrskurðaður í 40 daga gæzluvarðhald vegna ítrek- aðra brota. Þá var hann í vetur dæmdur í 4 mánaða óskilorðs- bundið fangelsi og 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi, en hann var ekki byrjaður að afplána dóminn þegar hann var tekinn á dögunum. Dellan í Bæjarútgerð Hafnarfjarðar: Starfsfólkið felldi miðlunar- tillögu bæjarstjómarinnar Verkalýðshreyfingin: Tíðir fundir í dag - Sáttafundur á morgun FUNDI sambandsstjórnar Verka- mannasambands íslands, sem fyr- irhugað var að halda í gær, var frestað og verður hann haldinn í dag klukkan 14, eða mitt á milli fundar 10-manna nefndar ASÍ, sem hittist klukkan 10 og fundar miðstjórnar ASÍ og 10-manna nefndarinnar, sem ráðgerður er klukkan 16. Torfi Hjartarson sáttasémjari hefur svo boðað samninganefnd VMSÍ og samn- inganefnd vinnuveitenda til sátta- fundar á morgun klukkan 14. Enn er ekki ráðið, hvort áskorun formannaráðstefnu VMSÍ um boð- un yfirvinnubanns 10. til 30. júní verður breytt í táknræna mót- mælaaðgerð með yfirvinnubanni i eina viku 10. til 17. júní. Þetta verður þó efni fundanna, sem ráðgerðir eru í dag, en í gær var enn allt oljóst um það, hvorl samstaða innan ASÍ tækist um slíka táknræna mótmælaaðgerð við efnahagsráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar. Slík aðgerð yrði þá ekki framkvæmd til þess að ýta á að samningarnir yrðu látnir gilda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.