Morgunblaðið - 06.06.1978, Page 10

Morgunblaðið - 06.06.1978, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JUNI 1978 Matthfas Bjarnason sjávar- útvegsrádherra: Fiskimióin eru fjöregg okkar Fylgjum sigrínum eftir með réttrí nýtingu fiskveidiiögsögunnar Ræða fíutt á Sjómannadaginn íslenzkir sjómenn og aðrir góðir íslendingar! Gleðilega hátíð. Landhelgismálið hefur verið mér efst í huga á Iiðnum árum, enda eru ekki nema tvö og hálft ár síðan fiskveiðilögsagan var færð út í 200 mílur, og aðeins sex mánuðir síðan þýski fiski- skipaflotinn sigldi út úr fisk- veiðilögsögunni. Við fögnum þessum sigri í þessu lífshags- munamáli þjóðarinnar, enda þótt alþjóðlegt samkomulag á Hafréttarráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna hafi enn ekki tekist. Þessum sigri fylgir mikill vandi, nýting fiskveiðilögsög- unnar er í okkar höndum. Um alla stjórn og hagnýtingu henn- ar þarf að nást sem víðtækust samvinna allra þeirra sem hlut eiga að máli, en það er í raun þjóðin öll, því fiskimiðin eru fjöregg hennar og á skynsam- legri nýtingu þeirra byggist framtíðarheill þjóðarinnar. Það er hlutverk stjórnvalda að taka allar ákvarðanir í þessum efn- um, og þar má ekki skorta kjark til að marka þá stefnu, sem heillavænlegust er fyrir þjóðar- heildina. Sama gildir um sam- skipti okkar við aðrar þjóðir í fiskveiðimálum. Við lifum ekki ein í þessum heimi og getum það ekki, og í öilum samskiptum verðum við að láta gerðir okkar stjórnast af því, sem við teljum að þjóðarheildinni sé fyrir bestu. Við komust ekki hjá samvinnu við aðrar þjóðir, einkum og sér í lagi í sambandi við fiskverndarmál, því sumar tegundir fiska eru alþjóðlegir flökkufiskar sem vernda þarf. I þessum efnum verðum við að láta kaldar staðreyndir ráða ferðinni, einurð og fullan dreng- skap. Ég tel vel við eiga að minnast þess nú, að 5. apríl s.l. voru liðin 30 ár frá setningu laga um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins. Ég hygg að allir geti verið sammála um að þessi lög hafi verið sett af óvenju mikilli framsýni, og að engin lagasetning hafi markað dýpri spor í samfelldri baráttu þjóðar- innar fyrir efnahagslegu sjálf- stæði. Með setningu land- grunnslaganna var lagður horn- steinn að framtíðarstefnu ís- lendinga hvað snertir fiskvernd og hagnýtingu fiskimiðanna við landið. Allar útfærslur fisk- veiðilögsögunnar hafa verið framkvæmdar á grundvelli þessara laga, og oftast hafa þær stjórnunaraðgerðir, sem fram- kvæmdar hafa verið í því skyni að vernda fiskistofna og fiski- mið við landið verið byggðar á þessum sömu lögum. Þessa 30 ára tímabils frá setningu land- grunnslaganna verður minnst með útgáfu rits á vegum sjávar- útvegsráðuneytisins, sem út kemur í þessari viku og sérstak- ur minnispeningur hefur verið sleginn og verður til sölu innan skamms. Sjávarútvegur og fiskvinnsla verður svo langt sem við sjáum máttarstólpar hins íslenska lýðveldis. A þeim byggist velfefð þjóðfélagsþegnanna í nútíð og framtíð. Tekjur sjómanna og útvegsmanna eru háðar afla- brögðum og verðlagi á erlendum mörkuðum, en allt veldur þetta miklum sveiflum í tekjum þess- ara stétta. Þegar vel aflast og tekjur þeirra eru miklar verður þess vart í öllum þáttum þjóð- Iífsins — og þegar illa gengur og lítið aflast veldur það samdrætti á öllum sviðum. Það er þess vegna mikilvægt að þjóðin í heild geri sér grein fyrir, að áföll og erfiðleikar í þessari atvinnugrein er mál hennar allrar en ekki aðeins þeirra sem að henni starfa. Það er talið gott fréttaefni að tíunda tekjur sjómanna á aflahæstu veiðiskip- unum þegar vel gengur, en þess sjaldan getið þegar sjómenn afla ekki fyrir kauptryggingu, jafnvel í mörgum verstöðvum. Afkoma sjómanna er jafnan misjöfn. Hún er talin góð á skuttogurum og á loðnuveiði- skipum, en hins vegar mjög léleg víða á hinum hefðbundnu vertíðarbátum, einkum á suð- vestur hluta landsins. Tíma- bundið aflaleysi í einstökum verstöðvum eru ekkert nýtt fyrirbæri, það hefur þekkst svo lengi sem sögur fara af. Ég minnist þess að fyrir ekki mörgum árum sóttu menn til suðvesturlandsins á vetrarvertíð úr öllum landshlutum, en nú hefur þetta snúist við. Ég kann engar skýringar sem geta talist fullnægjandi í þessum efnum frekar en aðrir, en tel hins vegar mikilvægt að þeir sem stunda sjávarútveg sýni fullan skilning á slíkum breytingum og aðstæð- um þeirra, sem harðast verða úti í þessum efnum, og forðist hvers konar illsakir milli lands- hluta, sem því miður hefur borið nokkuð á að undanförnu og virðist vera ákjósanlegt um- ræðuefni nokkurra manna í tíma og ótíma. Samkvæmt athugunum Þjóð- hagsstofnunar voru hlutfalls- tekjur sjómanna á s.l. ári 150 miðað við laun verkamanna og 133 miðað við tekjur iðnaðar- manna, en samsvarandi tölur voru árið 1974 123 og 108. Þó þessar tölur segi ekki nema takmarkaða sögu, þá tel ég að hér hafi verið um eðlilega og æskilega þróun að ræða, enda verða menn að hafa í huga erfið störf sjómanna og langan vinnu- tíma, oft langtímum fjarri heimilum sínum. , Ég hefi lagt áherslu á mikil- Frá hátíðarsvæðinu í Nauthólsvík. vægi sjávarútvegsins í efna- hagslífi þjóðarinnar, en ég vil undirstrika að hann getur ekki staðið einn. Segja má að hann sé aðal aflgjafi í samstarfi flestra stétta þjóðfélagsins, þeirra sem vinna í fiskvinnslustöðvum, í hvers konar þjónustufyrirtækj- um við flotann, í útflutnings- verslun, innflutningi og víðar. Við verðum að minnast þess, að án slíks samstarfs lifir sjávarút- vegurinn ekki, og einmitt þess Vegna er skilningur á milli starfsstétta mikilvægari nú en nokkru sinni til þess að vel megi fara. Við lifum á miklum umbrota- tímum og framundan eru ófyrir- sjáanlegar breytingar í fisk- veiðimálum margra þjóða, breytingar sem eru beinar af- leiðingar af því að flestar þjóðir hafa nú fært út fiskviðilögsögu sína í 200 mílur. Samdráttur getur orðið í fiskveiðum þjóða, sem nú eru stórveldi í þeim efnum, en aðrar þjóðir sem lítið hefur kveðið að í fiskveiðum geta orðið stórveldi á því sviði — ’eins og Bandaríkjamenn. Þetta getur átt eftir að valda stórfelldum breytingum í mark- aðsmálum og mörkuðum fyrir íslenskar sjávarafurðir. Það er þess vegna mikilvægt að þeir sem annast sölu á afuðrum okkar, svo og stjórnvöld á hverjum tíma, hafi vakandi auga á þróun þessara mála. Við verðum að auka viðskipti við fleiri þjóðir, en eiga ekki líf okkar og tilveru á viðskiptasvið- inu í höndum þjóða, sem við getum talið á fingrum annarar handar. A komandi árum bíða okkar óteljandi verkefni í málum sjávarútvegsins. Við verðum enn að auka viðleitni okkar til að auka fjölbreytni í veiðum og vinnslu. Við verðum áfram að vinna að því að samræma afkastagetu fiskiskipaflotans og vinnslustöðvanna við afrakstursgetu fiskistofnanna. Við verðum að stefna að aukinni arðsemi bæði í veiðum og vinnslu, því einasta vörn okkar gegn margs konar ,styrkveiting- um stórþjóða við fiskveiðar og vinnslu, er að auka afla á sóknareiningu auk hagræðingar í vinnsu aflans. Mikil eftirspurn er nú eftir nýjum skipum — einkum skut- togurum. Þetta er skiljanlegt, þegar haft er í huga hve mikilvægt það er að vinnslu- stöðvarnar fái sem jafnast hráefni árið um kring, til þess að auka hagræðingu í rekstri og jafna vinnu fyrir starfsfólk vinnslustöðvanna. Á hinn bóg- inn verða menn að gera sér grein fyrir þeirri staðreynd að núverandi fiskiskipafloti getur veitt allan þann fisk, sem skynsamlegt er talið að veiða vegna ástands fiskistofnanna. Hér er um mikinn vanda að ræða og einmitt þess vegna hafa stjórnvöld leitast við að auka fjölbreytni í veiðum og vinnslu og varið í þeim efnum veruleg- um fjármunum s.l. þrjú ár, og hefur sú viðleitni borið veruleg- an árangur. Nægir í þeim efnum að minna á veiðar á sumarloðnu, vaxandi kolmunna og spærlings- veiðar, og nú eru fleiri skip að hefja veiðar á djúphafsrækju en nokkru sinni fyrr. Síldveiðar eru aftur að verða vaxandi atvinnu- vegur eftir það alvarlega áfall þegar síldarstofninn var veiddur upp af okkur og þá ekki síður af erlendum þjóðum. Ætli það hefði skeð og ætli ástand margra fisktegunda væri í dag jafn alvarlegt, ef við hefðum fyrr náð stjórnun á 200 sjómílna fiskveiðilögsögu, sem sumir gerðu lítið úr. Meira að segja voru meðal þeirra menn, sem gerst áttu að þekkja og töldu að nýting fiskirriiðanna á milli 50—200 sjómílna gæfi okkur aðeins um 5% til viðbótar veiðum innan 50 sjómílna. Við verðum að sjálfsögðu að halda flotanum við með eðlilegri endurnýjun, en aukning þorsk- veiðiflotans þýðir í raun minni afla á sóknareiningu og þar með minni tekjur fyrir sjómanna- stéttina í heild. Ég tel mér skylt að nefna þá rekstrarerfiðleika, sem sumar greinar fiskvinnslunnar og til- teknar stærðir bátaflotans eiga nú við að stríða, en þessir erfiðleikar eru misjafnlega miklir eftir landshlutum. Þetta er ekki nýtt fyrirbæri, við höfum orðið að glíma við slík vandamál næstum árlega, en eins og ég hefi áður rætt er hér ekki aðeins um að ræða vanda- mál sjávarútvegsins heldur þjóðarinnar allrar, og með samstilltum vilja og gagnkvæm- um skilningi er hægt að leysa þau. Hins vegar getur það orðið erfitt ef þann skilning og vilja skortir. Ég hefi áður lýst yfir aðdáun minni á því gífurlega starfi sem forystumenn Sjómannadagsráðs í Reykjavík og Hafnarfirði hafa unnið, og raunar líka í fjölmörg- um byggðalögum um gervalt land, til hagsbóta fyrir sjó- mannastéttina. Síðan ég ávarp- aði síðasta sjómannadag hefur Dvalarheimili aldraðra í Hafnarfirði tekið til starfa. Þar er risið glæsilegasta dvalar- heimili í þessu landi og má leita til margra annarra þjóða um samjöfnuö. Á þessu ári varð Slysavarnafélag íslands 50 ára. Þar hafa lengst af verið í forystusveit framámenn í sjó- mannastétt og áhugamenn í sjávarútvegi. Það félag hefur unnið mikilvægt starf til efling- ar öryggismálum sjómanna. Forystumönnum allra þessara samtaka leyfi ég mér að færa þakkir í nafni allrar þjóðarinn- ar fyrir frábær störf, sem unnin eru af áhuga og djúpum skiln- ingi á umbótum á þessum sviðum. Ég lík máli mínu með því að senda öllum sjómönnum, bæði þeim sem heima eru og þeim sem sinna störfum á hafi úti, bestu árnaðaróskir í tilefni af Sjómannadeginum 1978. Ég óska sjómönnum velfarnaðar í störfum þeirra og þakka fyrir hönd stjórnvalda framlag þeirra til þjóðarbúsins. Þeim sjómönn- um sem lokið hafa ævistarfi sínu óska ég fagurs ævikvölds að liðnum heilladrjúgum starfs- degi. En þegar ég nefni sjómenn þá á ég einnig við sjómannskon- ur, sem taka á sig meiri og þyngri skyldur í uppeldi barna og ábyrgð heimilanna en aðrir sakir fjarveru eiginmannsins. Þeirra starf er síst ofmetið. Framtíð og farsæld sjó- mannastéttarinnar er trygging fyrir alla aðra íslendinga og þar með heill og hamingju íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.