Morgunblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1978
Enga ævintýrapólitík
í utanríkismálum
Ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar hefur á því kjörtímabili,
sem nú er að Ijúka komiö í höfn tveimur veigamiklum
Þáttum í utanríkismálum okkar, varnarmálum og landhelgis-
málum. Þegar ríkisstjórnin tók viö völdum á haustmánuöum
1974 haföi mikil og vaxandi óvissa ríkt um framtíö
varnarsamstarfs íslands og Bandaríkjanna um þriggja ára
skeið. Vinstri stjórnin lýsti Því yfir í upphafi valdaferils síns
sumarið 1971, aö hún hygöist segja upp varnarsamningnum
viö Bandaríkin. í marz 1974 höföu Þeir flokkar, sem stóðu aö
vinstri stjórninni náð samkomulagi um varnarmálin, sem
byggöist á Því, aö varnarliöiö skyldi hverfa af landi brott í
áföngum og vera farið á miöju ári 1976. Um Þessa
meginstefnu var samkomulag milli Framsóknarflokks,
AlÞýöubandalags og SFV. Það var einungis stórsigur
Sjálfstæóísflokksins í Þingkosningunum 1974, sem kom í veg
fyrir, aó af Þessu yröi. Nokkrum mánuóum áöur höfðu 55
Þúsund íslendingar undirritaö áskorun Þess efnis, að varnir
landsins yröu tryggðar áfram meö varnarsamningnum viö
Bandaríkin. Fyrsta verk núverandi ríkisstjórnar haustið 1974
var aó ganga frá endurskoöun varnarsamnings við
Bandaríkin, sem tryggði áfram varnir landsins. Síðan hefur
ríkt friður um Þennan veigamikla Þátt í utanríkismálum okkar.
Annað Þýöingarmikið mál, sem ríkisstjórnin hefur komiö í
heila höfn á Því kjörtímabili, sem nú er að Ijúka, er
landhelgismálið. Ríkisstjórnin skilar frá sér 200 mílna
fiskveiðilögsögu, sem hefur nánast verið hreinsuð af
erlendum veiðiskipum. Þetta er stærsti sigur, sem íslendingar
hafa unniö á sviói utanríkismála frá pví aó lýðveldi var stofnaö
á árinu 1944.
Eftir átök, ófriö og óvissu undanfarinna ára í utanríkismál-
um er nauðsynlegt, aö friöur veröi á næstu árum um stefnu
okkar í öryggismálum og fiskveiðimálum og að við einbeitum
okkur aó pví á næstu misserum að tryggja markaði fyrir
útflutningsvörur okkar erlendis. Eini markaðurinn, sem segja
má, að hafi veriö öruggur síöustu árin er Bandaríkjamarkaöur.
Með Þeim árangri, sem ríkisstjórninni tókst aö ná í
landhelgísmálinu, opnaói hún einnig fiskmarkaði okkar í
Evrópu, sem höfðu ýmist veriö alveg lokaðir eöa hálflokaöir.
Hins vegar ríkir óvissa um mikilvæga markaði í Portúgal,
Nígeríu og fleiri löndum. Það er mikilvægasta verkefni
utanríkisÞjónustu okkar á næstu árum að opna okkur greiðan
aðgang að þessum mörkuðum. Öruggir markaðir fyrir
útflutningsafurðir okkar eru forsenda batnandi lífskjara í
landinu. Þaö kemur okkur aö litlu gagni, pótt viö veiðum vel
og framleiöum mikið, ef við töpum Þýöingarmiklum
mörkuðum. Þess vegna megum við engin Þau skref stíga í
utanríkismálum á næstu misserum, sem geta valdið röskun
á markaðsaðstöðu okkar. Yrði Þaö gert, yrði Það um leið
mesta kjaraskerðing, sem Þjóðin hefði orðiö fyrir. Þessi
viðhorf í utanríkismálum eru gerð að umtalsefni hér vegna
Þess, að augljóslega er hætta á nýrri vinstri stjórn eftir
Þingkosningarnar 25. júní n.k., ef miö er tekið af úrslitum
sveitarstjórnakosninga. Sjálfstæðisflokkurinn parf að koma
sterkur út úr Þeim kosníngum, sem fram fara eftir tæpar 3
vikur, ef takast á aö koma í veg fyrir nýja ævintýrapólitík í
utanríkismálum. Það er augljóst, að vinstri flokkarnir, sem
höfðu náö samkomulagi um pað veturinn 1974 aö senda
varnarliðið af landi brott í áföngum, munu taka upp práðinn
Þar sem frá var horfiö, ef mynduð veröur ný vinstri stjórn í
landinu. Ef styrkur Alpýöubandalagsins verður svipaður í
Þingkosningunum og hann var í sveitarstjórnakosningunum
verður augljóst, að staða Þess til að knýja á um brottför
varnarliðsins hefur stóreflzt. Ekki fer á milli mála aö hverju
AlÞýðubandalagið stefnir. Hin svonefndu Samtök herstööva-
andstæðinga hafa boðað Keflavíkurgöngu hinn 10. júní li.k.
Sú ganga er farin til Þess aö ýta undir kröfu vinstri manna
og kommúnista um brottför varnarliðsins. í dag eru öll hin
sömu rök til staðar og voru 1974 fyrir nauðsyn Þess, að
varnarliöiö verði hér áfram. Til viðbótar er augljóst, að umsvif
Sovétríkjanna víða um heimsbyggðina hafa stóraukizt frá
Þeim tíma. Þessar staðreyndir ásamt nauðsyn Þess, að friður
ríki um utanríkisstefnu okkar og að markaösaðstaða okkar
verði tryggð gerir Það að verkum, að utanríkismálin veröa
óhjákvæmilega mikill Þáttur í kosningabaráttunni á næstu
vikum. Þar stendur valið milli Sjálfstæðisflokksins og
ábyrgrar stefnu í utanríkis- og öryggismálum og vinstri
stjórnar og ævintýrapólitíkur í utanríkismálum.
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjórí
Ritstjórn og afgreiósla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guómundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aóalstræti 6, sími 10100.
Aóalstræti 6, sími 22480.
Áskríftargjald 2000.00 kr. ð mánuöi innanlands.
í lausasölu 100 kr. eintakið.
Birgir ísl.
Gunnarsson:
Morgunblaðið bað Birgi
Isleií Gunnarsson að skrifa
um tónleika Oscars Peter-
sons ok fer Krein hans hér
á eftiri
Sennilega er það til lítils
að ætla sér að skrifa um
svona tónleika. bað , sem
máli skiptir, eru þau hug-
hrif. sem hver og einn
verður fyrir. Þeim er erfitt
að lýsa. — Þau setjast að í
sálinni og verða hluti af
persónuleikanum. Senni-
lega verður maður aldrei
samur og jafn eftir svona
reynslu. Því að reynsla var
Oscar Peterson og Niels Henning Örsted Pedersen á tónleikunum
i Laugardalshöll.
A tónleikum
Oscars
Petersons
það og hún eftirminnileg.
Út af fyrir sig er það afrek,
að tveir menn skuli geta
haldið rúmlega 4000 manns
bergnumdum í rúmlega tvo
tíma, og það svo, að enginn
vildi missa af einum einasta
tóni. Hvort sem leikið var
ljúft og eiskulega, eða af
krafti og þrótti, — allra
eyru voru sperrt og ekki
stóð á fagnaðarlátum, þeg-
ar þau áttu við.
Rétt áður en ég lagði af
stað á tónleikana, horfði ég
á viðtal við Oscar Peterson
í sjónvarpinu. „Hvað ætlar
þú að spila?“ spurði frétta-
maðurinn. „Það veit ég
ekki,“ sagði Oscar Peterson,
„stemmning augnabliksins
ræður miklu um það.“ Og
hafi hann ætlað að spila á
þá stemningu, þá tókst
honum það.
Fyrri hluta tónleikanna
spilaði hann einn. Gömul
sveiflulög komu hvert af
öðru, tengd saman á annan
hátt en maður á að venjast.
Þarna sló Oscar á marga
strengi. Hljómarnir gengu
einhvern veginn þvers og
krusS, en þó í mögnuðum
samhljóm. Sjálfur man ég
núna eftir á helzt eftir
Ellingtonlögunum c-jam
Blues og Caravan og þó, —
fleiri lög eru enn að suða í
kollinum á mér eftir þenn-
an hluta tónlcikanna. Ég
skal að vísu viðurkenna, að
í fyrri hluta tónleikanna
fannst mér stundum, að
t?eknin hjá Oscari Peterson
bæri tilfinningarnar ofur-
liði. Sennilega var fyrri
hlutinn eins konar úpphit-
un. Það átti eftir að koma á
daginn.
Og svo hófst síðari hlut-
inn. Gítarlcikarinn Joe Pass
var veikur og því kom
„aðeins“ Niels Ilenning Ör-
sted Pedersen til liðs við
aðalhetju kvöldsins. Það
var enginn smá liðsauki.
Niels Henning er orðinn
okkur Reykvíkingum að
góðu kunnur. Hann spilaði
í Norræna húsinu í haust og
svo aftur á vegum
Jass-vakningar í Háskóla-
biöi fyrir rúmum mánuði.
Ég held, að ekkert hafi
verið of sagt í hóli um þann
mann. Slíkan bassaleik upp-
lifir maður ekki annars
staðar. Gamla kenningin er
sú, að bassi (og reyndar
píanó lika) séu
rythma hljóðfæri, en slíkum
reglum hlítir Niels Henning
ekki. Bassinn í höndum
hans er einleikshljóðfæri og
stundum stal Niels Hcnning
senunni, ef manni leyfist að
orða það þannig.
Seinni hluti tónleikanna
var í einu orði sagt frábær.
Samspilið milli tvímenning-
anna var þannig, að stund-
um var cins og heil hljóm-
sveit væri að verki undir
styrkri stjórn. Sjálfur skildi
ég ekki alltaf, hvernig
Oscar fór að því að beita
vinstri hendinni. Það var
eins og hún væri undir
annarri stjórn en sú hægri,
og stundum eins og a.m.k.
væri leikið f jórhent. Tæknin
var meiri en svo, að með
orðum verði lýst, og nú
komu tilfinningarnar einn-
ig til skjalanna.
Gömul og góð jassverk,
eigin tónsmíðar Oscars Pet-
erson, eins og hluti úr
„Canadian Suit“ og ljúfl-
ingsstef úr þckktum klass-
iskum verkum. Allt rann
þetta af fingrum fram,
hvert af fætur öðru. Fallegu
stefin urðu að stórbrotnum
tónverkum í „impro-
visationinni“ hjá þeim fé-
lögum.
Og svo var þessu lokið.
Stemmningin reis hátt,
aukalagið varð að koma.
Vinsælt lag úr þýzkri óper-
ettu fékk nýjan hljóm og
nýjan tilgang í túlkun
þcirra félaga.
Eftir tónleikana gafst
mér færi á að ræða við þá
félaga. Báðir eru þeir hóg-
værir og látlausir menn, en
það finnst mér einkenni
mjög margra mikilla lista-
manna, sem ég hef hitt.
Oscar kvaðst glaður yfir
þeirri stemmningu, sem
ríkti á hljómleikunum og
„hljómburðurinn í Laugar-
dalshöllinni var mjög góð-
ur,“ sagði hann. „Það er
óvenjulegt í slíkum höll-
um.“ Þessi ummæli glöddu
að sjálfsögðu mitt gamla
horgarstjórahjarta. Oscar
kvað þessi miklu ferðalög
þreytandi og reyna mikið á
sig. Aðalatriði fyrir hverja
tónleika væri að hvíla sig
vel. gera ekki neitt og hafa
hugann hvíldan og skýran.
Hann væri ekki þreyttur
eftir slíka tónlcika, en
spenntur fyrst á eftir. Héð-
an færi hann til Sviss að
hitta konu sína og tiltölu-
lega nýíætt barn þeirra
hjóna.
Við þökkum þessum
elskulcga manni komuna
hingað og Listahátíð á
þakkir skildar fyrir frum-
kvæði í þcssu efni. Vonandi
vcrður það áfram fastur
liður á dagskrá Listahátíð-
ar að fá slíka jasssnillinga
til að leika hér.
Ég hef margsinnis hlýtt á
hljómplötur með Oscari Pet-
erson, — en satt að segja
hélt ég ekki, að hann væri
svona góður.