Morgunblaðið - 06.06.1978, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1978
Sjómannadagurinn í Reykjavík:
Margt manna fylgdistmeðhá-
tí ðarhöldunum í N authóls vík
ára. Þökkum gifturík og
fórnfús störf í þágu slysa-
varna. — Sjómannadagurinn
í Reykjavík".
í Nauthólsvík var síðan
haldið áfram hátíðarhöldum
og þar lék Lúðrasveit Reykja-
víkur undir stjórn Brian
Charlile. Þá var mynduð
fánaborg með fánum stéttar-
félaga sjómanna og íslenzk-
um fánum. Að því loknu voru
flutt ávörp. Af hálfu ríkis-
stjórnarinnar talaði Matthí-
as Bjarnason sjávarútvegs-
ráðherra, fulltrúi útgerðar-
manna var Ágúst Einarsson
fulltrúi hjá Landssambandi
íslenzkra útvegsmanna og
fulltrúi sjómanna var Guð-
mundur Hallvarðsson for-
maður Sjómannafélags
Reykjavíkur. Þá heiðraði
Pétur Sigurðsson, formaður
! Sjómannadagsráðs, sjómenn
með heiðursmerkjum dags-
ins, en það voru fimm sjó-
menn að þessu sinni. Þeir
HÁTÍÐAHÖLD 41. sjó-
mannadagsins í Reykjavík
voru fjölbreytt og fóru í alla
staði vel fram, að sögn
Garðars Þorsteinssonar hjá
Sjómannadagsráði, en dag-
skráin var með mjög hefð-
bundnu sniði. Að morgni
voru fánar dregnir að húni á
skipum í Reykjavíkurhöfn og
klukkan 10 lék Lúðrasveit
Reykjavíkur létt lög við
Hrafnistu. K1 11 hófst síðan
sjómannamessa í Dómkirkj-
unni, þar sem sr. Þórir
Stephensen þjónaði og
minntist hann þar drukkn-
aðra sjómanna. Einsöngvara-
kórinn söng og með honum
einsöng Garðar Corters, en
Ólafur Finnsson lék undir á
orgel. Þá var lagður blóm-
sveigur að leiði óþekkta
sjómannsins í Fossvogs-
kirkjugarði.
Þá gat Garðar þess sér-
staklega, að það hefði verið
einróma álit fulltrúa í Sjó-
mannadagsráði að heiðra
bæri Slysavarnafélag íslands
fyrir hinn stóra þátt félags-
ins í slysavörnum lands-
manna og þá síðast en ekki
sízt sjómanna. Var forseta
félagsins Gunnari Friðriks-
syni afhentur fagur bikar að
því tilefni sem á var ritað:
„Slysavarnafélag íslands 50
Agúst Einarsson vidskfr., fulltrúi útvegsmanna:
Oslóarsamningarnir endan-
legur sigur í landhelgismálinu
fíæða fíutt á sjómannadaginn í fíeykjavík
Góðir áheyrendur.
Mér finnst vel við hæfi á
þessum defji að fara nokkrum
orðum um mikilvægi sjávarút-
vegs fyrir þjóð okkar, því það er
ljóst, að skilningur almennings
og þá aðallega í þéttbýli á
mikilvægi þessarar atvinnu-
greinar er skammarlega of lítill.
Alltof oft er klifað á því, að
sjávarútvegur sé baggi á
þjóðarbúinu, hann sé rékinn
meira og minna á ríkisstyrk,
honum sé illa stjórnað og þar
fram eftir götum. Þetta er rangt
mat og byggt á þekkingarle.vsi.
Það er mín skoðun og hún
styrkist með hverjum degi, að í
sjávarútvegi og þar á ég bæði
við atvinnurekendur og hinn
almenna launþega, sé dugmesti
kjarni þessarar þjóðar, enda eru
afköst þessarar helztu atvinnu-
greinar okkar heimskunn.
Oft kemur fram í máli fólks,
að það telur að sjávarútvegur-
inn njóti styrkja frá hinu
opinbera, en hér er um mikinn
misskilning að ræða, því sjávar-
útvegurinn nýtur engra opin-
berra styrkja. Vera má að þessi
misskilningur sé tilkominn
vegna þess að sjávarútvegurinn
hefur sjálfur byggt upp eiginn
sjóði sjálfum sér til styrkt.ar,
þegar illa árar. í þessu efni má
nefna Aflatryggingasjóð, sem
greiðir aflabætur þegar illa
fiskast, Vátryggingasjóð, sem
greiðir þriðjung vátryggingar-
iðgjalda af skipum,
Verðjöfnunarsjóð, sem bætir
verðfall á erl. mörkuðum og
Fiskveiðasjóð, sem lánar til
fjárfestinga í sjávarútvegi.
Það eru tvö atriði sem koma
upp í hugann, þegar rætt er um
mikilvægi sjávarútvegs, í fyrsta
lagi þá sér sjávarútvegurinn
fyrir meginhluta gjaldéyris-
öflunnar landsmanna eða á
bilinu 73— 78% síðustu ár og í
öðru lagi hefur sjávarútvegur-
inn verið í fararbroddi þeirrar
miklu efnahagsþróunar, sem átt
hefur sér stað á þessari öld.
Þessi tvö atriði standa að
sjálfsögðu í nánu samhengi
hvort við annað.
Höfuðskilyrði fyrir hinum öra
vexti sjávarútvegsins er, að
hann hefur átt markað sinn
erlendis, og er þar af leiðandi
óháður smæð innlenda
markaðsins. Þrátt fyrir sérstöðu
sína getur þessi atvinnugrein
ekki frekar en aðrar atvinnu-
greinar þróazt án tengsla við
aðrar atvinnugreinar. Efna-
hagslifið er flókið og hver eining
í þjóðfélaginu stendur í nánu
samhengi við aðrar einingar og
byggir starfsemi sína á starf-
semi þeirra.
Þannig hefur öflugur iðnaður
t.d. risið upp í nánum tengslum
við sjávarútveginn og kaup og
sala á vöru og þjónustu hefur
dafnað samhliða sjávarútvegi.
Eins og áður sagði, þá er
sjávarútvegur veigamesti
þátturinn í gjaldeyrisöflun
landsmanna. Hann hefur getað
hagnýtt sér kosti stórfram-
leiðslunnar og með örum vexti
skapað lífvænleg skilyrði fyrir
aðrar atvinnugreinar.
Sjávarútvegur er rúmt hug-
tak, sem tekur til hinna marg-
víslegustu starfsemi. Þó má
segja, að eitt öðru fremur hafi
ráðið hinni öru þróun, en það
eru afköst fiskveiðanna, en þau
byggjast á-dugmikilli sjómanna-
stétt, framsýnum útgerðar-
mönnum og þá ekki sízt legu
fiskimiðanna umhverfis landið.
Hin öra þróun sjávarútvegsins
hefur ekki átt sér stað án þess
að við henni hafi verið reistar
margvíslegar skorður. Ríkrar
viðleitni hefur gætt til þess að
sjávarútvegurinn fengi ekki að
njóta þess raunverulega
hagnaðar, sem af honum er. Um
árabil hefur afkoma sjávarút-
vegsins verið miðuð við að hann
sé rekinn sem næst núlli og
þannig hefur tekjuþróun i
sjávarútvegi orðið stefnumark-
andi fyrir aðrar atvinnugreinar.
Þannig hefur verið stefnt að því,
að þrátt fyrir forustuhlutverk
hans í hagþróuninni og stöðu
hans sem meginuppsprettu
gjaldeyristekna, að koma í veg
fyrir að hann nyti nema að
takmörkuðu leyti þess
ávinnings, sem sérstaða hans og
möguleikar skapa honum.
Hér að framán hef ég í
nokkrum orðum reynt að gera
grein fyrir mikilvægi sjávarút-
vegs fyrir Island og íslendinga,
en hver er staða okkar nú?
Hvað ber framtíðin í skauti sér?
Þær auðlindir, sem efnahagur
okkar byggir á, eru ekki óþrjót-
andi og er ástand þorskstofnsins
Ijós vottur þar um.
Nú er nýlokið enn einni
vetrarvertíð og spádómar fiski-
fræðinga okkar komu fram, þ.e.
minni þorskaflien nokkru sinni
áður á hinu hefðbundna
vertíðarsvæði. Það er ekki úr
vegi, að rifja upp umsögn
fiskifræðinga um þorskstofninn
frá því í febrúar í ár, en þar
segir:
„Árabilið 1955—1974 var
meðalársafli þorsks um 400 þús.
tonn. Mestur varð aflinn árið
1954 tæplega 550 þús. tonn, en
minnstur árið 1967, eða 345 þús.
tonn. Árin 1968—1970 óx aflinn
á ný og náði árið 1970 hámarki,
471 þús. tonnum. Þessi aukning
stafaði af miklu leyti af sterkum
þorskgöngum frá Grænlands-
miðum. Síðan 1970 hefur afli
farið minnkandi þrátt fyrir að
góðir árgangar bættust í veiðan-
lega stofninn, t.d. árgangarnir
frá 1964 og 1970. Árið 1977 er
heildaraflinn áætlaður um 340
þús. tonn. Á umræddu tímabili
hefur sókn aftur á móti farið
sívaxandi og náði hún hámarki
árið 1975.
Við brotthvarf útlendinga af
miðunum hefur sóknin aftur
minnkað. Ástæðan fyrir því að