Morgunblaðið - 06.06.1978, Side 15

Morgunblaðið - 06.06.1978, Side 15
15 MORGtJNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1978 Bókaklúbbur AB: Síðasta bindi íslenzks ljóðasafns BÓKAKLÚBBUR Almcnna bóka- félagsins hefur sent frá sér síðasta bindi íslenzks ljóðasafns. Þetta bindi er nefnt IV. bindi B og tekur yfir síðustu áratugina í íslenzkri ljóðagerð allt til 1%0. þannÍK að skáld. sem gáfu ekki út fyrstu ljóðabækur sínar fyrr en eftir 1960 eru ekki með í safninu. Eftirtalin 35 skáld eiga ljóð í þessari nýju bók: Vilhjálmur frá Skáholti, Steinn Steinarr, Heið- rekur Guðmundsson, Bragi Sigur- jónsson, Guðmundur Daníelsson, Gestur Guðfinnsson, Kristinn Reyr, Hörður Þórhallsson, Kristján frá Djúpalæk, Jón úr Vör, Jakobína Sigurðardóttir, Ólafur Jóhann Sigurðsson, Þorsteinn Valdimarsson, Stefán Hörður Grímsson, Rósberg G. Snædal, Ingólfur Kristjánsson, Helgi Sæ- mundsson, Jón Óskar, Einar Bragi, Böðvar Guðlaugsson, Hannes Sig- fússon, Gunnar Dal, Elías Mar, Thor Vilhjálmsson, Jónas Svafár, Sigurður A. Magnússon, Sigfús Daðason, Vilborg Dagbjartsdóttir, Jón frá Pálmholti, Matthías Johannessen, Hannes Pétursson, Ingimar Erlendur Sigurðsson, Dagur Siguröarson, Þorsteinn frá Hamri, Jóhann Hjálmarsson. Kristján Karlsson hefur eins og kunnugt er séð um Islenzkt ljóðasafn að öllu leyti — nema Hannes Pétursson valdi í hluta af 2. bindi. Með þessu nýja bindi er allt safnið komið út og eru það alls 6 bækur og því stærsta úrval íslenzkra ljóða sem út hefur komið. Ein bókin er úrval ljóða- þýðinga, hið fyrsta sinnar tegund- ar á íslenzku, þar sem valið er úr Sigurvegarar í unglingaflokki, talið frá vinstri. Þórður Þorgeirsson á Þrótti, Ester Harðardóttir á Blesa og Asta Sigurjónsdóttir á Sval. Keppt í tveimur flokk- um í Firmakeppni Fáks ÁRLEG Firmakeppni Ilesta- knapi Ester Harðardóttir, sem mannafélagsins Fáks var haldin á skeiðvclli félagsins laugar- daginn 20. maí sl. AHs tóku 173 firmu og hross þátt í keppninni en keppt var í tveimur aldurs- flokkum. unglingaflokki 15 ára og yngri, en þar voru keppendur 56, og flokki fullorðinna. Úrslit urðu þau, að í unglinga- flokki varð sigurvegari Þróttur, eign Tómasar Ragnarssonar, knapi Þórður Þorgeirsson, sem keppti fyrir Gunnar Guðmundsson h/f, annar varð Blesi, eigandi Hörður og Guðjón Jónssynir, Forsíða skólahiaðs Tónlistarskól ans í Reykjavík. Skólablað um tónlist Nemendafélag Tónlistarskólsans í Reykjavík hefur gefið út 3. tölublað af tímaritinu „YMIR“. Ritið er 40 blaðsíður að stærð, offsetprentað, og hefur að geyma viðtöl, greinar og afþreyingarefni varðandi tónlist og tónlistar- fræðslu. Það mun vera hið eina sinnar tegundar á landinu. Ritið er til sölu í Islenzkri tónverkamiðstöð, Laufásvegi 40, og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. keppti fyrir Radíóbúðina, og í þriðja sæti varð Svalur, eigandi og knapi Ásta Sigurjónsdóttir, er keppti fyrir Hreyfil. I flokki fullorðinna urðu úrslit þau að sigurvegari varð Villingur, eign Bergljótar Leifsdóttur, knapi Trausti Guðmundsson, annar varð Gullfeti, knapi og eigandi Halldór Sigurðsson, sem keppti fyrir Hótel Valhöll, og í þriðja sæti varð Magna, eign Gunnars Eyjólfs- sonar, knapi Erling Sigurðsson, sem keppti fyrir Ingvar Helgason h/f. Túnisar taka ítalska fiskibáta Sikilev, 2. júní. AP. SJÓMENN á fiskibát frá Eynni Lappedusa við Sikiley sögðu frá því í morgun aö skotið hefði verið á þá skammt frá strönd Túnis af túniskum varðbáti sem hefði síðan tekið þrjá aðra ítalska báta. Áhöfnin á bátnum sem komst undan sagði að á hverjum þeirra þriggja báta sem teknir hefðu verið. væru tíu manns. Hefðu bátarnir þrír verið neyddir til að sigla til túnisku hafnarborgarinn- ar Sfax. Upp á síðkastið hefur iðulega kastast í kekki milli Itala og Túnisa af þessum sökum. Kristján Karlsson öllum ljóðaþýðingum, sem birzt hafa. Þetta nýja bindi er 278 bls. að meðtöldum kvæðaskrám og ævi- ágripum höfunda. Bókin er prent- uð og bundin i Prentsmiðju Hafnarfjarðar. (Fréttatilkynning) Nótaskipið Jón Kjartansson SU-111. sem áður hét Narfi. kom fyrir nokkrum dögum til heimahafnar. Eskifjarðar. með fyrsta aflann. Var það 600 tonna kolmunnafarmur af Færeyjamiðum. Skipstjóri er Þorsteinn Kristjánsson. Mvndin var tekin þegar verið var að landa kolmunnanum á Eskifirði. Ljósm. Mbl.. Ágúst I. Jónsson. Hvað veistu um Werzalit ? í s s Werzalit er sambland trjáviðar og gerfiefna. Nánar tiltekið spónaplötur, gagnvarðar og með húð úr melamin. Werzalit er veðurþolið, fúnar ekki og þarfnast ekki viðhalds. Werzalit hentar vel jafnt úti sem inni, sem sólbekkir, handriðalistar, bekkir, blómakassar og sem klæðningar á veggi, loft, bílskúrshurðir o.fl. o.fl. Werzalit er til í mörgum litum, gerðum og stærðum. Kynnum Werzalit með sýningu í húsakynnum 1 okkar Skeifunni 19, dagana 6.—9. júní. Þar verða til viðtals sérfræðingar frá Werzalit verksmiðjunum til ■ kynningar og ráðgjafa dagana 6.—7. júní. Verið velkomin á Werzalitsýninguna. r varan\egt. \Verx áutet Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 1 S, SÍMI 85244

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.