Morgunblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1978 • Einn helsti markaskorari Svía, Thomas Sjöherg, skorar markið sem tryggði Svíum mikilvægt stig gegn Brasilíumönnum. Lennart Larson íylgist spenntur með, en þeir Edhino og Amaral reyna að pota knettinum írá áður en að Sjöberg tekst að hleypa aí. Símamynd AP. Fjórir leikir áHMídag MEÐ hvcrri umferð sem lcikin er í IIM-kcppninni í Argentínu skýrast línurnar. Nú þegar er mikið um óvænt úrslit í keppn- inni og það citt cr víst, að allt getur gerzt. í dag fara fram eftirtaldir lcikin 1. riðill. Ítalía — Ungverjaland kl. 16.45 í Mar Dcl Plata. Dómari Ramon Barreto, Uruguay. 2. riðill. Pólland — Túnis kl. 19.45 í Rosario. Dómari Franco Marties, Spáni. 2. riðill. Mexico — V-þýzkaland kl. 19.45 í Cordoba. Dómari Arouk Bouzo, Sýriandi. 1. riðill. Argentína — Frakk- land kl. 22.15 í Buenos Aircs. Dómari Jean Dubach Sviss. • * v.#' • « • ♦ V.# V# * ♦ V.# Markakóngurinn Krankl tryggði Austurríki sigur AUSTURRÍKISMENN komu á óvart með 2<1 sigri sfnum yfir Spánverjum á laugardaginn. Var talið að vörn Spánverja væri sú besta liðanna í kcppninni og þar að auki voru settir tveir mcnn til höfuðs mesta markaskorara Austurrfkismanna, Hans Krankl. Engu að siður var það hann sem skoraði sigurmarkið um miðjan síðari hálfleik. Spánverjar hófu leikinn með áttu besta færið, er Willy Kreuz miklum látum og við lá að þeir settust að í vítateig Austurríkis- manna, en á níundu mínútu urðu þeir fyrir miklu áfalli, er Walter Schachner náði knettinum á eig- inn vallarhelmingi, brunaði einn upp og skoraði laglega, 1—0. En Spánverjar létu það ekkert á sig fá og á 22. mínútu tókst þeim að jafna, en markið var slysalegt frásjónarhóli Austurríkismanna, vörn þeirra mistókst að hreinsa frá eftir fyrirgjöf frá vinstri og Dani skoraði, en knötturinn breytti um stefnu af varnarmanni. Spánverjar sóttu meira sem fyrr, en það voru Austurríkismenn sem 1. riðill Úrslit leikja og staðan í 1. riðli: Argentína — Ungverjaland 2:1 Ítalía — Frakkland 2:1 Argentína Ítalía Frakkland Ungverjaland 2. riðill Úrslit leikja og staðan í 2. riðli: V-Þýzkaland — Pólland 0:0 Túnis — Mexico 3:1 Túnis 1 1 0 0 3:1 2 V-Þýzkaland 1 0 1 0 0:0 1 Póliand 1 0 1 0 0:0 1 Mexico 1 0 0 1 1:3 0 3. riðill Úrslit leikja og staðan í Austurríki — Spánn Brasilía — Svípjóð Austurríki 110 Brasilía 10 1 Svípjóð 10 1 Spánn ____________10 0 4. riðill Úrslit leikja og staöan í 4. riðli: Holland — Iran Perú — Skotland Holland Perú Skotland íran 3:0 3:1 1 0 0 3:0 2 1 0 0 3:1 2 0 0 1 1:3 2 0 0 1 0:3 0 komst einn inn fyrir vörn Spán- verja, en skot hans var meistara- lega varið af Miguel Angel. En sókn Spánverja þyngdist og vörn Austurríkismanna sýndi veik- leikamerki. Rexax átti tvö góð skot að marki, en Koncilia varði vel í bæði skiptin og Kurt Jara bjargaði af marklínu eftir að Kincilia hafði farið í skógarferð. Síðustu fimm mínútur fyrri hálfleiks voru síðan æsispennandi, Pezzey bjargaði á línu skoti frá Cano, Austurríkis- menn brunuðu upp og Krankl komst í gott færi, en Angel varði vel og i næstu sókn komst Cano í sannkallað dauðafæri, en hann hitti knöttinn alls ekki. En inn vildi knötturinn ekki og staðan í hálfleik var því jöfn, 1—1. Austurríkismenn sóttu heldur meira í síðari hálfleik, en yfir höfuð var leikurinn þunglamaleg- ur. Á 66. mínútu komst Hans Krankl í mjög gott færi, en skaut yfir markið og aðeins mínútu síðar fékk hann knöttinn á svipuðum slóðum og nú skoraði hann. Þetta reyndist vera sigurmark leiksins og er ekki að neita, að úrslitin koma eins og nokkur önnur á HM nokkuð á óvart. Eftir leikinn sagði Helmut Senekowitsch þjálfari Austur- ríkismanna að austurríska liðið hefði sigrað vegna þess að það væri samæfðara og samrýmdara, en Kubala, þjálfari Spánverja, var niðurbrotinn og sagði tapið ein- faldlega stafa af því að Austur- ríkismenn hefðu nýtt sín tækifæri, en þeir ekki. Lið Austurríkis. Koncilia, Breitenberger, Pezzey, Ober meyer, Sara, Jara, Hickersberger (Weber), Kreuz, Prohaska, Krankl. Sachner (Pirkner) Lið Spánari Miguel Angel, Marcellino, Miguelli, Pirri, San Jose, De La Cruz, Asensi Cardenosa (Leal), Dani, Cano, Rexax (Quini) Dómarii Palotai írá Ungverjalandi. • Ilans Krankl, markhæsti leikmaður Evrópu síðasta keppnistímabil, skoraði sigurmark Austurrikismanna gegn Spánverjum. Dramatískur endirí leik Svía og Brasilíumanna SVÍÞJÓÐ og Brasilía gerðu jafntefli 1 — 1 á Mar Del Plata-leikvanginum í heimsmeistarakeppninni á laugardag. Lok leiksins urðu mjög dramatísk. Brasilíumenn fengu hornspyrnu í lokin og Toninho skallaði í markið. Brasilíumenn fögnuðu ákaft og héldu sig hafa sigrað, Hellström markvörður Svía grúfði andlitið í höndum sér f þeirri trú að lið hans hefði tapað á lokasekúndu leiksins, er dómarinn Clive Thomas frá Wales gaf merki um að leiknum hefði verið lokið og markið væri ekki gilt. Olli þetta miklu fjaðrafoki eins og gefur að skilja en ekki þýðir að deila við dómarann. Brasilíumenn hófu leikinn vel á móti Svíum og sóttu ákaft og áttu þrjú mjög góð tækifæri á að skora fyrstu 15. mínútur leiksins en öll mistókust og virtist þetta draga nokkuð úr krafti leikmanna liðsins. Vörn Svianna var mjög traust og var henni stjórnað af Birni Nordqvist sem lék þarna sinn 109. landsleik og setti þar með nýtt heimsmet hvað varðar lands- leikjafjölda. Svíar náðu annað slagið skyndisóknum sem ollu glundroða í vörn Brasilíu. Sjöberg og Benny Wendt áttu góð tæki- færi, sem þeir klúðruðu. Eitt besta marktækiflri leiksins kom á tuttugustu mínútu er Sjöberg var í dauðafæri inni í vítateig en skot hans fór rétt yfir þverslá! Á 37. mínútu urðu Brasilíumönnum á varnarmistök og Sjöberg náði knettinum inni í vítateig þeirra og skoraði með þrumufleyg framhjá Leao markverði Brasilíumanna. Tveimur mínútum áður höfðu Brasilíumenn átt gott tækifæri en Hellström sýndi að hann er ekkert lamb að leika við og varði meistaralega eins og svo oft í leiknum. Á lokamínútu fyrri hálf- leiksins brunaði miðvallarspilar- inn Cerezo upp vinstri kantinn og lagði stórfallega sendingu fyrir fætur Reinaldo inni í vítateig og átti hann ekki i erfiðleikum með að skora. rétt áður en dómarinn flautaði til hálfleiks. í síðari hálfleik léku Brasilíu- menn ekki eins vel, og drógu menn aftur í vörnina. Virtust þeir hafa áhyggjur af varnarleiknum. Fyrirliði þeirra, Rivelino, var mjög slakur í leiknum og margar sendingar hans mistókust. Hann átti þó ágætt skot á markið í byrjun síðari hálfleiksins, en boltinn lenti í varnarmanni Svía og var næstum dottinn í mark- hornið fjær en fór framhjá. Eins og háður hefur komið fram, skall hurð nærri hælum í lokin er hornspyrnan var framkvæmd en dómarinn hafði flautað leikinn af. Svíþjóð hafði tryggt sér dýrmætt stig og á nú alla möguleika á að komast áfram í riðlinum. Lið Krasilíui Lcao, Toninho, Oscar, Amaral. Kdinho. Cerczzo. Batista. Zico, Gil. Reinaldo. Rcvelino. (Nelinho 68. mín). Lifl Svfþjóðari Hellströn. Borx, Anders- son, Norqvist, Tapper, Erlandsson, Larsson, Lindeeroth. Sjöbcrg, Wendt, Lennart Larsson. (Edstroen 84. mín.) Dómarii Clive Thomas, Wales.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.