Morgunblaðið - 06.06.1978, Page 13

Morgunblaðið - 06.06.1978, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1978 13 Þjóðleikhúsiði Listdanssýnintí- Danshiilundari Anton Dolin. Yuri Chatal og Ingibjörg Björnsdóttir. Gestiri Alpo Pakarinen og Þórarinn Baldvinsson. Framlag Þjóðleikhússins og íslenska dansflokksins til Lista- hátíðar 1978 eru þrír ballettar. Tveir þeirra alveg nýir af nálinni og einn klassískur. Fyrst á efnisskránni var ballettinn „íslensk danssvíta" eftir Yuri Chatal ballettmeistara Þjóðleik- hússins. Ballett þessi hefur engan söguþráð en byggður upp af vikivökum og öðrum þjóðleg- um dönsum. Eru þetta allt mjög skemmtilegir og léttir dansar og eru ýmist dúettar, trió, kvart- ettar hópdansar eða sóló. Ólafía Bjarnleifsdóttir og Þórarinn Baldvinsson dönsuðu pas dé deux með miklum ágætum. Ánægjulegt er að fylgjast með ferli Ólafíu. Henni fer fram með hverri sýningu og er að verða framúrskarandi dansari. Örn Guðmundsson, Alpo Pakarinen og Þórarinn dönsuðu tríó sem er vel samið en virtist alls ekki nógu vel æft. Voru þeir aldrei í takt og það sama var uppi á teningnum í hópdönsunum. Tón- listina samdi Jón Ásgeirsson upp úr íslenskum þjóðlögum og er hún ákaflega skemmtileg. Það hlýtur að vera mjög gaman að dansa eftir henni. Búninga hannaði Gylfi Gíslason og eru þeir einfaldir, látlausir og fall- egir. Hápunktur sýningarinnar var hinn rómantíski ballett Pas de quatre. Frægur breskur dansari og danshöfundur, Anton Dolin, var fenginn hingað til að svið- setja ballettinn. Anton Dolin sem er írskur að uppruna hefur verið talinn mesti dansari ald- arinnar. Upphaflega ætlaði hann sér að verða leikari en undir leiðsögn Seraphine Astafieva gerðist hann dansari. Hann byrjaði feril sinn með ballettflokki Diaghilevs Ballet Russe eins og svo margir dans- arar gerðu á þeim tíma. Um árabil dansaði Dolin með AIiciu Markovu, frægri enskri baller- ínu. Þau dönsuðu meðal annars með The Camargo Society, Vic Wells ballettinum og að sjálf- sögðu þeirra eigin flokki, The Markova-Dolin Ballet. Þau fóru einnig í sýningaferðalög um allan heim. Dolin dvaldist í Bandaríkjunum stríðsárin og átti mikinn þátt í stofnun The American Theater Ballet. Setti hann marga fræga balletta á svið fyrir flokkinn og dansaði mörg aðalhlutverk. Eftir stríðið sneri hann aftur til Englands og vann að stofnun The London Festival Ballet árið 1950. Var aðaldansari flokksins og list- rænn ráðunautur. Dolin er einnig mjög hæfur kennari og hafa margir af frægustu döns- urum heims notið leiðsagnar hans. Mikill fengur var fyrir íslenska dansflokkinn og ís- lenska ballettunnendur að fá Anton Dolin hingað til að sviðsetja Pas de quatre. Ballett- inn var frumfluttur í París árið 1845. Þá dönsuðu hinar frægu ballerínur Marie Taglioni, Lucile Grahn, Fanny Gerrito og Charlotta Grisi. Danshöfundur var Jules Perrot. Eftir nokkrar sýningar féll svo ballettinn í gleymsku. Árið 1941 endur- samdi Anton Dolin og sviðsetti Pas de quatre fyrir Ballet Russe í París. Einnig þá voru valdar mjög frægar ballerínur í hlut- verkin. Þessum ballett var ætlað að sýna hina ólíku dansstíla hinnar rómantísku stefnu, enda oftast reynt að fá dansara hvern úr sinni áttinni til að dansa hann. Það var því mjög spenn- andi að sjá hvernig íslenska dansflokknum tækist til því varla er hægt að tala um neinn sérstakan stíl enn sem komið er. Það má segja að uppfærslan hafi tekist forkunnarvel. Þegar tjaldið fór frá þá blasti við áhorfendum yndislega bleikt og rómantískt svið. Ballerínurnar hver annarri fallegri. Síðan liðu dansmeyjarnar um sviðið með miklum yndisþokka og mýkt. Ásdís Magnúsdóttir í hlutverki Fanny Gerrito dansaði af- bragðsvel. Hún blátt áfram geislar af lífsgleði. Misti McKee dansaði hlutverk Marie Taglioni með miklum ágætum. Henni svipar mjög til Markovu sem gerði þetta hlutverk svo eftir- á Listahátíð Eftir Irmi Toft sótt. Ingibjörg Pálsdóttir sem Lucile Grahn gerði hlutverki sínu góð skil. Nanna Ólafsdóttir var ósköp nett og yndisleg en var mjög taugaóstyrk og ruglaði það hana í ríminu á smákafla. I heild var ballettinn mjög vel dansaður og vonandi verður hann settur á svið aftur í náinni framtíð. Það atriði sem kom mest á óvart var hinn nýi ballett Ingibjargar Björnsdóttur „Saémundur Klemensson". Ekki er ætlunin að rekja efnið hér því varla verður hægt að gera því nægilega góð skil. Með þessum ballett sýnir Ingibjörg að hún er snjall danshöfundur. Ballettin sýnir sorg og gleði, jarðarför og heyskap. Dansararnir eru klæddir íslenskum búningum og tónlistin er poptónlist. Ætla mætti að þetta ætti ekki saman, en það gerir það svo sannarlega í þessum ballett, svo snilldar- lega er þetta ofið saman. Ballettinn var mjög vel dans- aður og augsýnilega vel æfður. Karldansararnir voru mjög góð- ir og má segja að Þórarinn Baldvinsson hafi nú loksins fengið hlutverk við sitt hæfi. Hann dansaði af miklum þrótti og.öryggi. . Tónlistina lagði Þursaflokk- urinn til og var hún mjög áheyrileg. Búninga og leikmynd hannaði Björn Björnsson. Lista- fólkinu var fagnað lengi og innilega og barst þeim fjöldi blóma. Listdanssýning í Þjóðleikhúsinu fyisti áfangi á Mö lengia Frankfurt er ekki aöeins mikil miðstöö viöskipta og verslunar — heldur einnig ein stærsta flug- miðstöö Evrópu. Frá Frankfurt, sem er um þaö bil í miöju Þýskalandi, eru óteljandi feröamöguleikar. Þaðan er stutt til margra fallegra staða í Þýskalandi sjálfu (t.d. Mainz og Heidelberg) og Þaðan er þægilegt aö halda áfram ferðinni til Austurríkis, Sviss, Ítalíu, Júgóslavíu, eöa jafnvel lengra. Frankfurt, einn fjölmargra staða í áætlunarflugi okkar. FLUCFELAC LOFTLEIDIR /SLAJVDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.