Morgunblaðið - 06.06.1978, Síða 24

Morgunblaðið - 06.06.1978, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1978 • Undir lok leiksins gerðust leikmenn ÍBK dálítið aðgangsharðir við mark Þróttar. Á myndinni sækir Gísli Torfason að Rúnari Sverrissyni markverði Þróttar, sem hefur betur að þessu sinni. Matthías Hallgrímsson var heldur betur á skotskónum í Kaplakrika kom eftir slæm mistök í vörn FH-inga, sem Matthias nýtti sér til fulls. ÞAÐ rigndi eins og hellt væri úr fötu Þegar FH-ingar og Akurnesingar léku ó Kaplakrikavelli i laugardaginn og áttu pví leikmenn og áhorfendur heldur illa vist í vætunni og kuldanum. En Það rigndi líka mörkum í Kaplakrikanum Þennan eftir miðdag og Þeirra vegna hefur áhorfendum fundizt Það Þess virði að fylgjast með leiknum Þrátt fyrir slæmar aðstæður. Ekki færri en 8 mörk voru skoruð í leiknum, sjö sinnum hafnaði boltinn í marki heimamanna en aðeins einu sinni í marki Íslandsmeístaranna frá Akranesí. Matthías Hallgrímsson skoraði Þrjú af mörkum Akurnesinga í leiknum og er hann nú langmarkhæsti leikmaður 1. deildar. I þann mund sem leikurinn hofst byrjaöi úrfellið og rigndi allan leiktímann. Völlurinn var því ákaflega háll og eins og oft vill veröa viö slíkar aöstæöur var leikurinn mjög opinn og skemmtilegur. Strax á fyrstu mínútunum fengu liðin opin mark- tækifæri en þau nýttust ekki. Á 12. mínútu kom fyrsta mark leiksins. Karl Þóröarson tók horn- spyrnu frá vinstri. Hann gaf stutt á Matthías, sem gaf boltann aftur á Karl. Karl gaf nú boltann inn í markteiginn að nærstönginni, þar sem Jón Alfreösson var staddur og sneiddi boltann laglega í markið. 1:0. Annaö markiö kom á 19. mínútu og aftur var Karl Þórðarson á ferðinni. Hann fékk boltann eftir hornspyrnu frá hægri og gaf mjög góöa sendingu yfir vörn FH að fjærstönginni, þar sem Matthías Hallgrímsson var vel staösettur og vippaöi boltanum í markið af stuttu færi. 2:0 Akurnesingar voru öllu betri en FH-ingarnir í fyrri hálfleik en af og til brá fyrir góöum leikköflum hjá Hafnarfjarðarliðinu. Hins vegar voru Akurnesingarnir skarpari fyrir framan markið og þeir dreiföu spilinu ákaflega vel og er ÍA fremst íslenzkra liða í þeim efnum ásamt Val. Flóögáttirnar opnast Áfram rigndi í seinni hálfleik og nú fór mörkunum að rigna líka fyrir alvöru. FH-ingarnir voru mun betri í upphafi seinni hálfleiks og Viöar Halldórsson misnotaöi þá mjög gott færi. Þaö var því andstætt gangi leiksins þegar þriöja mark Akurnes- inga kom á 7. mínútu seinni hálfleiks. Árni Sveinsson sendi þá langa sendingu frá vinstri kantinum yfir í vítateigshorniö fjær, þar sem Karl Þórðarson var til staöar og negldi boltann neðst í hornið nær. Var Þorvaldur markvörður klaufskur að verja ekki þetta skot. 3:0 Á 10. mínútu seinni hálfleiks kom eina mark FH-inga. Leifur Helgason lék vel upp vinstra megin og gaf boltann fyrir inn í vítateiginn til Viöars. Hann var fljótur að meta stööuna og renndi boltanum laglega út á vítateigslínuna til Janusar Guölaugssonar, sem kom á fullri ferö og skoraöi með góðu skoti neöst í markhornið óverjandi fyrir Jón Þor- björnsson. Var mjög vel að þessu marki unnið hjá FH-ingunum. 3:1 Á 13. mínútu seinni hálfleiks skoruöu Akurnesingar ódýrt mark. Knötturinn var sendur í áttina að marki FH og virtist engin hætta iniimiIfiHlbl Textii Sigtryggur Sigtryggsson Myndi Friðþjófur Helgason yfirvofandi. En varnarmanni FH uröu á þau herfilegu mistök þegar hann ætlaði aö spyrna í boltann að hann hitti hann ekki og Matthías Hallgríms- son var skyndilega á auöum sjó. Lék hann upp aö markinu og renndi boltanum undir markvöröinn og í netiö. 4:1 Fimmta mark Akurnesinga kom á 19. mínútu og það var líka fengið á ódýra markaðinum. Karl Þórðarson tók hornspyrnu frá hægri, FH-ingar náöu aö hreinsa út fyrir vítateig þar sem Jón Áskelsson fékk boltann og skaut að markinu. Boltinn fór í Loga Ólafsson og breytti viö þaö stefnunni þannig að hann sveif í háum boga yfir markvörðinn og í markiö. 5:1 Á 25. mínútu uröu enn mistök í vörn FH og Pétur Pétursson brunaöi upp aö markinu. Hann sendi síöan Islandsma V...... - Þróttarar óheppnir að sigra ekki í Keflavík KEFLVÍKINGAR gerðu lítið til að bæta stöðu sína nærri botni fyrstu deildar. er þeir fengu Þróttara í heimsókn á laugardaginn. Liðin hirtu sitt stigið hvort í leiðindaleik, en Þróttarar voru mun sterkari og verðskulduðu bæði stigin. Kcflvíkingar voru vægast sagt lélegir og þurfa þeir að kippa cinhverju í liðinn ef ekki á illa að fara. Ef marka má leikinn á laugardaginn, eru aðeins fáeinir menn f liði ÍBK sem boðlegir eru til að lcika í fyrstu deildar liði og það eina, sem virðist ekki skorta í liðið. er grimmdarbarátta. Þróttarar sóttu undan strekk- ingskalda í fyrri hálfleik og áttu þeir öll færin sem heitið gátu því nafni. Það voru einkum þeir Páll Olafsson, Sverrir Brynjólfsson og Þorgeir Þorgeirsson sem gerðu usla í óöruggri vörn ÍBK. Þróttar- ar áttu nokkur ágæt færi í fyrri hálfleik og hefðu með dálítilli heppni getað verið tveimur til þremur mörkum yfir í hléi. Á 19. mínútu sendi Sverrir Brynjólfsson fasta sendingu fyrir mark IBK og litlu munaði að heilum flokki ÍBK-manna tækist að þvæla knettinum í eigið mark og fáeinum mínútum síðar sýndi Páll Ólafsson mikið harðfylgi er hann hljóp af sér vörn ÍBK, sendi knöttinn fram hjá Þorsteini mark- verði, en varnarmanni IBK tókst að bjarga á marklínu. Eftir hálftíma leik átti síðan Þorvaldur Þorvaldsson hörkuskot af löngu færi sem rétt sleikti stöngina utanverða. Og þrívegis á síðustu fimm mínútum hálfleiksins voru Þróttarar nærri því að skora, fyrst komst Þorgeir Þorgeirsson einn inn fyrir vörn IBK, en Þorsteinn varði vel með úthlaupi, síðan varði Þorsteinn enn er Páll skaut á markið utan úr vítateignum og að lokum tók Úlfar Hróarsson auka- spyrnu langt út á velli, en engu að síður missti Þorsteinn knöttinn einkennilega frá sér og í stönginni skall hann. í síðari hálfleik gerðu heima- menn meðal áhorfenda sér vonir um að með aðstoð golunnar myndu þeirra menn nú taka sig saman í andlitinu og afgreiða Þróttara. Og framan af virtust Keflvíkingar leika af meiri krafti, þeir hlupu meira fram og til baka og þeir hrópuðu fleiri hvatningaróp hver til annars. En knattspyrnan sem þeir léku var söm og í fyrri hálfleik og enn voru það Þróttarar sem áttu þau fáu færi sem til féllu. Eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik, voru Þróttarar næstum búnir að skora tvívegis á sömu mínútunni, fyrst skallaði Úlfar naumlega fram hjá eftir fyrirgjöf IBK- Þróttur 0:0 frá hægri og síðan átti Sverrir Brynjólfsson gott skot, en það fór einnig rétt fram hjá. Á 17. mínútu ætlaði Hilmar Hjálmarsson að senda knöttinn til Þorsteins mark- varðar, en engu mátti muna, að Sverri Brynjólfssyni tækist að pota í knöttinn áður en Þorsteinn náði tökum á honum. En nú var röðin komin að heimamönnum að sækja og þótti flestum viðstöddum kominn tími til og þótt fyrr hefði verið. Rúnar Georgsson kom inn á fyrir Einar Ásbjörn og var hann langfrískasti framlínumaðurinn í röðum IBK.. Um miðjan hálfleikinn tók Ómar Ingvarsson aukaspyrnu rétt utan við vítateig, skaust knötturinn óhindrað milli varnarmanna og upp í faðminn á Rúnari Sverris- syni markverði Þróttar, en þar vildi hann ekki vera. Rúnar missti hann frá sér og í stöngina hrökk hann og þaðan aftur upp í hendurnar á Rúnari. Á 32. mínútu áttu Keflvíkingar sína bestu til- raun. Eftir fyrirgjöf frá vinstri átti langbesti maður IBK, Gísli Torfason, fallegan skalla, sem Rúnar varði meistaralega og tveimur mínútum síðar skallaði Ómar Ingvarsson naumlega fram hjá. Síðasta orðið átti Ojlafur Júlíusson, er hann stóð skyndilega í góðu færi fimm mínútum fyrir leikslok, en af varnarmanni þaut knötturinn fram hjá markinu. Þróttarar stóðu uppi óskrámaðir eftir þetta síðbúna fjörbrot IBK og lauk leiknum því án marka. Heimamenn voru afar slakir að þessu sinni, mistækir í vörn og lengst af varla með í sóknarleikn- um. Þó er ástæða til þess að hrósa þeim Gísja Grétarssyni og vara- manninum Rúnari Georgssyni fyrir frammistöðu sína. Og ekki má gleyma Gísla Torfasyni, án hans væri lið ÍBK hvorki fugl né fiskur. Lið Þróttar var sem ein heild, en Sverrir BrynjólfsSon, Páll Ólafs- son, Þorgeir, Úlfar og Aðalsteinn voru þeirra bestir að mati undir- ritaðs. í stuttu málii Keflavíkurvöllur 3. júní, 1. deild ÍBK — Þróttur. 0.0 Áminning. Engin Áhorfendur. 487 STAÐAN IA Valur Fram Víkingur Þróttur ÍBV ÍBK KA FII UBK Markhæstu menn. Matthías Hallgrímsson ÍA Arnór Guðjohnsen Víking Albert Guðmundsson Val 4 3 1 0 14.3 7 3 3 0 0 10.3 6 4 3 0 1 7.4 6 4 2 0 2 7.8 4 4 1 2 1 5.6 4 2 1 0 1 2.3 2 4 0 2 2 5.7 2 4 0 2 2 2.4 2 3 0 2 1 3.9 2 4 0 1 3 3.11 1 MARKAREGN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.